Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 40
40
MÁXUDAGUR 6. FEBRÚAB 1989.
Lífsstm
Skóverksmiðjan Strikið á Akureyri:
„Tískan er það sem
selst best hverju sinni''
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: ■
„Vissulega hafa tískustraumar
mikil áhrif á þá framleiðslu sem
við erum með en hjá okkur miðast
allt við að vera með þá leðuráferð
og þá liti á skónum sem eru í tísku
hverju sinni,“ segir Haukur Ár-
mannsson, framkvæmdastjóri
Skóverksmiðjunnar Striksins hf. á
Akureyri, einu skóverksmiðju
landsins.
Skóverksmiðja hefur verið starf-
rækt á Akureyri í rúmlega hálfa
öld á vegum Sambandsins en á
miðju sl. ári keyptu sex einstakl-
ingar verksmiðjuna þegar útlit var
fyrir að henni yrði lokað vegna
rekstrarerfiðleika. Haukur Ár-
mannsson er einn þeirra og hann
segir að starfsemin haíi gengið
mjög vel og reyndar mun betur en
menn þorðu að vona áður en þeir
fóru af stað.
„Sneióum hjá
hátískunni"
„Við reynum eins og við getum
að sneiða hjá hátískunni sem er í
þessari framleiðslu en reynum þess
í stað að hugsa þess betur um heild-
ina. Það gerum við með því að
leggja alla áherslu á að vera með
góð og vönduð efni í hinum réttu
tískulitum hverju sinni og við telj-
um okkur geta fylgst mjög vel með
á því sviði.
I dag er rúskinn t.d. mjög í tísku,
bæði svart og ýmsir fallegir brúnir
litir, og þetta á bæði við um karl-
mannsskó og kvenskó. Annars er
svart leður alltaf sígilt og alltaf viss
„klassi" yfir því og svartir leður-
skór hafa þaö fram yfir margt ann-
að að þeir ganga með nánast öllum
fótum."
- Hvemig berið þið ykkur að við
það að fylgjast með því hvað er í
tisku hverju sinni?
„Við höfum m.a. farið þá leið að
ræða mikið við kaupmenn sem
selja fólki skó og heyra hjá þeim
hvað það er sem fólk er aðallega
að spyija um. Einnig sækjum við
sýningar erlendis og fáum þá skó
sem við höfum áhuga á að hafa til
hliðsjónar þegar við emm að
hanna okkar módel. Dæmigerður
skór fyrir tískuna í dag er þannig
lagaður að hann er með breiðum
sóla og kúlutá og eins og ég sagði
áðan er rúskinnið mjög vinsælt í
svörtum lit og ýmsum brúnum lit-
um. Hins vegar er hægt að einfalda
þetta ennþá meira og segja ein-
faldlega aö það sé tískan í skófatn-
aði sem fólkið kaupir mest hverju
sinni.“
„Sumarlínan"
•„Við erum núna í febrúar að fara
að kynna þá „línu“ sem viö verðum
með á sumarskóm, og þá má segja
í stuttu máli að sumarskórnir frá
okkur verði þaö sem kalla má
„klassískir" og venjulegir þægileg-
ir skór, og litimir veröa að mestu
tveir fallegir brúnir litir og svart
að sjálfsögðu. í næsta mánuði þurf-
um við slöan að kynna „vetrarlín-
una“ og síðan „sumarlínuna" strax
næsta haust. Ástæðan fyrir því
hversu seint við erum á feröinni
núna með „sumarlínuna" er ein-
faldlega sú hversu ungt fyrirtækið
er, en við förum að komast á rétt
ról í þessu markaðsstarfi innan tíð-
ar. Það er mjög mikilvægt að vera
vel vakandi hvað þetta snertir og
- segir Haukur Armannsson framkvæmdastjóri
Þau eru mörg handtökin sem leysa þarf af hendi áður en skórinn er tilbúinn. Ur vinnslusa! Striksins.
fylgjast sífellt með þyí hvaða vara
gengur vel. Það er einmitt einn
aðalkosturinn við verksmiðjuna
okkar hvað við erum í mikilli ná-
lægð við markaðinn og getum
brugðið skjótt við og breytt til í
framleiðslunni ef ástæða þykir til.“
Hvernig verður
skór til?
Þau eru mörg handtökin sem
inna þarf af hendi áður en skórnir
komast í hillu kaupmannanna og
þaðan á fætur fólksins. Karl-
mannsskómir sem Strikið fram-
leiðir heita „Nico“ og kvenskórnir
„Nicola“, og við báðum Hauk að
lýsa í stuttu máli hvernig slíkir
skór verða til.
„Ferillinn hefst að sjálfsögðu á
því að taka ákvörðun um fram-
leiðslu á ákveðinni tegund, og það
sem ræður þeirri ákvörðun getur
t.d. verið að við sjáum skó á sýning-
um sem vekja áhuga okkar og við
viljum nota til hliðsjónar, eða við
kaupum af hönnuði skó sem okkur
líst vel á.
Okkar hönnuður útbýr síðan
sýnishorn af þessum skó úr þeim
efnum sem við teljum helst koma
til greina. Þegar við erum orðnir
ánægðir með árangurinn fara sölu-
menn frá okkur út til kaupmann-
anna og sýna þennan skó. Ef undir-
tektir kaupmanna em góðar má
segja að við séum komnir á grænt
ljós og vinnan hefst fyrir alvöm.
Hönnuðurinn heldur þá áfram
sinni vinnu og stærðarprufur eru
útbúnar í öllum þeim númerum
sem framleiða á, en þau eru 40-46
í karlmannsstærðum og 36-41 í
kvenmannsstærðum. Næst liggur
Nokkur sýnishorn af framleiðslu Striksins á Akureyri.
síðan fyrir að smíða jámmót fyrir
öll stykkin sem fara í hvern skó í
hverri stærð, en það geta fariö
12-28 stykki í hvert par. Þessi
grunnvinna kostar um 50 þúsund
krónur fyrir hvert módel, og núna
fyrst má segja að skórinn sé kom-
inn á framleiöslustig.
Ferillinn i framleiðslunni sjálfri
er nokkuð flókinn og margþættur.
Það er byrjað á sníðingu og undir-
búningsvinnu fyrir saumadeild,
yfirleður eru saumuð saman, kósar
og lykkjur era sett á sinn stað, síð-
an hælkappar og tákappar, yfirleð-
rið þrætt upp á fótlagsform eða
„leista" og nú fer skórinn að mót-
ast.
Næst liggur leiðin í vél sem
strengir leörið á leistann. Skórinn
rennur síðan í gegnum hitara,
neðri hluti yfirleðursins er press-
aður, skórinn síðan límborinn og
sólinn settur undir í sérstakri
pressu. Þegar skórinn kemur úr
pressunni og hefur kólnað er leist-
urinn tekinn úr honum og þá er
ekkert eftir nema frágangsvinna
eins og að líma leppa inn í skóinn,
merkja hann, setja í reimar, þrífa
og pússa og þá er skórinn tilbúinn
í kassann. Þetta er „ferillinn" í
stuttu máli.
Ótrúlega góðar
viðtökur
Þeir voru margir sem spáðu illa
fyrir sexmenningunum þegar þeir
keyptu skóverksmiðjuna á síðasta
ári og spáðu fyrirtækinu ekki lang-
lífi. En þótt ekki séu liðnir nema 6
mánuðir síðan hafa Haukur og fé-
lagar hrakið allar þessar hrakspár,
og markaðshlutdeild þeirra eykst
stöðugt. Hjá Strikinu starfa í dag
yfir 40 manns sem skila 32 heils-
Haukur Armannsson á skrifstofu
sinni: „Ekki ástæða til annars en
að líta björtum augum fram á við.“
DV-myndir gk
dagsstörfum og hefur þeim farið
sífellt fiölgandi undanfarna mán-
uði. „Við getum ekki annað en ver-
ið ánægðir með viðtökurnar og
livernig þetta hefur allt saman
gengið,“ segir Haukur. „Okkur hef-
ur vegnaö mjög vel, og sem dæmi
um þróunina get ég sagt að salan
hjá okkur í janúar slagaði hátt upp
í desembersöluna og við sjáum því
ekki ástæðu til annars en bjart-
sýni. Við leggjum allt kapp á að
standa okkur vel í samkeppninni,
vera með gott og vandað hráefni,
fylgjast vel með og uppfylla óskir
markaðarins, og síðast en ekki síst
að standa við okkar hlut gagnvart
kaupmönnum, t.d. hvað varðar af-
hendingartíma á pöntunum. Þegar
þessir hlutir haldast í hendur hlýt-
ur dæmið að ganga upp og ég sé
ekki ástæðu til annars en að líta
björtum augum fram á við,“ sagði
Haukur Ármannsson.