Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1988.
Kasparov er, nú tveimur stigum á undan Karpov i Heimsbikarkeppninni
i skák, eftir sigur sinn í Heimsbikarmóti Stöövar 2 í Reykjavík.
Reynir að létta á stöðunni meö
uppskiptum en riddari hvíts á a4 var
eini maðurinn sem tók ekki virkan
þátt í baráttunni.
Skák
Jón L. Árnason
19. RxbG Rxb6?! 20. He3!
Hrókurinn skerst í leikinn og nú
vofa ýmsar hótanir yfir svörtu
kóngsstöðunni.
20. - g6 21. Hh3 Bd5 22. Df4 f5 23. exíB
fr.hl. Hxf6
8
7
6
5
4
3
2
1
24. Hxh7+ ! Kxh7 25. Dh6+ Kg8 26.
Bxg6 Hxg6
Þvingaö vegna máthótunar í 2. leik.
27. Dxg6+ Kh8 28. Dh6+ Kg829. Rxe6!
Bxe6 30. Dxe6+
Hvítur getur þráskákað ef hann
kærir sig um en staðan gefur tilefni
til að tefla til vinnings. Hvítur á þijú
peð gegn riddara og kóngsstaða
svarts er opin upp á gátt.
W á
1 £ 1
% 111
£
1 ^ m
a a a
(2 <á>
ABCDEFGH
30. - Kh8 31. Dh6+ Kg8 32. Dg6+ Kh8
33. Dh6+ Kg8 34. Dg6+ Kh8 35. Dh6+
Kg8 36. Dg6+ Kh8 37. Dh5+
Ekki 37. Dh6+, því að þá væri sama
staðan kominn fram í þriðja sinn og
svartur gæti krafist jafnteflis.
37. - Kg8 38. Be3! Bf6 39. b3 Dd3 40.
g3 Bg7 41. Dg4 Rd5 42. Bxa7 Rc3 43.
Dxb4 Ddl + 44. Kg2 Dd5 + 45. f3 Dd2 +
46. Bf2 Dxa2 47. Dc4+ Kh8 48. De6!
Db2 49. h4
Allt valdaö í stöðu hvíts og nú get-
ur hann þokaö peöum sínum áfram.
Ekki gengur 49. - Rdl, vegna 50.
De8+ Kh7 51. Dh5+ Kg8 52. Dd5 +
og riddarinn feliur.
49. - Re2 50. h5 Bd4 51. De8+ Kh7 52.
Dg6+ Kh8 53. Bxd4+ Rxd4+ 54. Kh3
Re2 55. De8+ Kg7 56. De7+ Kh8 57.
De3 Kg7 58. Kg4 Rd4 59. De7+ Kg8 60.
De8+ Kg7 61. Dg6+
Og Ribli gafst upp. Eftir 61. - Kh8
62. Df6+ Kh7 63. h6 er hann varnar-
laus.
-JLÁ
lag Hafnarfjarðar
sæti og fleiri spilarar frá Selfossi og
nágrenni náðu góöum árangri. Úrsht
urðu sem hér segir, efstu pör:
1. Kristján M. Gunnarsson-
Vilhjálmur Pálsson 2. Þorlákur Jónsson- 190
Jacqui McGreal 3. Hrólfur Hjaltason- 149
Björn Halldórsson 4. Sigfús Þórðarson- 136
Gunnar Þóröarson 5. Páll Valdimarsson- 117
Rúnar Magnússon 6. Jón I. Björnsson- 110
Hrannar Erlingsson 107
lagsins. Skráning er hafin hjá Ólafl
Lárussyni (s. 689360-16538) og Sigm-
ari Jónssyni (s. 687070). Aðstoðað
verður við myndun sveita sé þess
óskað. Eftir 19 umferðir af 25 í baró-
meterkeppninni er staða efstu para:
1. Jón Stefánsson-
Sveinn Sigurgeirsson 157
2. Hrannar Erlingsson-
Jón Ingi Björnsson 115
3. Eyjólfur Magnússon-
Hólmsteinn Arason 90
4. Gestur Jónsson-
Friðjón Þórhallsson 73
5. Örn Scheving-
Steingrímur Steingrímsson 72
Þá var spilaður Landstvímenning-
ur hjá félaginu 20. þessa mánaðar og
úrslit urðu þessi: Bridgefélag
1. Vilhjálmur-Kristján 135 Reykjavíkur
2. Sigfús-Gunnar 129 Þegar einu kvöldi er ólokið í haust-
3. Sveinbjörn-Runólfur 121 barómeterkeppni félagsins er staða
4. Valtýr-Leifur • 109 efstu para þannig: 1. Aðalsteinn Jörgensen-
Þegar aöeins ein umferð er eftir af Ragnar Magnússon 418
hraðsveitakeppni Selfoss og ná- 2. Einar Jónsson-
grennis er staða efstu sveita þannig: Matthías Þorvaldsson 372
1. Kristján Már 115 3. Jakob Kristinsson-
2. Ragnar 112 Magnús Ólafsson 323
3. Úlfar 100 4. Jón Þorvarðarson-
4. Daníel 99 Guðni Sigurbjarnarson 5. Ásgeir Ásbjörnsson- 311
Bridgefélag Hrólfur Hjaltason 309
Skagfirðinga 6. Jacqui McGreal-
Næsta þriðjudag lýkur haustbaró- Þorlákur Jónsson 307
meterkeppni deildarinnar en annan ÍS
þriðjudag hefst aðalsveitakeppni fé-
47
IþróttapistiU
Lokatílraun
fatíaðra
íslenska liðið, sem þátt tók á
ólympíuleikum fatlaðra í Seoul, er
nú komiö heim til íslands og var
hðinu vel fagnað í gærmorgun í
Keflavík. Er ekki aö furða þar sem
hðið náöi mjög góðum árangri og í
farteski íslendinganna voru ellefu
verðlaunapeningar - nokkuð sem
menn áttu hreint ekki von á fyrir
leikana.
í kjölfar hins glæsta árangurs
hefur mikið verið rætt um aðstöð-
una sem fatlaðir íþróttamenn búa
við hérlendis. Frétt í DV, þar sem
fram kom að grunnur að íþrótta-
húsi fyrir fatlaða hefur staðiö
óhreyfður í fjögur ár, hefur greini-
lega vakið mikla athygli og nú þeg-
ar ýtt við mönnum. Það hlýtur aö
gerast eitthvað í þessum málum á
næstunni. Nú er farin af stað söfn-
un til byggingarinnar og vonandi
taka landsmenn allir vel við sér.
Margt smátt gerir eitt stórt. Hér er
mikiö í húfi. Formaður íþróttafé-
lags fatlaöra í Reykjavík hefur sagt
mér að hér sé um úrshtatilraun að
ræða. Ef þetta gangi ekki núna sé
ekkert nema uppgjöf fram undan
og þá er ljóst að fatlaðir íþrótta-
menn fá ekki þak yfir höfuðið á
næstu árum.
Einsgottað
fara varlega
Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálf-
ari íslenska landshðsins, í hand-
knattleik er á leiðinni til landsins
og fram undan er undirbúningur
íslenska liðsins fyrir b-keppnina í
Frakklandi. Fram hefur komið í
fjölmiðlum að HSÍ er að reyna að
fá erlend landslið til keppni hér-
lendis fyrir b-keppnina og er verið
að ræða um átta til tíu landsleiki.
Ég vil minna menn á orð sín í kjöl-
far ófaranna í Seoul. Þá voru menn
á því að íslenska liðið hefði leikið
of marga leiki á undirbúningstím-
anum og þessi mikli leikjafjöldi
hefði verið ein ástæðan fyrir því
að íslenska liðinu tókst ekki að
halda sér í a-keppninni. Við skul-
um ekki brenna okkur aftur á
þessu atriði. Þaö er sjálfsagt að út-
vega íslenska liðinu æfingaleiki
fyrir b-keppnina en þeir mega ekki
vera of margir.
íslandsmótið
fer að hefjast
Á miðvikudaginn hefst íslandsmó-
tið í handknattleik, mót sem marg-
ir hafa beðið eftir. Eins og flestir
vita hafa snjallir leikmenn ákveðið
að leika á ný með íslenskum félags-
liöum og má þar nefna þá Alfreð
Gíslason og Pál Ólafsson, sem ætla
að leika með KR, og Sigurð Sveins-
son sem mun leika með Val. Menn,
sem allt vita um handknattleik, eru
sammála um aö í uppsiglingu sé
eitt skemmtilegasta íslandssmót
sem fram hefur farið. Auövitað er
ekki hægt að fullyrða neitt um það
en víst er að liöin lofa góðu og þeir
nýju leikmenn, sem munu leika
meö liðunum í vetur, eiga eftir að
hleypa nýju blóði í leiki íslands-
mótsins. Ögerningur er aö spá fyrir
um úrslit en greinilegt er að mörg
lið hafa burði til að vinna sigur á
mótinu.
Óheppnin eltir KR
Það sem vakiö hefur hvað mesta
athygli undanfarna daga í hand-
boltanum er sú óheppni sem nú
virðist elta 1. deildar lið KR-inga.
Gísli Felix Bjarnason er fótbrotinn
og þeir Guðmundur Albertsson og
Jóhannes Stefánsson eiga báðir við
alvarleg meiösli að stríða. Hrak-
farir KR-inga eru farnar að minna
á ósköpin sem dundu yfir Framlið-
ið í fyrra er hver leikmaður liðsins
á fætur öðrum vandi komur sínar
á slysavarðstofuna. Margir hafa
spáð KR-ingum góðu gengi í vetur
og ekki skal dregið úr þeim spám
hér en þau meiðsli, sem liðið hefur
orðið fyrir, sýna að á skammri
stundu skipast veður í lofti. Það er
ljóst að meiðsli leikmanna geta
haft mikil áhrif í því íslandsmóti
sem senn fer að hefjast.
Blikarnir verða í
eldlínunni í dag
í dag, laugardag, klukkan þrjú
leika Breiðabliksmenn fyrri leik
sinn í 1. umferð Evrópukeppni bik-
arhafa í handknattleik. Blikarnir
leika gegn norska liðinu Stavanger
sem talið er eitt besta ef ekki besta
lið Noregs í dag. Ljóst er að Kópa-
vogsliðið á erfiða leiki fyrir hönd-
um en með góðum leik ætti að vera
hægt að ná fram góðum úrshtum.
Leikurinn fer fram í Digranesi í
Kópavopgi og ég vil hvetja alla
handknattleiksunnendur til aö
mæta og hvetja Blikana til sigurs
í þessum fyrsta stórleik ársins hér
á landi.
Milljónir fyrir
Reykjavikurfélögin
í DV fyrir rúmu ári skrifaði undir-
ritaður frétt þar sem farið var í
saumana á húsaleigumálum
íþróttafélaganna í Reykjavík. Fram
kom að íþróttafélögin í Reykjavík
borguðu margfalda húsaleigu mið-
að við íþróttafélög í nágrannasveit-
arfélögunum. Nú, um 15 mánuðum
síðar, hefur borgarstjórn ákveðið
aö lækka húsaleiguna um 7 prósent
þegar um keppni er að ræða og
hækka árlegan húsaleigustyrk til
félaganna um 30 prósent. Þessi
ákvörðun meirihluta borgarstjórn-
ar mun koma sér vel fyrir félögin
og hér er um að ræða margar millj-
ónir en ekki neina smáaura. Hér
hefur verið stigið mikilvægt skref
en enn er nokkur leið ófarin og
áfram mun verða barist fyrir lækk-
un húsaleigunnar og enn frekari
hækkun á húsaleigustyrknum.
Stefán Kristjánsson
MVWft
{miTirtaRmfl
m
Hi
• Grunnur íþróttahúss fatlaðra hefur staðið óhreyfður i fjögur ár. Nú er i gangi söfnun til þess að hægt verði
að halda byggingunni áfram. Ef undirtektir verða ekki góðar mun iþróttahúsið ekki risa næstu árin.
DV-mynd S