Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
3
Fréttir
Gerð jarðganga um Ólafsíjarðarmúla miðar vel:
„Komnir 100 metra inn“
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þaö hefur allt gengið hér sam-
kvæmt áætlun og viö erum nú
komnir um 100 metra inn í fjallið,“
sagöi Björn A. Harðarson, staöar-
verkfræðingur Vegageröar ríkisins
viö jarðgangageröina í Ólafsfjarð-
armúla, er DV ræddi við hann fyr-
ir helgina.
Björn sagði aö reiknað hefði verið
með að byrjunin yrði róleg á meðan
menn væru aö venjast aðstæðum.
„Við erum með þrjár fimm manna
vaktir og ein vakt er ávallt í fríi.
Hinar tvær vinna 10 tíma hvor á
sólarhring og ég tel gott aö við höf-
um sprengt um 30 metra á viku,
það er eins og við reiknuðum með
áður en við byrjuöum,“ sagði
Björn.
Hann sagöi að góðar upplýsingar
hefðu legið fyrir um jarðlög í íjall-
inu fyrstu 200 metrana og því hefði
ekkert komið þeim á óvart til þessa.
Hins vegar væri meiri óvissa um
hvað tæki við þegar lengra kemur
inn í fjallið.
Alls vinna um 25 manns á vegum
Krafttaks sf. við þetta verk, um 10
manns við aðra vinnu en jarð-
gangagerðina sjálfa, en flestir
þeirra sem vinna í göngunum eru
„norskir fjallahundar" eins og
Björn orðaði það, þaulvanir menn,
og með þeim starfa íslendingar sem
hafa m.a. unnið við jarðgangagerð
við Blönduvirkjun.
Valtýr Pétursson.
Minningarsýning
um Valtý Pétursson
Sýningin Septem 88 verður opnuð
á Kjarvalsstöðum í dag kl. 15. Fyrsta
septembersýningin var haldin í
Listamannaskálanum árið 1947 og
urðu þá vatnaskil í íslenskri mynd-
list.
í septemhópnum eru nú Guð-
munda Andrésdóttir, Karl Kvaran,
Steinþór Sigurðsson, Guðmundur
Benediktsson, Kristján Davíðsson,
Jóhannes Jóhannesson og Hafsteinn
Austmann. Þau tileinka sýninguna
Valtý Péturssyni sem var í hópnum
frá upphafi en lést á þessu ári. _jhh
Sonur og ekkja skáldsins, Ólafur
Johann og Anna Jónsdóttir.
DV-mynd KAE
Síðustu Ijóð
Ólafs Jóhanns
Þegar Ólafur Jóhann Sigurðsson
lést síðla sumars var handrit að nýrri
ljóðabók hans nærri fullfrágengið.
Sonur hans, Ólafur Jóhann, bjó það
til prentunar og gaf því nafnið Að
lokum. Sú bók kom út hjá Máli og
menningu í fyrradag, prýdd mynd-
um eftir Jón Reykdal. -ihh
Akureyri:
Þrírásamahominu
er gjalddagi húsnæðislána
ÞU HAGNAST
/
/
A EIGIN SKILVISI
Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað
af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað.
Þú getur notað peningana þína til
mun gagnlegri hluta, til dæmis í að:
Auka vió skíóabúnaó
fjölskyldunnar
endurbæta lýsinguna
á heimilinu
eóa fá þér áskriftarkort
í leikhúsió. á
Eindagi lána með lánskjaravísitölu.
Eindagi lána með byggingarvísitölu.
nov
Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum
lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns
inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu.
SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Þrír árekstrar urðu á sama götu-
horninu í hálkunni á Akureyri. Þetta
var á mótum Glerárgötu og Gránufé-
lagsgötu. Enginn slasaðist í þessum
árekstrum en talsverðar skemmdir
urðu á farartækjunum og í einu til-
fellinu þurfti að fjarlægja bifreiðarn-
ar með kranabíl.
Veturinn hefur haldið innreiö sína
á Norðurlandi og t.d. var 6 stiga frost
á Akureyri í gærmorgun.
Greiðsluseðlar fyrir 1. nóvember hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna
af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
cS] HÚSNÆDISSTOFNUN RIKISINS
Li LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00