Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
13
Uppáhaldsmatur
Iifiir með framandi bragðefiium
að hættí Tinnu Gunnlaugs
■
'Spmrn*
U. , V
Tinna Gunnlaugsdóttir hefur
sannarlega veriö í sviðsljósinu und-
anfama daga. Hún eignaðist dóttur
um svipað leyti og hún var tilnefnd
til evrópskra „óskars“-verðlauna
fyrir leik sinn í kvikmyndinni í
skugga hrafnsins sem frumsýnd var
um síðustu helgi. Gagnrýnendur lofa
leik hennar og víst mega fjölskyldu-
menn hennar, eiginmaðurinn, syn-
irnir tveir og litla dóttirin, vera stolt
af henni. Tinna tók vel í að gefa uppá-
haldsuppskrift sína að þessu sinni.
Hún býður upp á lambalifur. Sannar-
lega skemmtilegt að bjóða upp á
glænýja íslenska lambalifur með
framandi bragðefnum. Án efa eiga
margir eftir að reyna þessa sérstæðu
uppskrift. Hún lítur svona út:
Masala lifur (fyrir fjóra)
2 stk. lambalifur
3 laukar
1 hvítlauksrif
3 tsk. Garam Masala (indverskt
krydd, fæst m.a. í Hagkaup)
1 dós jógúrt án ávaxta
1 lítil dós rjómaostur
1/2 bolh rjómi
1 dós niðursoðnir tómatar
3 msk. japönsk Shoyu sósa (eða 1
msk kínversk Soya)
Smjör, Aromat krydd og salt eftir
smekk
Himnan er tekin utan af Ufrinni og
hún skorin í þunnar sneiðar. Æðar
og sinar skUdar eftir eins og kostur
er.
Lifrin krydduð létt meö Aromat og
salti og snöggsteikt á pönnu. Þá er
hún lögð í eldfast fat. Laukurinn sax-
aður smátt og hvítlaukurinn marinn
saman við og steikt í smjöri á pönn-
unni.
Masala kryddið, jógúrtin, rjóma-
osturinn, tómatarnir, rjóminn og
Shoyu sósan sett út á og látið krauma
í 5-10 mínútur. Sósunni er síðan hellt
yfir lifrina og sett í heitan ofn eða
undir grill í 5-10 minútur.
Rétturinn er borinn fram með hrís-
grjónumeðakartöflum. -ELA
'slf kJ M*
eoorw
T
M
...
Góð greiðslukjör.
Þaulreyndur fjórhjóladrifsbíll
sem uppfyllir kröfur sérhvers
ökumanns.
Við bjóðum nokkra bfla á
sérstöku tilboðsverði.
Tryggðu þér Trooper fyrir
veturinn.
Bfl Umboðsmenn: Borgarnesi, Bílasala Vesturlands - isafirði, Vélsmiðj-|
■3P# LKPIIVm9tT an Þór hf. - Sauðárkróki, Nýja Bilasalan - Akureyri, Véiadeild KEA -
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Reyöarfirði, Lykill- Vestmannaeyjum, Garðar Arason.