Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1988, Qupperneq 40
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Ráðherrafund- ur um Arnar- flugsmálið í dag verður haldinn fundur fjög- urra ráðherra sem falið hefur verið aö fjalla um fjárhagserfiðleika Arn- arflugs hf. Þetta eru ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Málefni Arnarflugs hf. voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær en þar voru engar ákvarðanir teknar en ákveðið að ráðherrarnir héldu með sér þennan fund í dag. Rætt hefur verið um að Flugleiðir hf. kaupi hlutabréf í Arnarflugi fyrir 100 milljónir króna en vitað er að 'Arnarflugsmenn eru lítt hrifnir af því. Þeir telja að þá væri allt sem heitir samkeppni úr sögunni. Þá er einnig inni í myndinni að ríkið breyti skuld Arnarflugs hf. viö það í hluta- bréf. Ekki er talið víst að þetta tvennt dugi til að bjarga rekstri félagsins og er talið aö aukið hlutafé fyrir utan þetta verði að koma til. -S.dór * Læknamáliö í Grindavík: Hæstiréttur felldi úrskurð- inn úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úr- skurð héraðsdóms vegna kröfu Rík- isendurskoðunar um nðgang að sjúkraskrám Heilsugæslu Suður- nesja í Grindavík. Niðurstaða Hæstaréttar er byggð á því að úr- skurðurinn, sem var kærður til Hæstaréttar, er víðtækari en krafa Ríkisendurskoöunar. k Ríkisendurskoðun mun leggja fram aðra kröfu - sama efnis. Ur- skurður héraðsdóms, vegna þeirrar kröfu, mun liggja fyrir snemma á næsta ári. -sme ÞRDSTUR 68-50-60 VANIRMENN LOKI Máekkisetjafarbann á þá félaga? Formenn A-flokkanna hyggja á fundaherferð - hefur veríð rætt en ekkert ákveðið, segir Ólafur Ragnar í undirbúningi er að þeir Ólafur Ragnar, formaður Alþýðubanda- iagsins, og Jón Baldvin, formaður AlþýðuQokksihs, leggist í sameig- inlega fundaherferð vítt og breitt um landið eftir áramótin. „Það er rétt að við höfum rætt um að fara í fundaherferð um landið en það hefur ekki verið gengið endanlega frá því," sagði Ölafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, aðspurður um þetta mál. Ólafur var spurður hvort þeir færu í fundaferðina formlega sem ráðherrar eða sem formenn A- flokkamia. Hann sagði að ekki væri hægt að greina þar í milli og menn yrðu að hafa sína skoðun á því hvort þeir litu á þá sem tvo ráðherra úr ríkisstjóminni eða sem formenn A-flokkanna. Það kom fram í haust, í kringum ríkisstjómarmyndunina og eftir lifrarmáltíð þeirra Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins, að áhugi væri á að skoða sameiningu A-flokkanna. Samkvæmt heimildum DV er þessi fyrirhugaða fundaherferð þeirra tvímenninganna, ef af verð- ur, liður í þeirri viðleitni að aukin samvinna eða sameining eigi sér stað hjá A-flokkunum. -S.dór Mikil hálka var á götum Reykjavíkur í morgun. í Ártúnsbrekku varð harður árekstur þriggja bíla á áttunda timan- um. Einn maður var fluttur slasaöur á slysadeild. Bilarnir skemmdust allir töluvert. DV-mynd S Aöalstjómarfundur Borgaraflokksins: Ekki kosið um varaformanninn Að sögn Júlíusar Sólnes, formanns Borgaraflokksins, verður ekki kosið um varaformann flokksins á aðai- stjórnarfundi í kvöld. Júlíus, sem er einnig formaður aðalstjórnar, ræður dagskrá fundarins. Júlíus sagði að málin yrðu rædd „vítt og breitt“ og jafnvel yrði ein- hver umræða um varaformannsem- bættið. Þá sagði Júlíus að formlega yrði gengið frá formannsskiptunum á fundinum. Ingi Björn Albertsson sagði í sam- tali við DV í morgun að hann teldi nauðsynlegt að ganga frá kjöri nýs varaformanns strax. Hann sagðist þó varla eiga von á því að um þaö yrði kosið á fundinum í kvöld. -SMJ Ríkisstjómin: Ný lánskjara- vísitala sett í salt Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að fresta ákvörðun um upptöku nýrrar lánskjaravísitölu um þrjá mánuði. Gamla lánskjaravísitaian mun því gilda áfram auk þess sem heimilt verður að miða verðtrygg- ingu við gengi. I stjórnarmyndunarviðræðunum í haust var ákveöið að nýr grundvöll- ur lánskjaravísitölu tæki við um ára- mót. Sá grunnur átti að vera samsett- ur úr launavísitölu til helminga á móti framfærsluvísitölu og bygging- arvísitölu. Þessar hugmyndir hafa frá upphafi mætt harðri andstöðu Seðlabankans, embættismanna og forsvarsmanna viðskiptabankanna. Meðal annars hefur verið bent á að nær útilokað sé að reikna út launavísitölu svo nákvæmlega að forsvaranlegt sé að leggja hana til grundvallar um helm- ings af öllum flárskuldbindingum landsmanna. Frá og með áramótum verður heimilt að miða verðtryggingu viö tvær svokallaðar myntkörfur en gengisbinding hefur verið heimil frá 1979. Heimilt verður að miða annars vegar við myntkörfu Evrópubanda- lagsins (ECU) og hins vegar við svo- kölluð sérstök yfirdráttarréttindi (SDR) sem eru samsett úr myntum sjö iðnríkja. Frá miðju ári 1986 hefur ECU hækkað um 29,6 prósent en SDR um 28,7 prósent. Lánskjaravísitalan hef- ur hlns vegar hækkað á sama tíma um 56,4 prósent. Frá miðju ári 1986 hefði því þessi gengisviömiðun gefið sparifjáreigendum og lánveitendum tæplega 18 prósent lakari ávöxtun en lánskjaravísitalan. -gse Evrópumótið 1 skák: Jafnt hjá Þresti Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli í skák sinni við Manca frá Ítalíu í 8. umferð Evrópumeistaramótsins í skák. Þröstur er nú í 8.-14. sæti meö 4,5 vinninga. í mótinu verða tefldar 13. umferðir. Efstir eru Gelfand og Dreev frá Sovétríkjunum og Fabrego frá Spáni. -SMJ Veörið á morgun: Hvöss norðan- átt Á morgun verður allhvöss norðanátt með éljum á Norður- og Norðvesturlandi en hægari og úrkomulaust í öðrum landshlut- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.