Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988.
7
Fréttir
Herbjörg Wassmo.
DV-mynd KAE
Herbjörg Wassmo:
Þykir vænt
um les-
endur sem
reiðast
Herbjörg Wassmo, norska
skáldkonan sem hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandar-
áðs árið á undan Thor, var hér á
snöggriferð. Herbjörg hlaut verð-
launín fyrir þriggja binda sagna-
bálk um telpuna Þóru, ástands-
bam frá stríðs- árunum, dóttur
þýsks hermanns. Fyrsta bindið
kom út í íslenskri þýðingu í vik-
unni sem leiö, Húsið með blindu
glersvölunum. Útgefandi er Mál
og menning.
í tengslum við útkomu bókar-
innar hélt skáldkonan fyrirlestur
í Norræna húsinu og sagði nokk-
uð frá sjálfri sér. Hún er fædd
1942 í smábæ í Norður-Noregi og
hefur alla ævi búið norðan við
heimskautsbauginn. í æsku
dreymdi hana um að verða
myndlistarkona, en jarðbundinn
faöir hennar, endurskoðandi að
atvinnu, taldi hana á að gerast
kennari. Hún eignaöist mann og
börn, skrifaði í frístundum, eink-
um á næturnar, og árið 1976 kom
ljóðabók eftir hana og vakti at-
hygh. Upp úr 1980 kom fýrsta
bókin um Þóru. Nú fæst hún ein-
göngu við ritstörf.
Viðfangsefni sem lengi var
hjúpað þögn: sifjaspell
„Persónur mínar lifa eigin llfl
og ég get ekki stjórnað þeim,“
sagði Herbjörg í fyrirlestri sínum.
Þar lýsti hún því hvernig fyrsta
kveikjan að persónunni Þóru var
ekki mynd heldur hljóð: marr
undan skó sem stígur á krap á
bráðnandi hafís.
Aðalpersónan Þóra er kynferð-
islega misnotuð af stjúpfóður sín-
um, drykkfelldum ólánsraanni,
Þetta viðfangsefni hefur, eftir
langa þögn, verið nokkuð áber-
andi i bókmenntum þessa áratug-
ar, og má minna á Celie í Purp-
uralit Ahce Walker, bók sem kom
út síðar en Húsið með blindu
glersvölunum. Herbjörg hefur
hlotið bæði lof og last fyrir efni-
sval og efnistök en sagðist ekki
láta andstöðu á sig bíta. „Mér
þykir vænt um lesendur sem
reiðast,“ sagöi hún, „það hræði-
legasta sem ég gæti hugsað mér
væri að bækur mínar vektu engin
viðbrögð."
„Ég hef sjaldan átt eins yndis-
legar stundir við skrifborðið og
við þýðingu þessarar bókar,“
sagði Hannes Sigfússon, þýöandi
sögunnar.
-ihh
Sauðárkrókur - Keflavlk:
Sambandið hrókar langt
- flytur tvo togara frá Keflavlk til Sauðárkróks og einn til baka
Segja má aö Sambandið hafi hrók-
að langt í útgerðarstöðunni hjá sér
að undanfornu. Fyrir dyrum stendur
að selja togarana Bergvík GK og
Aðalvík GK, sem Hraöfrystihús
Keflavíkur á, til Sauöárkróks. Sam-
bandið er aöaleigandi þessa fyrir-
tækis. Kaupandinn á Sauðárkróki er
Sambandsfyrirtæki, sem lætur á
móti til Keflavíkur togarann Drang-
ey, sem er aö hálfu leyti frystitogari,
sem Keflvíkingar ætla að breyta al-
veg í frystitogara.
Astæðan fyrir þessari hrókeringu
Sambandsfyrirtækjanna er meðal
annars sú að eftir aö togarinn Drang-
ey var lengdur er hann orðinn of stór
fyrir höfnina á Sauðárkróki. En þar
fyrir utan eykst þorskkvóti hvors
Keflavíkurtogarans um 200 lestir við
það að vera seldir yfir norður/suð-
urlínuna svokölluðu.
Hrókeringin kemur sér vel fyrir
stöðuna á Sauðárkróki ög styrkir
atvinnuástandið þar verulega. Aftur
á móti hefur þetta mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir Keflavík því Hraö-
frystihúsi Keflavíkur verður lokað
ef af hrókeringunni verður en það
telja menn að sé næsta víst.
-S.dór
UMTALAÐA NORSKA HEIMIIDARMYNDIN
STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD KL 22:15
Þetta er heimsfræg,- norsk heimildarmynd um eina hræðilegustu niðurlægingu mannkyns:
Kynferðislega misnotkun á börnum. Hún er gerð fyrir norska dómsmálaráðuneytið og kostuð af því,
ásamt Rauða krossinum og einkaaðilum. Myndin hefur vakið fádæma athygli og viðbrögð í öllum löndum
þar sem hún hefur verið sýnd. Hún þykir gefa skýra mynd af þessum hryllingi víðsvegar í heiminum.
Myndinni er ekki ætlað að veita nein svör, - heldur fræða og sanna að þessi glæpur er bláköld staðreynd.
Athugið að myndin er alls ekki við hæfi barna og að í myndinni eru atriði
sem viðkvæmt fólk ætti ekki að sjá.
Eftir útsendingu myndarinnar verður bein útsending frá umræðum í sjónvarpssal Stöðvar 2. Þar er þetta
vandamál til umfjöllunar og rætt um á hvem hátt það tengist íslensku samfélagi.
r ••
r
KYNFERÐISLEGT OFBELDIA BORNUM ER MAL
SEM EKKIÁ AD ÞEGJA YFIR.
Sérstök neyðarl ína Rauöa kross íslands fyrir fórnarlömb og þolendur er opin á meðan útsendingu myndarinnar stendur
ogtil kl. 02 ásunnudagsnótt. Síminn er 26722. Almenn neyðarlína Rauða krossins er í síma 62 22 20.