Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGTJR 29. OKTÓBER 1988.
17
Ég er að puða
í öðrum skika
garðsins
- segir Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson sendir frá sér skáldsöguna Min káta angist i næsta mánuði.
* y DV-mynd GVA
„Ég er aö puða í allt öörum skika í
þessum garöi en Thor,“ segir Guö-
mundur Andri Thorsson og er að
svara spurningu um samanburðinn
viö fööur sinn, Thor Vilhjálmsson.
Guðmundur sendir nú fyrir jólin frá
sér sína fyrstu skáldsögu sem hann
kallar Mín káta angist.
„Svo á víst að heita að ég sé kominn
í fullorðinna manna tölu og ég ber
þess vegna fulla ábyrgð á þessu hrölti
en ekki hann - ekki frekar en til
dæmis Thor Jensen langafi minn.
Það er í rauninni ekkert sérlega frjótt
að velta þessu fyrir sér. Þeir lesend-
ur, sem það gera, eru einfaldlega á
vilhgötum og það er þeirra böl.
Hitt er annað mál að það er erfitt
fyrir alla íslenska rithöfunda að
skrifa á eftir Halldóri Laxness vegna
þess að hann hækkaði kröfumar svo
mikið. Það sama má segja um Þór-
berg. Þetta eru shkir ritsnihingar.
Og ef ég væri aö stressa mig á saman-
burði ætti ég kannski allt eins að
skelfast jafnaldra mína sem margir
hveijir skrifa mjög góðar skáldsög-
ur.“
Guðmundur Andri lýsir sögu sinni
sem frekar gamaldags. „Ég segi frá
í fyrstu persónu þátíðar," segir hann.'
„Ég stokka ekki upp söguþráðinn og
bygging sögunnar er hvorki gesta-
þraut né púsluspil. Ég vil láta lesand-
ann velta fyrir sér öðrum hlutum en
því hvaö sé eiginlega að gerast. Sagan
er frekar frumstæð í byggingu og hka
raunsæisleg.
Mér finnst raunsæisformið heih-
andi og furðu vanrækt hér á landi. í
þessari sögu er ég ekki að leysa
vanda skáldsöguformsins í bráð og
lengd og ekki að innleiða nýjungar.
Þetta er bara svona saga.
Ég er heldur ekki mikið að velta
mér upp úr spurningum um hvað sé
draumur og hvað veruleiki. Þetta er
ef th vill uppreisn gegn töfraraun-
sæinu án þess að ég sé að lasta það.
Það hentar mér bara ekki. Það er
mér ekki eiginlegt og það heföi verið
hallærislegt ef ég heföi farið að skrifa
inn í söguna einhvers konar drauga-
gang eða álfastand.
Við getum kennt söguna við nýtt
raunsæi sem er íjarska lítið í tísku.
Það lýsir sögunni ágætlega að kaha
hana thraun um tuggu. Ungur maður
kemur úr þorpi úti á landi og hefur
nám í háskólanum og kynnist þar
stúlku sem hann verður ástfanginn
af. Á hann leita ýmsar spumingar
og sagan vefst áfram. Ég reyni að
segja þessa sögu á minn hátt og at-
huga hvað ég fæ út úr tuggunni.
Ég er byrjandi og verð einhvers
staðar að finna fastan grundvöll. Það
er mikið talað um fantasíur núna og
að þær eigi að vera í öndvegi. En það
gleymist stundum að fólk verður að
hafa eitthvað th að fantasera um.“
Uppskrúfaðar tilraunir
Saga Guömundar Andra um hina
kátu angist hefur orðið til á skömm-
um tíma og án þess að áður hafi far-
ið fram miklar æfingar í skdjdskap.
„Ég byijaði á bókinni í apriíí vor,“
segir Guðmundur. „Þá átti é^ fyrsta
kaflann og haföi átt hann í sjlti í ár
vegna þess aö ég vissi ekkert hvað
ég átti að gera við hann. Ég^yijaði
bara á að skrifa eitthvað.
í vor byrjaði ég aftur og vann að
bókinni þar til nú í haust. Ég tók
sumarfríið til skrifta, notaði kvöldin
og helgamar og stalst stundum frá
vinnu dag og dag. Ég er reyndar ekki
að stæra mig af hraðanum því hann
er ekki th eftirbreytni. Á endanum
var bókin svo að segja rifin úr hönd-
unum á mér.
Ég er haldinn áráttu th skrifta og
það er erfitt að útskýra hvers vegna.
Það er trúlega ánægjan af því að
skrifa sem knýr mig áfram. Ég gerði
thraunir í menntaskóla eins og ahir.
Það var aht mjög uppskrúfað og leið-
inlegt og alltaf mjög thgerðarlegt.
Þetta átti að verða mikhl skáldskap-
ur en ég náði engu. Það rataöi ekkert
á þlaðið sem átti að koma þar.
í Háskólanum gaf ég skriftirnar
algerlega frá mér í nokkur ár. Síðan
byijaði ég aftur og samdi smásögur
og síðan þessa skáldsögu. Ég hef ekki
verið að knýja þetta fram og hef ekki
gengið með rithöfundadrauma. Þetta
hefur komið afslappað og áreynslu-
laust." .
Ekkert miðaldahandverk
Uppeldið hefur þó haft sitt að segja
og það viðurkennir Guðmundur.
„Þetta er þó ekki eins og með iðn-
greinar á miööldum þegar sonurinn
lærði af föður sínum og tók við af
honum og síðan ætthður fram af
ættliö og þótt ég sé líffræðhegt fram-
hald af föður mínum þarf ég ekki þar
fyrir að vera bókmenntalegt fram-
hald. Minn persónuleiki er einfald-
lega þannig að ég hef gaman af skrift-
um, fleira veit ég ekki.
Því hefur aldrei verið haldið að
mér að skrifa en ég hef alltaf fengið
hvatningu og góða örvun frá báðum
foreldrum mínum. Það hefur að
minnsta kosti ekki verið talið verra
að geta haldið á penna. Á heimhi
mínu hefur alltaf verið talað mikið
um bókmenntir alveg frá því ég man
eftir mér.
Ég hef líka aðstoðað föður minn
við setningu stærri verka vegna þess
að hann er ekki nógu hraöur á tölvu.
Það hefur verið ómetanlegt að fylgj-
ast með honum vinna og vera í ná-
vigi við ritstörf hans en hann beitir
aht öðrum aðferðum en ég. Það er
helst að ég hafi lært af honum thtek-
in vinnubrögð við þýðingar.
Hann hefur ákaflega sérstakan stíl
við sína vinnu. Mér hefur ekki dottið
i hug að líkja eftir honum og þótt
mér dytti það í hug þá yrði það í
skötulíki."
Ritstörfin eru hjáverk hjá Guð-
mundi Andra. Hann hefur það að
brauöstriti að vera ritstjóri Timarits
Máls og menningar, auk annarra
starfa fyrir útgáfuna. Og sem útgef-
andi spáir hann góðum bókgjólum.
„Ég held að þessi mikla ásókn í slát-
ur núna um daginn gefi mjög
ánægjulegar vísbendingar um kom-
andi bókajól vegna þess aö það er
greinhegt að fólk horfir í aurinn og
veltir fyrir sér peningimum.
Þegar svo er hahar fólk sér heldur
að bókum en forgenghegum hlutum
eins og fótanuddtækjum. Það kaupir
sér þá frekar eitthvað sem er ódýrt,
traust og varanlegt og á eftir aö veita
gleðistundir um ókomin ár í staö
þess að lenda uppi á háalofiti. Ég held
því að þetta verði góð bókgjól,“ sagði
Guðmundur Andri Thorsson.
-GK
er það eflaust smákaupmaður-
inn á horninu sem verður verst
úti. Auk vaxandi notkunar
greiðslukorta lánar kaupmaður-
inn á horninu flestum sínum
fastakúnnum út í reikning. Van-
skil fara auk þess vaxandi.
Tími lítilla matvöruverslana, þar
sem kaupmaðurinn stendur einn
bak við borðið í hvítum slopp
með blýant bak við eyrað, fer
senn að líða undir lok.
Á neytendasíðu á mánudag
verður birt könnun DV á verð-
lagi í verslunum í Þingholtum
og Norðurmýri.
Flestar verslanir á þessu svæði
eru mjög litlar og því kom nokk-
uð á óvart hve lítill verðmunur
var á þeim og stórmörkuðum.
Sykurverðið skar sig þó úr að
vanda en á því munar jafnan
mestu milli verslana.
í þeirri hörðu samkeppni, sem
er í matvöruverslun í Reykjavík,
, rfjar. - ........ - -___________•