Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
5
ÐV Viðtalið
Kynntist alveg
sérstökum
heimi vestra
. .......J
Nafn: Haraldur Johannessen
Aldur: 34 ár
Staða: fangelsismálastjóri
„Ég er fæddur vesturbæingur,
uppalinn á Grímsstaðaholtinu.
Þaraa var sérstakt andrúmsrúm
með persónum eins og Villa í
Skáholti og Jósefínu Nauthóls
spákonu. Hún bjó á móti okkur.
Þetta var sama andrúmsloft og í
bókinni Þar sem djöflaeyjan rís,“
segir Haraldur Johannessen sem
nýlega var skipaður fangelsis-
málastjóri ríkisins. Fangelsis-
málastofnun verður formlega
sett á stofn um áramót og er unn-
ið að mótun stofnunarinnar þessa
dagana.
Meö fjölskyldunni
„Minn frítími miðast allur við
að vera sem raest með fjölskyld-
unni. Ég fer einstaka sinnum á
gæsa- og rjúpnaskyttirí á vetrum
og í lax á sumrin. Ég er mikið í
vinnunni."
Haraldur er sonur Jóhömiu
Ingólfsdóttur og Matthíasar Jo-
hannessen ritstjóra. Hann á einn
bróður, Ingólf, sem er lækna-
nemi.
„Ég kvæntist konu minni,
Brynhildi Ingimundardóttur,
1976. Hún er hjúkrunarfræðingur
að mennt en rekur nú verslunina
Polarn-Pyret í Kringlunni ásamt
vinkonu sinni. Það er launa-
stefnu ríkisins að þakka aö konan
fór í verslunarreksturf' segir
hann og hlær. Haraldur og Bryn-
hildur eiga tvo stráka, Matthias
14 ára og Krisiján 3 ára.“
í heimi bíómynda
Haraldur fór að eigin sögn mjög
hefðbundna leið í skólagöngu, í
MR, lögfræði í Háskólanum og til
framhaldsnáms í afbrotafræði í
Bandaríkjunum.
„Eftir laganámið vann ég með
lögreglunni í Tallahassee á
Flórída í hálft annaö ár. Það starf
var hluti af náminu. í þvi starfi
kynntist ég mjög merkilegum
rannsóknarlögreglumönnum og
alveg sérstökum heimi. Þetta var
heimur sem aðeins sést í bíó-
myndum. Andrúmsloftiö var
þannig að manni fannst maöur
oft á tíðum vera staddur í miðri
bíómynd. Þessir kallar eru allir
til í raunveruleikanum. Ég vann
meðal annars meö manni sem
vann við mál Teds Bundy, unga
fyrirmyndarmannsins sem ók
um og drap ungar stúlkur.“
Bættur aðbúnaður fanga
Eftir heimkomúna 1984 var
Haraldur ráðinn sem aðstoðar
maður Ragnars Halldórssonar,
forstjóra ÍSAL. Við stofnuðun
embættisrikislögmanns 1986
vann hann þar sem lögmaöur og
1. október síðastliðinn var Har-
aldur skipaður fangelsismála-
stjóri.
„Námið í aíbrotafræði mun ör-
ugglega koma að góðum notum í
þessu starfi og undirbúningnum
aö stofnun fangelsismálastofnun-
ar en þar mun ég meðal annars
starfa náiö meö félagsráðgjöfum,
sálfræðingum og fleiri félags-
fræðilega sinnuðu fólki.“
-hlh
Fréttir
Læknar ákærðir
- fyrir brot 1 opinberu starfi og íjársvik
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að
höfða opinbert mál á hendur tveimur
af þeim þremur heilsugæslulæknum
sem sætt hafa rannsókn grunaðir um
fjársvik. Mál þriðja læknisins er enn
til meðferðar hjá embætti ríkissak-
sóknara. Bragi Steinarsson vararík-
issaksóknari sagði að læknarnir
hefðu verið ákæröir fyrir brot í opin-
beru starfi og fjársvik.
Ósamræmis gætti í sjúkraskrám
og reikningum læknanna. Þeir eru
sakaðir um að hafa haft fé af viðkom-
andi sjúkrasamlögum. Þegar sjúkl-
ingar læknanna voru yfirheyrðir
kom fram að oft höföu sjúklingarnir
ekki fengið þá þjónustu frá læknun-
um sem læknarnir höfðu skrifað á
samskiptaseðla.
-sme
Teknir fyrir
smygl á hassi
Tveir menn hafa játað sölu á
240 grömmum af hassi. Annar
mannanna kom með hassið frá
Amsterdam. Hinn annaðist sölu
hassins. Mennimir voru hand-
teknir á fostudag. Þeim var sleppt
aftur á laugardag eftir játningar.
Nokkrir kaupendur hafa veriö
handteknir.
Lögregla lagði hald á það sem
eftir var af hassinu, eöa tæplega
átta hundrað grömm’ Gramm af
hassi gengur nú á eitt þúsund til
fimmtán hundruð krónur.
-sme
hina vinsælu VIDE0-8 myndavél meö afspilun. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 10-17.
Veriö velkomin og leyfiö börnunum aö koma meö.
JAPISS
BRAUTARHOLT 2
%
:-'V% ■
1989 LÍNAN í HLJÓMTÆKJUM
SÝNUM FULLKOMNUSTU VIDE0-8 MYNDAVÉLINA Á MARKAÐNUM
D.A.T. SONY KYNNIR D.A.T. í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI
SJÓNVARPSTÖÐ Á HJÓLUM
SONY GEISLASPILARI SÁ MINNSTI SEM SÉST HEFUR
12% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM SONY VÖRUM GEGN STAÐGREIÐSLU.
SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR VERÐA í BOÐI
20% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF SONY KASSETTUM
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST
SONY TRAUST MERKI, TRAUSTAR VÖRUR
KOMDUA