Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 44
44
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989.
Andlát
Halldóra (Dóra) Lindal, Haukanesi
20, Garðabæ, lést í Landspítalanum
í. 1. febrúar.
Hlif Hjábnarsdóttir, Noröurbrún 1,
áður Bergstaðastræti 30, lést í Vífils-
staðaspítala 3. febrúar sl.
Guðrún Jónsdóttir frá Holtakoti,
Austurbrún 6, Reykjavík, lést á
hjartadeild Landspítalans 4. febrúar.
Jarðarfarir
Einar Leó Guðmundsson lést 26. jan-
úar. Hann fæddist 4. desember 1928
á Hólmavík. Foreldrar hans voru
Sigríður Sigurðardóttir og Guð-
mundur Jónsson. Einar var skó-
smiður að mennt og vann við þá iðn
af og til til dauðadags. Einar giftist
Margréti Erlu Einarsdóttur sem þá
átti þrjú ung böm og gekk Einar
þeim í fóðurstað. Þau hjónin eignuð-
ust tvær dætur saman. Einar og
Margrét shtu samvistum. Útfór hans
• verður gerð frá Langholtskirkju í dag
kl. 13.30.
Lovísa Jóhanna Ragna Jónsdóttir,
Hraunbrún 25, Hafnarfirði, lést 26.
janúar sl. Útforin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðný Valmundardóttir Guðjohn-
sen, Rauðalæk 15, er látin. Utförin
hefúr farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sveinn Magnússon loftskeytamaður,
Hrafnhólum 6, áður Víghólastíg 12,
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 7. jan-
úar kl. 13.30.
Kristján Albertsson rithöfundur
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.30.
Jarðarfor Eggerts Loftssonar,
Kleppsvegi 6, sem andaðist á EUi- og
hjúkrunarheimihnu Grund 27. jan-
úar, fer fram frá Neskirkju í dag, 6.
febrúar, kl. 13.30.
Petrína Halldórsdóttir Kohlberg, sem
lést í New York 30. janúar sl., verður
jarðsungin frá nýju Fossvogskapell-
unni þriðjudaginn 7. febrúar kl. 10.30.
Bálför Stefáns Pálssonar frá Ásólfs-
stöðum, Þjórsárdal, Gnúpveija-
hreppi, fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.
Jóhannes Jóhannsson frá Bæ, Mela-
braut 23, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.
Tilkyimingar
Framkonur
Fundur í kvöld kl. 8.30 í Framheimilinu
viö Safamýri. Heiöar Jónsson snyrtir
mætir á fundinn. Mætiö tímanlega.
Stjómin.
Kvennadeild
Barðstrendingafélagsins
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 7. fe-
brúar kl. 20.30 aö HaUveigarstöðum.
Gestur fundarins veröur Friðgerður
Friögeirsdóttir.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Aöalfundur félagsins verður haldinn
þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í félags-
heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Frú
Ragna Jónsdóttir kemur á fundinn og
segir frá kvennaráðstefhu í Osló sl. sum-
ar.
Bolludagur, sprengidagur
og svissnesk sælkeravika
á Hótel Borg
Vikuna 6.-12. febrúar er svissnesk sæl-
keravika á Hótel Borg. Þá gefst gestum
færi á að kynnast svissneskri matargerö-
arlist og hlusta á tónlistarmenn sem
hingað eru komnir beint úr flallahéruð-
um Mið-Evrópu. í hádeginu á bolludag-
inn og í hádeginu á sprengidaginn verður
matseldin þjóðleg. A bolludaginn verða
Fréttir__________________dv
Brunabót - Samvmnutryggingar
Stofnuðu Vátrygginga-
félag íslands hf. í gær
fiskibollur og Kjötbollur af ýmsum gerð-
um í hádeginu og standandi rjómabollu-
hlaðborð allan daginn. Á sprengidaginn
verður saltkjöt og baunir í hádeginu. í
hádeginu aðra daga vikunnar er boðiö
upp á 10-12 rétta hlaðborð með svissnesk-
um uppáhaldsréttum, sniðið að þörfúm
þeirra sem vinna í miðbænum. Verðið
er 890 krónur. Á kvöldin alla vikuna
verður opnað fyrir svissneska gnægta-
homið svo út úr flóir og borðið hlaðið
stórsteikum, svissneskum sérréttum,
eplaréttum, salötum og margs konar
öðm svissnesku góðgæti fýrir kr. 1.500 á
mann. Bæði í hádeginu og á kvöldin
skemmta tónlistarmenn með hefðbund-
inni tónlist úr fjallahéruðum Mið-Evr-
ópu. Borðapantanir á Hótel Borg í síma
11440.
Erindi um beitarrannsóknir
Á vegum Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og Búnaðarfélags íslands em
hér staddir tveir sérfræðingar á sviði
beitarrannsókna. Þeir munu halda erindi
á vegum Líffræðifélags íslands í kvöld,
6. febrúar, kl. 20.30 í stofu 101 í Odda,
húsi Félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands. Allt áhugafólk velkomið.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 7.
febrúar kl. 20.30 í Sjómannaskólanum.
Að loknum fundarstörfum verður borið
fram kaffi.
Tryggingafélögin Brunabótafélag
íslands og Samvinnutryggingar
stofnuðu nýtt hlutafélag í gær kl. 17.
Nýja tryggingarfélagið hlaut nafnið
Vátryggingafélag íslands hf. og mun
að verulegu leyti taka yfir rekstur
stofnenda sinna.
„Það þurfti dirfsku til að standa
fyrir þessu. Félögin tvö voru erki-
fjendur til skamms tíma,“ segir Ingi
R. Helgason, forstjóri Brunabótafé-
lags íslands.
Fulltrúaráðsfundur Bnmabótar
samþykkti á laugardag að ganga til
samstarfs við Samvinnutryggingar.
Á fundinum sannfærðu forsvars-
menn Brunabótar sveitarstjórnar-
menn um að viðskipti við Brunabót
yrðu með sama hætti og áður. Sveit-
arfélögin eru stærstu eigendur,
Brunabótar og óttuðust sumir að
sveitarfélögin myndu ekki fá sömu
þjónustu og áöur eftir að nýja félagið
er stofnað.
Hlutafé nýja félagsins skiptist jafnt
á milh Brunabótar og Samvinnu-
trygginga. Öllu starfsfólki fyrirtækj-
anna tveggja er sagt upp frá og með
í dag. „Það verða flestir endurráðnir,
en á þessari stundu get ég ekki sagt
til um hve margir missa vinnuna,"
sagði Ingi R. Helgason, forstjóri
Brunabótar og stjómarformaður
Vátryggingafélags íslands hf., í
morgim.
-pv
Tónleikar I Garðakirkju
Listasjóður Tónlistarskóla Garðabæjar
heldur tónleika í Garðakirkju þriðjudag-
inn 7. febrúar kl. 20.30. Á tónleikum þess-
um koma fram þeir Kristján Stephensen
óbóleikari, Þröstur Eiríksson orgelleik-
ari og Gunnar Kvaran sellóleikari, en
þeir eru allir kennarar við Tónlistarskóla
Garðabæjar. Þröstur og Kristján leika
saman Partítu í C-dúr og Partítu í d-moll
eftir Johann Wilhelm Hertel (1727-1789),
Þröstur leikur Prelúdu og fúgu í h-moll
eför Johann Sebastian Bach (1685-1750)
og Gunnar leikur Svitu fyrir einleiksselló
eftir Johann Sebastian Bach. Allur ágóði
af tónleikum þessum rennur í listasjóð
Tónlistarskóla Garðabæjar en sjóðurinn
veitir ferðastyrki til nemenda sem huga
á framhaldsnám erlendis, til kennara
sem sækja endurmenntunamám erlend-
is og kaupir listaverk til þess að prýða
húsakynni tónlistarskólans.
Krof ur aðalsfjórnar voru ekki virtar
- seglr Ingi Biöm Albertsson
„Ég gat ekki verið í þessum við-
ræðum áfram á þeim grundvelli sem
lagður var fyrir okkur í gær. Aðal-
stjórn Borgaraflokksins hafði sam-
þykkt tvær meginkröfur - að matar-
skatturinn yrði felldur niður og að
Borgaraflokkurinn sæti við sama
borð og hinir flokkarnir við skipt-
ingu ráðuneyta. Ég gat ekki séð að
þessar kröfur yrðu virtar," sagði Ingi
Björn Albertsson, þingmaður Borg-
araflokksins, en hann sagði sig úr
viðræðunefnd flokksins við ríkis-
stjórnina í gær. Ingi Björn sagðist
hins vegar ekki vera á leiöinni úr
Borgaraflokknum.
-SMJ
Ferðalangar úr Þórsmörk:
30 mínútna ferðalag tók tólf tíma
Hópur fólks sem dvaldi í Þórsmörk
um helgina er á leið til byggða. Fólk-
ið er á 15 bílum og hefur ekki óskað
aðstoðar. Um hádegi í gær lagði hóp-
urinn af staö. Um miðnætti var hann
við Jökulsárlón. í björtu og góðu
veðri tekur um 30 mínútur að aka
þessa leiö.
Ekki er vitað til að fólkið eigi í telj-
andi erfiðleikum - öðrum en þeim
að ferðin sækist mjög seint. -sme
->
Meiming
DV
Tveggja heima sýn
Það er áberandi tveggja heima
sýn í þessum ljóðum. Annars vegar
er grámyglulegur hversdagurinn,
hins veg^r heimur þjóðsagna, ridd-
arasagna, ævintýra. En sá síðar-
nefndi er aUs ekki settur fram sem
uppbót á hversdaginn heldur not-
aður til að afhjúpa að slíkt sé ekki
til.
gyllt snið
útigangshrossin
þá leitar fjársjóða í sandinum
bak við myndhvarf bolabítsins
nýfarinn lappabrotinn hrafnétinn
með kjaftrifna marhnútnum
til guðs og englanna
bísperrt fjöllin brunandi
yfir fjörðinn
með skitna spjóskafla farfugla
á herðunum
en risaeðlan sem fannst hér í fyrra
er endanlega horfin enn ein sönnunin
enn ein sönnunin
(hér er orðið „endanlega" leiðrétt-
ing á prentvillu skv. viðtali við
skáldið).
Hér er talandinn staddur á
strönd, sér til fjalla, sem eru ekki
tignarleg - þótt þau hreyki sér eins
og menn - heldur hálfhuhn skítug-
um spjó. í þá mynd faUa vel farfugl-
ar og útigangshrossin, táknmynd
vanvirðu. En talandinn er að leita
andstæðu þessa, fjársjóða! Af því
tagi, þ.e. annarlegt í þessu um-
hverfi, er bolabítur. En það er þá
bara Ula farið hræ sem þar að auki
er horfið ásamt öðru hræi sem að
vísu er af algengum fiski, en sér-
kennfiegum. Þó munar mest um
þriðja hræið, forsögulegt og ipjög
sjaldgæft, en líka horfið. Hið ann-
arlega er sem sagt aUt hrakið, sUtið
Bókmenntir
Örn Ólafsson
og horfið. Það er gegnumgangandi
einkenni á þessum ljóðum, sýnist
mér, álfakóngurinn hefur sagt af
sér, Rauður ráögjafi lagstur í
drykkjuskap, englarnir „líkjast
mest úrvinda leðurjakkagæjum
hángandi á hlemmi fá aldrei drátt
né dóp og lángar ekki leingur í“.
En ofangreint ljóð er margrætt í
lokin, var risaeðlan sönnun ein-
hvers eða er hvarf hennar það?
Sönnun fyrir hveiju? í rauninni
má einu gilda hvort er, aðalatriðið
er hugarástand þessa tautandi tal-
anda sem leitar merkingar í náttúr-
unni, m.a. með því að persónugera
hana. Gagnvart þessu hugar-
ástandi verður náttúran enn meira
yfirþyrmandi óviðkomandi þeim
sem í ljóðinu talar.
TitUUnn táknar það hlutfall sem
fegurst hefur þótt, hæð 2 á móti
grunnlínu 3. Þá er talandinn aö
íhuga einhvers konar mælikvarða
á fegurð gagnvart umhverfi sínu,
e.t.v. er hér um að ræða hlutfaU
ímyndunar og veruleika, annarlegs
og hversdagslegs.
Nýtttrúarskáld?
Islensk þjóðtrú og frásagnarhefð
er áberandi í þessum ljóðum, t.d.
er í eftirfarandi ljóði tekin Uking
af manni sem rekur kindur með
hund sér til hjálpar. Þeir fara um
snjó í nótt, hundurinn gjammar að
bágrækum kindunum. En um hvað
er verið að tala? Hundurinn er
tunglið, kindumar stjömumar, en
hver er þá fjármaðurinn? Við fáum
bara neikvæðar upplýsingar um
það, og allt innan ramma þjóð-
trúarfyrirbæra. Þá er jafnt afneitað
viðkunnanlegum jólasveininum,
háskalegri fegurð Áífakóngsins eft-
ir Goethe og Schubert, og óhugnaði
íslenskra draugasagna. Hvert
stefnir þessi fjármaður eða „hirð-
ir“? Ferðin er takmark í sjálfu sér,
sbr. 9.-10. línu. Altént sýna lok
ljóðsins að það er ekki Djákninn á
Myrká sem leiðir okkur. Það mælir
þá gegn örvæntingu, en ekki verð-
ur meira vitað. Hér er eins og glímt
við aö ná einhveiju, sem mannleg-
ur hugur grípur varla, kannski er
þetta þá guð, það hggur í hlutarins
eðh að hann er óþekkjanlegur.
fylgd
einhver
á ferð gegnum nóttina
hundur hans
túnglið
hríngsnýst
um latrækar stjömur
gjammandi túngl
á ferð gegnum nóttina
leiðin öil
leiðarendi
marrar í nýsnæinu
einhver á ferð
ekki jólasveinninn
álfakóngurinn
sér hvergi
í hvítan blett í hnakka
Sem sjá má era ljóðin ekki torskh-.
in, þau em sögð með hversdagsleg-
um orðum, og stríða ekki gegn rök-
hugsun, eins og oft er með nútíma-
ljóð. Hins vegar eru þau tálguð
mjög, til að einbeitingin verði sem
mest, sleppt óþörfum orðum, og
einkum orðinu ég, enda þótt þau
séu ævinlega persónuleg í þeim
skilningi að þau eru hnitmiðuö að
tilfinningu.
Til er fom saga af illum gestgjafa
í Grikklandi, sem sneið af ferða-
mönnum eða teygöi þá, til að þeir
pössuðu í gistirúmið. Ahtaf er
nokkur hætta á að skáld hljóti
þessa meðferð hjá gagnrýnendum,
jafnvel í mestu vinsemd. Th að
forðast það ætla ég að enda þennan
pisth á ljóði sem ég botna ekki al-
mennilega í. Þaö rís á andstæðum,
annars vegar er fom munaður
Faraóa, sem var eilífgjörður í veg-
legum grafhýsum þeirra, hins veg-
ar er íslenskur einbúi, á sinn hátt
líka „grafinn niður" í greni sínu
vanhirtu. Honum gæti virst að
tíminn stæði kyrr, hann býr við
súmaða mjólk, andstætt því að
ujóta ávaxta og ambátta svo sem
Faraóar foröum. Ennfremur em
smyrlingar eða múmíur í gervi sí-
ghdra bókmennta í hihum hjá hon-
um, andstæöan væri andlegt líf hð-
andi stundar. Þvi endar ljóðið á
sömu spumingunni og það hófst
á, en snýr nú að nútíð í stað fortíö-
ar. Þannig tengjast andstæðumar
í stöðnun. En, sem sagt, vonandi
komast einhveijir lesendur þessa
lengra en ég:
pýramídar
hví reistu þeir pýramída
faróinn íbygginn
leit inn
lagði sig á bekkinn
hæddi myndimar á veggnum
bragðaði ávextina
valdi sér ambáttir
snýr lyklinum í skránni
grafarfnykurinn velkunnur
leiðist myndin sem hékk hjá ömmu
gleymist að búa um
mjólkin súr í ísskápnum
smurð orð í bókahhlunni
hví reisa þeir pýramida
Þetta er áttunda ljóðabók Geir-
laugs á 15 ámm, og munu flestar
ófáanlegar. Það hefur flogið fyrir
að í undirbúningi væri hehdarút-
gáfa, og er vonandi að af verði hið
fyrsta, svo fólk geti kynnst vönduð-
um ljóðum þessa skálds sem nýtur
vaxandi virðingar og vinsælda
meðal þeirra sem kynnst hafa.
Geirlaugur Magnússon:
itrekað
Norðanniður 1988, 43 bls.
Ö.Ó.