Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Page 19
citi
vlll
teggur mál
dómstóla
þeir hjá Moss ætla sér að verða ríkir, segir Gurrnar Gíslason
....verði að vera 12 raánuði í KR áður
„Það er greinilegt að þeir hjá Moss ætla sér að verða
ríkir á þessu máli. En þeir eru orðnir tvöfaldir í roð-
inu því á sama tíma og þeir heimta 8,9 milljónir fýrir
mig eru þeir að fá leikmann frá sænsku liöi og vilja
aðeins borga 800 þúsund krónur fjTir hann en S víarn-
ir hyggjast fá 4,7 milljónir,“ sagði Gunnar Gíslason,
landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við DV í gær.
Eins og DV sagöi írá á föstudaginn
hefur norska liðiö Moss krafist þess
að fa 8,9 míUjónir ki’óna frá sænska
félaginu Hácken fyrir Gunnar
Gíslason, en hann fór til Hacken í
vetur eftir aö hafa leíkiö meö Moss
síðustu tvö keppnistímabU.
Rætt um sama verð
, ,Þegar ég ræddi við forráðamenn
Moss eftir að Ijóst var orðið að ég
færi til Svíþjóðar, kom aldreiannað
fram en að Hácken myndi greiöa
svipaö verð og þegar Moss fékk
mig frá KR eða um 900 þúsund
krónur. Þess vegna kemur mér
mjög á óvart sú harka sem Moss
hefur sett í þetta mál J fyrrasumar
fékk félagið 8,9 milljónir þegar þaö
seldi Erland Johnson til Bayern
Miinchen og mér þykir skjóta
skökku við þegar það fer fram á
sömu upphæð fyrir raig frá áhuga-
mannafélagi,“ sagði Gunnar.
Vil fá málið fyrir dómstól
Gunnar tilkynnti félagaskipti úr
Moss yfír í KR fyrir helgina og
hyggst síðan skipta þaðan yfir í
Hácken. „Ég held að það sé alger-
lega úr lausu lofti grlpið hjá Norð-
mönnunum þegar þeir segja aö ég
en ég geti afiur skipt um félag. Eg
er búinn að vera í sambandi við
knattspymusamböndin heima og
hér í Svíþjóð og næsta skref hjá
mér er að ráðgast við lögfræðing.
svo ég fari ekki aö gera einhver
mistök. Síðan vU ég að málið komi
fyrir dómstóla sera aUra fyrst en í
samningi minura viö Moss var tek-
ið fram að ef til deUna kæmi raiHi
mín og félagsins yrðu þær leiddar
fyrir dómstól í Reykjavík. Ég þarf
að vera skráður í KR í einn raánuð
og síðan taka félagaskiptin til Sví-
þjóðar hálfian mánuð tíl viöbótar.
Keppnistíraabilið hér i Svíþjóð
hefst ura miðjan aprö þannig að
þetta má ékki dragast mikiö,“ sagði
Gunnar.
Ágústi Má gengur vel
Hácken hefur undanfarið leikið i
„Hall-svenskan*', innanhússmóti
raeð ll manna liðum sem jafnan
er leikið í Svíþjóð yfir vetrarmán-
uðina. Liðið náöi ekki að komast
áfram úr sínum riðh og Gunnar gat
ekki leikið meö því vepayandræð-
anna með félagaskiptin. Ágúst Már
Jónsson, fyrirliði KR-inga á siðasta
sumri, sem einnig er kominn til
Hácken, spilaöi hlns vegar með og
að sögn Gunnars var hann besti
raaður liðsins.
-VS
Stefnt að pressu-
leik á föstudag
- leikið 1 Lúxemborg um næstu helgi
„Við höfum mikinn áhuga á
pressuleik og hann fer að öllum lík-
indum fram á föstudag. Það er verið
að vinna í þessu máh núna,“ sagði
Jón Hjaltalín Magnússon, formaður
HSÍ, í samtaii við DV í gær.
„Þá ætlum við einnig að leika í
Lúxemborg en viö dveljum þar á leið
okkar tU Frakklands. Við munum
spUa einn leik við heimamenn en sá
leikur verður opinber landsleikur
milh þjóðanna," sagði Jón Hjaltalín.
Formaðurinn kvað aUt tíðindalaust
í landsliðsþjálfaramálinu, aðspurður
um það efni.
-JÖG
Skarphéðinsmenn
voru sigursælir
-1 fimmtarþrautinni innanhúss
HSK átti þijá efstu menn í karla-
flokki á íslandsmótinu í fimmtar-
þraut innanhúss sem fram fór um
helgina í Baldurshaga og á Laugar-
vatni. Auðunn Guðjónsson sigraði,
hlaut 3.425 stig, Jón Arnar Magnús-
son varð annar með 3.375 stig og Ólaf-
ur Guðmundsson varð þriðji með
3.179 stig.
Jón Arnar setti í leiðinni tvö Skarp-
héðinsmet, 7,0 sekúndur í 50 metra
grindahlaupi og 5,8 sekúndur í 50
metra hlaupi, og Auðunn eitt þegar
hann fór yfir 4,30 metra í stangar-
stökki sem er sjötti besti árangur ís-
lendings innanhúss.
Berglind Bjarnadóttir, UMSS, sigr-
aði í kvennaflokki með 3.395 stig,
Guðbjörg Svansdóttir, ÍR, varö önn-
ur með 3.188 stig en hún var efst fyr-
ir síðustu grein og þriðja varð Þuríð-
ur Ingvarsdóttir, HSK, með 3.000 stig.
-ÓU/VS
Axel heldur áfram
Ægir Már Káiason, DV, Suöumesjum’
Axel Nikulásson hefur ákveðið að
leika áfram meö körfuknattleikshði
Keflvíkinga út þetta keppnistímabfi,
og er byijaður að æfa með því á nýj-
an leik. Eins og áður hefur komið
fram íhugaði hann að hætta eftir að
Lee Nober, þjálfara ÍBK, var sagt upp
störfum á dögunum.
Keflvíkingum er mikiU akkur í að
hafa Axel áfram innanborðs í þeim
átökum sem framundan eru í úrslita-
keppninni um íslandsmeistaratitU-
inn, enda er hann fimasterkur og
reyndur leikmaður.
Þau Þórdís Edwald og Broddi Kristjánsson urðu íslandsmeistarar í gær í einliðaleik í badmin-
ton. Fjallað er um íslandsmótið, sem fór fram í Laugardalshöll, í miðopnu blaðsins.
DV-mynd Brynjar Gauti
Pétur aftur í uppskurð?
- M vegna meiðsla í minnst mánuð 1 viðbót
Þaö verður enn biö á því að Pétur
Guðmundsson körfuknattleiks-
maður geti farið að leika með liöi
sínu, San Antonio Spurs, í banda-
rísku atvinnudeUdirmi. Hann hef-
ur verið frá vegna meiðsla á hné
frá 28. desember og nú eru horfur
á að hann verði fjanærandi í a.m.k.
einn mánuð í viðbót. Pétur var
skorinn upp vegna þessara meiðsla
seint á síðasta ári og þau tóku sig
upp á ný fljótlega eftir að hann
byijaði aftur að spila.
„Hnéð veröur speglað á þriöju-
daginn og þá kemur Hjós hvort ég
þarf að fara i annan uppskurð eða
hvort ég get byxjaö að þjálfa mig
upp á nýjan leik. Ef seinni kostur-
inn verður ofan á geri ég ráð fyrir
að það taki mig mánuð að komast
i gang. Ég er óánægður með þá
lækna og sjúkraþjálfara sem ég hef
verið bjá og líka með sjálfan mig -
að ég skyldi láta pressa mig í að
fara að spUa aftur í desember, aö-
eins þremur vikum eftir uppskurö-
inn,“ sagði Pétur í samtah við DV
í gær.
-VS