Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 12
12 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. Útlönd_______________________________dv EFTA býr sig undir 1992 Nú eru aðeins sex ríki eftir í EFTA en á þeim er engan bilbug að finna. Þau telja flest hver að það sé í þágu þeirra hagsmuna að koma saman sem ein heild gegn Evrópubandalaginu. Nú, þegar tekið er að styttast verulega í að innri markaður Evr- ópubandalagsins verði að veru- leika, árið 1992, eru EFTA-ríkin sex farin að huga að því hvemig beri að bregðast við. Ríkin í EFTA eru sex, Austur- ríki, Finnland, ísland, Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þau sjá ógnir, möguleika og tækifæri þegar þetta geysistóra markaðssvæði verður til. Svo virðist sem EFTA-ríkin hafi ekki sömu áhyggjur og Bandaríkin og Japan af því að Evrópubanda- lagsríkin tólf séu að koma sér upp virki sem verði lokað fyrir utanað- komandi. Engu að síður reyna EFTA-ríkin af ákefð að koma því svo fyrir að þau njóti áfram virð- ingarstöðu sem stærsti viðskipta- aðih Evrópubandalagsins. EFTA er stærsti viðskiptaað- ili Evrópubandalagsins Fólksfjöldi í EFTA-ríkjunum er aðeins tíundi hluti þess sem hann er í löndum Evrópubandalagsins, þar sem þrjú hundruð og tuttugu milljónir manns búa. En rúmlega fjórðungur af útflutningi Evrópu- bandalagsins fer til EFTA, sem er meira en bandalagið selur samtals til Bandaríkjanna og Japans. Meira en helmingur utanríkisviðskipta EFTA er við Evrópubandalagið. HeOdarviðskipti Evrópubanda- lagsins við EFTA náöu tvö hundr- uð milljörðum dollara á árinu 1987, en nýrri tölur eru ekki tO. Banda- lagið var með jákvæöan jöfnuð úr þessum viðskiptum upp á átta mOljarða doUara. Þessi gífurlegu viðskipti hafa ver- ið að byggjast upp á fimmtán ára frjálsri verslun mOU Evrópubanda- lagsins og einstakra ríkja innan EFTA. Hafa nú innflutningstoUar verið afnumdir af iðnaðarvörum milU þessara aðOa. Hafa áhyggjur af samkeppnishæfni EFTA-löndin hafa áhyggjur af því að samkeppnishæfni þeirra sé í hættu ef nýjar tegundir af viö- skiptahindrunum rísa upp af tæknOegum ástæðum, eins og hug- myndir eru komnar fram um í Brússel í þeim tilgangi að auðvelda flutning á vörum, þjónustu, vinnu- afli og fjármagni innan Evrópu- bandalagsins. Minnkun eða afnám á viðskipta- tálmum, formlegum eða óformleg- um, sameiginlegar reglur um gæði og annað sem því tengist innan Evrópubandalagsins mun minnka kostnað og auka hagkvæmni hjá framleiðendum innan Bandalags- ins. EFTA-löndin hafa reynt, að vissu marki, að vera samhUða Evrópu- bandalaginu í breytingum í þessa átt og samvinnu EFTA og Banda- lagsins er ætlað að skapa það sem báðir aðUar kaUa lifandi efnahags- svæði í Evrópu. Þessi hugmynd, sem kviknaði árið 1984, hefur ekki að fuUu verið skOgreind, en samkvæmt henni verða á þessum samevrópska markaði þrjú hundruð og fimmtíu mOljónir neytenda. EFTA-löndin sjá þetta sem leið til að varðveita þann ávinning sem hlotist hefur af frjálsri verslun og að með þessu megi færa samvinn- una út þannig að hún nái einnig tO tæknimála. Þar sem þau hafa ekki áhrif á ákvarðanir, sem eru teknar í höfuðstöðvum Evrópubandalags- ins í Brússel, geta ríkin sex í EFTA notfært sér ráðgjöf til að aðlaga löggjöf og tæknistaðla og í raun reyna að búa tU aðstæður sam- bærilegar þeim sem eru innan bandalagsins, heima fyrir. Samvinna á mörgum sviðum Sérfræðingar frá báðum aðOum hafa komist að samkomulagi um sameiginlega staðla, einfóldun á tollafgreiðslu og flutningi vara. Einnig hefur náðst samkomulag um lagalegan ramma sem er grunnur að gagnkvæmri viður- kenningu á ákvörðunum dómstóla. Háttsettir embættismenn hittast tvisvar á ári tO að hafa yfirumsjón með framgangi þessara mála og kostar það gríðarlega vinnu. For- seti framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins, Jacques Delors, frá Frakklandi, sagði í ræðu í Stras- bourg í síðasta mánuði að hann væri ekki sannfærður um að þessi rammi væri framkvæmanlegur. Delors vill formfastara samband Hann stakk upp á að Bandalagið og EFTA gætu sett á laggirnar „nýtt, formfastara samband með sameiginlegum stjómunarstofnun- um.“ TO þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti EFTA að „styrkja innri byggingu sína". Delors skýrði þetta ekki frekar en finnski utanríkisviðskiptaráð- herrann, Pertti Salolainen, fagnaði ummælum hans. Það gerði einnig þingmannanefnd EFTA á fundi sínum í Genf. KjeU-Olof Feldt, íjár- málaráðherra Svía, og Franz Vran- itzki, kanslari Austurríkis, vom varkárir í viðbröðgum sínum viö þessum ummælum. Talsmaður EFTA, Hans Jörg Renk, sagði: „Við tókum þessum ummælum af mesta áhuga og kunnum vel að meta þau. Það er verið að skoða þessi mál mjög vel í höfuðborgum EFTA-landanna.“ Osiófundurinn stefnumarkandi Hann sagði að fyrstu sameigin- legu viðbrögðin kæmu væntanlega á leiðtogafundi EFTA ríkjanna sem haldinn verður í Osló 14.-15. mars. Aðalritari EFTA, Georg Reisch, sagði, nokkrum vikum áður en Delors lét sín ummæli falla, að hann teldi að fundurinn í Osló myndi staöfesta að „EFTA er eftir sem áður besti vettvangurinn tíl viðræðna við Evrópubandalagið og mun verða þaö um ókomin ár, burtséð frá því hvort einhver ágreiningur er um póhtísk forms- atriði." Austurríki á leið í EB Reisch sagði ennfremur að EFTA þyrfti að bæta vinnuaðferöir sínar og og breyta vinnu og samskipta- reglum innan samtakanna, sem væru nú þannig að þjóðarhags- munir væru oft teknir fram yfir sameiginlegar aðgerðir. Þrátt fyrir að hans eigið land, Austurríki, sé að íhuga að sækja um aðOd aö Evrópubandalaginu á þessu ári sagði Reisch að það þyrfti ekki að þýða upphafið að endalok- unum fyrir EFTA. Evrópubandalagið hefur lýst því yfir að engin ný lönd verði tekin inn fyrr en innri markaðurinn er orðinn að fullkomnum veruleika. Viðræður um aöOd geta tekið mörg ár og stjómin í Vín hefur gefið lof- orð um að Austurríki verði í EFTA „fram á síðasta dag,“ segir Reisch. Ekki áhugi hjá hinum ríkjunum Svíþjóð og Sviss, en mörg fyrir- tæki frá þessum löndum hafa kom- ið sér vel fyrir innan Evrópubanda- lagsins, hafa hafnað þeim mögu- leika að ganga í bandalagiö á þeim forsendum að það stofni stöðu þeirra sem hlutlausra á stjórn- málasviðinu í voða. Finnland hefur ennfremur lýst þvi yfir að landið geti aldrei orðið fuOgildur meðhm- ur í Evrópubandalaginu vegna lar.dfræðOegrar stöðu þess og tengsla við nágrannaríkið, Sovét- ríkin. Norðmenn höfnuðu aðOd að Evr- ópubandalaginu í eftirminnilegri þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Ihaldsflokkurinn, sem er aðal- stjórnarandstöðuflokkurinn, segist ætla að taka málið aftur upp í kosn- ingabaráttunni fyrir kosningarnar sem verða þar í landi í september næstkomandi. Enginn íslenskur stjórnmála- ílokkur hefur barist fyrir aðild ís- lands að Evrópubandalaginu. ís- lendingar hafa, sem kunnugt er, áhyggjur af því að þurfa að opna fiskimiðin umhverfis landið fyrir fiskimönnum annarra þjóða. Fylgst með Comecon, ekki áform um tengsl Renk, talsmaður EFTA, sagði að samtökin fylgdust af áhuga með umbótum innan Comecon, efna- hagsbandalags Austurevrópu- þjóða, en að engin áform væru inn- an EFTA um tengsl við Comecon, sem samanstendur af tíu þjóðum, undir forystu Sovétmanna. Einungis 5-6 prósent af viðskipt- um EFTA eru við Austurevrópu- ríki. Finnland og Austurríki, sem bæði eiga landamæri að kommún- istaríkjum, eiga um tvo þriðju hlutaþeirraviðskipta. Reuter suamnmm Sigríður Kristjánsdóttir skrifstofutæknir, útskrifuð des '88. „Skrifstofutækni er stutt, fjöl- þætt og riijög hagnýtt nám í notalegu andrúmslofti. Náms- greinarnar koma sér vel hvort sem er í atvinnu- eða daglega lífinu. Ég fékk líka vinnu strax. Skelltu þér i hópinn". Nám í skrifstofutækni opnar þcr nýja möguleika í starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og tölvugreinar, sem gera jrig að urvals starfskrafti. Innritun og upplýsingar í símurn 68 75 90 & 68 67 09. JÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Reagan og Gorbatsjov til- nefndir til nóbelsverðlauna Ronald Reagan, fyrrum Banda- ríkjaforseti, og Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hafa verið til- nefndir í annað skipti til friðarverð- launa Nóbels, að því er heimildir við Nóbelsstofnunina í Osló sögðu á fóstudag. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tí- betbúa, Jiri Hajel, fyrrum utanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíu og mann- réttindafrömuður, og Joao Have- lange, formaður alþjóða knatt- spymusambandsins, sem er frá Brasilíu, hafa verið tilnefndir til verðlaunanna í ár. í fyrra sögðu þeir sem fylgjast vel með gangi mála hjá Nóbelsstofnun- inni aö verðlaun til Reagans og Gor- batsjovs hefði mátt skoða sem stuðn- ingsyfirlýsingu við George Bush, for- setaframbjóðanda repúblikcma. Síðan er Bush orðinn forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að þeirri hindrun hafi verið hrundið úr vegi er alls ekki Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan hafa veriö tilnefndir til friðarverð- launa Nóbels fyrir afvopnunarsamningana sem komust á skrið á Reykjavik- urfundi þeirra. víst að leiðtogarnir fái verðlaunin að þessu sinni. Tahð er að alls verði um eitt hundr- að einstaklingar og samtök tilnefnd til verðlaunanna í þetta sinn og er það eins og í meðalári. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.