Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988. 15 Þrjóskan og þjóðin Stundum undrast maður þá þraut- seigju íslendinga að leggja það á sig að búa hér nyrst í norðurhöfum. I þeirri undrun felst bæði furða og aödáun. Aðdáun á úthaldinu, furða á þrjóskunni. Aftur og aftur í gegn- um aldimar hafa öll rök og öll lög- mál mælt með því að landið legðist í auðn og þjóðin væri flutt í einu lagi á Jótlandsheiðar fjarlægra landa. Hvað var það sem rak fúllf- rískt og fúllorðið fólk til að þrauka við kotbúskap og kröpp kjör þegar allar bjargir voru bannaðar? Nógar voru freistingamar til að flyljast búferlum og leita sér bólfestu í fyr- irheitnum löndum. Ekki síst þegar móðuharðindi dundu yfir, eldgos og hafís og öll sú eymd sem fylgdi ófrjálsri þjóð allt fram á þessa öld. Eldra fólk man enn þá tíma. En landið hélst í byggð og alltaf vom það einhverjir sem tórðu og mann fram af manni hélt þjóðin velli - jafnvel í mestri niðurlægingunni - enda var einangrunin slík að vafa- samt er að fólk inni á heiðum eða úti á annesjum hafi haft minnstu hugmynd um að önnur sveit væri hinum megin við hólinn. íslending- ar vom svo fáfróðir og fjarri um- heiminum að þeir vissu varla að útlönd væm til nema þá helst Kaupmannahöfn sem var nafli al- heimsins og endamörk veraldar í augum íslandsmannsins. Landamærin vom fjömborðið eða fjallsbrúnin og sjálfsbjargar- viðleitnin var takmörkuð við túnið heima. íslendingar höfðu ekki önn- ur ráð gagnvart hörmungum sín- um en deyja frá þeim og þá helst fyrir aldur fram. Þeir höfðu að vísu lesið um frægðarfarir fommann- anna sem einkum vom í því fólgn- ar að þeir drýgðu dáðir í konunga- hirðum og töfmðu prinsessumar til hugásta eftir að hafa drepið óvinaherina af slíkum móð að þeir urðu samstundis hetjur og heijar- menni. En svo var ættjarðarástin römm að þeir þáðu hvorki kon- ungsdætur né hirðlíf og vom leyst- ir út með gjöfum forkunnarfögrum þegar kóngamir kvöddu þá með tárum. Straumurinn vestur Út vil ek, sagði Snorri, og Gunn- ari á Hlíðarenda þótti hlíðin svo fógur að hann fór hvergi. Þeir báðir, Snorri og Gunnar, guldu fyrir með lífi sínu og þjóð- ræknin kemst víst ekki á æðra og göfúgra stig heldur en það að deyja í þágu hennar. Enda var þjóðin alin upp við slíkar goðsagnir og alveg fram á þennan dag hefúr það verið flokkað undir ættjarðarsvik þegar menn em staðnir að því að flytjast af landi brott Það þykir enn í frá- sögur færandi ef fjölskyldur taka sig til og setja upp heimili í fiarlæg- um löndum. Yfirleitt em íslending- ar nokkuð sammála um að annað- hvort hafi útflytjandinn verið að fara á hausinn ellegar þá að flýja land af einhverjum gmnsamlegum ástæðum. En svo var það sem Vesturheim- ur fannst og fólksflutningar hófúst seint á síðustu öld og fram yfir aldamótin. Tugir þúsunda tóku sig upp frá gömlum ættarjörðum og sigldu með sitt hafúrtask. Nú er önnur og þriðja kynslóð þessara Vestur-íslendinga að skemmta sér við að heimsækja gamla fóður- landið eins og eina af furðum náttú- runnar, fyrirbæri sem er einhvers konar þjóðminjar fyrir fjölskyld- una. Ef einhver undrast þann fjölda sem er af íslensku bergi brotinn fyrir vestan og furðar sig á þeim straumi sem þangað lá frá Fróni, þá er hitt í rauninni miklu furðu- legra að ekki skyldu fleiri fara. Satt að segja hefur það verið miklu meira átak að sitja eftir en að halda af stað. Eða hvað var það sem hélt í hérvistina þegar þjóðin var að drepast úr hor? Þegar lífið var kreist áfram í allsleysi og enda- lausri vosbúð? Ekki var það borg- arlífið sem ekkert var. Ekki var það búsældin sem engin var. Helming- urinn af þjóðinni var samansettur af þurrabúðarmönnum og sveitar- ómögum og enginn mátti giftast niður fyrir sig eða upp fyrir sig. íslendingasögumar? Já, kannski vora það íslendingasögumar sem vora uppfullar af þjóðrembu sögu- hetjanna og lofsöng um fósturjörð- ina. Ættjaröarljóðin? Já, ættjarðar- ljóðin hafa eflaust blásið eldmóði í saklausa unglingana sem vora ald- ir upp við að hata Dani og aðra útlendinga. A.m.k. er það merkilegt rannsóknarefni hvernig ættjarðar- ljóðin blómstraðu í margfoldum kvæðabálkum þegar þessi sama ættjörð var um það bil að kafíær- ast í eigin volæði. Nú á tímum er það fyrir löngu komið úr móð að yrkja ástarljóð til íslands og hefur sá siður lagst af efúr því sem ætt: jörðin hefúr orðið betri við okkur. Hámark þjóðrækninnar En þjóðin lagði hvorki íslend- ingasögumar né ættjarðarljóðin sér til munns. Hún lifði ekki á róm- antíkinni. Mér er nær að halda að það hafi verið þrjóskan fremur öðra sem hélt aftur af þeim helm- ingnum af þjóðinni sem lét það ekki eftir sér að flytjast vestur um haf. Þrjóskan gegn því að gefast upp. Stoltið að vilja ekki viður- kenna ósigur sinn, vilja ekki taka krókinn í staðinn fyrir kelduna. Það var auðvitað ekkert vit í því að þráast við þegar gull og grænir skógar buðust, þegar bréfin fóra að berast frá Vesturheimi um gós- enlandið og guðaveigamar. Ekki þar fyrir að allt hafi verið dans á rósum hjá vesturföranum. Frostið reyndist jafnkalt fyrir vestan og sumir gengu bónleiðir til búðar. En þeir þurftu þó ekki að sleikja sultardropana af nefmu eða bera bömin út til að lifa vetuma af. Nei, íslendingar þraukuðu og endurheimtu meira að segja sjálf- stæði sitt þegar Danakonungur kom engum vömum við í upplausn heimsstyijaldarinnar. Og svo kom hermangið og nýsköpunin og menn þurftu ekki lengur á þijóskunni að halda. Komust meira að segja bæri- lega af án hennar. Seinna kom síld- in og landhelgisstríðin og íslend- ingar gátu að mestu hætt að lifa á íslendingasögunum þegar Laxness varð nóbelsskáld. Þetta vora góðir og fyrirhafnarlausir tímar og við lifðum þetta allt af án þess að berja höfðinu við steininn. Svo gengum við í Nató og fórum að eiga sam- starf við útlendinga í orkumálum þrátt fyrir útbreidda tortryggni og andstöðu nokkurra afkomenda þeirra landnámsmanna sem ekki sáu sólina fyrir Fljótshlíðinni. Sú þjóðrækni náði hámarki þegar mestu foðurlandsvinimir köstuðu gijóti og eggjum í þinghúsið. Viðreisnin, sem framsóknar- menn kölluðu móðuharðindi af mannavöldum, bætti enn þá þjóð- arhag og það era bestu móðuharð- indi sem sögur fara af. Ekki kæmi mér á óvart þótt íslandssagan verði einhvem tímann endurskrifuð og kaflamir verði kenndir við tímabil- in fyrir og eftir viðreisn. í blóð borin Hvers vegna er ég að rekja sög- una og það í svona óþjóðhollu Ijósi? Jú, til að sanna það að þijóskan er ekki útdauð enn. Þrjóskan í honum HaUdór Ásgrímssyni er ekki ný af nálinni. Hann stæði ekki svona fastur fyrir í hvalamálinu nema vegna þess að þetta er í blóðinu. Hann hefur erft þennan kvilla úr íslandssögunni - til góðs eða ills. Framsóknarmennimir kalla hann klettinn í hafinu og enda þótt þeir geti stundum verið seinheppnir, framsóknarmenn, þá er líkingin ekki vitlaus. Halldór er áreiðanlega afkomandi einhvers afdalabóndans sem hefur staðið þver í bæjardyr- unum og hokrað yfir skjáttmum þegar móðuharðindi náttúrunnar dundu yfir og annar hver maður í sveitinni brá búi. Halldór er senni- lega kominn í beinan karllegg af Bjarti í Sumarhúsum. Mér þykir dálítið varið í svona þrjósku og hvað varðar okkur um umheiminn og þýskár grænmeti- sætur eða veikgeðja stjórnmála- menn sem hopa af hólmi við fyrsta hanagal? Við setjum bara undir okkur hausinn og látum ekki taka okkur á taugum þótt liðið flýi dauð- hrætt. Við höfum áöur lifað svona hreppaflutninga af. Við höfum áð- ur séð hann svartari þegar lands- menn héldu að grasið væri grænna hinum megin en komust svo að því, að frostið er jafnkalt hvort sem hann blæs af norðri eða vestri - ef næðir á annað borð. Það era líka fleiri sauðþráir en sjávarútvegsráðherra og stanga frá sér. Hvað með séra Gunnar í Frí- kirkjunni sem lætur ekki taka sig á taugum þrátt fyrir allsheijarat- kvæðagreiðslu og stjómarsam- þykktir safiiaðarins? Eða Jónu Gróu í Vemd, að ekki sé talað um allan þann fjölda sem ekki getur lengur borgað söluskatt vegna þess að reksturinn er falht? Ekki gefst þetta fólk upp. Það þraukar af þver- móðsku og þrjósku og kaupir jafn- vel fyrirtækin af sjálfu sér til að geta haldið áfram að tapa og safna skuldum. Stjómmálamennirnir hafa haldið svo listilega á land- stjóminni að enginn sér lengur út úr augum fyrir vanskilum og erfið- leikum en þeir halda engu að síöur áfram eins og ekkert hafi í skorist og skipta bara um ráðherrastóla ef ekki vill betur til. Áfram skal haldið út í foraðið og fenið og þrjóskan er aftur oröin að þjóðar- íþrótt sem áreiðanlega á eför að halda lifi í þessari þjóð. I þágu þrjóskunnar Nú era það að visu ekki eldgos eða hafis sem gera okkur lífið leitt. Móðuharðindi nútimans era svo sannarlega af mannavöldum og viö eigum auðvitað ekkert betra skilið en taka afleiðingunum af eigin ax- arsköftum úr því forfeður okkar vora nógu þijóskir til að taka fóst- uijörðina fram yfir flutningana forðum daga. Við sitjum uppi með arfinn. Arfleið þjóðarinnar, þrjósk- una. Einhverjir hafa verið að nefna það að undanfórnu aö íslendinga bíði afturhvarf til einangranarinn- ar ef þeir hafi ekki vit á því að ganga í Efnahagsbandalagið. Fuss og svei. Þá er betra að kalla yfir sig Alþýðubandalagið og nýja skatta og flytja verslunina yfir til Glasgow heldur en eiga það á hættu að þjóð- in verði innlimuð í þjóðabandalög sem er fjarstýrt frá Brassel. Ný þjóðarvakning er á næsta leití. þeg- ar Efnahagsbandalagið knýr hér dyra og heimtar inngöngu. Allir í kór munu þeir segja hinir vísu menn: Þjóðin er sjálfri sér nóg. Við leggjum bara meiri klyfjar á breiðu bökin, við skattleggjum gróðann og erlendu lánin og happdrætti- svinningana og lifum hér góðu lífi á niðurgreiddri atvinnubótavinnu í þágu þjóðarinnar og þrjóskunnar. Ef ekki vill betur þá höldum við okkur á lífi með íslendingasögun- um. Og hver veit nema skáldin fari að yrKja ættjarðarljóð á nýjan leik? Þar að auki höfum við þrjóskuna í farteskinu. Hún hefur aldrei verið flutt úr landi. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.