Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 48
Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. engið frá sam Gengið var frá orðalagi á sam- starfsgrandvelii á milli Borgara- flokksins og ríkissrjómarinnar í morgun þegar Július Sólnes átti fund með Steingrími Hermanns- syni. En munu þó vera ýmsir endar lausir áður en endanlega verður gengiö frá málefnasamningi. Þá eiga flokkstofnanir ríkisstjórnar- flokkanna og Borgaraflokksins eft- ir aö veita samþykki sitt. Þó að aðalstjórn Borgaraflokksins hafi veitt samþykki sitt á laugardaginn fyrir frekari viðræðum þá getur enn brugðið til beggja vona með aö samstarf við ríkisstjónina verði samþykkt. Þá er alltaf sá möguleiki aö íjórir þingmenn, Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttn-, Guðmundur Ágöstsson, Óii Þ. Guöbjartsson og Benedikt Bogason, síöar meir, gangi tii samstarfs við ríkisstjórn- ina. Niðurstaðan með matarskattinn virðist ætla að verða sú að sölu- skattur á matvæli verður lækkaður en ekki fyrr en í tengslum viö kjarasamninga. Þá verður stór- eignarskattur tekjutengdur. Tolla- lög verða endurskoðuö og einhverj- ar breytingar gerðar á vörugjaldi. Engin lækkun á tekjuskatti verður i ár. Ekki er búiö að ganga frá skipt- ingu ráöuneyta en rætt hefur veriö um að Borgaraflokkurinn fái tvo ráðherra og þijú ráðuneyti: Dóms- og kirkjumáiaráöuneyti, sam- gönguráðuney ti og umhverfisráðu- neyti. Ekki hefur þó náðst full sam- staða um hvemig eigi að standa að skiptingu ráðuneyta en í tillögu- plaggi ríkisstjómarinnar í gær var ekki minnst orði á það. Djóst er að Borgaraflokkurinn gengur ekki heili inn í þetta sam- starf. Ingi Bjöm Albertsson hefur sagt sig úr viðræðunefnd flokksins við ríkisstjórnina og lýst því yfir að hann sé andvígur þessu sam- staríi. Andstaöa Alberts Guð- mundssonar hefur verið Ijós lengi. Július sagði að afstaða Inga Bjöms þyrfti ekki að koma á óvart en á þingflokksfundi í gær lýstu aðrir þingmenn yfir samþykki sínu við þær viðræður sem era í gangi. Fyr- ir utan Hreggviö Jónsson sem ekki mætti á fundinn. -HH/SMJ/gse Veðrið á morgun: Áfram éljaveður Vestan til á landinu verður suö- vestan- og vestanátt með éljum en á Norðausturlandi veröur hæg norðanátt með smáéljum. Ann- ars staðar hægviðri og að mestu úrkomulaust. Kona, sem fótbrotnaði illa í vél- sleðaslysi seinnipart laugardags, var ^fcSÓtt með sjúkraflugi til Patreksfjarð- ar í gær. Slysið Varð viö Stapa sem er skammt innan við kauptúnið á Patreksfirði. Vonskuveður var á Patreksfirði í gær, skafrenningur og flestar götur í bænum ill- eða ófærar, svo og vegir utan hans. -sme oVbílastc ÞRÖSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Árbæingar verða víst í fýlu til allrar frambúðar! Efnahagsaðgerðir: Litlar aðgerðir Fyrir ríkisstjómarfund, sem hófst klukkan ellefu í morgun, lá enn ekki fyrir samkomulag í mörgum veiga- miklum málum. Alþýðuflokksmenn vilja enn að hætt verði við fyrirvara við samþykkt ráðherranefndar Norðurlandaráðs um frjálsan fjár- magnsflutning milli landanna gegn því að samþykkja að veita Seðla- bankanum heimild tfl að ákvarða hámarksvexti. Fyrir utan ákvæði um hámarks- vexti stendur fátt eftir af tillögum Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra um aðgerðir í peninga- málum. Tillögur hans í verðlagsmál- um hafa einnig þurft að víkja fyrir tilkynningaskyldu mn verðhækkan- ir til Verðlagsstofmmar og aðhald varðandi hækkanir á opinberum gjaldskrám. Fyrir ríkisstjórnarfundinn var ekki búist við að takast myndi að afgreiða mörg stærstu málin. Alþingi mun því varla verða kynntar aðgerð- ar til styrktar sjávarútvegsfyrirtækj- um og fyrirtækjum í samkeppnis- iðnaði nema með almennum orðum. Meðal annars er ágreiningur innan ríkisstjómarinnar um svokallaðan hlutaíjársjóð Byggðastofnunar. Sam- kvæmt tillögum Framsóknar ætti sá sjóður í raun að stuðla að því að lán- ardrottnar, til dæmis Sambandið, töpuðu ekki kröfum sínum á hendur skuldunautum, til dæmis Hraðfrysti- húsi Patreksfjarðar. Ríkið verð- tryggði lánin og greiddi út eftir sex ár. Þá væri fyrri eigendum boðið að greiða þau aftur. -gse í kaffiboð á sléttum dekkj- um með ungbam Mikið annríki hefur veriö hjá lög- reglu og björgunarsveitamönnum í Reykjavík og nágrenni við að aðstoða fólk sem fest hefur bíla sína vegna ófærðar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mikið um að fólk sé að ferðast á bílum sem era enn á sumr- dekkjum. í gær var til dæmis fólk aðstoðað sem var að fara í kaffiboð í Breiðholti. Fólkið var með þriggja mánaða gamalt bam í bílnum. Versta veður var skollið á þegar fólk- ið hóf ferðalagið, samt var lagt í hann, á vanbúnum bíl. „Það er eins og fólk hafi beðið eftir að hjálp kæmi af himnum ofan. Ráð- leysið var víða algjört. Fólk virðist hafa lagt af stað heiman frá sér, þrátt fyrir glórulausan byl, og oft á bílum á sléttum dekkjum. Þetta er algjör flónska," sagði lögreglumaður í morgun. Svipast var um eftir ungu fólki sem hafði farið á skíði í gær. Fólkið fannst fljótt og þó svo ekki hafi verið um umfangsmikla leit að ræða - kostaði það björgunarmenn töluverða vinnu. í morgun hafði starfsmönnum borgarinnar tekist að opna allar helstu götur borgarinnar. -sme Rækjubátur fékk lík í trollið Rækjubáturinn Óli ÍS fékk lík í trollið þegar hann var að veiðum inni í Jökulfjörðum á Vestfjörðum á þriðjudag. Var líkið í flotgalla. Lög- reglan í Bolungarvík bjó um líkið og sendi það til Reykjavíkur á miðviku- dag þar sem Rannsóknarlögregla ríkisins tók á móti því. Ekki er enn vitað hver hinn látni er. -hlh VopnaQarðarmálið: hefur i 'Lögregla hefur fundið þann sem skaut á bfl með tveimur mönnum í á Vopnafirði fyrir viku. Lögreglu- rannsókn vegna málsins er lokið og verður málið væntanlega sent til rík- issaksóknara til frekari ákvörðunar innan fárra daga. í ljós kom að byss- an, sem notuð var, er loftbyssa sem er á stærð við skammbyssu. Ekki liggur fyrir hversu miklum áverkum byssan getur valdið í versta falli. Þrír menn voru saman með byss- una þegar hle>T)t var af. Skotið fór í gegnum afturrúðu á pallbfl í eigu Vopnafjarðarhrepps. Tveir starfs- menn hreppsins voru í bílnum. Kúl- an stöðvaðist í ökumannssætinu. í því sæti sat Flosi Jörgensson. Hann -^sakaði ekki. Einn mannanna þriggja hefur játað að hafa hleypt af byss- unni. Maðurinn mun hafa verið ódrukkinn. Svo virðist sem um ógætilega meðferð á- skotvopninu hafi verið að ræða. „Ég neita því ekki að mér brá óneit- anlega. Ég og félagi minn, sem var með mér í bílnum, héldum fyrst að snjókúlu hefði verið hent í bílinn. Ég kannast lítillega við þann sem hleypti af. Ég hef aldrei haldið að hann hafi ætlað að skjóta á mig. Fólki ^hér leið ekki vel meðan á rannsókn- ^fnni stóð. Fólk kann ekki að meta svona lagað,“ sagði Flosi Jörgensson. Vopnfirðingar eru minnugir voða- atburðarins frá því í aprfl í fyrra en þá var maður skotinn til bana. Til- ræðismaðurinn svipti sjálfan sig lífi eftir að hafa orðið mannsbani. Patreksfjörður: Fótbrotnaði á vélsleða Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins, skefur framrúðuna á bílnum sinum til að sjá út eftir fund í morgun með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra. Júlíus sagði að staðan hefði eitthvað skýrst á fundinum en hann mun aftur ganga á fund Steingríms eftir ríkisstjórnarfund. DV-mynd GVA I 1> r% d /V S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.