Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Hörð keppni um heimsbikarstigin - Kasparov tveimur stigum fyrir ofan Karpov Á elleftu stund-u tókst heimsmeist- aranum Garrí Kasparov aö sigla fram úr keppinautum sínum á heimsbikarmóti Stöövar 2 og verða einn í efsta sæti. Sigurinn gaf honum 27,5 stig í heimsbikarkeppninni. Þar með hefur hann tveggja stiga forskot á Anatoly Karpov en báöir hafa tekiö þátt í tveimur mótum af fjórum. Skákmótiö í Borgarleikhúsinu var þriöja heimsbikarmótið í röðinni en þau eru alls sex aö tölu. Þátttakendur í keppninni eru 25 talsins en hver keppandi teflir á íjórum mótum eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Árang- ur í þremur bestu mótunum gefur stig í keppninni um heimsbikarinn. Sigurvegarinn hreppir glæsiieg heildarverðlaun, 100.000 Bandaríkja- dali, og titilinn „heimsbikarmeist- ari” aö auki. Staöan í heimsbikarkeppninni Margeir Pétursson tefldi sem gest- ur á heimsbikarmóti Stöövar 2 og skákir viö hann teljast ekki með til heimsbikarstiga. Stigin eru fundin þannig út að fyrir efsta sætiö fást 17 stig, 16 stig fyrir 2. sæti, 15 stig fyrir 3. sæti o.s.frv. Þar viö bætist fjöldi vinninga á mótinu - aö skák- inni viö Margeir frádreginni. Sam- kvæmt þessu fær Kasparov 27,5 stig fyrir mótiö í Borgarleikhúsinu: 17 stig fyrir efsta sæti og 10,5 stig fyrir vinninga sína. Kasparov fékk 11 vinninga á mótinu en geröi jafntefli viö Margeir. Beljavsky og Tal fengu 25 stig í Reykjavík. Jóhann, Ehlvest, Jusupov, Sax og Nunn komu næstir meö 20,5 stig. Fyrir frammistöðu sína á heims- bikarmótinu í Belfort fékk Kasparov 29 stig sem er glæsiiegasti árangur- inn til þessa í mótunum. í heildina hefur Kasparov hlotið 56,5 stig úr tveimur mótum en Anatoly Karpov kemur í humátt á eftir honum með 54,5 stig. í þriöja sæti er Alexander Beljavsky sem hefur hlotiö 47 stig úr tveimur mótum. í þriðja mótinu gekk honum ekki eins vel, .fékk að- eins 13,5 stig. Jaan Ehlvest hefur hlotið 45 stig úr tveimur mótum, John Nunn hefur 42,5 stig, Mikhail Tal 41 stig og Ljubojevic 38,5 stig. Eins og fyrr segir eru heimsbikar- stigin dýrmæt. Heildarverðlaun nema samtals 600.000 Bandaríkjadöl- um, þar af fær sigurvegarinn sjötta hluta. „Skammarverðlaun” fyrir 25. og neðsta sæti nema 8.000 Banda- ríkjadölum. Þar meö er fundin skýr- ingin á því hvers vegna sumir skák- meistaranna gera sig ánægöa meö aö svamla í miðjum polh - þannig fást t.a.m. margföld árslaun ung- versks verkamanns, svo nærtækt dæmi sé tekið. Elo-stigin Varast ber að rugla heimsbikar- stigunum saman við svonefnd Elo- stig sem heita í höfuðið á bandaríska prófessornum Arpad Elo. Þessi stig voru vinsæl meðal skákáhugamanna meðan á heimsbikarmótinu stóð. Elo-stigin eru einfaldlega mæli- kvarði á styrkleika skákmanna. Sá sem fær fleiri vinninga en honum ber, miðað við meðalstigafjölda mót- herjanna, hækkar í Elo-stigum en sá sem stendur sig lakar, lækkar. Elo-stigin eru reiknuð út tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí. Þess vegna verður að taka það með nokkrum fyrirvara þegar sagt er að einhver skákmannanna hafi hækkað um ákveðinn stigafjölda á heimsbikar- mótinu. Jóhann hækkar t.d. um 10 stig fyrir frammistöðu sína en þar við bætast að líkindum önnur tíu stig fyrir skákmótið í Tilburg. Því má fastlega búast við því að Jóhann verði um áramót orðinn stigahæsti skákmaður Norðurlanda. Verðlaunaskákir Á heimsbikarmótinu í Belfort fékk skák Karpovs við Timmans fegurð- arverðlaun. Kasparov mátti vart mæla er þetta var tilkynnt og Tim- man varð sömuleiðis furðu lostinn. Þessi skák var meingölluð. Karpov fórnaði drottningunni í skákinni en fórnin var alls ekki eins snjöll og húni virtist vera. Það er vandasamt að velja fegurstu skákina. Vitaskuld horfir fegurð misjafnlega við mönnum. Sumir hafa mesta ánægju af skákum þar sem öðrum tekst að knýja fram sigur með hárnákvæmri taflmennsku í enda- tafli, aðrir vilja fórnir og fléttur. Ritara þessara lína og Helga Ólafs- syni var falið að verðlauna skákir á heimsbikarmóti Stöðvar 2. Úr vöndu var að ráða því að margar glæsilegar skákir voru tefldar á mótinu. Til þess að létta okkur verkið ákváðum við að tilnefna fegurstu skákina annars vegar og bestu skákina hins vegar. Að auki komu þijár aðrar skákir til álita og fengu tvær þeirra sérstök verölaun. Á þessu yfirliti er hægt að glöggva sig nánar á frammistöðu skák- meistaranna á heimsbikarmótinu. Fyrst eru vinningar alls í mótinu, þá Sonneborn-Berger stig sem notuð eru til að raða þeim sem jafnir eru að vinningafjölda. Síðan Elo-stig 1. júlí og stig eftir mótið - breytingar innan sviga. Þar á eftir eru heimsbikarpunktar fyrir mótið og loks heildarfjöldi þeirra ásamt fjölda móta sem viðkomandi hefur teflt í. Fegurðarverðlaun, og ekki þau fyrstu á skákferlinum, komu í hlut „töframannsins frá Riga“, Mikhails Tals, fyrir skákina gegn Englend- ingnum Jonathan Speelman í 4. um- ferð. Tal svaraði jafnteflisboði Eng- lendingsins með því að fóma riddara á f7 og eftir það urðu menn hans allsráðandi á borðinu. Fórnin stóðst fullkomlega og áhorfendur gátu ekki stUlt sig um að klappa fléttumeistar- anum lof í lófa er Speelman gafst upp. Það var erfitt að gera upp á milli þessarar skákar og sigurs Kasparovs gegn Timman í þriðju síðustu um- ferð. Kasparov tefldi þá skák af skap- andi þrótti og hún var einkar falleg þótt á annan hátt væri. Þetta var tvímælalaust besta skák mótsins og ein sú fallegasta. Sérstök verðlaun fengu einnig skákir Spasskys við Beljavsky í loka- umferðinni - eini sigur Spasskys á mótinu og sérlega glæsilegur - og fómarskák Ehlvests við Nikohc. Fimmta skákin sem hlaut tilnefn- ingu, en missti af verðlaunum, var skák Speelmans við Ribli í 16. um- ferð. Speelman fórnaði hrók og tókst síðan að knýja fram sigur með fjögur peð gegn riddara í endatafli. Þetta var dæmigerð skák fyrir Englend- inginn sem er einkar hugmyndarík- ur og skemmtilegur skákmaður. Hvítt: Jonathan Speelman Svart: Zoltan Ribli Meran-vörn 1. Rf3 RfB 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. e3 e6 5. d4 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. e4 b4 10. Ra4 c5 11. e5 Rd5 12. 0-0 cxd4 13. Rxd4 Be7 Þeir tefla tískuafbrigði Meran- varnarinnar. Þrettándi leikur hvíts kom fyrst fram á sjónarsviðiö í skák Razuvajev við Bagirov á alþjóðamóti í Jurmala í fyrra. Ribli þorir ekki að taka peðið. Eftir 13. - Rxe514. Bb5 + Rd7 15. Hel er ljóst að hvítur hefur hættuleg sóknarfæri en 15. - Hc8! er leikur sem gefið hefur góða raun í nýlegum skákum. Leikur Riblis gef- ur honum þrönga stöðu og við- kvæma. 14. Hel 0-0 15. Dg4 Kh8 16. Bd2 Hc8 17. Hacl Hxcl 18. Bxcl R7b6 Lokuyfirlit Röð Nafn Alls S-B Stig Slig nú Punktar Alls 1 (íarrv Kasparov 11 93.00 2760 2760 27,5 56,5/2 2 Álcxandcr Bcljavsky 10Vi 87,75 2665 2675 (10) 25,0 60.5/3 3 Mikhail Tal 10 8225 2610 2625 (15) 25,0 41,0/2 4-5 Jóhann Hjartarson 914 77.00 2610 2620 ( 10) 20,5 29,5/2 Jaan Ehlvest 914 75,75 2580 2600 (20) 20.5 45,0/2 6-8 Artur Júsúpov 9 76.75 2620 2625 ( 5) 20.5 29.5/2 Civula Sax 9 75.00 2600 2610 ( 10) 20.5 30.5/2 Jan Timman 9 70.50 2660 2655 ( -?) 16.5 38.5/3 9-11 John Nunn 814 70.75 2620 2620 20.5 42.5/2 .lonathan Speclman 814 69.50 2645 2640 ( -5) 16,5 51.0/3 li|f Antlcrsson 8'/í 69.25 2625 2625 ' 14.0 49.5/3 12-13 Andrci Sokolov 8 68:50 2600 2600 11.0 48.0/3 Prcdrag Nikolic 8 65.00 2585 2590 ( 5) 14,0 27.0/2 14 Zoltan Ribli 7!4 63.25 2630 2615 (-15) 8.5 29.5/2 15-16 Lajos Porlisch 7 61.50 2630 2610 (-20) 11.0 30.5/2 Boris Spasskv 7 61.25 2560 2560 11.0 32,0/2 17 Viklor Korlsnoj 6Vi 51.75 2595 2580 (-15) 6,5 14.5/2 18 Margeir Pctursson 6 50.25 2530 2525 ( -5) Ó1 í Feneyjum Jón gaf sprengjusögn og Valur tók fómina Indverjar stóðu sig vel á nýafstöðnu ólympíumóti, komust í átta liða úrsbt þótt baráttu þeirra lyki þar með. Þeir unnu íslendinga með minnsta mun, eöa 16-14, en sigurinn hefði verið stærri ef Valur og Jón hefðu ekki tekiö góða fóm á öfugum hættum: S/A-V ♦ K4 V D108 ♦ K + G1076532 * G6 ¥ K742 ♦ Á864 + Á84 ♦ ÁD983 V ÁG952 ♦ - * KD9 í opna salnum sátu n-s Dalal og Jswindasani en a-v Valur Sigurðsson og Jón Baldursson. Indverjinn opnaði á sterku laufi og Jón stakk inn sprengjusögn: Suður Vestur Norður Austur 1L 4T 5L 5T 6L pass pass 6T pass pass pass pass dobl pass Það var gott hjá Val að fóma á slemmuna og þótt vöm Indverjanna brygðist ekki gátu þeir aðeins fengið þrjá slagi sem gerði 500 til Indlands. Það var 10 impa gróði fyrir ísland því á hinu borðinu fengu Guðlaugur og Örn aö spila sex lauf sem þeir unnu auð- veldlega. Bridge Stefán Guðjohnsen Til fróðleiks skulum við líta á árang- ur okkar manna á ólympíumótinu. Thailand 9-21 Finnland 22-8 Egyptaland 19-11 Frakkland 16-14 Ungverjaland 11-19 Marokkó 18-12 Líbanon 25-5 Pakistan 16-14 Hollensku Antillaeyjar 16-14 Zimbabwe 23-7 írland 21-9 Jórdania 21-9 Portúgal 5-25 Surinam 25-5 Kína 7-23 Malaysia 24-6 Sviss 25-2 Nýja-Sjáland 8-22 Danmörk 12-18 Indland 14-16 Kanada 20-10 Mexíkó . 14-16 Trinidad 25-0 Guadelope 25-5 Ítalía 7-23 Bretland 7-22 Brasilía 15-15 Þetta er athyglisverður afrekahsti og aðeins einn slæmur tapleikur gegn Portúgal. Hins vegar vinnur landsUðið 5 leiki með hámarksstigafjölda og það er ekki eins auðvelt og menn gætu. haldið. Því í svona móti em engar veik- ar þjóöir heldur missterkar. Mér er næst að halda að bridgeíþróttin á ís- landi hafi spjarað sig betur en aðrar ólympíuiþróttir á þessu ólympíuári og nú er að bíða og sjá hvemig skákmenn- imir standa sig. W iUYbZ V 3 ♦ DG1097532 Bridgefélag Húsavíkun Opið sveita- mót Bridgefélag Húsavíkur áformar aö halda opið sveitakeppnismót í Hótel Húsavík helgina 25.-27. nóvember næstkomandi. Spilað- ar verða níu umferðir eftir Monrad keppnisfyrirkomulagi. Keppnisgjald yrði 10 þúsund krónur á sveit. Boðið er upp á tvenns konar pakka í tengslum viö mótið, flug og hótelpakka Rvk-Hvik-Rvk + gistingu í tví- býli í tvær nætur með raorgun- verði kr. 7.500 á mann, og hótel- pakka, gistingu í tvíbýli í tvær nætur meö morgunverði kr. 2.200 á mann. Mótið veröur sett á fóstu- dagskvöldið 25. nóvember kl. 20 og slitið kl. 17 á sunnudag 27. nóvember. Veitt verða þrenn verðlaun og eru þau vegleg. 1. verölaun kr. 100.000 2. verðlaun kr. 50.000 3. verölaun kr. 25.000 Þátttaka í mótinu tilkynnist hjá Ævari í síma 96-42100 eða hjá Björgvini Leifssyni í símum 96-42076 eða 96-41344. Spilaö verð- ur um silfurstig á mótinu. Athug- ið að mótið verður ekki haldið nema minnst 15 sveitir taki þátt! Bridgefé Aðaltvímenningur félagsins hófst mánudaginn 25 okt. og er spilað í tveimur riðlum. Eftir fyrstu tvö kvöldin veröur raðað í riðlana eftir stigafjölda. Úrslit fyrsta kvöldsins urðu þessi: A-riðill: 1. Kristján Hauksson- Ingvar Ingvarsson 147 2. Bjarnar Ingimarsson- Þröstur Sveinsson 117 3. Jón Gíslason- Árni Hálfdánarson 109 B-riöill: 1. Árni Þorvaldsson- Sævar Magnússon 128 2. Björn Amarson- Guðlaugur Ellertsson 123 3. Ari Konráðsson- Kjartan Ingvarsson 116 Meðalskor í báðum riðlum var 108. Kristján og Ingvar í A-riðli eru með mjög gott skor, eða 74%. Bridgefélag Selfoss og nágrennis Fyrir skömmu var minningarmót Einars Þorfmnssonar spilað á Hótel Selfossi. Að venju var keppnin hörð og spennandi en 35 pör mættu til leiks. Þegar upp var staöið kom í ljós að hlutur heimamanna var óvenju glæsilegur þvi Kristján Már Gunn- arsson og Vilhjálmur Pálsson unnu nokkuö örugglega. Þá urðu Sigfús Þórðarson og Gunnar Þóröarson í 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.