Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Side 33
MIÐVIKUDApUR 28. DE^SEMBE^ ip8^ 33 Lífestm Leiga á borðbúnaði: Þegar vanda skal til veislu Þegar halda skal veislu fyrir fjöl- skylduna eða marga vini lendir heimilisfólk oft í því að útvega sér borðbúnað fyrir alla gestina. Algengt er að meðalfjölskylda ráði yfir borö- búnaði fyrir 6-12 manns. Þegar gest- ir verða fleiri en sem þessu nemur er gott að geta leitað til annarra til aö útvega fullnægjandi borðbúnað. Hins vegar leysa sumir þennan vanda með.því að fara út í búð og kaupa sér pappadiska, glös og til- heyrandi. Borðbúnaðarleiga er starfrækt þar sem hægt er að leigja sér það sem til þarf í veisluna ef margir ætla að safn- ast saman. Auk þess er hægt að fá aðstoð hjá nokkrum fyrirtækjum sem selja út mat - aðilar úr þeim röðum kappkosta að veita viðskipta- vinum sínum ókeypis borðbúnaðar- þjónustu. DV haíöi samband við fyrirtækið Matborðið þar sem þær upplýsingar fengust að þar væru allir af vilja gerðir: „Við reynum að gera við- skiptavinum sem best til hæfis og lánum borðbúnað ef þess er óskað og fólk kaupir mat til veislu hér á annað borð. Ég þykist líka vita aö fyrirtæki, sem selja út mat, reyni oft að hlaupa undir bagga með við- skiptavinum hvað þetta snertir," sagði Sigurður Jónsson hjá Mat- borðinu. 1.300 krónur fyrir lOmanns Hjá Borðbúnaðarleiguni er hægt aö leigja það sem óskað er til borðhalds. Þar er visst verð reiknað á stykki. Sem dæmi um verð skulum við reikna með að haldin sé tíu manna veisla. Gerum ráð fyrir að notuð séu tvenns konar glös, steikar- og súpu- diskar, hnífapör, kaffibollar, undir- skálar og kökudiskar, teskeiðar og kökugaffiar. Verðið fyrir þennan pakka er 1.300 krónur og þá er reikn- að meö leigu fyrir búnaðinn í sólar- hring. -ÓTT Ekki er nauðsynlegt að kaupa sér borðbúnað ef á að halda veglega veislu á nokkurra mánaða fresti. Hægt er að fá ýmsa hatta á mismunandi verði til að setja upp um áramót- in. Hattarnir á myndinni kosta allt frá 80-770 króna. Ýluranarnir kosta 38 krónur og litlu trompetarnir kosta 50 krónur, grimurnar kosta 14 krónur og nefin 50 krónur. Borðarnir, sem eru seldir í sivalningum, kosta 82 krónur. Þessar vörur fást í Pennanum. DV-myndir KAE Við áramótaborðhaldið er við hæfi að hafa knöll og ekki sakar að finna málshátt þegar búið er að sprengja. Þá er gott að finna einhver mann- bætandi skilaboð til að fara eftir. Grímur eins og þessar með óskaútliti hvers og eins kosta 990 krónur. Mennirnir á myndinni heita f.v. Til að sleppa við uppvask á gamlárskvöld er heppilegt að kaupa sér bara pappadiska og glös. Diskarnir (8 stk.), glösin (8 stk.) og servíetturnar (20 stk.) kosta 150 krónur hver pakki. Borðsprengjurnar kosta 3 í pakka 380 krónur. I AKIB K*ÁTT I JOU- (inriaix Síðasti skilafrestur er i kvöld. Sendið inn alla 10 seðlana í einu umslagi. Glæsilegir vinningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.