Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 16
_________________________________________LAUGARDÁGUR 29. OKTÓBER 1988. Krónprinsar bókmenntanna Ólafur Jóhann Ólafsson sendir frá sér fyrstu skáldsöguna í næsta manuði. DV-mynd GVA Örugglega pláss fyrir tvo með þessu nafiii - segir Ólafur Jóhann Ólafsson „Ég held aö það sé örugglega pláss fyrir tvo meö þessu nafni á íslandi,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur á íslandi og framkvæmda- stjóri í Bandaríkjunum. Hann er nú staddur hér á landi vegna útgáfu annarrar bókar sinnar sem kemur út um miðjan næsta mánuö. Áður hefur hann gefið út smásagnasafnið Níu lykla. Hann er sonur Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar rithöfundar, sem nú er nýlátinn, og fetar í fótspor hans. „Ef faðir minn hefði rekið flskversl- un eða veriö húsasmiður og ég fetað í fótspor hans hefði enginn tekið efflr því. Eg hef aldrei velt þessum saman- burði við föður minn fyrir mér.“ Lærði vinnusemi af föður mínum „Ég lærði þó ýmislegt af honum. Hann kenndi mér t.d. það að ef menn ætla að skrifa eitthvað af viti þá gera þeir það ekki á kafflhúsum eða bör- um. Það eru margir sem lýsa því hvað þeir ætla að skrifa merkileg verk þegar runnið er af þeim og gleyma því aö ritstörf eru hörku- vinna. Þetta hefur hjálpað mér mikið því ég þurfti ekki að eyða tíu árum í það aö komast að því aö ekkert kemst í verk nema leggja hart að sér. Hann vann geysilega mikið. Kokk- teilboð og annaö slíkt komu ekki til greina vegna þess að það truflaði. Að læra þetta vekur lika þá von að ef menn leggja hart að sér verði líka eitthvað úr verkinu. En ef ég hefði fariö að gera mér rellu út af samanburði við föður minn hefði ég aldrei byrjað að skrifa. En ég hef bæði lært af honum sem rithöfundi og sem manni og þarf síst að hafa áhyggjur af því. Þessi samanburður er þó á margan hátt mjög eðlilegur. Ég er skíröur í höfuðið á honum þannig aö nafnið eitt ýtir undir samanburð en það venst og verður aö sjálfsögðum hlut.“ Guðfræðingur í japönsku fyrirtæki Ólafur Jóhann skrifar í sögu sinni um aðstæður sem er mörgum íslend- ingum framandi og reyndar er það svo aö erlendir útgefendur hafa sýnt sögunni áhuga. „Þetta er skáldsaga sem gerist á íslandi, í Bandaríkjun- um og Japan,“ segir Ólafur Jóhann frá sögu sinni. „Aðalpersónan heitir Friðrik Jónsson og er Reykvíkingur, menntaður í gamla Menntaskólan- um í Reykjavík og guöfræðingur frá Háskóla íslands. Hann fer til náms í Boston í Banda- ríkjunum og kvænist þar. Hann end- ar síðan sem starfsmaður hjá jap- önsku fyrirtæki í Bandaríkjunum. Hann lendir í einu og öðru sem ekki er allt upp á það besta en menn geta lent í í því starfi sem hann gegnir. Þetta fær hann til aö setjast niður og hugleiöa lífið og tilveruna. Bókin er ýmist sögð í fyrstu per- sónu eða þriöju persónu. Hluti henn- ar eru hugleiðingar hans og frásagn- ir af þeim atburöum sem hann lendir í.“ Ekki sjálfsævisaga Ólafur Jóhann er framkvæmda- stjóri fyrir nokkrum deildum jap- anska rafeindafyrirtækisins Sony í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið fyrir Sony frá því hann lauk námi í Bandaríkjunum. Sagan af Friðriki Jónssyni er því í fljótu bragði áþekk sögu Ölafs Jóhanns. Hann neitar þó að um dulbúna sjálfsævisögu sé að ræða. „Það er prentað skilmerkilega fremst í bókinni að þetta sé skáldsaga sem lúti ekki öðrum lögmálum en lögmálum uppspuna og tilbúnings," segir hann. „Þarafleiöandi eru per- sónur, veðurfar og annað slíkt upp- spuni en hins vegar hefði ég aldrei skrifað þessa bók ef ég hefði ekki verið í þessu starfi. Það er ekki liægt að skrifa af viti um hluti án þess að þekkja þá. Ég hef ferðast mikið í þessu starfi og þvælst víöa. Ferðirnar hef ég not- að eins og veiðiferðir til að viða að mér efni í bókina. Ég nota mjög mik- ið úr reynslu minni í söguna þótt hún sé fyrst og fremst skáldverk. En sagan er ekki sjálfsævisöguleg. Friðrik Jónsson er fertugur maður og tilheyrir þar af leiðandi ’68 kyn- slóðinni. Ég er ekki svo fullorðinn enn. Atburðir eru margir fengnir úr reynslu minni en ég hef ekki sjálfur gengið í gegnum allt það sem Friðrik hefur reynt. Þá væri ég ansi illa staddur. Þetta eru atvik sem ég hef sum séð eða haft spurnir af og annað er uppspuni. Ef það á að vera eitt- hvað varið í skáldverk verða þau að eiga einhverja stoð í veruleikanum annars skortir þau fótfestu." „Ég hallast líka að þeirri hugmynd að bókmenntir eigi að vera skemmti- legar, læsilegar og halda athygli les- enda. Ég trúi ekki á þá kenningu að almennilegar bókmenntir þurfi að vera leiðinlegar. Ég held að það sé dónaskapur hjá rithöfundum að fá lesendum leiðinlegar bækur í hend- ur. Ég held að menn skrifi ekki nema af einhverri þörf. Ég er í starfi sem ekki getur talist mjög bókmennta- legt. Þegar ég kem heim skipti ég um gír og eyði flestum kvöldum og helg- um í skriftir. Þetta er einhver þörf sem ég er haldinn og kemur vafa- laust ekki til af góðu því að það er miklu þægilegra að hggja í sólbaði og drekka brennivín heldur en að sitja við skriftir. Ég ólst upp á bökmenntaheimili þannig að uppvaxtarárin snerust mikið um bókmenntir og skriftir þannig að ég fékk strax mikinn áhuga. Hér á íslandi skrifa menn varla peninganna vegna þannig að þetta hlýtur að vera einhver innri þörf. Það verður enginn feitur af rit- störfun hér, jafnvel þótt bók seljist í 10 þúsund eintökum." Allt handskrifað „Þetta er þörf sem knýr á og ef henni er ekki sinnt líöur manni ekki aht of vel. Ég byrjaði á að skrifa smásögur og hafði mjög gaman af. Ég ákvað að skrifa þessa sögu effir að ég gaf út smásögurnar fyrir tveim- ur árum. Þetta efni var farið aö gerj- ast i mér og ég fór að taka niður punkta. Þetta var það viðamikið efni sem ég var farinn að hugleiða að ég hefði aldrei getað sinnt því í smásögu. Efn- iö sjálft kallaði á skáldsögu. Ég ákvað að leggja allt undir og skrifa þessa sögu. Það er ekkert gaman að hlutun- um nema leggja svolítið undir en það var efniö sem kallaði á söguna. Mér þótti gaman að skrifa þessa sögu en það var ansi erfitt og tók oft á. Það fóru mörg kvöldin og næturn- ar í þetta. Ég handskrifa allt og krota mikið í það. Þá vélrita ég textann og þá er verkið sett á tölvu. Ég marg- skrifa hvern kafla. Hluti af starfsem- inni er á tölvusviðinu. Ég á erfitt með að skrifa á tölvu. Sennilega eru el- ektrónurnar svona aðgangsharðar við mig því flest annað vinn ég á tölvu. Þetta er ef til vill einhver flótti frá tölvunum. Það er hvíld frá tölvu- heiminum, sem ég hrærist annars í, að setjast með penna og blað þegar heim er komið.“ Ólafur stendur stutt við hér heima að þessu sinni því vinnan bíður úti. „Ég er búinn að vera úti í sex eða sjö ár og finnst alltaf jafngaman að koma heim,“ segir hann. „Það er þó ýmislegt hér heima sem fer í taug- arnar á mér. Hlutirnir ganga hér ansi mikiö út á einhverja þorpspóli- tík. Landið hefur alltaf sömu áhrif á mig og það er margt gott um þjóðina aö segja. Mér finnst óskaplega spaugilegt að ganga inn í sjoppu sem hét Þöll þegar ég var að alast upp en heitir Texas núna. Eins er að ganga um Lauga- veginn þar sem h'ver búðin ber eitt- hvert stórborgarheiti. Þetta er svakalega hallærislegt og stafar sjálf- sagt af minnimáttarkennd sem ég held að íslendingar þurfi ekki að hafa. Útlendingum finnst þetta fár- ánlegt. Ef við ætlum að vera stór í augum heimsins þá er þetta það vit- lausasta sem við getum gert. Við verðúm að hrinda af okkur þessum Börsonarhugsunarhætti," sagði Ól- afur Jóhann Ólafsson. -GK i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.