Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1988, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1988.
Fréttír
Lánaö gegn viðskiptum úr atvinnutryggingasjóði?
„Nær engri átt
ef satt er“
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„Þaö getur enginn aflað sér við-
skipta eða gefið nokkur loforð um
afgreiðslu eöa fyrirgreiðslu úr at-
vinnutryggingasjóði þannig að þetta
er í sjálfu sér fáránlegt. En ef ein-
hver maður hefur gert það þá hefur
hann bara gert sjálfan sig aö flfli,"
sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra um fullyrðingar þess
efnis að veriö sé að bjóða lán úr at-
vinnutryggmgasjóði gegn viðskipta-
vildum. Fullyrðingar þess efnis birt-
ust meðal annars í viðtali við Ingva
Hrafn Jónsson, fyrrverandi frétta-
stjóra Sjónvarps, í DV um helgina.
Hefur verið gefið í skyn aö menn á
vegum Stefáns Valgeirssonar eigi
þama hlut að máli.
Forsætisráðherra sagöist hafa
heyrt þessa kviksögu og næöi auðvit-
aö engri átt ef sönn væri. En þetta
væri í sjálfu sér svo langsótt fuhyrð-
ing að hann hefði ekki séð ástæöu til
að skoöa þetta nánar og hann hefði
ekki rætt'þetta við Stefán.
„Ég hef ítrekað það við þá menn
sem að sjóðnum standa að vitaskuld
komi ekkert slíkt til greina og má
aldrei ljá máls á neinu slíku. Þetta
vita allir og engum þeirra hefur dott-
ið neitt slíkt í hug ,“ sagði forsætis-
ráðherra.
-SMJ
Höfuðborgarsvæðið:
Stórar breytingar á fyrir-
komulagi sorpeyðingar
Húsasorp
I
45.000 t
Iðnaðarsorp
Hey, garöarusl
ili
Bílar - málmar
Aígangur 4
75.000 t
> Jaröefni
i TTi
Baggað sorp Kompost Bílhræ - Hættuleg Tréflís + Jámusnsiéugið
málrnat úrgangsefni kögglafi
ÍSF eldsne/ti
Þar sem sorp hötuðborgarsvæðisins verður urðað mun böggum verða
komið fyrir og grafið yfir jafnóðum. Baggarnir munu ailir verða unnir und-
ir sama þaki annars staðar. Meö þvi móti verður mengun af völdum „bagga-
vinnslunnar" í algjöru lágmarki.
„Það verður bylting í vinnubrögð-
um hvað snertir vinnslu sorps og
umhverfisvernd,“ segir Ögmundur
Einarsson, formaöur sorpeyöingar
höfuðborgarsvæðisins. Á aöalfundi
Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu' flutti Þórður Þ. Þorbjam-
arson borgarverkfræðingur erindi
um hvemig meðhöndlun á sorpeyð-
ingu höfuðborgarsvæðisins verður
háttað í framtíðinni. Mikil breyting
mun verða á sorpvinnslu miðað við
núverandi fyrirkomulag. T.a.m.
verður nú sorp flokkað og endurunn-
ið í samvinnu við fyrirtæki.
Ætlunin er að tekiö verði á móti
öllu sorpi höfuðborgarsvæðisins á
einum stað - í móttökustöð í Fífu-
hvammslandi. Þar hefur verið sótt
um land hiá Kópavogskaupstað. Þar
mun sorpið verða unnið. Því verður
þjappað saman í eins rúmmetra
bagga og bundið saman með vír. Að
Stefan Valgeirsson alþingismaður:
Þetta er tilhæfulaust
„Þetta er alrangt, fullkomlega til- ins sé úr mínum samtökum þýöir
hæfulausL Ég hef ekki rætt viö það ekkert alræði. Auk þess má
einn einasta loðnusjómann, hvorki benda á að sjóðurinn er myndaður
um þetta né annað. Þar að auki er aðeins fyrir útflutningsfyrirtæki
það ekki í minu valdi aö lofa ein- en ekki fiskiskip," sagði Stefán
hverju eins og þessu. Það er fimm Valgeirsson alþingismaður þegar
manna stjóm fyrir atvinnutrygg- fullyrðing Ingva Hrafhs Jónssonar
ingasjóði og þó að formaður sjóðs- var borin undir hann. -S.dór
í framtíðinni standa vonir til að hægt verði að endurvinna þriðjung sorps
frá höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ýmis fyrirtæki. Með því móti verð-
ur hey og garðarusl endurunnið sem mold, tréflísar og kögglað eldsneyti
verður unnlð í samvinnu við Járnblendigfélagið o.s.frv.
því loknu verður sorpinu komið á
urðunarstaði. Aö sögn Þórðar mun
ekki vera ákveðið að sinni hvar það
verður.
Um vinnsluna sagði Þórður að hún
muni fara fram að öllu leyti undir
þaki. „Svo verður önnur lína í sorp-
vinnslunni, vinnsla iðnaðarsorps,"
segir Þórður. „Þar verða málmar,
bílliræ og annað slíkt skilið frá og
því komið í vinnslu á vegum íslenska
stálfélagsins. Við höfum gert samn-
ing við íslenska málmblendifélagið
og fleiri fyrirtæki." Auk þess verða
hey og garðaefni ásamt timburefnum
endurunnin. Aðspurður um urðun-
arstaði sagði Þórður að aðalatriöið
með þessari tillögu væri að leggja
áherslu á að undirbúningsvinnsla
færi fram undir þaki í Fífuhvamms-
landinu. „Viö viljum síðan geta urð-
að sorpiö í friði. Tíminn verður að
leiða í ljós hvar þaö veröur.“ -ÓTT.
Guðmundur Oddsson:
„Jákvætt málefhi“
Guðmundur Oddsson, formaður ar? Ótti fólks vegna mengunar er
bæjarráös Kópavogsbæjar, sagði í ástæðulaus þvi þarna verður sorp
samtali við DV að sorpvinnslustöð unnið undir þaki og af þessu á ekki
sé jákvætt málefni. „Ég sé ekkert aö stafa nein lykt Hins vegar bendi
því til fyrirstöðu aö þetta verði égáaðviðhöfumengaafstööutek-
framkvæmt meö þessu móti - þetta iö enn varðandi staðsetningu sorp-
veröur allt í huggulegum pakkn- vinnslustöðvarinnar,“ sagöi Guð-
ingum. Afhvetjuekkiaðhafastöð- mundur.
ina í Kópavogi eins og annars staö- ÓTT
í dag mælir Dagfari
Svona eiga
sýslumenn að
Jón ísberg heitir sýslumaður
þeirra Húnvetninga. Hann er bú-
inn að vera lengi sýslumaöur, ís-
berg, og staðið í mörgum málunum.
Bjöm á Löngumýri gerði hann
landsfrægan í Skjónumálinu á sín-
um tíma, en embættisverk Jóns eru
bæði skrautleg og skemmtileg eins
og vera ber hjá góöum verði réttví-
sinnar. Það er nefnilega þannig
með Jón ísberg, að hann hefur rétt-
vísina að leiðarljósi en ekki alltaf
lögin en þetta tvennt fer ekki alltaf
saman í huga yfirvaldsins á
Blönduósi. Sagt er að Jón hafi
manna oftast komist í hæstaréttar-
dóma fyrir dóma sína, sem urðu
afturreka heim í hérað vegna þess
að þeir fylgdu ekki laganna bókstaf
í einu og öllu, og hefur Jón haft það
á orði að þar hefði Hæstarétti orðið
á í messunni, þegar hann tók lögin
fram fyrir réttlætiö.
Nema hvað. Nú er búið að kæra
Jón sýslumann eina ferðina enn
og þaö út af allsérstöku máh. Þann-
ig var mál með vexti að lögreglan
á staönum hafði lagt hald á smygl-
að brennivin og bjór um borð í
nýsmíðuðum bát, sem er skráður á
Blönduósi. Þessi upptaka áfengis-
ins kom skipvetjum og útgerð flla,
því ætlunin var að bjóða til vígslu-
hátiðar og kneyfa þar varninginn
að sjómanna sið. Sýslumaður sá að
við svo búið mátti ekki standa,
enda verða nýir bátar og ný áhöfn
að fá að halda sínar vígsluhátíðir
meö pompi og pragt. Rauf hann því
innsiglið á smygUnu og afhenti það
skipveijum til afnota með loforöi
um að afganginum yrði skilað, eins
og gert var.
Einhver lögreglumaður á staðn-
um, sem hefur misskilið tilgang
laganna, eins og Hæstaréttur gerir
stundum þegar Jón ísberg á í hlut,
kærðí þetta góðverk sýslumanns-
ins og málið komst í {jölmiðla. Þeg-
ar DV spurði sýslumann um mál-
avöxtu, svaraði hann því til að
svona mál „eigi ekki erindi í blöð-
in, vegna þess að það er ólöglegt."
Gerði hann sitt til að þagga málið
niöur, en lögreglumaðurinn hélt
fast við kæru sína og nú er búið
aö taka sýslumanninn til opin-
berrar rannsóknar.
Hér er illt í efni. Það er auövitað
engin hæfa í því að refsa Jóni sýslu-
manni fyrir það gustukaverk aö
leyfa nokkrum sjómönnum aö
drekka sitt brennivín. Jafnvel þótt
það hafi verið innsiglað og tekið til
málamynda sem smygl. Lögin og
réttvísin eru til þess að koma í veg
fyrir að almenningur brjóti af sér
og steli eða sviki aðra. En lögin eru
ekki til þess að koma í veg fyrir að
menn geri sér glaðan dag með
brennivíni sem búið er að flytja til
landsins í þeim eina tilgangi að
drekka það. Hvaða gagn er að
brennivíni og bjór sem liggur inn-
siglað og ódrukkið inn á sýslu-
mannsskrifstofum? Auk þess lof-
uðu skipverjarnir að skila afgang-
inum, hvað þeir gerðu af fullko-
minni samviskusemi. Greiðasemi
sýslumanns var sprottin af ríkum
skilningi hans til að taka mannlega
á þessu máli og gefa skipsáhöfninni
tækifæri til að fagna nýjum báti í
byggðarlagið.
Nauösyn brýtur lög og Jón sýslu-
maður er sjálfum sér samkvæmur
í því aö túlka lögin í samræmi við
góða og gegna siði og menn eiga
ekki að vera tala um mál sem eru
ólögleg, þegar það kemur sér illa.
vera
Þaö sýnir og göfugmennsku sýslu-
mannsins aö hann rauf innsiglið
og afhenti vínið, þótt hann hafi
ekki sjálfur verið boðinn til vígslu-
hátiðarinnar um borð. Þetta kallar
maður nú skilningsríkt yfirvald og
mættu þau vera fleiri hér á landi.
Nú er hins vegar allt eins líklegt
að Jón sýslumaöur verði flæmdur
úr embættinu fyrir þetta góðverk
og er þá næsta víst að réttvísin lýt-
ur í lægra haldi fyrir lögunum,
bara fyrir það eitt aö vera ólögleg.
Jón sýslumaður lætur það ekki
þvælast fyrir sér hvort embættis-
verkin eru lögleg eða ólögleg.
Vandamálið er hitt, þegar það
kemst í blöðin að löggæslumaður-
inn á Blönduósi virðir löggæsluna
að vettugi. Það getur orðið til þess
aö hann verði í framtíöinni að
halda sér við lögin og þaö yrði
slæmt fyrir réttvísina og réttlætið.
Jón ísberg sýslumaður virðir bæöi
réttlætið og brennivínsþarfirnar
án þess að velta fyrir sér lagabók-
stöfum og viö skulum bara vona
að saksóknari verði ekki jafnvit-
laus og Hæstiréttur með því að
setja ofan í við sýslumann sem er
eins og sýslumenn eiga að vera.
Dagfari