Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 36
52 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. Lífsstfll Hátíð á Spáni: Máramir ríða í bæinn Callosa d’Ensarriá. Sunnudagur 9. október, síðdegis. Viskíllöskurnar ganga á milli borö- anna á torginu. Sumir drekka af stút, aðrir blanda í kók. Flestir sýna merki ölvunar og allir eru þeir vígalegir, klæddir hinum skrautlegustu bún- ingurn sem virðast komnir beint úr saumastofum þeirra vestur i Holly- wood. Og klukkan er bara flögur. Márarnir eru í meirihluta enda er dagurinn þeirra. Kristnir menn eru þó fjölmennir, m.a. kristnir sjóræn- ingjar með stóra hauskúpu á beltis- sylgjunni. Hauskúpa er líka máluð innan á uppbrettinginn á gljáfægö- urn leðurstígvélum þeirra. Menn verða að vita hverjir þeir eru ef belt- ið skyldi nú týnast í hita leiksins. Þarna eru líka bedúínar í svörtum buxum og rauðum skynum. með græna linda um mittið og uppbretta tá á stígt'élunum. Aðrir trúbræður þeirra iklæðast svörtum skikkjum með stórri mynd af kóbranöðru á bakinu og þar fram eftir götunum. Allt í kringum borðin eru hópar af ungum stúlkum og konum sem taka sporið, misjafnlega liprar þó. Barist meó E1 Cid Bæjarbúar í Callosa d’Ensarriá eru að halda hátíð, Festes de Moros i Cristians (hátíð mára og kristinna manna). Þeir eru að fagna þeim at- burðum þegar kristnir menn á Spáni ráku arabana af höndum sér yfir Gíbraltarsundið til Norður-Afríku. Hátíöahöldin standa í marga daga, frá morgni til kvölds, og í dag fer fram innganga máranna í bæinn með tilheyrandi skrúögöngu og hljóð- færaslætti. Daginn áður héldu kristnir menn innreið sína í bæinn. Callosa d’Ensarriá er aðeins einn fjölmargra lítilla bæja í Alicante hér- aði á Spáni, uppi i fjöllunum ör- skammt frá sólarströndinni á Benid- 'orm, sem árlega fagna þessum áfanga í sjálfstæöisbaráttu landsins. Síðustu arabarnir voru hraktir frá -Sttáni í lok fimmtándu aldar, eftir meira en fimm hundruð ára yfirráð. íbúar Alicante héraðsins voru þó öllu fyrri til aö reka setuliðið á brott. Það gerðu þeir einhvern tíma undir lok 13. aldarinnar. Meðal frægra kappa, sem börðust fyrir fóðurlandið á þessum slóðum, var E1 Cid sem Hollywood hefur gert ódauðlegan með samnefndri kvikmynd. E1 Cid hrakti márana frá Valencia og ríkti yfir borginni frá árinu 1094 til dauða- dags, árið 1099. María mey á svölunum Það var greinilegt að eitthvaö mik- ið stóð til þegar komið var til Callosa á þessum sólríka og heita sunnu- degi. Tvöföldum stólaröðum hafði verið komið fyrir beggia vegna brattrar götunnar upp í bæinn frá þjóðveginum. Götumar eru þaktar confetti og öðrum ummerkjum há- tíðahaldanna frá því fyrr um daginn og frá kvöldinu áður. Ljósaskraut er strengt yfir götuna milli húsanna, ekkert ósvipað því og gerist um jól á íslandi. Svalir húsanna og veggir eru skreytt litríkum borðum og fánum. Á fánunum er mynd af Maríu mey með Jesúbarnið í fanginu. Þau sitja í hásæti og svifa um himinblámann á skýi sem litlir englar halda uppi. Götunni, sem márarnir munu fara um, hefur verið skipt í þrjú svæði: zona baja (neðra svæði), zona centro (miðsvæði) og zona alta (efra svæði), sjálfsagt til að auðvelda þeim sem eiga miða í stólana. Það þarf nefni- lega að borga fyrir að sitja og horfa Máraforinginn sveiflar bjúgsverðinu fimiega til að fá lof í lófa frá áhorfendum. Oft lá við aö fákunum yrði fótaskortur á hálum götuhellunum en alltaf tókst knöpunum þó að bjarga þeim, og sér, frá falli. a skrUðgönguna sem á að hefjast klukkan sex. Engu að síður setjast menn niður miöalausir. Og þegar miðasölumaðurinn kemur til að rukka um stólagjaldið standa þeir bara upp en setjast niður aftur um leið og rukkarinn er horfinn inn í mannþröngina. Einn maður fær þó undanþágu. Hann bendir á staurfót- inn á sér og segir eitthvað við ungan pilt sem vill endilega selja honum miða. Málinu er reddað. Flass framan í vörðinn Þýskur ferðamaður, sem situr á götunni fyrir framan auða stóla þeg- ar hátíðin er að ná hámarki, er ekki eins heppinn. Miðasölumannafor- inginn skipar honum og félögum hans að borga sig í sæti eða koma sér aftur fyrir stólana ella. Ferða- maðurinn starir bara á manninn en hreyfir sig hvergi. Stólavörðurinn kallar þá ferðamanninn öllum illum nöfnum og tekur að færa stólana fram fyrir hann. Ferðamaðurinn læt- ur þá skyndilega flassið á myndavél- inni sinni blossa framan í andstæð- ing sinn. Sá spænski ætlar að ganga í skrokk á þeim þýska.en áhorfendur upphefja þá hróp og köll og flæma ragnandi eftirlitsmanninn á brott. Ekki er víst að bæjarbúum hafi geng- ið svona vel að reka márana af hönd- um sér hér fyrr á öldum. Ekki lenda þó allir í svona vand- A Albacete Benidorm MIÐJARÐAR- HAFlfí Murcia ræðum með stólana því á miðsvæö- inu er búið að byggja upphækkaðan pall, þaðan sem helstu fyrirmenni bæjarins geta virt herlegheitin fyrir sér. Boðið upp á viskí Lúöraþeytarar þramma skipulags- laust upp og niður brekkuna og tón- hstin úr.-hornum þeirra bergmálar í þröngum götunum. Enn eru tæpir tveir tímar þangað til skrúðgangan hefst. Áhorfendum meðfram göngu- leiðinni er farið að fjölga en flestir halda sig þó enn uppi á torginu, þar sem márarnir og hinir kristnu halda áfram drykkju sinni og gerast nú hálfu drukknari en fyrr. Talar nokkur maður ensku? spyr maður til að reyna að afla upplýsinga hjá stríðsmönnunum. Nú, eða frönsku? Nei. Hér talar enginn neitt nema spænsku. En má bara ekki bjóða þér viskí í staöinn? Mig langar til aö vita eitthvað um þessa hátíö ykkar. Þeir virtust að minnsta kosti skilja það. Á eftir fylgja útskýringar sem fara að mestu fyrir ofan garð og neð- an, bæði vegna ærandi hávaða allt um kring og lítillar spænskukunn- áttu fyrirspyrjanda. Fiesta... todos los anos. Hátíð... á hverju ári. Ég skil ykkur því miður ekki al- minlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.