Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 30
■30 FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1988. Lífestm Steikin tilbúin á borðinu og borin fram með tómötum og spergilkáli. Tilraunaeldhús DV Lambalæri - íyllt með mptu og sveppum Jafnið skinkublöndunni innan í læ- riö, DV-myndir KAE 1 lambalæri (miðlungsstórt) 1 dl sérrí eða madeiravín /i dl fínt söxuð myntublöð (fersk eða þurrkuð) 200 g smátt saxaðir sveppir 2 msk. smjör 3 msk. smátt söxuð skinka 1-2 marin hvítlauksrif % msk. edik (7%) 1 tsk. paprikuduft salt og pipar Úrbeinið lærið eins og sýnt er hér á síðunum. Blandið myntu, svepp- um, smjöri, skinku, hvítlauk, ediki, paprikudufti, salti og pipar vel sam- an. Hentugt er að blanda öllu saman í blandara. Smyrjið kjötið aö innan með blönd- unni og bindið það þétt og snyrtilega saman með bómullargarni. Leggið lærið á grind yfir ofnskúöu og hafiö nóg af vatni í skúffunni. Vatnið og soðið af kjötinu er síðan notað í sósuna. Setjið kjötið inn í 180° heitan ofn og steikið í ca l'A tíma eða þar til kjöthitamælirinn sýnir 70°. Kjötiö á að vera ljósrautt við miðju. Látið kjötið bíða í 10-15 mínútur og gerið sósuna á meöan. Sósan: Soðið úr ofnskúífunni er síað í pott og það mesta af fitunni fleytt ofan af. í soðið er settur /i dl af fínt sax- aðri myntu (ferskri eða þurrkaðri). Bragðbætið sósuna með sérríi, salti og pipar. Berið steikina fram með ofnbökuö- um kartöflum, spergilkáli og fylltum tómötum eða því grænmeti sem til- tækt er hverju sinni. -JJ Bindió utan um lærió með bómullargarni, þétt og snyrtilega. Ekki er víst að öll fyllingin komist í lærið enda ekki nauðsynlegt. Lambalæri meö blaðlauksböku Hvítlaukur og rauöur pipar gefa þessari lambasteik sérstakt og fram- andi bragð. Sömu aöferð má nota við að krydda úrbeinaðan lambabóg en þá er kryddið minnkað um helming. Lambalæri fyllt með hvítlauk og rauðum pipar 2-2 Vi kg lamabalæri 4 hvítlauksrif 1-1 /i ferskur eða þurrkaður pipar 1 Vi tsk. salt Sósan: 1 msk. smjör 4 msk. tómatmauk 2 teningar grænmetiskraftur 5 dl vatn 2 msk. sojasósa síað soðið af kjötinu Úrbeinið kjötið eins og sýnt er hér að ofan. Hitið ofninn í 175°. Merjið hvítlaukinn eða saxið mjög smátt. Takið fræin úr pipamum og saxið hann mjög smátt. Setjið blönduna innan í kjötið og saltið. Bindið kjötiö saman og leggið á grind yfir ofnskúffu. Setjið kjöthita- mælinn í mitt kjötið og steikið þar til mælirinn sýnir 72°, eða í u.þ.b. V/t-V/i klukkustund. Hafið vatn í ofnskúfunni á meðan á steikingu stendur. Takið kjötið úr ofninum og látið bíða í tíu mínútur áður en bandiö er tekið af því og kjötið sneitt niður. Sósan: Bræðið smjörið í potti og hrærið tómatmaukinu saman við. Blandið síðan afganginum af efnunum saman við og látið sjóða. Bragðbætið sósuna eftir smekk og berið fram vel heita. Berið kjötið fram með papriku- sneiðum og blaðlauksböku. Blaðlauksbaka 4 dl hveiti 200 g smjör/smjörlíki 2 msk. vatn Fyllingin: 200 g smálaukar, 10 stk. 1 lítill blaðlaukur 3 egg 2 dl rjómi % tsk. salt Hitið ofninn í 175°. (í blástursofni má hita bökuna um leið og kjötið er steikt.) Myljiö smjörið út í hveitiö og vætiö í meö vatninu. Hnoðið vel. Klæðið smurt bökumót með deiginu. Afhýðið smálaukana og sjóðið í tíu mínútur. Hreinsið blaðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Steikið blað- laukinn í smjörinu án þess hann brúnist. Bakið deigskelina í 10 mínútur. Þeytið saman egg, rjóma og salt og blandið blaðlauknum síðan saman viö. Dreifið smálaukunum yfir böku- skelina og hellið blaðlauksblöndunni yfir. Bakið bökuna í 10 mínútur eða þar til fyllingin stífnar og tekur Ut. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.