Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 24
24
LAUGARÖAGÚR. 29. OKTÖBEE.1988.
Kvikmyndir
Munchausen verður fyrir skipsskaða.
hlutverk Munchausens.
í desembermánuði verður frum-
sýnd í Þýskalandi mynd byggð á
ævintýrum Munchausens. Það er
breski leikstjórinn Terry Gilliam
sem er maöurinn á bak við þá
mynd.
Þegar auglýsingar kvikmynda-
húsanna eru lesnar kemur oft í ljós
að viðkomandi mynd er byggð á
einhverri metsölubók. Sem dæmi
má nefna Out of Africa sem byggð.
var á bók Karen Blixen og svo Tess
sem Polanski gerði 1980 og var
byggð á bókinni Tess of the d’Ur-
berviUes sem Thomas Hardy skrif-
aði.
Eins og gefur að skilja eru ekki
alhr sammála um hvemig viðkom-
andi leikstjóra hafi tekist að yfir-
færa á hvíta tjaldið efni þeirrar
bókar sem hann byggði myndina
á. í fyrsta lagi byggir kvikmynd
ávallt á hreyfingu og því er nauð-
synlegt að láta það mikið gerast á
hvíta Ijaldinu aö athygli áhorfand-
ans sé haldið vakandi. Rithöfundar
geta hins vegar leyft sér aö teygja
lopaxm og koma fram með ná-
kvæmar mann- og atburðalýsingar
og byggja þannig upp ákveðið and-
rúmsloft í sögunni.
Fyrstu áhrif
Það má heldur ekki gleyma fyrstu
áhrifum sem viðkomandi verður
fyrir af lestri bókar eða af því að
horfa á kvikmynd. Yfirleitt sakna
þeir sem hafa lesið bókina margra
atriða úr henni þegar þeir sjá
myndina og svo öfugt.
Bókmenntaverk henta, m.a. af
framangreindu, mjög misjafnlega
vel til kvikmyndagerðar. Einnig
setur tæknin okkur skorður í sum-
um tilvikum þótt henni hafi fleygt
það mikið fram á síðustu 50 árum
aö nú er hægt að festa næstum því
allar tæknibrellur svo vel á filmu
aö áhorfendur eru hættir að skynja
á milli raunveruleika og tækni-
brella.
Iöulega hafa heyrst sögur um að
þekktir leikstjórar hafi oft á tíðum
gengið með draum í maganum um
að kvikmynda eitthvað ákveðið
stórbrotið bókmenntaverk. Sem
betur fer láta sumir þennan draum
rætast þótt útkoman sé svona upp
og ofan. Hægt er nefna myndir eins
Kiss of the Spider Woman sem
Hector Babenco leikstýrði eftir bók
Manuel Puig og svo The French
Lieutenants Woman sem byggð var
á bók John Fowles og listilega yfir-
færð á hvíta tjaldið af sjálfum
meistaranum Karel Reiz. Nú er
breski leikstjórinn Terry Gilliam
að bætast í hópinn því í byrjun
desember sér hann langþráðan
draum rætast sem er frumsýning á
Ævintýrum Munchausens undir
hans leikstjórn.
Erfið fæðing
Síðan Gilliam fékk hugmyndina
að kvikmynda hina vinsælu sögu
um ævintýri Munchausens hefur
mikið vatn runnið til sjávar. Erfið
fjármögnun, frestun kvikmynda-
töku, flókin tæknileg útfærsla
ásamt mannlegum samkipta-
vandamálum hafa sett strik í reikn-
inginn og gert Ævintýri Munc-
hausens að einni dýrustu kvik-
mynd sem gerð hefur verið af sjálf-
stæðum aðila.
Í upphafi gerði Gilliam samning
við tvö lítil fyrirtæki um að standa
með sér aö framleiðslu myndarinn-
ar. Þáverandi forstjóri Columbia
fyrirtækisins, David Puttnam, tók
að sér dreifingu myndarinnar og
að greiða stóran hluta kostnaöar-
ins fyrirfram við afhendingu sýn-
ingarhæfs eintaks. Hins vegar vildi
Columbia kvikmyndaverið ekkert
gera þegar skóinn fór að kreppa að
þegar myndin fór gróflega fram úr
íjárhagsáætlun og raunar var það
eingöngu vegna hörku Gilliams aö
myndin var kláruð.
Terry Gilliam
Persónan Terry Gilliam virðist
alveg mátulega geggjuð til að hafa
látið sér detta í hug að gera mynd
um ævintýri Munchausens eins og
eldri myndir hans gefa til kynna.
GOham tók þátt í hinum vinsæla
Monty Python hópi og leikstýrði
meira segja í samfloti við annan
úr hópnum einni mynd þeirra sem
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
var The Holy Grail. Hann hlaut
hins vegar eldskírn sína með
myndinni Jabberwocky sem var í
hkum dúr og Monty Python mynd-
irnar. Síðan kom hin sérstæða
mynd The Time Bandits þar sem
Gilliam fór úr einu tímaskeiðinu
yfir í annað. Síðast en ekki síst
veröur að nefna framtíðarmyndina
Brazil sem margir telja að minni á
gömlu Fritz Lang myndina Metro-
pohs sem hann geröi 1926. Sjálfur
hefur Gilham lýst þessum myndum
sínum á eftiifarandi máta. „The
Time Bandits var saga um dreng
sem feröaöist til ýmissa tímabila í
mannkynssögunni með því að
breyta um tíma og rúm, án þess að
gera sér grein fyrir hvað var raun-
veruleiki og hvað var draumur.
Brazil fiallaði um mann sem neit-
aði aö axla þá ábyrgð sem fylgir
því aö búa í nútíma samfélagi en
eyddi þess í stað tímanum í drauma
sem að lokiun gerðu hann geðveik-
an.“
Munchausen
Það hefur htið veriö gefið upp um
kvikmyndina Æ vintýri Munchaus-
ens. Klippingu myndarinnar á að
vera lokið í byrjun desember svo
hún geti verið jólamyndin í Þýska-
landi í ár. Hins vegar ætlar Col-
umbia ekki að dreifa myndinni fyrr
en næsta sumar og telur sig þurfa
lengri tíma til að khppa myndina
fyrir bandaríska áhorfendur sem
fyrirtækið telur auðsýnilega frá-
brugðna evrópskum kohegum sín-
um og einnig að kynna sjálfan
Munchausen betur fyrir Banda-
ríkjamönnum. Því miður neyddist
Gihiam til að einfalda og skera nið-
ur þau atriði í myndinni sem voru
kostnaðarsömust eftir að annar
fiármögnunaraöihnn stoppaði all-
ar kvikmyndatökur og hótaði að
reka Gilliam. Myndin var farin
langt fram úr kostnaðaráætlunum
og öngir voru tilbúnir að leggja
meira fé undir. Hins vegar er það
ekki þetta sem veldur Gilham
mestum áhyggjum.
Áherslu-
breytingar
„Ég hef einnig miklar áhyggjur
af því að ég sé að ráðast inn á
ákveðið yfirráðasvæöi almennings.
Munchausen merkir eitthvað
ákveðið í huga fólks, og ég er
hræddur um aö ég muni valda því
vonbrigöum vegna þess aö þetta
fólk og ég höfum mismunandi hug-
myndir pg skoðanir um Munc-
hausen. Ég hafði miklar áhyggjur
af þessu í upphafi en nú reyni ég
að leiða þaér hjá mér. Við skálduð-
um upp mest af efnisþræðinum.
Söguhetjan er enn Munchausen en
ég nota hann mér til framdráttar.
Það takmarkaði mig um of að
herma bara eftir bókinni því það
var enginn annar samnefnari í
bókinni en þessi náttúrulegi lygari
sem var manna færastur í að segja
allar þessar lygasögur.
Ég er farinn að halda að fólk sé
orðið leitt á öhum þessum vísinda-
skáldsögum og og að sjá sömu
geimveruna hoppandi fram og aft-
ur á tjaldinu. Það sem er sérkenni-
legt og skemmtilegt við Ævintýri
Munchausens er að hér er um að
ræða átjándu aldar ævintýri sem
htur öðruvísi á máhn en gert er í
dag.“
Framtíðin
Ghham hefur fengið í lið með sér
einvala lið. Kvikmyndatökumað-
urinn er Guiseppe Rotunno, sviðs-
setmng tilheyrir Dante Ferretti og
búmngameistari er Gabrieha Pes-
cucci.
GUham hefur lýst Rotunno sem
smlhngi hvað lýsingu varðar.
Hann hefur unnið með mörgum
meistaranum, til dæmis Fellini.
Hins vegar tók það hann langan
tíma aö átta sig á losaralegum skip-
unum GUliams sem virðist gefa
kvikmyndatökumönnum sínum
ákveðið frjálsræði í útfærslum
hans. En aúir virðast sammála að
kvikmyndatakan hafi heppnast
mjög vel.
Þar sem frumsýning er ekki
gengin í garð verða menn að bíða
að minnsta kosti til desembermán-
aðar til að berja gripinn augum.
Fólk virðist skiptast í tvo hópa, þ.e.
með og á móti, jafnvel áður en það
hefur séð vmnuhandrit og hvað þá
myndina sjálfa. En þeir sem sitja
hér heima á klakanum verða að
bíða þangaö til myndin kemur til
landsins sem veröur vonandi fljót-
lega.
Helstu heimildir: Sight and Sound
og Monthly Film Bulletin