Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1988, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988.
15
,4 að láta þau
„Sama magn af fiski og nú er veitt væri hægt að veiða með færri skip-
um og minni mannafla", segir greinarhöfundur m.a.
Nær daglega birtast fréttir í fjöl-
miðlum um greiðslustöðvanir og
gjaldþrot fyrirtækja og þykir það
bera vott um slæmt efnahags-
ástand. En hvað er svona slæmt
við þetta?
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að óhagkvæmni og þar af leið-
andi htil framleiðni eru aðalsmerki
margra íslenskrafyrirtækja. Fyrir-
tækip eru mörg hver of smá til
þess að sú hagkvæmni og um leið
það kostnaðarstig náist sem til þarf
til að standast vaxandi alþjóölega
samkeppni bæði ínnanlands og ut-
an. Afleiöingin verður minni fram-
leiðni og þar af leiðandi lakari lífs-
kjör í framtíðinni en þyrftu að vera.
Ekki ein skýring
Það er talað um að ísland sé
„dýrt“ land. Eitt af því sem veldur
þessu er lítil framleiðni. Með stærri
fyrirtækjum og betri rekstri mætti
auka framleiðnina og grundvöllur
skapaðist fyrir lægra verði á vörum
og þjónustu. Ekki er þó við eigend-
ur og stjórnendur fyrirtækja eina
að sakast. Bein og óbein afskipti
ríkisvaldsins af efnahagslífinu gera
hka sitt til að draga úr framleiðni.
Góð dæmi eru offjárfestingar í
sjávarútvegi og landbúnaði. Sama
magn af fiski og nú er veitt væri
hægt að veiða með færri skipum
og minni mannafla. Og jafnmikinn
fisk mætti verka í færri frystihús-
um og með minni mannafla. í land-
búnaðinum væri hægt að ná sömu
framleiðslu með færri búum, minni
vélakosti og færri bændum. Loka-
niðurstaðan væri í báöum tilfellum
meiri framleiðni og þar af leiðandi
minni tilkostnaður á hverja fram-
leidda einingu og bætt samkeppnis-
staða bæði innan lands og utan.
Lítil framleiðni er þó að sjálf-
sögðu ekki eina skýringin á háu
Kjallarinn
Friðrik Eysteinsson
rekstrarhagfræðingur
verðlagi á íslandi. Hátt raungengi
íslensku krónunnar síðasta árið
gerir það að verkum að íslensk
vara og þjónusta er nú hlutfallslega
dýrari en áður, það er að segja að
innlendar vörur og þjónusta hafa
almennt hækkað meira í verði en
innfluttar vörur og þjónusta.
Með því að aðstoða útflutnings-
greinar og samkeppnisiðnað sér-
staklega í stað þess að nota almenn-
ari aðgerðir eins og niðurfærslu
eða gengisfelhngu, sem hefðu
lækkað raungengið og gert íslensk-
ar vörur og þjónustu samkeppnis-
færari, er ríkisstjórnin beinhnis að
knýja fram gjaldþrot og/eða sam-
runa fyrirtækja.
Ef ríkisstjórnin heldur áfram á
braut fastgengisins verður verðlag
á innlendri framleiðslu að lækka,
nema gripið sé til innflutnings-
hafta. Markaðsöflin myndu þá
leika stærra hlutverk en áður hefði
þekkst á íslandi.
Langtímaávinningur
Þess sjónarmiðs gætir mjög á ís-
landi að allt fari í bál og brand við
gjaldþrot fyrirtækja. Að vísu má
búast við skammtíma atvinnuleysi
á meðan nýir eigendur eru að taka
við eða fyrirtæki, sem fyrir eru, eru
að stækka við sig. En langtímaá-
vinningurinn ætti líka aö vera
öflugri fyrirtæki, aukin framleiðni
og bætt lifskjör. Með „gjaldþrota-
leiðinni", sem ríkisstjórnin valdi,
nást þessi markmið að hluta. Það
má búast við stærri og öflugri fyrir-
tækjum í þeim atvinnugreinum
sem ekki njóta sérstakrar velvildar
stjórnvalda. Merki þessa eru þegar
farin að sjást í íslensku atvinnulífi.
Aukinni framleiöni í sjávarútvegi
og landbúnaði gætu stjórnvöld svo
náð með því að gera „kvótana"
varanlega og að fullu framseljan-
lega eins og aðrir hafa bent á. í
samkeppnisiðnaðinum verða síðan
sjónarmiðin um „rekstrargrund-
vöh“ að ráða ferðinni. Einungis
þær atvinnugreinar, sem geta stað-
iö sig í samkeppninni við innfluttar
vörur, fengju að lifa.
Sjálfstýring markaðarins
Spurningin, sem ég varpaði fram
í upphafi greinarinnar, var hvort
láta ætti fyrirtækin rúha. Hug-
myndin að baki spurningunni er
hvort ekki eigi að láta sjálfstýringu
markaðarins sjá um að koma hér
upp öflugri fyrirtækjum í gegnum
samruna og/eða nýja eigendur og
stjórnendur. Ef ríkisstjórnin held-
ur fast við núverandi stefnu hefur
hún svarað þessari spurningu. Með
hliðarráðstöfunum eins og breyt-
ingum á kvótareglum í sjávarút-
vegi og landbúnaði myndi þessi
ríkisstjórn hiklaust teljast mesta
frjálshyggjuríkisstjórn sem þessi
þjóð hefði átt og ekki nóg með það
heldur gæti niðurstaðan orðið
meiri framleiðni og stórbætt lífs-
kjör í framtíðinni.
í ljósi þess að samkeppni fer
harðnandi og verður sífeht alþjóð-
legri sýnast arðsemis- og hag-
kvæmnissjónarmið, samfara nú-
tíma viðhorfum í rekstri fyrir-
tækja, eina ráðið sem dugar ef viö
ætlum ekki að láta kafsigla okkur
í samkeppninni við erlenda aðha.
Gjaldþrot fyrirtækja hafa kannski
verið óeðlilega fá hingað tíl. Óhag-
kvæmnin var fahn með neikvæð-
um raunvöxtum, óðaverðbólgu,
samkeppnishömlum og erlendum
lántökum. Ríkisstjómin sýnist
vera að ná fram langþráðri grisjun
í íslenska fyrirtækjastofninum.
Friðrik Eysteinsson
„Það er kunnara en frá þurfi að segja
að óhagkvæmni og þar af leiðandi lítil
framleiðni eru aðalsmerki margra ís-
lenskra fyrirtækja.“
Asmundur! - Eg skora a
Asmundur Stefánson, forseti ASÍ. - „Hann telur að samninga beri að
virða og að launafólk eigi að njóta samningsréttar," segir i greininni.
í Morgunblaðinu 30. september
síðastliðinn birtist ræða sem Ás-
mundur Stefánsson flutti við setn-
ingu 16. þings Sjómannasambands-
ins.
Ásmundi virðist mikið niðri fyrir
og engan skyldi furða. Það er ekki
nema von að verkalýðsleiðtogan-
um bregöi í brún þegar flokkur
hans fer í stjórn og tekur þátt í að
taka samningsréttinn af umbjóð-
endum Ásmundar.
Ásmundur segir í ræðunni að
hann sé sannfærður um að efna-
hagsvandinn sé ekki launafólki að
kenna. Hann segir líka að þó svo
að „flokkurinn hans“ sé í stjórn þá
sé hann sömu skoðunar. Hann tel-
ur að samninga beri að virða og að
launafólk eigi að njóta samnings-
réttar.
Ásmundur hefur tapaö áttum
Einu ber sannarlega að fagna í
ræöu Ásmundar því þar kemur
nefnilega fram að hann telur sig
þurfa tíma til að hugsa sitt mál og
ná áttum. Það verða áreiðanlega
fleiri en ég sem gleðjast yfir því að
Ásmundur hafi loks áttað sig á því
að hann hafi tapaö áttum. Öllum
þorra landsmanna hefur lengi ver-
ið ljóst að Ásmundur tapaði áttum
fyrir löngu. Til dæmis þegar hann
skrifaði undir þjóðarsáttina hér um
árið („dekkjasamningana") - og
núna í síðustu forsetakosningum
þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð
sig fram og sagöist ekki mundu
skrifa undir nein lög sem fælu í sér
afnám samningsréttar.
Kjállariim
Áshildur Jónsdóttir
í landsráði Flokks mannsins
Þá skrifaði Ásmundur stuönings-
grein við frú Vigdísi, þó svo að hún
hefði verið búin að lýsa því yfir að
hún myndi skrifa undir hvaða lög
sem væri gagnrýnislaust - af því
að hún treysti ríkisstjórninni.
Ef Ásmundi væri raunverulega
eins annt um að fólk héldi samn-
ingsrétti sínum og ætla mætti af
ræðunni hefði hann að sjálfsögðu
lýst yfir stuðningi við framboð
Sigrúnar og hvatt fleiri til að gera
slíkt hið sama, en þar sem hann
var orðinn áttavilltur fyrir þann
tíma og ekki búinn að átta sig á
villunni var ekki von á að hann
gripi til réttra aðgerða til þess að
vernda samningsréttinn.
Ásmundur - f lokkurinn er þú
En batnandi mönnum er best að
lifa og mikið væri það til bóta fyrir
þessa þjóð ef Ásmundur áttaði sig
á því að það er ekki bara flokkurinn
hans sem er að brjóta mannréttindi
heldur er það hann sjálfur og fólk
sem hugsar eins og hann og sem
lætur það líðast að flokkurinn, sem
það styður, starfi í mótsögn við
hugsjónir sínar. - Vegna þess að
„flokkurinn" er fólkið sem er í hon-
um og styður hann.
Nú vita allir íslendingar að flokk-
ur Ásmundar og aörir þingflokkar
láta sig ekki muna um að bijóta
mannréttindi þegar því er að
skipta. Það er ljóst aö innan allra
flokka er fólk sem er tilbúið að
brjóta mannréttindi og vega að
þeim sem minnst mega sín. Þetta
eru engin ný sannindi.
Það sem hins vegar vekur athygh
er það fólk sem hður ekki mann-
réttindabrot, svo sem afnám samn-
ingsréttar, og líður ekki að flokkur-
inn þess svíki hugsjónir sínar held-
ur segir sig úr flokknum og ef fólk
eins og Ásmundur gerði það væri
ekki um svona aðgerðir að ræða,
þá væri ekki hægt að framkvæma
þær.
Asmundur, segðu þig úr
flokknum!
Ég skora á þig, Ásmundur Stef-
ánsson, að þú sýnir það í verki að
þér þyki samningsrétturinn ein-
hvers virði og segir þig úr Al-
þýöubandalaginu því orð eru lítils
virði ef gjörðin fylgir ekki með.
Áshildur Jónsdóttir
„Einu ber sannarlega að fagna 1 ræðu
Asmundar því þar kemur nefnilega
fram að hann telur sig þurfa tíma til
að hugsa sitt mál og ná áttum.“