Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
21
dv Veiðivon
Stjórn Landssambands stangaveiði-
félaga nokkrum mínútum eftir að
fundinum lauk í Munaðarnesi. En
hana skipa Grettir Gunnlaugsson,
Hjörleifur Gunnarsson, Rósar Egg-
ertsson, Rafn Hafnfjörð formaður,
Jón Bjarnason, Sigurður Sveinsson
og Sigurður Bjarnason.
DV-mynd G. Bender
Veiðieyrað
Um síðustu helgi íjölmenntu veiði-
menn af öllu landinu til Munaðar-
ness í Borgarfirði til að ræða málin
en þar var haldinn aðalfundur
Landssambands stangaveiðifélaga og
var góð þátttaka.
Aðalefni fundarins var „Fjölskyld-
an og stangaveiðin" og fluttu þær
Soffla Stefánsdóttir og Guðrún Guð-
jónsdóttir framsöguræður. Var gerð-
ur góður rómur að ræðum þeirra
beggja.
Arni ísaksson veiðimálastjóri sagði
frá veiðinni 1988 meðal annars og
fluttar voru fréttir frá aðildarfélög-
unum.
Eins og við vorum búnir að segja
frá og spá var Rafn Hafnfjörö áfram
formaður og litlar breytingar á
stjórninni enda eru veiðimenn án-
ægðir með störf hennar á síðasfliðnu
starfsári.
Fjórar íslenskar veiðiár
kvikmyndaðar
íslenski myndabandaklúbburinn
hefur ekki setiö auðum höndum í
sumar. Á vegum klúbbsins hafa ver-
ið teknar kvikmyndir við nokkrar
veiöiár og leika laxveiðimenn og lax-
ar þar að sjálfsögöu stór hlutverk.
Þetta verkefni nefnist „íslenskar lax-
veiðiár“ innan klúbbsins. Veiðiám-
ar, sem um ræðir, em Laxá í Kjós,
Laxá í Dölum, Vatnsdalsá og Mið-
íjarðará. Það er enginn annar en
Friðrik Þór Friðriksson sem stjómar
verkinu en hann er einn þeirra sem
fengið hafa veiðidellu. Vanur maður
í upptökunni þar.
Við höfum frétt að myndirnar komi
út um miðjan nóvember. Þetta eru
fyrstu myndirnar sem íslenski
myndabandaklúbburinn gerir um
okkar stórkostlegu veiðiár en stefnt
er að því að gera fleiri slíkar.
Vetrarstarfið hafið
„Við höfum aldrei byrjað svo
snemma með fluguhnýtingarnám-
skeiöin og það er strax fullt,“ sagöi
Aðalsteinn Pétursson í Veiöivon er
við spurðum um námskeiðin. „Við
munum hafa þessi námskeið í allan
vetur. Ég og Órn Hjálmarsson kenn-
um fluguhnýtingarnar,“ sagði Aðal-
steinn.
Vetrarstarfið er aö heíjast hjá
veiöifélögunum þessa dagana og
verður boðið upp á ýmislegt hjá
þeim.
-G.Bender
Þungur blll veldur ^
þunglyndi ökumanns.
Veljum og höfhum hvað
nauðsynlega þarf að vera með
í ferðalaéinu!
valdi hagkvæmustu tækln
Atvinnutæki
. , þurfa að skila vel því hlutverki sem þeim er
ætlað til þess að fjárfesting í þeim borgi sig.
Þess vegna skiptir megin máli að velja bestu
tækin, jafnvel þó að þau séu dýrust. Erfið-
leikar við fjármögnun tækja leiðir hins vegar
oft til þess að ódýrari tæki verða fýrir valinu,
sem standa síðan ekki undir þeim kröfum
sem til þeirraeru gerðar. Slíkljárfesting mis-
heppnast því að meira eða minna leyti.
Fjármögnunarþjónusta
Glitnis gefur fyrirtækjum möguleika á að
velja þau tæki sem hagkvæmust eru. í boði
er allt að 100% Ijármögnun kaupverðs.
Kaup á ódýrum, vanbúnum tækjum ern því
ekki lengur nauðsynleg.
Fullfjármögnun
tækja og þar með staðgreiðsla hjá seljend-
um veitir venjulega rétt á staðgreiðslu-
afslætti sem kemur leigutakanum að fullu til
góða í lægri samningsupphæð og þess
vegna lægri leigu.
Glitnir býður
sveigjanlegar fjármögnunariausnir í formi
fjármögnunarieigu, kaupleigu eða lána.
Leigu- eða lánstíminn getur verið allt frá 2
árum til 7 ára. Endurgreiðslur geta verið
breytilegar á samningstímanum.
Hagkvæmustu tækin
samfara sveigjanlegri fjármögnun, sem er
aðlöguð þörfum fyrirtækisins, er vel heppn-
uð fjárfesting. Láttu ekki tækifærin framhjá
þérfara.
Okkar peningar vínna fjrir pig
Glítnirhí
Ármúla 7,108 Reykjavík, sími: 91 *6810 40