Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989.
Fréttir
Útgerðarfélag Akureyringa og kvótaskerðingin:
Getur þýtt um tvö þús
und tonna fyrir okkur
- segir Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastj óri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Ég hef ekki nákvæmar tölur um
hvað þessar skerðingar á veiðum
geta þýtt fyrir okkur en það er ekki
ósennilegt að þetta þýði 2000 tonna
minni afla fyrir okkar skip,“ segir
Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
hf„ um skerðingu á kvóta og úthalds-
dögum sóknarmarksskipa á þessu
ári miöað við sl. ár.
„Þaö er fátt til vamar þegar svona
staða kemur upp,“ segir Vilhelm.
„Það er til sú leið að fækka skipum
og ná samt sem áður sama afla á land
en það er margt sem tengist þessu
máh öllu.“
Samdráttur á aflakvóta og úthalds-
dögum sóknarmarksskipa nemur
10% miðað við fyrra ár. Undir lok
þess árs kom sú staða upp að togarar
ÚA voru búnir með kvóta sinn, en
þá gekk erfiðlega að fá keyptan við-
bótarkvóta. „Það verður án efa erf-
iðara núna því að þessi aflaminnkun
gildir að sjálfsögðu um allt land. Á
sama tíma krefjast allir aukinnar
verðmætasköpunar svo hægt sé að
eyða meiri peningum, en þessi verð-
mætasköpun hefur aðallega farið
fram í þessari atvinnugrein," sagði
Vilhelm.
Gísli Konráðsson, hinn fram-
kvæmdastjóri ÚA, sér um vinnslu
fyrirtækisins á afla togaranna, og
hann sagði við DV um kvótaskerð-
inguna: „Það er ósköp einfalt að þetta
þýðir minnkandi framleiðslu en við
getum unnið miku meiri afla en við
fáum að veiða. Þetta þýðir að við
munum minnka saltfiskverkun og
reyna að setja sem mest af aflanum
í frystihúsið.
Það var eins gott að vera vel búinn í Bláfjöllum á laugardaginn. Yfir tíu
stiga frost var og hvasst. Á myndinni má sjá hvernig best er að búa sig í
slíku veðri, hylja andlitið helst að öllu leyti og vera með hlífðargleraugu.
Þeir sem ekki voru þannig útbúnir voru fljótir frá að hverfa. Alltaf má bú-
ast við svona veðri I byrjun skíöatímabilsins. DV-mynd KAE
Enginn halli á vöruskiptum
Vöruskiptuíöfnuður á fyrstu ell-
efu mánuðum síðasta árs var já-
kvæöur um 67 milljónir króna. Það
er hagstæðari útkoma en í fyrra
þegar halli var á vöruskiptum upp
á 247 miUjónir á fyrstu ellefu mán-
uöunum.
Almennur innflutningur dróst
saman ura 2,7 prósent frá fyrra
ári. Innflutningur á skipum jókst
hins vegar um helming. Saradrátt-
ur varð upp á 7,3 prósent í útflutn-
ingi sjávarafla en afurðir stóriðj-
unnar jukust umtalsvert
-gse
Er steinull
sjúkdómavaldur?
- von á skýrslu frá Vinnueftirlitinu
Líkur eru á að steinull valdi sjúk-
dómum berist fíngerðir þræöir ullar-
innar í miklum mæli í öndundarfæri
manna. Hins vegar er ekki hægt aö
sanna samhengið á milli sjúkdóma
eins og krabbameins og steinullar.
„Um sambandiö milli steinullar og
krabbameinssjúkdóma er ekkert
sannaö en heldur er ekki hægt að
þvertaka fyrir tengsl þar á milli,“
segir Víðir Kristjánsson, deildar-
stjóri Vinnueftirlitsins.
Á næstunni er von á skýrslu frá
Vinnueftirlitinu þar sem metin er
hættan á heilsutjóni af völdum stein-
ullar. Tilefni skýrslunnar er efa-
semdir um að steinull skuli notuð í
einangrun nýja sjúkrahússins á
ísafirði.
Víðir sagði að engar mælingar, sem
hann þekkti til, hefðu sýnt fram á
að steinullin mengaði frá sér í húsum
sem væru einangruð meö henni.
Helsta hættan á heilsuskaða af
völdum steinullar er annars vegar
við framleiðslu hennar og hins vegar
við vinnu með steinull. Víðir sagði
brýnt að iðnaðarmenn notuðu sér-
stakan hlífðarfatnað þegar þeir ynnu
með steinull. Um starfsmenn stein-
ullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki
sagði Víðir að þeir væru í reglulegri
læknisskoðun og ekkert hefði komið
fram sem benti til að þeir bæru
heilsutjón af starfa sínum.
-pv
Ölvun 1 Keflavík:
Margir í fangageymslu
Fangageymslur lögreglunnar í gesta var hleypt út, fylltust strax þau Mikil ölvun var í Keflavík og ná-
Keflavík voru mikið notaöar um rúm sem losnuöu. Fullsetið var í grenni um helgina og erfíl því mikfíl
helgina. Aðfaranótt laugardagsins fangageymslunni fram á miðjan hjá lögreglu.
voru tíu manns í fangageymslunni. laugardag. Aðfaranótt sunnudagsins -sme
Um morguninn, þegar hluta nætur- voru tveir í fangageymslunum.
í dag mælir Dagfari
Ekki benda á mig
Fjármálaráðuneytið hefur upp-
götvað að hallinn á ríkissjóði reyn-
ist tíu sinnum meiri en ráðuneytið
hélt fyrir nokkrum vikum. Reynd-
ar lágu fyrir rökstuddar grunsemd-
ir um að ríkissjóðshallinn væri
ekki allur þar sem hann er séður,
því í hvert skipti sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson opnaði munninn í
þinginu í haust, tfíkynnti hann
nýja tölu um hallareksturinn. Þett
var orðið eins og á kosninganótt,
nýjar tölur á klukkutíma fresti og
allir biðu spenntir, þegar nýi fjár-
málaráðherrann tók tfí máls.
Fjármálaráöuneytið lætur sér
fátt um finnast, þótt áætlanir
standist ekki. Hvað er einn millj-
arður á milli vina, hvað þá ein
milljón tfí eða frá? Menn hugsa
ekki svo smátt í ráðuneyti, þar sem
peningar eru bara leikur með tölur
og fólkiö úti í bæ borgar hvort sem
er. Ef eitthvað vantar upp á, má
alltaf gefa út gúmmitékka á Seðla-
bankann, sem prentar seðlana og
íjármálaráðuneytið hefur ekki
frekari afskipti af. Auk þess eru
þetta ekki reikningar fjármála-
ráðuneytisins. Þetta eru reikningar
frá ríkisstofnunum og ríkisfyrir-
tækjum og ríkisstarfsmönnum,
sem eru að vinna þjóðþrifastörf
sem ekki verður hjá komist ef ríkið
á að standa undir þeim kröfum sem
gerðar eru til þess. Þetta eru reikn-
ingar frá lífsnauösynlegum at-
vinnugreinum sem ekki bera sig
og eiga hvergi höfði að halla nema
hjá hinu opinbera sem greiðir nið-
ur framleiðsluna og borgar með
rekstrinum til aö fólkið hafi at-
vinnu.
Það er í hæsta máta ósanngjamt
að velta ráðuneytinu upp úr því að
þaö viti ekki hvað það kostar að
reka ríkið. Það má ekki gleyma því
aö yfir fjármálaráðuneytinu trónar
fjármálaráðherra sem ræður stefn-
unni og segir til um það hvað á að
borga og hvað ekki. Það sem flækir
málið er að á síðasta ári voru tveir
fjármálaráöherrar. Jón Baldvin
stjómaði fram í október, Ólafur
Ragnar fram að áramótum. Þeir
muna ekki sjálfir hvaö þeir leyfðu
og hvað þeir leyfðu ekki og hvemig
á þá ráðuneytið að muna það?
Nú eru þeir Jón Baldvin og Ólaf-
ur Ragnar komnir í hár saman um
hver hafi skrifað upp á hvað. Sjálf-
sagt gleymt þessu smáræði með
milljarðana þegar þeir fóm um á
rauðu ljósi og skemmtu landslýö
með bröndurum um alla hina pólit-
íkusana, sem ekki réðu yfir neinum
milljörðum. Svo hafa þeir sjálfsagt
sagt brandara af sjálfum sér í leið-
inni, enda hefur Ólafur Ragnar
upplýst það í viötali að kímnigáfa
þeirra félaga sé með afbrigðum góð
og brandaramir fjúka yfir borðið
þegar landstjórnin situr og ræður
ráðum sínum. Það er nú aldeilis
munur fyrir þjóðina að vita hvað
það er skemmtilegt á fundunum í
ríkisstjóminni og gott að vita að
ráðherrar hafi ekki teljandi áhyggj-
ur af því þótt nokkra milljarða
vanti upp á ríkisreksturinn.
Það er ekki fyrr en Ólafur Ragnar
er hættur á rauðu ljósi sem hann
læðir því út úr sér að hallinn hjá
Jóni hafi verið sjö milljarðar. Þetta
hefur sennilega átt að vera nýjasti
brandarinn hjá Ólafi Ragnari. Jón
Bcfídvin lætur ekki segja sér svona
brandara tvisvar og minnir Ólaf
Ragnar á að hann eigi líka sinn
skammt af mfíljörðunum. Ekki
bend’á mig, segir Jón. Ekki bend’á
mig, segir Ólafur og maður sér ekki
betur en að þeir félagarnir verði
að fara í aðra fundaherferð til að
útskýra fyrir almenningi hvað sé
fyndið við þennan brandara.
Kímnigáfa ráðherranna er ber-
sýnfíega ekki alveg í takt við þjóð-
arhúmorinn.
Ríkissjóðshallinn er ekki stór-
vægilegt vandamál. Sennilega að-
hlátursefni f ríkisstjórninni, miðað
við kímnigáfuna á þeim bæ. Vanda-
málið snýst um það, hver eigi heið-
urinn af þessu afreki í ríkisfjármál-
unum. Mikið var það heppfíegt að
nýr fjármálaráðherra skyldi skip-
aður á árinu. í stað þess að benda
á einn sökudólg geta sökudólgarnir
bent á hvorn annan og enginn þarf
að játa á sig sök. Hvernig væri að
leyfa Borgaraflokknum að taka við
fjármálaráðuneytinu eftir helgi? Þá
má aftur deila um næsta ríkissjóðs-
halla og enginn þarf að taka á sig
sökina. Og allir geta skemmt sér í
ríkistjóminni og sagt brandara af
ríkissjóðshalla, sem enginn ber
ábyrgð á.
Dagfari