Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
45
þingi svarar hann: „Það fer bara
eftir því hvort Davíð Oddsson gefur
kost á sér eöa ekki. Þorsteinn hefur
beðið mikið skipbrot þó að hann
sem persóna sé gegnheill og dreng-
ur góður eins og forveri hans. Geir
Hallgrímsson flaut meðal sinna
samtíðarmanna. Nú heyrir maður
vart um annað talað úr herbúðum
Sjálfstæðisflokksins en að Þor-
steinn sé búinn að vera. Flokkur-
inn er í rúst og það veltur allt á því
hversu mikið Þorsteinn hefur
harðnað í þessum átökum og hvað
hann á mikinn kraft til að takast á
við flokkinn, klofinn eins og hann
er. Þeir sem horfa á flokkinn nú
sjá enga leið til að hann sameinist
nema Davíð Oddsson taki við hon-
um. Annar leiðtogi er ekki einu
sinni í sjónmáli."
Ingvi Hrafn segist ekki ætla út í
pólitík þótt hann hafi áhuga á
henni. „Ég afplánaði mína pólitík
þau fjögur ár sem ég var þingfrétta-
maður. Þingmennska er illa launað
starf og ærumeiðandi. Auk þess
eru prófkjör svo ógeðfelld að þau
hafa beinlínis orðið þess valdandi
að margt af hæfileikaríku fólki
kemur ekki nálægt pólitík."
Happdrættis-
yinningur
- opinber
starfsmaður
Þó að Ingvi Hrafn hafl starfað á
þinginu eitt kjörtímabil var ekki
ætlunin að ræða þá pólitík. Bókin
er ekki síður forvitnileg en skoðan-
ir Ingva Hrafns á stjórnmálum.
Hann segir að ári áður en Emil
Björnsson hætti hjá Sjónvarpinu
hafi Markús Örn Antonsson komið
að máli við sig og óskað eftir því
að hann sækti um stöðuna þegar
Emil léti af störfum. „Ég ákvað að
sækja ekki um því að ég myndi
lækka mikið í launum þar sem ég
hafði’ það gott í eigin at'vinnu-
rekstri. Þegar ég síðan fékk hæsta
vinning í Happdrætti Háskóla ís-
lands ákvað ég að nota þá peninga
í starfið því mér þótti það heill-
andi. Vegna vinningsins hafði ég
efni á að verða opinber starfsmað-
ur. Ég sé ekki eftir einni mínútu
því þetta var mjög skemmtilegur
umbrotaog átakatími. Við gerðum
stóra hluti.“
Það gustaði af Ingva Hrafni er
hann tók viö fréttastjórastarfinu
og athygli manna beindist að Sjón-
varpinu meira en nokkru sinni
áður. Ekki minnkað’i umræðan er
Hrafn Gunnlaugsson var kominn í
hús einnig. Um sjónvarpshúsið
flugu tveir Hrafnar á þessum árum
og áhugi fólks jókst enn að mún á
sjónvarpsfólki. Ingvi Hrafn fór til
Evrópu og Ameríku og náði sér í
fyrirmyndir að fréttatímum. „Jú,
þetta var mjög vestrænt/breskt
form sem ég kom með á frétta-
tímana," segir hann. „Áherslumar
á fréttunum breyttust líka. Viö tók-
um mjög öfluga og virta fréttastofu
og færðum hana inn í nútímann.
Gerðum hana harðari, agressívari
og meira áberandi í þjóðfélaginu."
Eintómar
prímadonnur
Ingvi Hrafn réð nýtt fólk til starfa
og vissi til þess að sumir af þeim
eldri bölvuðu honum, hver í sínu
horni. „Þó aö ég hafl verið tálinn
einhver frekjuhundur þá er ekki
spurning að ég hreif fréttastofuna
með mér í því sem ég var að gera.
Það var dúndrandi gangur á öllu
hjá okkur og ég get nefnt leiötoga-
fundinn sem dæmi. Á vinnustað
sem þessum, þar sem eru eintómar
prímadonnur, er ekki hægt að ætl-
ast til þess að algjör samhugur sé
ríkjandi. Það þarf ákveðinn brjál-
aðan egóisma til að leggja sig út í
sjónvarpsstörf því það er talað um
þetta fólk, það er rægt, elskað, dáð
og hatað.“
Ingvi Hrafn varð fyrir barðinu á
samkeppninni er Stöð 2 fór í gang.
Tveir af bestu fréttamönnum hans,
Páll Magnússon og Sigurveig Jóns-
dóttir, fóru yfir og hann segist hafa
séð eftir þeim. Þó segir hann að
öllu verri hafi verið afstaða út-
varpsráðs. „Áfalhð varð þegar
fréttatíminn var færður aftur til*
fyrri tíma þegar við vorum búnir
að setja haim á hálfátta tímann.
Útvarpsráð gaf þar með Stöð 2 líf.
í dag er komið jafnræði með stöðv-
unum. Páll Magnússon var minn
lykilmaður. Hann er einn af þeim
örfáu mönnum sem falla alskapað-
ir inn í sjónvarp - rétt eins og hann
fellur inn í fotin frá Sævari Karli.
Það var auðvitað hárrétt hjá þeim
á Stöðinni að sækjast eftir honum
enda held ég að Jón Óttar og hans
menn geri sér grein fyrir að Palli
er þeirra lífakkeri.
Útvarpsstjóri
á fjórum fótum
Útvarpsráð vann skemmdarverk
gagnvart Ríkisútvarpinu þegar það
flutti fréttatímann. Síðan hefur allt
lagst á eitt með þessa blessaða rík-
isstöð og nú hefur hún skuldaklafa
upp á hálfan milljarð. Svo kemur
nýr menntamálaráöherra Alþýöu-
bandalagsins og segist ætla að láta
það verða sitt fyrsta verk að rétta
við rekstur Ríkisútvarpsins. Út-
varpsstjórinn og sjálfstæðismaður-
inn leggst á fjóra fætur, lýsir yfir
þakklæti og segir að flokksbræður
sínir séu búnir að svíkja sig gegnd-
arlaust.
Það hlýtur að gerast með endur-
skoðun nýju útvarpslaganna að
útvarpsráð verði lágt af og Ríkisút-
varpið fari undir sama hatt og aðr-
ir, þ.e. útvarpsréttarnefnd. Síðan á
útvarpsstjórinn að ráða menn sér
við hlið sem bera ábyrgð á dag-
skránni en ekki eitthvert ömurlega
skipað útvarpsráð. Sumir útvarps-
ráðsmenn, sem hafa setið á þeim
tíu árum sem ég var viðloðandi
sjónvarp, voru algjörir ruglukollar.
Ég hafði þaö fyrir reglu að mæta
aldrei á útvarpsráðsfundi því um-
ræðan á þessum fundum olli mér
flökurleika. Ég fékk skýrslur eftir
hvern fund og þær voru ótrúlegar.
Nei, útvarpsráð er sú mesta tíma-
skekkja í þessu þjóðfélagi sem til
er. Hugmyndir sem Jón Óttar og
félagar fá að morgni eru fram-
kvæmdar að kvöldi en slikt tekur
vikur og mánuði hjá sjónvarpinu."
Taugaáfall
vegna Sigrúnar
í viðtali við DV í sumar sagði
Markús Örn að Ingvi Hrafn heföi
sagt upp fyrir ári en síðan hætt við
að hætta. Ingvi Hrafn segist hafa
fyrst sagt upp starfl sínu í janúar
1987. „Ég var búinn að fá mig
fullsaddan eftir fréttatímastríðið.
Það bara slökknaði í mér neistinn
og mig langaði ekki til aö halda
þessu áfram enda var þetta von-
laust apparat. Ég er ofboðslegur
keppnis- og baráttumaður eins og
allir vita sem þekkja mig. Slíkir
menn þrífast illa í kerfinu. Ég segi
mína hluti umbúðalaust og vinn
mín störf opið. Eftir leiðtogafund- •
inn sá ég ekkert fyrir mér nema
þoku, rútínu og versnandi fjár-
hagsstöðu. Markús Örn sagði mér
hins vegar að gleyma þessari upp-
sögn og ég lét tilleiðast.
Ég sagði aftur upp 3. desember
1987 en þá var ég búinn að fá alveg
nóg. Búinn að standa í blóðugum
slagsmálum upp fyrir axlir út af
íjármálum og fyrir frelsi fréttastof-
unnar til að vinna sín störf. Þá kom
það upp að Sigrún Stefánsdóttir
ætti að fá starfið og menn bara
hnigu niður í taugaáfalli hver um
annan þveran á fréttastofunni. Illu
heilli píndu þeir mig til að taka
uppsögnina til baka sem ég hefði
aldrei átt að gera því að hjartaö
fylgdi ekki.“
Nokkrum mánuðum seinna birt-
ist viðtal við Ingva Hrafn í Nýju
lífi þar sem hann talaöi ófagurlega
um aðstoðarframkvæmdastjóra
Sjónvarpsins og stuttu eftir það
fékk hann sparkið. Útvarpsstjóri
sagði að röð af atvikum hefði orðið
þess valdandi að Ingvi Hrafn var
rekinn frá Sjónvarpinu en ekki við-
talið. Ingvi segir einnig að það hafi
ekki verið viðtalið. „Það kemur
fram í bókinni af hverju það var.
Ég held að þetta hafl verið meiri-
háttar stjórnunarleg mistök hjá
útvarpsstjóra. Hvernig að þessu
öllu var staðið var hreinlega út úr
öllu korti. En það var auðvitað
botnlaus þrýstingur á hann. Ég var
búinn að tæta Sjálfstæðisflokkinn
í sundur með háði. Þeir héldu víst
að þeir væru að ráða mig inn sem
hlýðinn og góðan mann sem mundi
fylgja flokkslínunni. Eftir síðasta
landsfund Sjálfstæðisflokksins
sendi Markús mér þykka möppu
með skýrslum eftir alla ráðherra
Sjálfstæðisflokksins á landsfundin-
um með þeirri orðsendingu hvort
ekki væri eitthvað fréttnæmt í
þessu. Ég tók möppuna fyrir fram-
an fréttamennina og henti í ruslið:
Það fór beint inn á borð til útvarps-
stjóra hvernig ég hafði afgreitt
málið. Viö á fréttastofunni reynd-
um alltaf að reka hana sem sjálf-
stæða stofnun þó reynt væri að
setja mig í fjötra."
Augu og eyru
Markúsar
Ingimar Ingimarsson var sá mað-
ur sem Ingvi Hrafn talaði um í við-
talinu en hvers vegna þessi læti?
„Af því að Markús var búinn að
nota vesalings Ingimar sem böðul
sinn í Sjónvarpshúsinu. Hann var
augu hans og eyru og kjaftaði öllu
í Markús sem gerðist. Ingimar var
fyrsti maðurinn sem Markús hafði
sem gat njósnað um fólkiö. Hann
var bara strengjabrúða Markúsar.
Það er náttúrlega ömurlegt að vera
strengjabrúða manns úti bæ og síð-
an fórnað eins og eitruðu peði. Ingi-
mar var búinn að eyöileggja svo
mikið hjá Sjónvarpinu að Pétur
Guðfmnsson vildi ekki hafa hann
lengur. Hann átti að fara aftur á
útvarpið en þá vantaði Markús
augu og eyru á fréttastofu Sjón-
varpsins og bauð Boga að fá Ingi-
mar fram hjá kerfinu. Nú sitja
fréttamennirnir uppi með Ingimar
Ingimarsson sem var þeirra svarn-
asti andstæðingur í flármálum og
launamálum. Ég veit að margir þar
tala ekki við hann. Ingimar greyið
var bara maður sem gaf sig út í
þetta. Hann var notaður og það
hlýtur að vera hræðilegt hlutskipti
í lífinu."
Ingvi Hrafn segist hafa hringt í
Boga Ágústsson daginn eftir að
hann var rekinn og skipað honum
að sækja um starflð. „Hann var
eini maðurinn sem ég taldi að væri
nógu frekur til að takast á við starf-
ið. Það var mér lífsspursmál að
þarna kæmi maöur inn sem gæti
fengið þá peninga sem þurfti til að
reka fréttastofuna. Bogi vann með
Markúsi á útvarpinu og það vissi
ég að hjálpaöi honum. Þó ég hafi
verið rekinn hafði ég metnað fyrir
hönd fréttastofunnar. Mér var
heldur ekki sama um það fólk sem
ég hafði ráðið og fannst það skylda
mín að koma í veg fyrir upplausn
á fréttastofunni."
Einn umsækjandi, Sigrún Stef-
ánsdóttir, taldi sig hafa vilyrði fyr-
ir fréttastjórastöðunni en Ingvi
Hrafn segir að hún hafi aldrei átt
neina möguleika. „Hjá sjálfstæðis-
forystunni var hún neðst á listan-
um, á eftir Ögmundi Jónassyni."
Hugmynd
Hrafns Gunn-
laugssonar
Ýmislegt gerðist hjá Ingva Hrafni
þessi ár hans sem fréttastjóri Sjón-
varps. Mörgum var hins vegar
brugðið þegar hann ákvað að gefa
út bók. Hugmyndin að bókinni kom
frá Hrafni Gunnlaugssyni. Hann
heimsótti Ingva Hrafn kvöldið sem
hann missti vinnuna, sat lengi
hugsi og sagði síðan: Nú skrifar þú
bók um sjónvarpsárin. „Steinar J.
Lúðvíksson var hjá mér þetta kvöld
og sagöi umsvifalaust aö hann vildi
gefa hana út. Ég hugsaði með mér
að þetta væri fín hugmynd. Ég
hefði þá eitthvað að gera á meðan
ég velti fyrir mér hvað ég færi í
næst. Ákvöröunin var tekin þarna
um kvöldið og stuttu síðar fór ég
til Flórída og bjó til beinagrind að
bókinni.
Hún átti fyrst og fremst að vera
frásögn af sjónvarpsárum mínum
og síðan skýring mín á hlutunum
í bland. Ég lýsi öllu því sem ég gerði
á þessum árum, fimm mánaða
veikindum, leiðtogafundinum,
samkeppninni og síðan skýri ég
atburðarásina á undan uppsögn-
inni. Þaö kemur auðvitað til að
gusta eitthvað í kringum bókina. “
í opnum, hisp-
urslausum stíl
í bókinni er mikið af myndum en
hún er á þriðja hundrað blaðsíður
að stærð. „Ég er ánægður með bók-
ina en auðvitað kviðinn líka. Ég
skrifa hana í léttum, opnum og
hispurslausum stíl. Ég birti nokkur
merkileg bréf frá útvarpsstjóra í
bókinni og dreg ekkert undan. Það
er engu sleppt í þessari bók. Ekkert
er í bókinni sem ég get ekki staðiö
við og ekkert sem getur flokkast
undir að vera mannskemmandi.
Þetta er bók atburðarásinnar og í
henni eru líka palladómar."
í bókinni segir Ingvi Hrafn frá er
hann var lagður fárveikur á
sjúkrahús og gekkst undir ristilað-
gerð. „Þetta var eins ógeðslegt og
hægt er að hugsa sér. Það komst
ígerð í allt saman og ég þurfti að
hggja helsjúkur á einkastofu í níu
vikur með endaþarminn í poka á
kviðarholinu. Það var mikil lífs-
reynsla. Sem betur fer hef ég náð
mér að fullu.
Sú beinagrind sem ég'bjó til að
bókinni í upphafi stóðst til enda.
Síðan vann ég kafla fyrir kafla,
ekki endilega í réttri röð, í Borgar-
firðinum þar sem ég á sumarbú-
stað.“
Ingvi Hrafn segir að í hverjum
kafla bókarinnar komi eitthvað
fram sem á eftir að koma lesandan-
um á óvart. „Lífið að tjaldabaki
kemur fram í bókinni. Ekki bara
neikvætt heldur hvernig menn
hugsuðu og unnu úr hlutunum.
Samstarfsmenn mínir koma við
sögu og lýsingar á samferðamönn-
um mínum.“ Þá er í bókinni Al-
bertsþáttur þar sem Ingvi Hrafn
skýrir hinn umdeilda þátt sinn og
Halls Hallssonar með Albert Guð-
mundssyni er hann missti ráð-
herrastólinn. Margir töldu að þátt-
ur þessi hafi klofið Sjálfstæðis-
flokkinn.
Vinna á Stöð 2
Ingvi Hrafn segir að fram að ára-
mótum ætli hann að helga sig bók-
inni, kynningu á henni og því sem
fylgir útkomunni. Hann segir að
ýmislegt komi til greina eftir ára-
mótin. Meðal annars gæti hann
hugsað sér þrjá mánuði til sjós.
Hann segir að Stöð 2 hafl boðið sér
að gera þætti. „Ég tók jákvætt í
þaö. Við Markús erum heldur eng-
ir óvinir. Við ræddum saman dag-
inn eftir uppsögnina og hann bauð
mér að gera þætti fyrir Sjónvarpið,
t.d. Heilsað upp á fólk. Ég komst
þó að þeirri niðurstöðu að það pass-
aöi ekki að ég færi að vinna fyrir
Sjónvarpið, þar sem ég hafði gagn-
rýnt það harkalega. Ég tilkynnti
þess vegna að ef ég færi í þáttagerð
yrði það fyrir Stöð 2. Ég hef sagt
við Palla og Jón Óttar að ég sé þó
ekki tilbúinn ennþá. Það er fullt
af hlutum sem mig langar til að
gera t.d. við rannsóknarfrétta-
mennsku og annað sem ég kom
ekki í framkvæmd hjá Sjónvarp-
inu. Það getur líka veriö að ég taki
mér tveggja ára frí frá sjópvarpi.
Ég hef einnig fengið tilboð frá
Bylgjunrii um að vera með einhver
„comment“í dagskránni en ég hef
ekki tekið afstöðu til þess.“
Þakklæti um
allt land
„Ég er endurnærður maður eftir
að ég hreinsaði út stressið. Það er
engin streita í kringum mig og mér
finnst æðislega gaman að lifa. Það
sem mér finnst kannski skemmti-
legast er hversu fólk sýnir mér
mikla hlýju og velvild. Hvar sem
ég kem um landið er fólk að þakka
mér og segist sakna mín úr Sjón-
varpinu. Slíkt sýnir mér umfram
allt að ég vann gott og heiðarlegt
starf þennan tíma sem ég var hjá-
Sjónvarpinu.“
-ELA