Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
21
íþróttir
á Tyrkjum. Hér reynir Guðmundur Torfa-
lur verður þarna á milli hans og marksins.
Símamynd Reuter
pniHM:
iandi
Tkjum 1 Istanbul
fram hjá. Fjórum mínútum síðar losaði
hann sig laglega við varnarmann og
skaut hörkuskoti frá vítateigi sem mark-
vörðurinn sló í horn. En síðustu mínú-
turnar fór boltinn varla út úr íslenska
vítateignum og það mátti sjá feginssvip
á andlitum íslensku leikmannanna þeg-
ar Ovadia dómari frá ísrael flautaði til
leiksloka eftir að hafa bætt nokkrum
mínútum við leiktímann.
íslenska hðið lék vel vamarlega séð
og liprir leikmenn Tyrkja fengu ótrúlega
fá færi miðað við hve mikið þeir voru
með boltann. Guðni Bergsson lék af
miklu öryggi og þeir Atli og Sævar unnu
nánast öll návígi fyrir framan hann. En
eins' og svo oft áður gerðist lítið þegar
boltinn vannst, hann tapaöist vanalega
aftur eftir eina til tvær sendingar og
sterkari mótherjar en Tyrkir hefðu refs-
að íslensku miðjumönnunum grimmi-
lega fyrir hve oft þeir misstu boltann á
eigin vallarhelmingi.
Arnór var nánast einn um að ógna
tyrknesku vörninni en hann fékk alltof
htla aðstoð og varð oft að draga sig of
langt aftur á völlinn til að sækja bolt-
ann. Litlu munaði þó oft á tíðum að hon-
um tækist að brjótast í gegn upp á eigin
spýtur. Það var helst að Olafur Þórðar-
son kæmi til hjálpar en hann vann vel,
bæði fram og aftur, á hægri vængnum
og lagði upp markið með sínum einstaka
dugnaði. Það var mikil synd að íslenska
hðið skyldi ekki ná að nýta sér hve slök
vörn Tyrkja í raun var og hve lítinn
áhuga tyrknesku miðjumennirnir höfðu
á varnarleik. Sennilega vó þar þyngst
að tilfinnanlega vantaði leikstjórnanda
á miðjuna - Asgeir Sigurvinsson hefði
örugglega notið sín vel gegn þessu tyrk-
neskaliði. -VS
I þessulandi er
fotboltinn strið
„Tyrkirnir byrjuðu á því fyrir
leikinn að draga upp norska fan-
ann í stað þess íslenska. Það var
leiðrétt en síðan rak hvert atvikið
annað og það var greinilegt á öllu
að þeir ætluðu að bijóta okkur
niður. Það var ekki tilviljun aö við
ferðuðumst í rútum á æfmgar i sex
klukkustundir á dag fyrir leik-
inn,“ sagði Ath Eðvaldsson, fyrir-
hði íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu, í samtalí við DV eftir leik-
inn í Istanbúl í gær.
Piastboltar og læstur
búningskiefi
„Við fengum plastbolta til að
hita upp meö, hreiná steypta
plastbolta. Þegar upphituninni
var lokið og viö ætluöum inn í
búmngsklefann var hann læstur
og engin leið að fá hann opnaðan.
Eftir kortérs bið réðst Þorsteinn
Geirharðsson nuddari til atlögu
og braut hurðina upp. Síðan var
ekki nokkur leið að fá deigan
dropa af vatni þótt við hefðum
beðið um það fyrirfram.
Leikmenn grýttir og
varamannaskýlið brotið
Þegar leikurinn hófst dundi
barsmíöin á íslenska var amanna-
skýlinu og áhorfendunum tókst
að bijóta það áður en yfir lauk.
Ef varamennirnir létu sjá sig
rigndi yfir þá öllu mögulegu, lykl-
um, peningum og steinum, og
fleiru í þeim dúr. Þegar við geng-
um af leikvelli fengum við sömu
meðferð. Heima hefur þaö einu
sinni gerst aö kókdós hefur verið
hent úr áhorfendastæðum og þá
munaði htlu að Laugardalsvöll-
urinn yrði settur i bann. í þessu
landi er fótboltinn ekki íþrótt,
hann er stríð og allir eru að beij-
ast fyrir fóðurlandið!
Varamenn réðust á Guðna
og Gunnar skallaður
I eitt skiptið þegar Guðni Bergs-
son hljóp aftur fyrir markið til
aö sækja boltann réðust tyrk-
nesku varamennimir á hann og
hrintu honum th. Gunnar Gísla-
son var skahaður í andhtiö, beint
fyrir framan nefið á dómaranum
og öðrum línuveröinum sem létu
sem þeir hefðu ekkert séð. Þetta
var hreinasta svívirða, það yrði
eitthvaö sagt ef eitthvað í líkingu
við þetta gerðist heima á íslandi.
Eftirhtsdómarinn var gamall og
afdankaður Búlgari eða Rúmeni
sem varla sá inn á vöhinn, hvað
þá meira,“ sagði Atli.
Mátti heyra saumnál detta
Hann bætti þvi við að áhorfend-
umir hefðu annars verið til fyrir-
myndar að því leyti hve gífurlega
vel þeir studdu við bakið á tyrk-
neska liðinu. „Þeir sungu 5-0 fyr-
ir leikinn og voru með á nótunum
allan tímann. Það mátti síöan
heyra saumnál detta þegar við
skoruðum. Viö erum ánægðir
með úrshtin, þaö er gott aö fara
með stig héðan og þau hefðu get-
að orðiö tvö. Vörnin gekk vel upp
og það sem við misstum af hirti
Friðrik i markinu,“ sagði Ath.
-VS
Island í
efsta sæti
Eftir jafntefh íslands og Tyrklands
í gær er ísland í efsta sæti 3. riðils
heimsmeistarakeppmnnar í knatt-
spyrnu! Það er þó kannski skamm-
góður vermir því ísland hefur átt
eru í riðlinum Staðan er þessi:
ísland ....2 0 2 0 2-2 2
Sovétríkin ....1 0 1 0 1-1 1
Tyrkland ....1 0 1 0 1-1 1
A-Þýskaland... ....0 0 0 0 0-0 0
Austurríki ....0 0 0 0 0-0 0
Leikir sem eftir eru í ár:
19. okt. A-Þýskaland-ísland
19. okt. Sovétríkin-Austurríki
2. nóv. Austurríki-Tyrkland
30. nóv. Tyrkland-A-Þýskaland
-VS
Guðmundur Torfason, sem skoraði gegn Tyrkjum, leikur hér laglega á Cuneyt Tsnman, einn varnarmanna í leiknum.
Simamynd Reuter
Þetta hefur verið eins
og í annarri veröld
- sagði Guðmundur Torfason sem skoraði mark íslands
„Óh vann návígið og sendi fyrir, í leiknum við Tyrki í gær. eins og í annarri veröld að dvelja hér
ég losaði mig við varnarmann, hljóp „Það var verst að markið skyldi í Istanbúl, allar aðstæður og að-
í áttina að stönginni nær og hitti ekki duga til að tryggja okkur tvö búnaður hafa verið fyrir neöan ahar
boltann mjög vel,“ sagði Guðmundur stig. Við getum annars verið ánægðir hellursagði Guðmundur Torfason.
Torfason sem skoraði mark íslands með jafnteflið, það er búiö að vera . -VS
Slæmdi
hendinni
til baka
„Guðni Kjartansson var búinn að
sjá þennan mann taka vítaspyrnu á
móti Grikkjum og sagði mér að hann
myndi skjóta í þetta hom. Ég horfði
á manninn og tók þá ákvörðun að
fara eftir þessu og hafði heppnina
með mér,“ sagði Friðrik Friðriksson
í samtah við DV í kjölfar leiksins í
gær.
„Ég var kominn lengra en boltinn
en náði að slæma hendinni til baka
og verja,“ hélt Friðrik áfram.
„Þetta var fyrsti stóri landsleikur-
inn minn eftir að hafa sphað 15 vin-
áttu- og ólympíuleiki og setið á vara-
mannabekknum í ein 20 skipti. Ég
var staðráðinn í að grípa tækifærið
og tel mig hafa gert það,“ sagði Friö-
rik, markvörður íslenska hðsins,
sem varði vítaspyrnu og stóð sig með
mikilli prýði. -VS