Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. 55 Á hótelum í stórborgum eins og London er ferðamönnum boðið upp á sérstaka gistipakka yfir jól og ára- mót, með tilheyrandi mat og skemmtiatriðum. Hátíðapakkar: Auðveld leið úr jólaönn- unum heima Hver vildi ekki feginn losna við allt umstangið kringum jólin og ára- mótin og fara bara til einhverrar er- lendrar stórborgar, án þess þó að missa af öllum veislum? Ekkert er auðveldara. Fjöldamörg hótel í þeim borgum, sem íslendingar sækja gjarnan heim, Kaupmannahöfn, London, Amsterdam og víðar, bjóða einmitt upp á sérstaka dagskrá og gistipakka fyrir þá sem vilja komast að heiman yfir hátíðarnar. Að sögn Kristínar Norðmann hjá Ferðamiðstöðinni er boðið upp á mjög svipaða dagskrá á hótelunum og að sjálfsögðu leikur góður og mik- ill matur þar stórt hlutverk. Víðast hvar er öllu meira um að vera yfir áramótin því þá er efnt til viðeigandi knalls og húllumhæs. Dagskráin er yfirleitt mjög heíðbundin og tekur mið af þeim siðum sem ríkja í við- komandi landi. Til að gefa lesendum einhverja hugmynd um það sem þeir mega búast við skal hér greint frá jóla- og áramótadagskrá tveggja hótela, Gloucester í London og Grand Hotel Krasnapolsky í Amsterdam. Á Gloucesterhótehnu er efnt til mikiis hádegisverðar á jóladag, þar sem m.a. er boðið upp á graflax, villi- bráðarsúpu og nautakjöt eöa fylltan kalkún, sem er dæmigerður jólamat- ur þeirra Englendinga. Á eftir er snæddur jólabúðingur, sem þeir kaha svo, einhvers konar kaka með koníakssósu og fleira lostæti. Á gamlárskvöld er kvöldverðar- hlaðborð þar sem m.a. er hægt að smakka hráa skinku frá Parma, rækjur frá Miðjarðarhafi o.fl. Á eftir er dansaö við undirleik hljómsveitar eða diskótek og loks á miðnætti kem- ur sekkjapípuleikari og blæs inn nýja árið. Grand Hotel Krasnapolsky býður upp á áramótadagskrá sem hefst með kokteil og síöan kvöldverði. Á mihi rétta geta gestir tekið sér snúning á dansgólfmu við undirleik hljóm- sveitar. Á miðnætti verður flugelda- sýning inni í veislusalnum og kampavínið flýtur um aUt. Á nýársdag heldur veislan áfram. Þá verður boðið upp á hádegisverö og um kvöldið er siglt með gesti frá hóteUnu að veitingastað frá 17. öld. Þar verður tekið á móti gestum með hefðbundinni hollenskri tónUst. Nokkuð hefur verið um þaö að ís- lendingar sæki í svona ferðir og í hittifyrra voru þær t.d. mjög vinsæl- ar. Verð á svona jóla- og áramóta- ferðum getur verið eitthvað í kring- um 30 þúsund krónur og fer það eftir því hvert menn vilja fara og hvar þeir ætla að gista. Ferðaskrifstofur eru meö upplýsingar um hótel sem bjóða upp á svona pakka og sjá um að gera allar pantanir. -gb LiífSsstQI Norðlenska rjúpan má nú fara að vara sig, þvi von er á sunnlenskum veiðimönnum noröur yfir heiðar. Rjúpan: Veiðimömium boðið upp á pakkaferðir Sunnlenskir rjúpnaveiðimenn eiga þess nú kost að kaupa sér pak- kaferð norður í land til að skjóta eftirlætisfugUnn sinn. Bílaleiga Akureyrar hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á sérstakan ijúpnaveiðipakka frá Reykjavík til Akureyrar. InnifaUð í pakkanum er ffugfar, bílaleigubíU í einn sólarhring með 100 km akst- ursheimild án aukagjalds, ijúpna- veiöileyfi í einn dag og einnar næt- ur gisting með morgunverði. Gist veröur aö Grýtubakka í Höföa- hverfi, sem er um 40 km frá Akur- eyri. Veiöileyfin gilda í landi þess bæjar, svo og í landi nærUggjandi bæja. Þeir sem þaö vilja geta síöan fengiö að framlengja dvölina. Til- boðiö gildir til 15. desember. Bergþór Karlsson, starísmaður Bílaleigu Akureyrar, segir að fjTÍr þeim hafi vakað aö biása nýju lífi í starfsemina yfir vetrartímann. Svo er veiöUandiö n\jög þægUegt yfirferðar, litiO um bratta og grýti. En getur Bergþór ábyrgst að veiöi- mennirnir komi vel birgir af ijúpu tfi baka? „Nei, við þorum ekki að gera þaö. Við vitum ekki hvað menn eru hittnir. En þeir sjá örugglega eitt- hvaö af rjúpu, og mun meira en þeir myndu sjá á Suðurlandinu, þeir geta alveg treyst því,“ segir Bergþór Karlsson. -gb Flug, bíll og lúxushús Í HOSTENBERG VIÐ SAARBURG 5 dagar - 4 nætur miðvikudag til sunnudags 17.900 18.900 Verð frá kr. Verð frá kr. (4 i húsi og bil) (2 í stúdíó og bíl) Einnig er möguleiki á öðrum ferðadögum ibúöarhúsin í Hostenberg búa yfir hinu rómaða þýska yfir- bragði, eru rúmgóð, hlý og vistleg. i húsunum er stór dag- stofa með svölum og arni, nýtísku eldhúsi með öllu tilheyr- andi, svefnherbergjum (1-3), eftir húsagerð, snyrtiherbergi og baði. Einnig er hægt að fá stúdíó og 2-3 herb. íbúðir. Þaðan er aðeins u.þ.b. 20. mín. akstur til TRIER sem er fjölda islend- inga kunn. Þar er að finna frábærar verslanir og hagstætt verð og ekki skaðar að söluskattur fæst endurgreiddur af þeim varn- ingi sem ferðamenn flytja úr landinu. Innifalið í verði er flug Keflavík-Lux-Keflavík, bíll í 4 daga með ótakmörkuðum akstri, kaskótryggingu og söluskatti, hús/íbúð í 4 nætur. rerðabcer Hafnarstrœti 2 — sítni 62-50-20 Leikstjórastóll kr. 1.985,- Sófabord, 130x60 cm, kr. 14.900,- Glerbord, 75x75 cm, kr. 11.490,- Sjónvarpsbord kr. 6.600,- Hljómtækjaborð kr. 5.850,- Hjónarúm, 140x200 cm, Glerskápur kr. 36.580,- Innskotsbord, 3 stk., kr. 12.670,- m/dýnu kr. 26.875,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.