Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988. 33 Afmæli Lilja Sigurðardóttir Lilja Sigurðardóttir húsmóðir, Álfa- skeiði 89 í Hafnarfirði, er sjötíu og fimmáraídag. Lálja fæddist í Hafnarfirði og ólst upp í Hafnarfirði og í Garðabæ. Á yngri árum vann hún í fiskvinnslu og öðrum störfum er til féllu. Eftir giftingu helgaði hún sig bömum og heimili. Lilja giftist Friðfinni Konráðssyni, f. 3.4.1920, d. 24.1.1988, matsveini, syni Sólrúnar Þóm Kristjánsdóttur, starfskonu á Vífílsstaðahæli, og konráðs Þorsteinssonar sjómanns. Þauerubæðilátin. Lilja og Friðfmnur áttu lengi heima á Hvaleyri þar sem nú er golfvöllur Hafnfirðinga og á Hellis- götu 15 í Hafnarfirði. Böm Lilju og Friðfinns em Sigur- björn Ragnar, f. 17.5.1935, d. 6.3. 1979, lögreglumaöur í Hafnarfirði, kvæntist Erlu Bám Andrésdóttur sjúkrahða og átti með henni þrjú böm, Sigurbjöm átti eitt barn fyrir og Erla þijú; Birgir, f. 4.10.1940, verkstjóri, kvæntur Sigurveigu Gunnarsdóttur, húsmóður og veit- ingamanni, eiga þrjú börn; Ingi- björg, húsmóðir í Reykjavík, á fimm börn; Karolína Þóra, f. 31.10.1946, húsmóöir og verslunarmaður, gift Þórði Ó. Þorvaldssyni, lögreglu- manni í Hafnarfirði, eiga þrjú böm; BáraFjóla, f. 10.7.1948, húsmóöir og fóstra í Hafnarfirði, gift Halldóri Gunnlaugssyni stýrimanni, eiga tvö börn; Guömundur, f. 2.11.1949, sjó- maöur í Hafnarfirði; Reynir, f. 20.6. 1952, verkamaður í Hafnarfirði; Sig- urður, f. 28.12.1954, verkamaður í Hafnarfirði, kvæntur Karlottu Lilju Líndal Hafsteinsdóttur, húsmóður og skrifstofumanni, eiga tvö börn; Konráð, f. 24.9.1953, landbúnaðar- verkamaður; Sólrún Þóra, f. 3.8. 1956, húsmóðir í Hafnarfirði, á eitt bam; Sigfríður Lilja, 20.9.1959, býr í Reykjavík, og Magnea Inga, f. 16.1. 1944. Magnea Inga ólst ekki upp hjá Lilju eftir tveggja ára aldur. Systkini Lilju era Latufey, hús- móðir, ekkja Guðmundar Jóelsson- ar, sjómanns frá Vestmannaeyjum; Siguröur Júlíus, kvæntur Sigur- björgu Erlendsdóttur, búa í Kópa- vogi og störfuðu lengi á Vífilsstaða- hæli, og Sigríður, býr í Garöi, ekkja Kristjáns Andréssonar sjómanns. Foreldrar Lilju voru Sigurður Lilja Sigurðardóttir. Guömundsson sjómaöur og Ingi- björg Guðmundsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu í Garðabæ. Lilja veröur aö heiman á afmælis- daginn. Aage V. Michelsen Aage V. Michelsen framkvæmda- stjóri, Hraunbæ í Hveragérði, er sextugurídag. Aage er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann rak bíla- og bif- vélaverkstæöi A. Michelsens í Hveragerði um árabil. Núna er Aage framkvæmdastjóri Vinnuvéla A. Michelsens sf. í Hveragerði. Aage er kvæntur Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, f. 19.12.1928, hús- móður og starfsmanni Pósts og síma í Hveragerði. Hún er dóttir Jóhann- esar Þorsteinssonar og Geirrúnar ívarsdóttur. Þau era bæöi látin en bjuggu lengst af að Ásum í Hvera- gerði. Börn Aage og Kristínar eru Lilja Ruth, gift Grétari Reynissyni, búa í Kópavogi og eiga tvö böm; Kári Þór, kvæntur Elísabetu Einarsdótt- ur, búa í Hveragerði og eiga þrjú böm; Ari Sævar, kvæntur Ragn- hildi J. Jónsdóttur, búa í Hveragerði og eiga þrjú börn; Haukur Logi, býr í Hveragerði, ókvæntur. Aage átti ellefu systkini og eru sjö þeirraálífi. Faðir Aage var Jörgen Frank Michelsen, f. 25.1.1882 í Horsens í Danmörku, d. 16.7.1954. Móðir Aage var Guðrún Pálsdóttir, f. 9.9.1886, d. 31.5.1967, húsmóðir. Þaubjuggu lengst af á Sauöárkróki. Aage V. Michelsen Aage tekur á móti gestum á Hótel Örk í Hveragerði á morgun, fostu- dag, milhkl. 17ogl9. Til hamingju með daginn 85 ára 60 ára 40 ára Guðjón Angantýsson, Hlunnavogi 14, Reykjavík. Gísli Árnason, Holtsbúð 75, Garðabæ. Hilmar Þorkelsson, Jóna Jónasdóttir, Helgamagrastræti 4, Akureyri. Gunnar Salómonsson, Höfðabrekku 25, Húsavík. Ingvi Árnason, 80 ára Alfholsvegi 37, Kópavogi. Guðrún Guðjónsdóttir, Njaröargötu 37, Reykjavík. 50 ára Beragötu 20, Borgamesi. Gunnar Guðmundsson, Grétar Sveinbjörnsson, Hnjúkabyggö 27, Blönduósi. Dælengi 16, Seilossi. Ármann Ólafsson, Vesturholti 2, Djúpárhreppi. Jón Tryggvason, Bogahhð 7, Reykjavík. 75 ára Jón Jónsson, Grenigrund 36, Akranesi. Hermína Eiríksdóttir, Ásgarðsvegi 25, Húsavík. Þórdis Ólafsdóttir, Núpum, Hörgslandshreppi. Elfar H. Þorvaldsson, Hátúni 9, Reykjavfk. Hanna Gróta HaUdórsdóttir, Hhðargötu 26, Búöahreppi. Vilborg R. Schram, Fljótaseli 25, Reykjavík. Ása Ásgrímsdóttir, Beykihhð 1, Reykja\ík. Andlát Pétur Grétar Steinsson Pétur Grétar Steinsson, bifvéla- virki, Tunguvegi 96, Reykjavík, lést 4. október. Pétur Grétar var fæddur 31. mars 1919 á Siglufirði en fluttist með foreldram sínum til Akraness 1923 og ólst þar upp. Hann var sjó- maður á Akranesi 1931-1937 og á togara í Rvík 1941-1943. Pétur lauk prófi í bifvélavirkjun í Rvík og vann hjá Páli Stefánssyni bifreiðasala 1937-1941 og 1943-1957. Hann var bifvélavirki hjá Kr. Kristjánssyni í Rvík 1957-1964 og viðgerðamaður hjá Vita- og hafnamálastofnuninni 1964-1988. Hann vann mikiö fyrir Átthagafélag Akurnesinga og Félag bifvélavirkja Pétur kvæntist 6. mars 1943 Oddnýju Guðrúnu Guðmundsdótt- ur, f. 15. ágúst 1923. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Þórarinsson, verkamaður á Eskifirði, og kona hans, Súsanna Guðjónsdóttir. Fóst- urforeldrar Oddnýjar vora Páll Bó- asson, verkstjóriá Eskifirði, og kona hans, Vilborg Einarsdóttir. Böm Péturs og Oddnýjar era Vil- borg, f. 24. júlí 1943, gift Sigurði Haraldssyni, bifvélavirkja í Rvík, Guömundur, f. 26. júní 1946, deildar- stjóri hjá Tryggingu hf„ kvæntur Elsu Jónsdóttur, Hendrik, f. 7. fe- brúar 1954, rennismiður í Hafnar- firði, kvæntur Salvöra Héðinsdótt- ur, og Halidóra, f. 29. október 1962, gift Jóhanni Helgasyni blikksmiði. Systkini Péturs eru Guðmundur Einar, f. 15. júh 1904, d. 14. júlí 1928; Hendrik Kristinn, f. 24. september 1905, vélvirki á Akranesi, kvæntur Jónu Vilhjálmsdóttur; Jón, f. 3. nóv- ember 1908, vélvirki f Rvík, kvæntur Þóra Jónsdóttur, og Hreggviður, f. 2. mars 1912, d. 8. júní 1935, vélvirki áAkranesi. Foreldrar Péturs voru Steinn Ein- arsson, skipasmiður og skipstjóri á Akranesi, og kona hans, Sigríður Þorláksdóttir. Föðursystir Péturs var Rósa, amma Ólafs G. Einarsson- ar alþingismanns og Þorgeirs Þor- geirssonar rithöfundar. Steinn var sonur Einars, b. í Tungu í Stíflu, Halldórssonar, b. í Tungu, bróðir Guðlaugar, ömmu Kristínar Jóns- dóttur listmálara. Halldór var sonur Jóns, prests á Barði í Fljótum, Jóns- sonar, b. á Bjarnastöðum í Hvítár- síðu, Jónssonar, bróöur, sam- mæðra, Kolbeins Þorsteinssonar, prests og skálds í Miðdal. Móðir Halldórs var Guðrún Pétursdóttir, prentara á Hólum, Jónssonar. Móð- ir Einars var Rósa Hermannsdóttir, b. á Hóh í Ólafsfirði, Guðmundsson- ar og konu hans, Guðrúnar Erlends- dóttur. Móðir Steins var Guðrún Steinsdóttir, b. í Lambanesi í Fljót- um, Guðmundsspnar, b. á Fyrir- barði í Fljótum, Árnasonar, b. á Pétur Grétar Steinsson. Syðsta-Mó í Flókadal, Guðmunds- sonar, prests á Barði, Sigurðssonar, bróður Sigfúsar, fóður Sigfúsar Bergmanns, ættfóður Bergmanns- ættarinnar frá Þorkelshóh. Móðir Guömundar var Ingunn Jónsdóttir, b. á Ökrum í Fljótum, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Helgadóttur, b. og hákarlaformanns í Móskógum, Arnórssonar, af Stóru-Brekkuætt. Sigríður var dóttir Þorláks, beykis í Melshúsum í Rvík, Magnússonar, Marteinssonar, frá Síðumúlaveggj- um í Hvítársíöu. Móðir Sigríöar var Margrét Þorleiksdóttir, Einarsson- ar, b. á Götu á Akranesi, Þorleiks- sonar. Móöir Margrétar var Guð- rún, vatnsburðarkona í Melkoti í Rvík, Ólafsdóttir, vinnumanns í Lambhaga, Vigfússonar og Helgu Þorkelsdóttur. Útför Péturs verður í dag frá Lang- holtskirkju kl. 15.00. Kristján Þórðarson Kristján Þórðarson skrifstofustjóri, Miðvangi 1 í Hafnarfirði, er sextug- urídag. Kristján er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla árið 1944 og prófi frá Loftskeytaskólanum 1946. Kristján var th sjós árin 1946 til 1963, oftast sem loftskeytamaður á togurum Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Frá árinu 1965 starfar Kristján á slökkvihðsstöðinni á Keflavikur- flugvelh og er nú skrifstofustjóri þar. Hann hefur setið í stjórn starfs- mannafélags slökkviliðsmanna og í stjórn lífeyrissjóðs slökkvihðs- manna á Keflavíkurflugvelh. Kristján er kvæntur Kristínu Sig- rúnu Sigurðardóttur, f. 15.9.1935, tækniteiknara, dóttur Jennýjar Ágústsdóttur og Sigurðar Eiríks- sonarvélstjóra. Böm Kristjáns og Sigrúnar eru Guðrún, f. 18.10.1954, d. 16.3.1956; Rósa, f. 14.11.1955, hjúkrunarfræð- ingur, býr í Hafnarfirði og er gift Benedikt Kristjánssyni, eiga þrjú börn; Fjóla, f. 19.2.1959, sjúkraliði, býr i Hafnarfirði og er gift Jóni Trausta Harðarsyni, eiga 2 böm og hafa misst eitt; Kristján, f. 7.3.1960, fréttastjóri á Degi á Akureyri, sam- býhskona hans er Borghildur Kjart- ansdóttir, eiga eitt bam, Kristján á níu ára dóttur meö Svöfu Björgu Einarsdóttur; Sigurþór, f. 13.3.1962, matsveinn, býr í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Bríeti Gunnars- dóttur, eiga eitt barn, Sigurþór á dóttur meö Stefaníu Guðjónsdóttur; Reynir, f. 29.12.1964, kerfisfræðing- ur, býr í foreldrahúsum. Utan Kristján Þórðarson hjónabands á Kristján soninn Gunnar, f. 1.12.1949, sem er sjómaö- ur, býr í Hafnarfirði, á tvö böm og er ókvæntur. Systkini Krisjáns eru Ásdís, f. 1.10. 1924, verkakona og húsmóðir í Hafn- arfirði, ekkja Valdimars Sigurðs- sonar, eiga þrjú börn; Einar, f. 24.4. 1927, verksjóri í Hafnarfirði, kvænt- ur Steinvöru Sigurðardóttur, hús- móður og verslunarmanni, eiga íjögurbörn. Foreldrar Kristjáns voru Þórður Einarsson, f. 1898, d. 1966, sjómaður, og Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1900, d. 1934, húsmóðir. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Ársæll Magnússon Ársæh Magnússon, umdæmisstjóri, Stafholti 18 á Akureyri, er sextugur ídag. Ársæll fæddist í Hafnarfirði og ólst upp í Reykjavík. Hann varð gagnfræðingur frá MR, utanskóla, og lærði símvirkjun hjá Pósti og síma. Ársæll tók vinnuhagræðing- arnámskeið hjá Iðntæknistofun Is- lands. Frá 1947 starfar Ársæh hjá Pósti og síma, fyrst á tæknideild. Hann veröur yfirdeildarstjóri sím- lagna utan Reykjavíkur árið 1964 og 1977 tekur hann við starfi umdæm- isstjóra Pósts og síma á Norður- landi, með aðsetur á Akureyri. Ársæll hefur starfað í Félagi ís- lenskra símamanna og setið í stjórn BSRB og verið formaður fræðslu- nefndarBSRB. Ársæll er kvæntur Guðrúnu Óskarsdóttur, f. 31.10.1929, húsmóö- ur, dóttur Óskars Stefánssonar, f. 18.5.1907, d. 8.8.1977, Og Vigdísar Guðmundsdóttur, f. 27.5.1909. Böm Ársæls og Guðrúnar era Ósk, f. 19.11.1950, gift Kjartani Heið- berg, eiga þrjú börn; Þorbjörg, f. 11.11.1952, gift Sverri Geirmunds- syni, eiga þijú böm; Vigdís Sigrún, f. 13.11.1957, gift Agh Sigmunds- syni, eiga þrjú böm; Magnús, f. 6.12. 1961, í sambýli með Helgu Matthías- dóttur, eiga þrjú böm; Hreggviður, f. 13.6.1974. Dóttir Guðrúnar er Svandís Gunnarsdóttir, gift Jóni Einari Árnasyni, eiga þrjú böm. Systkini Ársæls era Magnús S„ kvæntur Kristínu Þ. Gunnsteins- dóttur, eiga þrjú böm, og Þorbjörg, ógift. Átta bræöur Ársæls eru látnir. Foreldrar Ársæls voru Magnús Þórðarson, f. 28.10.1884, d. 1944, og Sigrún Árnadóttir, f. 28.10.1890, d. 4.5.1955. Ársæll tekur á móti gestum á heimih sínu, Stafholti 18, í dag milli kl. 16.30 og 19. Leiðrétting í afmæhsfrétt af Gunnari Ehassyni, sem birtist í blaðinu 11. okt. sl„ urðu þau ieiðu mistök að Valgerður, systir Gunnars, var sögð fædd 11.12. 1902 og látin 1.4.1976. Þessar dagsetningamar eiga við Soffíu, systur Gunn- arsogValgerðar. Valgerður fæddist 29.12.1901. Blaðiðbiðstafsökunará þessummistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.