Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 32
48 Handknattleikur unglinga LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1988. Ví kingar sigmðu í 1. deild - unnu alla leiki sína í 2. flokki kvenna Aðeins tólf lið taka þátt í íslands- móti í 2. flokki kvenna í ár og er þeim skipt í tvaer sex liða deildir. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvers vegna svo fá lið taka þátt í íslands- móti í 2. flokki kvenna en það hefur örugglega áhrif hversu miklar ald- ursskiptabreytingar þessi árgangur hefur gengið í gegnum sl. ár. Þess eru jafnvel dæmi að sama stúlkan hafi verið í sama flokknum í allt að íjögur til fimm ár. Keppni í 1. deild í 2. flokki kvenna fór fram í Hafnarfirði og hóf Grótta þar titilvörnina gegn IR og vann stórt, 22-12. Grótta sýndi í næstu leikjum að liðið verður ekki auðunn- ið í vetur, nokkuö léttir sigrar á ÍBV, Stjörnunni og FH sýndu það, svo ekki verður um villst. En Víkingsliðið mætti einnig sterkt til leiks og vann sömu lið og Grótta. Leikur Víkings og Gróttu reyndist því vera úrslitaleikur 1. umferðar og sigur í þeim leik tryggði efsta sæti 1. deildar og jafnfram eitt stig til deildarmeistaranna sem þeir taka með sér í úrslitin í vor. Víkingar mættu ákveðnir til leiks og náðu snemma forustu í leiknum. Er leið á leikinn reyndu Gróttustúlk- urnar allt hvað þær gátu til þess að jafna og tóku m.a þrjá leikmenn Vík- ings úr umferð. Það dugði ekki til og var sigur Víkings öruggur, 20-16. Bestar í liði Víkings voru þær Halla María Helgadóttir og Heiða Erhngs- dóttir en mest bar á Þuríði Reynis- dóttur hjá Gróttu. Stjarnan varð í þriðja sæti, tapaði aðeins fyrir Gróttu, 15-18, og Vík- ingi, 15-16. Stjaman sigraði ÍBV ör- ugglega, 20-12, FH, 33-7, og ÍR, 29-7. ÍBV náði að halda sér í 1. deild með því að sigra bæði FH og ÍR sem féhu í 2. dehd. Framarar sigruðu alla andstæðinga sína í í. deild og koma stúlkurnar ósigraðar til keppni í 1. dehd. UMFA fylgir Fram í 1. deild, tapaði aðeins fyrir hði Fram í hörkuspennandi leik, 10-11. KR varð í þriðja sæti 2. dehdar, tapaði aðeins fyrir Fram og UMFA en sigraði Hauka, UBK og Val. Haukar lentu í fjórða sæti, síðan kom UBK en Valur varð í neðsta sæti 2. dehdar. Deildirnar verða því þannig í næstu umferð, sem fer fram í lok nóvember: 1. deild: Víkingur, Grótta, Stjaman, ÍBV, Fram og UMFA. 2. deild: FH, ÍR, KR, Haukar, UBK og Valur. Umfangsmesta íslandsmótið M upphafi hafið íslandsmót yngri flokkanna í handknattleik hófst um síðustu helgi eins og Qestir vita. Aldrei hefur mótið verið eins umfangsm- ikiö og að þessu sinni. Nokkrar breytingar hafa orðið á mótinu frá því á síðasta leiktíma- bhi. Helstu breytingamar em þær að ekki er leikin forkeppni um sæti í deildum heldur halda liðin sætum sínum frá því í fyrra. Sem dæmi má nefna aö sjö efstu hðin 1 4. flokki karla frá því í fyrra hefja keppni í 1. deild á þessu leiktíma- bih. Þau lið, sem sigra í fyrstu deild- inni hverju sinni, fá eitt stig í hvert sinn en leiknar eru þrjár umferðir sem þýðir að hð getur fengið allt að þrjú stig með sér i úrslitin sigri það í öllum umferðunum. En stærsta breytingin er þó sú að Norðurlandsriðhhnn er ekki lengur til heldur koraa liðin að norðan og austan inn i deildar- keppnina. Þetta er mjög mikhvægt fyrir þessi hö vegna þess að þetta þýðir stóraukinn leikjaflölda fyrir þau. Einnig mun þessi breyting hafa í fór með sér meiri ferðalög fyrir öh félögin. 4. flokkur karla: Fram deildarmeistari meö fullt hús stiga Fyrsta umferð 4. flokks karla fór fram um sl. helgi og var leikið í fjór- um dehdum. Keppni í 1. dehd fór fram í Laugar- '’dalshöh og áttust þar við sjö efstu hðin frá sl. vori. Fyrsti leikurinn var mihi Vals og Fram en þessi lið kepptu einmitt til úrslita í 4. flokki karla sl. vor þar sem Valur fór með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik. Miklar breytingar hafa orðið á liðunum og sigraði Fram nú Val auðveldlega, 17-9. Framarar héldu áfram á sigur- brautinni og sigruöu alla andstæð- inga sína, flesta nokkuö örugglega, en lentu í vandræðum með FH og KR. Fram deildarmeistari með sigri á KR Leikur Fram og KR var reyndar úr- shtaleikur 1. dehdar þar sem bæöi hðin voru taplaus fyrir síðustu um- ferðina. KR-ingar hófu leikinn af miklu kappi og náðu fljótlega góðri forustu, 5-1, en þá tóku Framarar við sér og náðu að jafna fyrir leikhlé, 8-8. Flest- ar tölur voru síðan jafnar í síðari hálfleik en stuttu fyrir leikslok náðu Framarar tveggja marka forustu sem KR-ingum tókst ekki að vinna upp og sigruðu Framarar því, 15-14. KR-ingar töpuðu aðeins þessum eina leik og urðu því í öðru sæti deildarinnar, næst á undan Þór Ak. sem kom skemmthega á óvart með geyshegri baráttu sem tryggöi hðinu þriðja sætið. Lið Víkings tryggði sér fjórða sætið með sigrum á ÍR, Val og FH en FH- ingar náðu að halda sér í 1. deild með því að sigra botnliðin tvö, ÍR og Val. Haukar unnu 2. deild létt Lið Hauka tryggði sér öruggan sig- ur í 2. deild í leik sem fram fór í Ásgarði, Garðabæ, meö því að vinna öruggan sigur á öhum andstæðing- um sínum. Meiri keppni var um annað sætið í deildinni sem gaf rétt á að leika í 1. dehd í næstu umferð og áttust þar við lið Stjörnunnar, Týs og ÍA. Bæði liö Týs og Stjömunnar náðu aö sigra ÍA eftir mikla baráttu og var því ljóst að leikur þessara lið skæri úr um hvort liðið færi með Haukum í 1. dehd. Leikur Stjömunnar og Týs var jafn og spennandi ahan tímann og það var Stjarnan sem hrósaöi happi í leikslok er hún sigraöi Tý, 19-18. UMFN og Grótta féllu í 3. deild en Týr, ÍA og Selfoss leika áfram í 2. dehd. Þór Ve. sigraöi í 3. deild og leikur því í 2. deild í næstu umferð ásamt UBK sem varð í öðru sæti. ÍBK, UF- HÖ og UMFA leika áfram í 3. dehd en HK og Fylkir féllu í 4. dehd. KA vann alla leiki sína i 4. deild og leikur því í 3. deild í næstu um- ferð ásamt Völsungi sem tapaði að- eins fyrir KA. Reynir, Ármann, Skallagrímur og Þróttur.Ieika áfram í 4. deild. • Halldór Jóhannsson, Fram, „klifrar" upp á varnarmann Gróttu og skorar eitt fimm marka sinna i leiknum. Það dugði þó ekki til þar sem Grótta sigraði í leiknum, 24-22. • Víkingar sigruðu léttleikandi lið FH nokkuð örugglega í 4. flokki karla og tryggðu sér þar með fjórða sæti 1. deildar. Magnús Teitsson, þjálfari Stjömiinnar: Eins og fram kemur í greininni um 2. flokk karla hér á síðunni átti sér stað mjög leiðinlegur atburöm- um síðustu helgi. í leik Sfjörnunnar og ÍBV mættu leikmenn - Vestmannaeyjahðsins ölvaðir th leiks og sýndu mjög óíþróttamannslega framkomu í alla staði og voru sjálfum sér og félagi sínu th háborinnar skamm- ar. DV ræddi við nokkra aðha um þetta mál og eftirmála þess. Friðrik Már Sigurðsson, formaður iBV: „Það er örugglega eitthvað th í þessu. Við ætlum að halda fund með leikmönnum og ræöa við þá um þessi mál og í framhaldi af þvi munum viö taka ákvörðun um hvað við gerum. Ef þetta er á rök- um reist munum við örugglega fá kæru á okkur en á þessu stigi máls- ins vh ég sem minnst um máhð segja. Ég ætla að tala viö leikmenn fyrst." Magnús Teitsson, þjáifari Stjörnunnar: „Ég hef aldrei á ævinni orðiö vitni að jafnmikilh óvirðingu við íþróttina eins og átti sér stað í leik minna manna á móti ÍBV. Leik- menn ÍBV sáu enga ástæðu th þess • að hita upp. Þegar leikurinn hófst og ég sá hvað var að gerast hvarfl- aði það að mér að ganga af velli með mína ihenn.“ Þorsteinn Jóhgnnesson, mótanefnd HSI: „Ég hef heyrt um þetta mál en við erum aö bíöa eftir skýrslu frá Gróttu sem hélt mótið. Síðan mun- um við væntanlega tala viö for- ráöamenn ÍBV og í framhaldi af því tökum við ákvörðun. Ef þetta er á rökum reist mun ég allavega leggja th að 2. flokki ÍBV verði vísað úr keppni." . Unglingasíöan mim fylgjast áfram með þessu leiðindamáli og greina frá framvindu mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.