Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 42
42 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. Sviðsljós Iinda Evans lítur ekki glaðan dag um þessar mundir. Kærastinn, Richard Co- hen, labbaði út og flutti inn til bestu vinkonu Lindu. Linda segir öllum sem heyra vilja að vinkon- an hafi rænt frá sér eina mannin- um sem hún hafi elskað um ævina. Jafnframt lýsir hún því yfir með harmþrunginni röddu að við vinkonuna tali hún sko ekki meir. Það ætti engan að undra - það hefur nú slest upp á vinskap af minna tilefni. Margir eldri borgarar lögðu leiö sína í Geröuberg þegar Unnur kom þar við. Hún sýndi einnig í flestum af níu félagsmiðstöðvum borgarinnar. Nýbreytni í félags- starfi eldxi borgara Að undanfomu hefur Unnur Guð- jónsdóttir ballettmeistari heimsótt félagsmiðstöðvar Reykj avíkurborg- ar og sýnt eldri borgurum kínverska dansa og búninga. Auk þess hefur hún kynnt tónlist og sýnt litskyggnur frá ferðum sínum í Kína. Eldri borg- ararnir tóku Unni, sem er búsett í Svíþjóð, mjög vel. Á undanfórnum árum hefur hún m.a. komið heim til íslands og lagt hönd á plóginn við ballettsýningar Þjóðleikhússins. Al- talaö var aö þessi nýbreytni hafi ver- ið kjörin tilbreyting í starfi eldri borgara. Þrátt fyrir slæma færð að undanförnu kom fjölmargt fólk á þessa sýningu í flestar af þeim níu félagsmiðstöövum sem Reykjavíkur- borg starfrækir. Anna Þrúður Þor- kelsdóttir, starfsmaður hjá félags- starfi eldri borgara, segir að víöa í borginni sé gróskumikið félagsstarf sem eldra fólkið tekur virkan þátt í. Ólyginn sagði... Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu fyrir knattspyrnuþjálfara sem var haldið í Garðaskóla. Þarna voru saman komnir allir bestu þjálfarar landsins. um. Erling Ásgeirsson, formaður skeiðsins fengu allir viðurkenning- æskulýðs- og tómstundaráðs Garða- arskjal auk bolta og penna sem Sanit- bæjar, kynnti tómstunda- og æsku- as gaf ölium þjálfurunum. lýðsstarf Garðabæjar. í lok nám- Skagamennirnir hlustuðu af athygli á leiðbeiningarnar. Fremstur situr Guð- jón Þórðarson, þjálfari KA, næstur honum Hörður Helgason, þjálfari Vals- manna, þá Sigurður Lárusson, þjálfari ÍA, en fjærst situr Jóhannes Atla- son, þjálfari Stjörnunnar. Skyldi fótboltinn verða betri í þeirra herbúðum i sumar? DV-myndir Aöalsteinn Það var „stut|ermapeysuveður“ þegar þessi mynd var tekin. Hér getur að lita friðan hóp Vestfirðinga. Þetta eru blaðberar DV sem sjá um að koma blaðinu til lesenda á Bíldudal. Þama skipar kvenfótkið veglegan sess - sex stelpur og einn strákur. Þau heita, talið f.v. að ofan: Edda, Hjörtur og Jóna. Að neðan: Anna Vilborg, Peta, Klara og Dagbjört. Myndina sendi Helga Gisladóttir, umboösmaður DV á Bildudal. Greta Garbo hefur í tæp fimmtíu ár forðast sviðsljósið og fjölmiðlana. Þegar hún dró sig í hlé stóð hún hátindi frægöar-sinnar og var virt og dáö af almenningi. Öðru hveiju hafa sprottið upp sögur um þessa sænskættuðu leikkonu. Hún hef- ur alltaf neitað að ræða líf sitt opinberlega og gerir enn. Nú stendur til að gera sjónvarps- myndaflokk um ævi þessarar dularfullu konu. Hún hefur neit- að framleiðendum um samstarf og fjölmiðlar ná ekki orði frá henni. Greta Garbo er nú rúm- lega áttræð og sennilega alveg sama hvernig ævi hennar verður matreidd fyrir sjónvarpsáhorf- endur. lisa Bonet og eiginmaðurinn Lenny Kravitz defia nú stíft um framtíð dóttur- innar, Zoe. Ágreiningsmálið er af trúarlegum toga því hjónin játa ekki sömu trú. Lisa er áhangandi búddisma en Lenny er gyðingur í húð og hár. Bæði halda sinni trú að baminu sem skilur hvorki upp né niður. Blanda af þessu tvennu getur að sögn trúspekinga ekki gengið til lengdar. Knattspyrnuþjálfarafélag íslands hélt nýlega námskeið fyrir þjálfara á vegum félagsins. Þátttaka var mjög góð og mættu um 50 manns í Garða- skóla í Garðabæ. Menn voru ánægðir með útkomuna og minnast menn ekki að hafa séð svo marga fyrstu deildar þjálfara saman komna á námskeiði. Lögð var áhersla á kennslu í sprengikrafts- og hraðaþjálfun. Knattspyrnumenn leituðu til Þráins Hafsteinssonar, fyrrum landsliðs- þjálfara í fijálsum íþróttum, um leið- sögn við þetta verkefni, en hann hef- ur m.a. aflað sér þekkingar á þessu sviði í Austur-Þýskalandi og Frakk- landi. Þráinn leiðbeindi þjálfurum bæði bóklega og verklega með við- fangsefnið - hann naut aðstoðar sex drengja úr 2. flokki Stjörnunnar við verklegar æfingar. Garðaskóli bauð KÞÍ alla aðstöðu að kostnaðarlausu á meðan á nám- skeiðinu stóð. Góð aðstaða er til funda- og námskeiðahalds í skólan- Sigurður Lárusson fró Akranesi og Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkismanna, ræðast hér við i kaffihléi. Viö hliðina spjallar Guðni Kjartansson, liösstjóri landsliðsins í knattspyrnu, við Þráin Hafsteinsson, leiðbeinanda á námskeið- inu. Á námskeiðinu var lögð áhersla á kennslu í hraða- og sprengikrafts- þjálfun. Þráinn Hafsteinsson nýtur hér aðstoðar nokkurra stráka úr 2. flokki Stjörnunnar með verklega þáttinn. Sú nýbreytni var nýlega tekin upp hjá félagsstarfi aldraðra að fá Unni Guöjónsdóttur ballettmeistara til að sýna kínverska dansa o.fl. sem tengist þessu framandi landi. DV-myndir S Knattspyrna: Bestu þjálfarar landsins á námskeiði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.