Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 11
LAUGAEDAGUR 29. OKTÓBER 1988. 11 Breiðsíða DV-myndbrot vikunnar DV-mynd Ragnar Sigurjónsson HiFUR ÞÚSíD < Bjarni Sigmundsson, verkstjóri hjá ATVR, með fyrstu flöskurnar af „Dillon lávarði" á átöppunarvélinni. DV-mynd Grynjar Gauti Verð aðbætavið snúningi til að vera gjaldgengur - segir Stefán Magnússon, einhentur knattspymumaður Stefán Magnússon -heitir 19 ára piltur sem varð fyrir þeirri bitru reynslu 13 ára gamall að lenda í færi- bandi og missa framhandlegg hægri handar þegar hann var við störf í frystihúsinu á Höfn í Hornafírði. Þá var hann leikmaður með 4. fl. Sindra í knattspyrnu. Stefán lét ekki deigan síga því strax árið eftir var hann byrjaður að sparka að nýju með félögum sínum. Fyrir tveim árum lék hann svo með meistaraflokki sama félags í úrslita- leik 4. deildar sem fram fór á Val- bjarnarvelli. Stefán fluttist til Reykjavíkur á síð- asta ári og hóf að iðka knattspyrnu hjá ÍR og hefur verið fastur leikmað- ur með 1. og 2. ílokki félagsins við góðan orðstír. Gin kennt við Dillon lávarð selt í Ríkinu eftir helgina Eftir helgina verður „Dillon lá- varöur, þurrt íslenskt gin“ í fyrsta sinn til sölu í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta er vín sem vitnar um fráhvarf Ríkisins frá „Svarta dauða-stefnunni" því gininu hafa verið valdar glæsilegar umbúðir sem hannaðar voru á Aug- lýsingastofu Kristínar. „Það er allt tilbúið," sagði Bjarni Sigmundsson, verkstjóri hjá ÁTVR, en hann t'appaði nú í vikulokin fyrstu löguninni á flöskurnar. „Birgðirnar eru nægar til að bregðast við mikilli sölu og svo er fljótlegt að bæta við.“ Vinna við þróun ginsins hefur nú staðið í meira en eitt ár. Þaö er Jón 0. Edwald, yfirbruggari ríkisins, sem er höfundur blöndunnar. Tillaga hans að „Dillon lávaröi" hefur farið í smökkun hjá fjölmörgum ginkörlun á landinu og verið samþykkt. „Menn deila ekki um smekk,“ sagði Jón þegar hann var spurður um kosti ginsins „en mér finnst þetta gott gin. Þaö er frekar milt og í það fer aðeins fyrsta flokks spíritus og fyrsta flokks íslenskt vatn. Formúlan fyrir gini er ekkert leyndarmál. Einiber eru uppistaöan en það eru hlutfóllin sem skipta máli. Þau eru leyndarmái. Þetta er frekar milt gin og þurrt sem þýöir aö það er sykurlaust." Bjarni verkstjóri sagðist ekki geta dæmt um bragðið af gininu en lyktin væri í lagi. „Ég hef bara þefað af gin- inu en ekki smakkað það því ég er vaxinn upp úr vínsmökkun," sagði Bjarni Sigmundsson. Nafn ginsins er er fengið að láni hjá Dillonættinni á Englandi. Einn af lávörðum þeirrar ættar haföi hér vetursetu á fyrrihluta síöustu aldar og átti hér sögufrægt ‘ástarævintýri. Dillon lávarður lét byggja hús sem við hann er kennt og stendur það nú í Árbæjarsafni. -GK Fastur maður í liðinu „Knattspyrnan er mín uppáhalds- íþrótt,“ segir hann, „og er ég ákveð- inn í að halda áfram af fullum krafti hjá ÍR því mér líkar vel í þeim félags- skap.“ Undirritaður horfði á leik IR- inga gegn ÍBV, 2. flokki, í sumar og var Stefán þar með og stóð sig með miklum ágætum. ÍR-ingar sigruðu í þeim leik. Baráttugleði og einbeiting Stefáns var slík að fötlunin hvarf gjörsamlega í skuggann. „Slysið var mikiö áfall fyrir mig,“ segir Stefán. „Það tók mig samt ekki langan tíma að jafna mig á þessu. Ég gerði mér þó fljótt ljóst að ég yrði að byrja alveg upp á nýtt og það tókst einhvern veginn." En skyldi Stefán hafa átt möguleika á ferð til Seoul til þátttöku í heims- leikum fatlaðra? „Ég var töluvert í borðtennis hjá íþróttafélagi fatlaðra og fór tvisvar í keppnisferðir til Sví- þjóðar og gekk bara bærilega. Ég hætti þó æfingum vegna anna. Það voru heldur ekki nógu margir sem stunduðu borðtennis hjá félaginu þannig að ég einbeitti mér að fót- boltanum í staðinn.“ Stefán er í 6. bekk Verzlunarskól- ans og er ennfremur gjaldkeri nem- endafélagsins. Hann hefur og unniö síðastliðin fimm sumur í Lands- bankanum. En hvernig skyldi honum líöa í erfiðum knattspyrnuleik? Háir fötl- unin honum mikið? „Ég hugsa ekk- ert um þaö í hita leiksins. Ég gef ekkert eftir og spila af fullum krafti og blátt áfram gleymi öllu nema leiknum. Það er einnig spilað fast á móti mér og þannig á það að vera. Annars væri ekkert gaman að þessu.“ Fjölmiðlar áhugalausir En flnnst honum nógu mikið gert fyrir fatlaða á íslandi? „Fötlun ein- staklinga er náttúrlega mismunandi Stefán Magnússon leikur knatt- spyrnu með ÍR og hefur staðið sig með ágætum. DV-mynd HH mikil og þörf fyrir aðstoð fer eftir því. En ég held aö fólk geti býsna mikið sjálft ef viljinn er fyrir hendi. Það gerir engum gott að fá allt upp í hendurnar og þurfa ekkert að leggja á sig. Reyni fólk að bjarga sér eftir mætti held ég að því fylgi aukin sjálfsvirðing, sem er mjög mikilvæg. Athyglin mætti þó vera meiri. Þeg- ar ólympíuleikarnir stóðu yfir var sýnt beint nánast allan sólarhring- inn og er ekkert viö því að segja. En ekkert, og ég segi ekkert, hefur verið sýnt frá heimsleikum fatlaðra. Þetta finnst mér fráleitt. Blöðin stóðu sig þokkalega en ríkissjónvarpið brást gjörsamlega. Ég hef það reyndar á tilfinningunni að fjölmiölar upp til hópa líti á íþrótt- ir fatlaðra sem annars flokks íþróttir og er það mjög slævandi fyrir íþrótta- fólkið sem leggur mjög hart að sér.“ Og hvað er svo fram undan hjá Stefáni? „Nú, fram undan er aö klára námið og svo sé ég til með fram- haldið þegar aö því kemur. Eins og er hef ég nóg að starfa alla daga og í frístundunum eru þaö félagsstörfin í skólanum og svo knattspyman og þar verð ég að bæta við snúningi til aö vera gjaldgengur. Annaö dugir ekki,“ sagði Stefán Magnússon. -HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.