Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 30
30- Lífsstm MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER1988. Landssamband hjálparsveitanna: Langstærstir á markaðnum - 400 tegundir í boði „Við byrjuðum á ílugeldasölu fyrir 22 árum og það má segja að hjálpar- sveitirnar hafi kennt fólki að nota flugeldana," sagði Björn Hermanns- son hjá Landssambandi Hjálpar- sveita skáta í samtali við DV. Landssamband hjálparsveitanna er með 60-70% af heildarsölu flug- elda á landinu um hver áramót. Til marks um úrvalið má geta þess að tæplega 400 vörunúmer eru á lista hjálparsveitanna. Fjöldi söluaðila um land allt selur flugelda frá Landssambandinu og m taldi Björn að það væru um 60 aöilar alls með rúmlega 100 útsölustaði. Flugeldasalan er óhemjumikilvæg fyrir starfsemi björgunar- og hjálpar- sveita því þetta er stærsti liðurinn í árlegri íjáröílun þessarar starfsemi. Björn lagði í samtali við DV ríka áherslu á mikilvægi þessa. „Fólk get- ur verið öruggt um að hver króna rennur til styrktar lífsnauðsynlegri starfsemi." Það þýöir að verð, sem Lands- sambandið gefur upp hér í blaðinu, -♦er viðmiðunarverð og gildir ekki nauðsynlega alls staöar á landinu. Það sama á við um uppröðun í fjöl- skyldupakka sem er trúlega eitthvað misjöfn eftir söluöaðilum. Neytendur Stjórnmálamenn í loftið Það eru hjálparsveitirnar sem selja hina sívinsælu ílugelda með mynd- um af stjórnmálamönnum. Það er hægt að velja úr meira en tíu tegund- um og geta menn því valið sína menn og sent þá upp á stjörnuhimininn upp á eigin spýtur. Verðið er á bilinu frá 300-400 krónur. Helstu útsölustaðir Helstu útsölustaðir í Reykjavík og Kópavogi eru í Skátabúðinni Snorra- braut, Framtíð í Skeifunni, Segla- gerðinni Ægi á Granda, við hús Bif- reiða og landbúnaðarvéla í Ármúla, við Kaupstað í Mjódd, við Bílaborg á Fosshálsi, við Toyota í Kópavogi, Kaupgarð viö Engihjalla og í Skáta- heimilinu við Borgarholtsbraut. Verðlagning og sértilboð Verð á fjölskyldupökkunum er 990 kr., 1.790 kr„ 2.700 kr. og 4.900 krónur en það er risapakki fyrir skotglaða. Sérstök tilboð eru á pökkum með fjölda stjörnuljósa og blysa fyrir þá yngstu. Pakkinn kostar 400 krónur. -Pá ÖÉÉÍ '-j(L EHh"! Lúvs. J H.»AS *HAW »— fe* ' ■ * ‘Sm i Fjölskyldupakkar LHS eru afar vel útilátnir DV-mynd KAE Tívolíbombur bannaðar Tívolíbomburnar, sem nutu mik- illa vinsælda á síðasta ári, eru nú bannaöar nema sem sýningargrip- ir. Þessar kraftmiklu bombur höfðu veriö seldar um nokkurra ára skeið og nutu vaxandi vinsælda. Um síöustu áramót uröu eins og eflaust flestir muna nokkur alvar- leg slys við notkun og meöhöndlun þeirra. Vegna þessa hefur nú verið lagt bann viö sölu þeirra til al- mennings. Áfram má flytja þær inn og nota á flugeldasýningum sem eru fastur liöur um hver áramót. -Pá Fýrverk í meira en fimmtíu ár „Við höldum okkar hlut þrátt fyrir vaxandi samkeppni," sagði Ragnar Engilbertsson hjá Verslun O. Ell- ingsen í samtali viö DV. Ellingsen hefur selt neyðarblys og flugelda frá stofnun fyrirtækisins eða í 73 ár. Ellingsen býður þrjár gerðir fjöl- skyldupakka. Sá ódýrasti er á 1.200 krónur, sá í miðið á 1.800 krónur og sá stærsti er á 2.500 krónur. Það er að jafnaöi 10% ódýrara að kaupa blys og flugelda hjá Ellingsen í pökkum miðað við verð í lausu. Ellingsen býður neyðarblys og handblys á 50 krónur og allt upp í 425 krónur. Kökurnar svokölluðu, sem verða trúlega vinsælastar af fýr- verki í ár, kosta hjá ELlingsen frá 100 krónum og upp í 1.250 krónur Ellingsen býður stakar rakettur á fjölbreyttu verði eða frá 485 fyrir ís- lenskan Tivoli flugeld og upp í 1.400 fyrir þýskan Strato flugeld. -Pá Verð á flugeldum hefur nánast staðið i stað. DV-mynd KAE Svipað eða sama verð og í fyrra Verð á flugeldum virðist vera rnjög svipað og var í fyrra. Lækkun á toll- um og afnám vörugjalds á þeim veg- ur upp á móti erlendum hækkunum og gengisbreytingum. Verð til neyt- enda ætti því að verða mjög svipað þó vart verði við litlar hækkanir í örfáum tilfellum. Tollur á flugeldum lækkaði á þessu ári úr 15% í 10%. 30% vörugjald var fellt alveg niður en 3% jöfnunargjald er á þeim áfram. Verð á fjölskyldu- pökkum ætti því að vera á bilinu 1.600- 2000 krónur eftir stærð. Síðastliðið ár voru seldir flugeldar og annað fýrverk fyrir alls tæplega 120 milljónir króna á landinu öllu. Magniðvar92,6tonn. -Pá Víkingur: Selt á sex stöðum Víkingur verður með höfuðbæki- stöðvar flugeldasölu sinnar í Vík- ingsheimilinu við Hæðargarð. Auk þess verða útsölustaðir í Kringlunni, viö Austurver, við veitingahúsið Sprengisand og við sjoppuna á Soga- vegi. Víkingur kaupir sína flugelda frá ýmsum aðilum en mest frá Lands- sambandi Hjálparsveita skáta. Boðið verður upp á þrjár gerðir fjölskyldu- pakka á hagstæðu verði og óteljandi stakar rakettur og fjölbreytt úrval af skotkökunum vinsælu. Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri flugeldasölunnar, sagði í samtali við DV að hann gerði ráð fyrir að kökurnar tækju það sæti á vinsældalista skotglaðra sem tívolíbomburnar skipuðu áður. -Pá Valur: Fáð'ér flugeld „Dýrasti flugeldurinn okkar heitir Strato og kostar 1.520 krónur stykk- ið. Við búumst við að hann taki sess tívolíbombanna í vinsældum,“ sagði Óskar Traustason Valsari í samtali viðDV. Valur verður með sínar höfuð- bækistöðvar í Valsheimilinu við Hlíðarenda en einnig verða útsölur í Scania húsinu við Skógarhlíð 10 og í skúr við Menntaskólann í Hamra- hlíð. Valur býður fjórar gerðir fjöl- skyldupakka á 990 kr„ 1.790 kr„ 2.700 kr. og 4.900 krónur en það er risa- pakki fyrir kröfuharða tundurunn- endur. Á boðstólum verða 6 gerðir stórra flugelda, þar á meðal stjórn- málamannaflugeldar, og er verðið á þeim frá 330 krónum og upp í 1.520 eins og áður segir. Valur býður fjórar gerðir af tertum á 230 kr, 490 kr, 940 kr og 1.340 krón- ur. Sölustaðir Vals verða opnir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin til áramóta og til kl 16.00 á gamlaársdag. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.