Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 38
S4
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
Lífsstm
Jól og áramót eru sá tími ársins sem flestir vilja eyða heima hjá
sér, og hvergi annars staðar. Allstór hópur kýs hins vegar að
bregða undir sig betri fætinum og halda til útlanda, þá gjarnan á
vit sólarinnar. Kanaríeyjar hafa löngum verið vinsælar og þangað
verður farið um þessi jól eins og endranær. Einnig er boðið upp
á ferðir til Costa del Sol.
Valkostirnir eru fleiri. Stórborgir skarta oft sínu fegursta um jólaley-
tið og hótel keppast við að laða að sér ferðamenn með hátíðardag-
skrá af ýmsu tagi.
Hér á eftir verður rætt við tvo ferðalanga um jólahald á Kanaríeyj-
um, og sagt frá tveimur hótelum, í London og Amsterdam, þar
sem reynt er að hafa ofan af fyrir gestunum yfir hátíðarnar.
„Kjúklingarnir voru bestir"
- segir Fjóla Rós Magnúsdóttir, 7 ára, sem fer í annað sinn til
Kanaríeyja um næstu jól
Fjóla Rós Magnúsdóttir frá Bol-
ungarvík, sjö ára siðan í gær, er far-
in að búa sig undir aðra ferð sína til
Kanaríeyja um næstu jól og hlakkar
mikiö til. Hún fór líka í fyrra, með
foreldrum sínum og eldri bróður.
Ekki var það þó fyrsta utanferð
hennar því fyrir þremur árum fór
hún til Hollands. Hvað fannst henni
svo um Kanaríeyjar, var ekki gam-
an?
„Það var bara ágætt,“ segir Fjóla
Rós. Eftir andartaks umhugsun bæt-
ir hún síðan við: „Það var æðislega
gaman.“
Fjölskyldan var þijár vikur á Kan-
arí í fyrra og ætlar að vera þrjár vik-
ur aftur um næstu jól. Fjóla Rós seg-
ir að hún hafi gert ýmislegt sér til
^ðúndurs á meðan hún var þar ytra.
Hún fór í tívolí, ferðaðist upp í fjöli
og fór í siglingu út í eyju, og svo labb-
aði hún heilmikið að eigin sögn.
„En það var skemmtilegast í jóla-
veislunni," segir Fjóla Rós. Þar dans-
aöi hún í kringum jólatréð eins og
vera ber og jólasveinninn gaf henni
peningabauk sem nú er eiginlega al-
veg fuilur.
Ekki má gleyma sólinni og sjónum
því þeirra vegna fara menn jú til
sólarlanda. Fjóla Rós fór í sólbað á
hveijum degi og synti hka í sjónum,
alitaf með kút. Þá lék hún sér líka á
vindsæng og sigldi um á árabát.
Skyldi hafa verið einhver snjór á
Kanarí?
„Nei, enginn snjór. Bara í fjallinu
á Tenerife,“ svarar hún og segist
ekki hafa leikiö sér í honum. Enda
var hún alltaf á stpttbuxum eða í
pilsi, sem sé miklu skemmtilegra en
að vera í kuldaúlpu og með trefil,
eins og heima á íslandi. Fannst henni
þá ekkert skrítið að vera í landi þar
sem enginn snjór er á jólunum?
„Nei, það var ekkert skrítið af því
að pabbi og mamma voru með. En
það eru líka jól þar og fararstjórarn-
ir voru svo góðir.“ Jólapakkarnir
voru líka teknir með að heiman, þeir
litlu að minnsta kosti, og sama verð-
ur gert um þessi jól.
Svo voru hka rakettur á gamlárs-
kvöld, alveg eins og í Bolungarvík.
Þá segist Fjóla Rós hafa verið dáhtið
hrædd af því að raketturnar voru svo
margar. „Kristjana, sem á heima í
Hnífsdal, var líka svolítið hrædd en
pabbi passaði okkur,“ segir hún.
Fjóla Rós segir að þau hafi tekiö
með sér jólamat að heiman, hangi-
kjöt og svið, en hún er ekki í vafa
um hvaða matur henni þótti bestur.
„Kjúkhngarnir voru ofboðslega góð-
ir, þeir voru bestir," segir Fjóla Rós
Magnúsdóttir, 7 ára Bolungarvíkur-
mær sem fer aftur til Kanaríeyja um
næstu jól.
-gb
Jól á Kanari eru sældarlíf, sól og sjór, enda segir Jenný Asgeirsdóttir aö
þaó sé alveg meiri háttar að vera þar.
Kanaríeyjar á jólum:
„Algjör lúxus
á þessum tíma"
- segir Jenný Ásgeirsdóttir úr Vestmannaeyjum
Jenný Ásgeirsdóttir frá Vest-
mannaeyjum fór fyrst til Kanarí um
jólin 1985 og síðan þá hefur hún farið
á hveiju ári. Næstu jól verða því þau
fjórðu í röð sem hún eyðir í sumri
og sól. Jenný hefur dvalið sex eða
níu vikur í senn. í þetta sinn verður
hún sex vikur. „Það er svo flnt aö
vera þarna að það er ekki farandi
fyrir minna,“ segir hún.
En hvers vegna skyldi hún hafa
ákveðið að bregða sér til Kanarí á
jólum?
„Ég var búin að frétta að það væri
svo gott að vera þarna,“ segir Jenný,
og máli sínu til stuðnings nefnir hún
hitastigiö sem alltaf sé hæfilegt, svo
og árstímann. „Ég er gift sjómanni.
Þetta er því besti tíminn til að fara í
svona ferðir. Og þetta var alveg meiri
háttar.“
Eins og til heyrir leggjast jólagestir
á Kanaríeyjum í sólbað og synda um
í sjónum eða sundlauginni. Þeir fara
líka í skoðunarferðir um eyjarnar,
eða jafnvel yfir til Afríkuríkjanna
Gambíu og Marokkó. En ekki bara
það, því alltaf eru haldin íslensk jóla-
böh á sjálfan jóladag og er þá dansað
kringum jólatréð. Jenný hefur farið
með stálpuðum syni sínum til jóla-
dvalarinnar og hún segir að það sé
ekkert skrítið að halda upp á jóhn á
svona stað þegar lítil börn eru ekki
með í ferðinni. „Samt er töluvert af
fólki sem hefur veriö með ungbörn
og litla krakka."
Eru jól þá jafnhátíðleg suður á
Kanaríeyjum og norður á íslandi?
„Nei, þetta er allt ööru vísi en
héma heima. Það er eiginlega ekki
hægt að líkja því saman," segir
Jenný. „Það er miklu meira líf þarna
úti. Maður hangir ekki heima hjá sér
eða í matarboðum."
Varstu kannski að reyna að losna
við það með því að fara þarna suður?
„Já, líka, og allt vesenið kringum
jólin.“
Og ekki segist Jenný hafa saknað
snjósins heima á íslandi. Af hveiju
ætti hún líka að gera það, þegar hún
fékk snjó í fyrra uppi í fjöllunum á
Tenerife, einni af Kanaríeyjunum?
Hangikjötið hefur verið með í far-
teskinu en þeir eru ekki alhr sem
taka með sér íslenskan jólamat. Þess
gerist heldur ekki þörf því á Kanarí
er starfræktur bar sem íslenskur
maður á í félagi við annan. Þar er
yfirleitt hangikjöt á boðstólum á að-
fangadagskvöld handa íslendingun-
um og að sögn Jennýar eru fjölmarg-
ir sem fara þangað. Menn fara því
ekki varhluta af íslenskri jólastemn-
ingu þótt þeir séu íjarri heima-
landinu.
Það er þó ekki nóg að fá hangikjöt
á jólum. Flugeldarnir eru ómissandi
á gamlárskvöld. Er nokkuö slíkt á
Kanarí?
„Jú, jú, alveg hellingur. Ég hef
aldrei séð neitt jafnfallegt og á síð-
asta ári. Það er hægt að kaupa
sprengjur og rakettur og allt mögu-
legt og það er alveg rosaleg flugelda-
sýning á miðnætti."
Jenný ákvað iljótlega eftir að hún
kom heim úr síðustu ferð að fara
aftur um næstu jól. En ætlar hún að
fara aftur á næsta ári?
„Það er ómögulegt að segja en það
er algjör lúxus að komast þangað á
þessum árstíma,“ segir Jenný Ás-
geirsdóttir úr Vestmannaeyjum sem
ætlar að eyða íjórðu jólunum sínum
áKanaríeyjumíár. -gb