Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 9
ooot rt íiiTOAfniTMMI'? FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. Utlönd Lögregla heldur aftur af mótmælendum i Svartfjallalandi á dögunum. Símamynd Reuter SOLUDEILD BORGARINNAR BORGARTÚNI 1 AUGLÝSIR: Höfum fengið mikið af notadrjúgum munum, svo sem skólaborð á spottprís og stóla alls konar, skrif- borð og góða hefilbekki. Útiljósakastara með miklu Ijósmagni, flúorlampa, frystiskápa, ágæt fundarborð og margs konar aðra muni sem of langt er upp að telja. En sjón er sögu ríkari. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða námsráðgjafa frá og með 1. janúar 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið Klofningur í Júgóslavíu? Pólitískar deilur og deilur um þjóð- arbrot virðast nú vera að kljúfa Serb- íu frá hinum smærri lýðveldum í Júgóslavíu og eru yfirvöld Komm- únistaflokksins að reyna að frnna ráð til að forða því að Júgóslavía, sem í raun er ekki annað en samband nok- kurra lýðvelda, leysist upp í smærri ríki. Leiðtogar annarra lýðvelda sökuðu í gær Serba um að ala á þjóðemistil- finnihgum vegna Kosovo héraðsins í suðurhluta landsins, þar sem Serb- ar hafa sakað Albani, sem eru í meirihluta, um illa meðferð á Serb- um. Þessar eijur þjóðarbrota eru hinar verstu í Júgóslavíu síðan kommún- istar komust til valda árið 1945. Ótt- ast menn nú æjög að ástandið verði til þess að það samband ólíkra þjóða, sem Josef Bros Tito kom á fyrir dauða sinn árið 1980, flosni upp og veröi að engu. Júgóslavía er samband sex lýð- velda og tveggja sjálfstæðra héraöa. Serbía er stærsta lýðveldið og Slobodan Milosevic, hinn öflugi leið- togi Kommúnistaflokksins í Serbíu, hefur haft forystu um að Serbar kreíjast nú aukinna áhrifa í lands- stjórninni. Nú virðist sem mikið gap sé að myndast milh Serbíu og annarra lýð- velda í landinu og var Serbía til að mynda eina lýðveldið sem ekki fagn- aði því að herlögreglu skyldi beitt til að beija niöur mótmæh í Svartíjaha- landi um síðustu helgi. Þær róstur, sem nú eru í landinu, eru taldar verða til þess að í næstu viku verði miklar uppstokkanir í valdastofnunum Kommúnista- flokksins. Reuter KUíhíOCAFtCS J Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, sima, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, á fundi i forsetahöllinni í Kairo í gær. Símamynd Reuter Arafatfundar með Mubarak Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að ákvörðun um palestínskt ríki yrði tekin og myndu kosningar í næsta mánuði í Banda- ríkjunum og ísrael engin áhrif hafa þar á. Arafat átti tveggja klukkustunda fund með Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og var það annar fund- ur þeirra á einum mánuði. Arafat sagði að hans hlutverk væri að tryggja land handa fólki sínu en ekki að taka tillit til aðstæðna í ísra- el eða Bandaríkjunum. Um síöustu helgi ákváðu leiðtogar PLO á fundi í Túnis að leggja til við Þjóöarráð Palestínu að sjálfstætt ríki yrði stofnað. Embættismenn í ísrael sögðu í gær að bæði Egyptár og Sovétmenn hefðu reynt að -fá Palestínumenn th að fresta stofnun ríkis af ótta við að yfir- lýsing um það efni gæti hjálpað ipjög Yitzhak Shamir og hægri flokki hans íkosningunum. Reuter jfnis: UTZ)p í Lrei látið ngna upp Vaðíúrsliturti.“ ttát*Pvíar Þér irá. ,Tefli oft ó tæpasto vað í úrslitum". Grsen- ir i — 1 Svrétti.Hvað er pað? spewrt. gol£j rnæstabSösStað -------— 3M. tfeinr Skólavörðustíg 30 • Sími 23233

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.