Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
Erlendbóksjá
*
*cx*ax» « * wm WftRt MIMMCXU.
W»«WJUCt«r> <MBftí «*- WOMtfltitvtit
ALEXAMDERBORBÉLY
Af hverju þurf-
umvið að sofa?
Þaö hefur lengi vafist fyrir vís-
indamönnum aö komast til botns
í því, hvaða hlutverki svefn og
draumar gegna í lífi mannsins.
Hvers vegna þurfum viö að sofa?
Hvers vegna dreymir okkur?
Einn þeirra vísindamanna. sem
þekktur er fyrir rannsóknir á
svefni og draumum, er svissneski
prófessorinn Alexander Borbély.
I þessari bók rekur hann rann-
sóknir sínar og annarra á svefni
bæði manna og dýra.
í læsilegri frásögn hans kemur
fram aö þekking vísindamanna á
þessum fyrirbrigðum, sem hafa
lengi valdiö ýmsum miklum
heilabrotum, hefur aukist stór-
lega á undanfórnum árum. Meö
skipulögðum mælingum hefur
þannig tekist aö greina ólík stig
svefns, en þær breytingar eru
meðal annars tengdar draumun-
um. En þrátt fyrir stórstígar
framfarir er margt enn á huldu
um orsakir og áhrif, eðli og til-
gang svefns og drauma. Mörgum
lykilspurningum er því enn
ósvarað, eins og prófessorinn við-
urkennir í bókarlok.
SECRETS OF SLEEP.
Höfundur: Alexander Borbély.
Penguln Books, 1988.
ARÁBELLA MELVILLE
AND COLIN JOHNSON
IMMUNITY
HOW TO BE HEALTHYIN AN AGE
OFNEWINFECTIONS
Heilbrigt líf
Hvernig á að verja sig gegn
þeim farsóttum sem herja á okk-
ur í nútímanum?
Með því aö hugsa betur um
sjálfan sig og efla varnir líkam-
ans segja höfundar bókarinnar
„Immunity plus“. Þau leggja þar
megináherslu á fimm atriði: Að
boröa nóg af góðum mat. Að forð-
ast mengun, sérstaklega þó tó-
baksreyk. Aö reyna á sig líkam-
lega á reglubundinn hátt. Að
hvíla sig nægilega. Að hugsa já-
kvætt um sjálfan sig. Allt virðist
þetta nú vera nokkuð sjálfsagt,
en eins og höfundarnir benda á
hefur mörgum reynst erfitt að
beina lífsvenjum sínum inn á svo
heilbrigðar brautir.
Aöalkostur bókarinnar er þó sú
fræðsla sem þar er veitt um
hvernig best sé að veijast smiti
af ýmsu tagi. Þar er bæði fjallað
um minni háttar farsóttir og al-
varlegar, svo sem kvef, flensu,
salmonellusýkingu og eyöni. Þá
eru einnig ráð gegn ofnæmi af
ýmsu tagi og leiðir til aö auka
mótstöðuafl gegn alvarlegum
sjúkdómum eins og krabbameini.
IMMUNITY PLUS.
Höfundar: Arabella Melville og Colin
Johnson.
Penguin Books, 1988
Hver myrti saksóknarann?
Það gengur mikið á þegar aðstoðar-
saksóknari í bandarískri borg, ung
og fógur kona, finnst myrt í íbúð
sinni. Ekki síst vegna þess að kosn-
ingar standa fyrir dyrum og hart er
deilt um dugnaö eða dugleysi lög-
regluyfirvalda við að upplýsa afbrot í
bænum.
í þessu andrúmslofti pólitískrar og
persónulegrar baráttu berast böndin
að lögregluforingja sem fékk það
verkefni að stjórna rannsókn morð-
málsins. Hann er nefnilega einn
margra sem stóð í ástarsambandi við
aðstoðarsaksóknarann og ýmis
verksummerki benda til þess að
hann sé morðinginn. Hann er því
handtekinn og ákærður fyrir morðið.
En er hann sekur?
Það er lykilspurningin í þessari
æsispennandi sakamálasögu og
henni er ekki svarað fyrr en undir
lokin. Öll sönnunargögn benda ein-
dregið til þess að lögregluforinginn
sé sekur. En hann fær sér afar sleipa
lögfræðinga sem reyna að sanna að
sum þeirra gagna hafi verið „lag-
færð“ af ákæruvaldinu í póhtískum
tilgangi.
Höfundur þessarar bókar, sem er
lögfræðingur, blandar hér saman
glæpasögu og lýsingu á pólitískum
átökum í bandarískri borg þar sem
kosið er til allra æðstu embætta, m.a.
í löggæslu, en slíkt fyrirkomulag
býður gjaman upp á pólitískan
þrýsting á gang sakamála og í sum-
um tilvikum fjárhagslega spilhngu
og mútustarfsemi.
Stundum er sagt um spennusögur
að þær verði vart lagðar niöur fyrr
en komið er að bókarlokum. Það á
vel við í þessu tilviki.
PRESUMED INNOCENT.
Höfundur: Scoft Turow.
Penguln Books, 1988.
Hvað er á bak við grímumai?
Það á enn frekar við um Salvador
Dalí en flesta aðra listamenn að hann
gerði líf sitt að eins konar listaverki.
Dalí bjó sífellt til ný hlútverk fyrir
sjálfan sig; setti upp nýjar grímur og
beindi þannig að sér kastljósi íjöl-
miðla og listunnenda.
Þessar margbrotnu grímur Dalí
hafa sett ævisöguritara í mikinn
vanda. Hvað er raunveruleiki og
hvað er skáldskapur hans sjálfs? Er
yfirleitt hægt að trúa nokkrum hlut
sem hann hefur sagt um sjálfan sig?
Er mögulegt að komast á bak við all-
ar grímumar og horfast í augu við
Dalí sjálfan?
Höfundur þessarar ævisögu fer
hefðbundnar leiðir í leit að Salvador
Dalí. Hún hefur rætt við fjölda fólks
sem átt hefur samskipti við hsta-
manninn einhvern tíma á ferli hans,
aht frá barnæsku til elháranna. Þar
á meðal em ýmsir sem hafa verið
honum mjög nákomnir á sumum
tímaskeiðum í lífi hans. Þær upplýs-
ingar, sem hún hefur aflað sér með
þessum hætti og hefðbundinni könn-
un annarra gagna, ber hún svo sam-
an við yfirlýsingar Dalí sjálfs, bæði
í sjálfsævisögunni og á öðrum vett-
vangi gegnum tíðina.
Secrest fer þá leið að blanda hér
saman annars vegar frásögn af lit-
skrúðugum æviferli Dalí og sambúð
hans við sína nánustu og aðra lista-
menn og hins vegar leit sinni að
sannleikanum um þennan sérstæða
listamann. Þessi aðferð gefst hér vel
eins og oft áður. Ömurleiki síðustu
ára Dalí, sérstaklega eftir að hann
lenti í eldsvoða árið 1984, fær hér ít-
arlega umfiöllun, þótt þungamiðja
verksins sé líf og starf listamannsins
á hugmyndaríkustu sköpunarárum
hans.
Bókina prýða nokkrar ljósmyndir
af Dalí, konu hans Gala og sumum
nánum samstarfsmönnum. Einnig
fylgir skrá um nokkrar helstu bæk-
ur, þar sem fiallað er um ævi Dalí
og listaverk, og listi yfir skrár sem
gefnar hafa verið út vegna sýninga á
verkum hans.
SALVADOR DALÍ:
THE SURREALIST JESTER.
Höfundur: Meryle Secrest.
Paladin Grafton Books, 1988.
Metsölubækur
Bretland
Söluhæstu kitjurnar:
1. Dick Francis:
THE EDGE.
2. D. Adams:
THE LONG DARK TEA-TIME OF
THE SOUL.
3. Jelfrey Archer:
A TWIST IN THE TALE.
4. Salman Rushdie:
THE SATANIC VERSES.
5. David Lodge:
NICE WORK.
6. Joan Collins:
PRIME TIME.
7. Cleese & Booth:
COMPLETE FAWLTY TOWERS.
8. Bruce Chatwln:
UTZ.
9. Graham Greene:
THE CAPTAIN AND THE ENEMY.
10. Jilly Cooper:
RIVALS.
Rit almenns eðiis:
1. Maureen Lipman:
SOMETHING TO FALL BACK ON.
2. Richard Elimann:
OSCAR WILDE.
3. Elkington & Haíles:
THE GREEN CONSUMER GUIDE.
4. Keith Floyd:
FLOYD ON BRITAIN & IRELAND.
5. Bob Ogley:
IN THE WAKE OF THE HURRI-
CANE.
6. James Oram:
NEIGHBOURS: BEHIND THE
SCENES.
7. Rosemary Conley:
THE HIP AND THIGH DIET.
8. Eamon Dunphy:
UNFORGETTABLE FIRE: THE
STORY OF U2.
9. Jílly Cooper:
TURN RIGHT AT THE SPOTTED
DOG.
10. John Stalker:
STALKER.
(Byagl á The Sunday Times)
Bandarikin
Metsölukiljur:
1. Stephen King:
THE DARK TOWER: THE
GUNSLINGER.
2. Margaret Truman:
MURDER IN THE CIA.
3. John Jakes:
HEAVEN AND HELL.
4. Píers Anthony:
HEAVEN CENT.
5. Jude Deveraux:
THE MAIDEN.
6. Gail Godwin:
A SOUTHERN FAMILY.
7. Harold Coyle:
TEAM YANKEE.
8. Marilyn Frence:
HER MOTHER’S DAUGHTER.
9. Louis L’Amour:
LONIGAN.
10. Gar og Judith Reeves-Stevens:
MEMORY PRIME.
11. Tom Clancy:
PATRIOT GAMES.
12. V. C. Andrews:
FALLEN HEARTS.
13. Scott Turow:
PRESUMED INNOCENT.
14. Martha Grimes:
THE FIVE BELLS AND BLADE-
BONE.
15. Toni Morrison:
BELOVED.
Rít almenns eðlis:
1. Ann Rule:
SMALL SACRIFICES.
2. Bernle S. Siegel:
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
3. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
4. Joseph Campbell, Bill Moyers:
THE POWER OF MYTH.
5. Peter Wright/Paul Greengrass:
SPYCATCHER.
6. Bob Woodward:
VEIL.
7. Pamela Des Barres:
l’M WITH THE BAND.
8. Suzanne Somers:
KEEPING SECRETS.
09. Shirley MacLalnc:
trS ALL IN THE PLAYtNG.
10. Allan Bloom:
THE CLOSING OF THE AMEfliC-
AN MIND.
11. Joseph Campbell:
THE HERO WITH A THOUSAND
FACES.
(Byggt á Now York
Times Book Review)
Danmörk:
Metsölukiljur:
1. André Brink:
PESTMUREN. (1).
2. Isabel Allende:
ANDERNES HUS. (2).
3. Klrsten Thorup:
HIMMEL OG HELVEDE. (10)
4. Jean M. Auel:
HULEBJORNENS KLAN. (3).
5. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERENE. (4).
6. Isabelle Allende:
KÆRLIGHED OG M0RKE. (6).
7. Milan Kundera:
TILVÆRELSENS ULIDELIGE
LETHED. (7).
8. Jean M. Auel:
HESTENES DAL. (5).
9. SMAGSPR0VER. (-).
10. Herman Bang:
VED VEJEN. (8).
(Tölur Innan sviga lákna röð bókar vikuna
A undan. Byggt á Polltikon Sondag.)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Frakkland
nútímans
Hvemig hefur daglegt líf al-
mennings í Frakklandi breyst á
síðustu áratugum og þá alveg
sérstaklega í valdatíð sósíalistans
Mitterrands?
Þeirri spurningu svarar breski
blaðamaðurinn John Ardagh í
löngu og ítarlegu máli í nýrri út-
gáfu bókar sinnar um franskt
þjóðlíf. Hann leggur meginá-
herslu á að sýna breytt viðhorf
og lífskjör almennings á undanf-
ömum árum og gerir nokkra
grein fyrir áhrifum ríkjandi
stjórnarstefnu á mannlífið.
Hér eru ítarlegir kaflar um
vandamál dreifbýlisins og kröf-
urnar um aukna sjálfsstjóm ein-
stakra héraða, landbúnaðar-
vandann hrikalega, baráttuna
fyrir bættum lífsgæðum í stór-
borgunum, breytta stöðu fiöl-
skyldunnar, áhrif vaxandi vel-
megunar á lífsstíl almennings,
vandamálin sem bíða úrlausnar
í skólamálum og framþróun eða
afturfór í menningu og hstum þar
sem frumleg listsköpun hefur
verið í verulegri lægð.
Ardagh hefur sem blaðamaður
haft löng kynni af Frökkum og
býr yfir mikilli þekking á frönsk-
um málefnum.
FRANCE TODAY.
Höfundur: John Ardagh.
Penguin Books, 1988.
í regnskógi
hugaróra
Mo, sem er mannfræðingur að
mennt, horfir með hryllingi á
hvernig öldur tfifinninga koma
afdrifaríku róti á líf sumra félaga
hennar og samstarfsmanna. Það
er því keppikefli hennar að hafa
sem best skipulag á lífi sínu og
starfi. Öllu skal raðað í afmark-
aöa fleti, böndum komið á
óskapnað stjórnlausra tilfinn-
inga.
En innra með Mo búa sterkar
langanir og þegar hún er við
rannsóknir í regnskógum
Borneó, fiarri þeirri vernd sem
veggir háskólans veita, reynist
henni harla erfitt að hafa stjórn
á tilfinningum sínum. Böndin
bresta og breyta lífi hennar.
Það er stundum nokkuö snúið
að gera sér grein fyrir mörkum
hugaróra og raunveruleika í
þessari forvitnilegu skáldsögu,
þar sem sterkar tilfinningar
verða skynseminni yfirsterkari
svo um munar.
RAINFOREST.
Höfundur: Jenny Dlski.
Penguin Ðooks, 1988.