Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. Fréttir Sölufélag garðyrkjumanna hyggst kaupa fasteignir SIM: Söluverð húseignarínnar í Síðumúla hefur þrefaldast Miklar líkur eru á því að eignir Sam- bands íslenskra matjurtaframleið- enda í Síðumúla 34 verði seldar Sölu- félagi garðyrkjumanna. Eignarhald á þessu húsnæði orsakaði miklar deil- ur þegar sambandið krafðist þess að fá afsal fyrir húsinu af hendi ríkis- ins. Var sú krafa sett fram í krafti þess að þeir væru réttir fulltrúar garðyrkjumanna. Að sögn Árna Vilhjálmssonar, lög- manns SÍM, hefur þegar verið gert ákveðið samkomulag um söluna en formlegt samþykki stjóma félaganna verður að fá áður en endanlega verð- ur gengið frá kaupunum. Tímamörk eru á kaupunum því greiðslustöðvun Ágætis, sem er fyrirtæki SÍM og er skráður eigandi hússins, líkur 11. mars. Fyrir þann tíma verður að vera gengið frá sölunni. í dag er Ágæti hf. með starfsemi í hluta hussins en það fyrirtaeki er sagt vera alls óskylt „gamla“ Ágæti. SÍM á „gamla“ Ágæti og hefur rekst- ur þess verið mjög erfiður vegna skuldastöðunnar en rekstur þeirra hefur aðallega falist í útleigu húsins. Samkvæmt heimildum DV mun tap- ið á því fyrirtæki hafa numið um 42 milljónum á síðasta ári. Ágæti hf. mun hins vegar hafa skilað rekstrar- afgangi á síðasta ári að sögn Sturlu Friörikssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eigendur Ágætis hf. eru reyndar flestir í SÍM og því einn- ig eigendur aö „gamla“ Agæti sem var sameignarfélag. SÍM fékk afsal að eigninni nú í ágúst. Eru þeir hjá samtökunum ekki ánægðir með hve seint þeir fengu afsalið og kenna þvi um þegar tapið á síðasta ári er rætt. Eignin var þeg- ar sett á sölu í ágúst en sölutregða á markaðnum hefur gert það að verk- um að eignin er enn óseld. Keyptu húsið á 62 milljónir í október 1987 var máhð komiö á það stig að SÍM var farið að vonast eftir afsali frá ríkinu. í fjárlögum fyrir það ár var til heimild til þess en þáverandi landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, hafði skrifað undir sölusamning með fyrirvara um sam- þykki Alþingis. Sú heimild rann út þannig að hana varð að endurnýja á síðasta ári. Lög um það voru ekki samþykkt fyrr en í maí. Deilan í málinu orsakaðist af því að aðrir garðyrkjumenn en þeir sem voru í SIM töldu að þar með væri ríkið að rétta félaginu eignina á gjaf- verði. Samkomulag hafði verið gert um að húseignin, sem var í eigu Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins á meðan það fyrirtæki var og hét, ætti að falla í skaut matjurta- framleiðenda og ætti verðið að vera lágt. Menn greindi hins vegar á um það hvort SÍM gæti tahst eðlUegur fulltrúi matjurtaframleiðenda því ekki nema hluti þeirra var í sam- bandinu. Verð það sem SÍM borgaði fyrir húsið virðist hagstætt þegar hugsan- legt söluverð nú er rætt. SÍM borgaði 62 miUjónir fyrir húsið í fyrra á hag- stæðum kjörum en samkvæmt heim- Udum DV nemur söluverð þess nú um 170 til 200 mUljónir króna. Það sést vel hve hagstætt verðið var því þessar 62 mUljónir voru greiddar í ágúst, um leið og afsaUð kom, með útgáfu skuldabréfa. Verðið á húsinu hefur því þrefaldast á nokkrum mán- uðum. Árni VUhjálmsson sagðist ekki vilja tjá sig um söluverðið nú, þegar það var borið undir hann. Sagði að ekki væri rétt að hann tjáði sig að svo stöddu um verð hússins þar sem ekki hefði verið gengið frá sölunni. SÍM lagt niður í kjölfar sölunnar Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, formanns SÍM, verður félagið lagt niður nú í kjölfar sölunnar á hús- eigninni að Síðumúla 34. Sagði hann að væntanlegt söluverð hússins færi í að greiða upp skuldir félagsins. Sagðist hann ekki sjá annað en að söluverð hússins ætti að duga fyrir skuldum félagsins ef salan gengur eðlUega fyrir sig. Sölufélag garðyrkjumanna hyggst flytja starfsemi sína úr Skógarhlíð og sagði Hrafn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri að ástæða þess væri sú að athafnasvæði þeirra í Skógar- hlíðinni minnkar mikið þegar Bú- staðavegurinn verður tekin í gagnið. Sagði hann aö eignimar í Síðumúla hentuðu vel fyrir þeirra starfsemi. -SMJ Húseignin að Síðumúla 34 hefur valdið miklum deilum undanfarin ár en nú virðist þessi umdeilda húseign hafa þrefaldast í verði. DV-myndir: GVA Sölufélag garðyrkjumanna telur að hús þess í Skógarhlið henti ekki eftir að Bústaðavegurinn hefur verið tengdur Miklatorgi Átök erfmgja um eignarhluti 1 Vífilfelli hf.: Deilt um réttmæti erfða- skrár eins erfingjanna Erfingjar Björns heitins Ólafs- sonar, sem var aðaleigandi Verk- smiðjunnar Vífilfells hf., hafa átt í deilum fyrir dómstólum um eign- arhluta í Vífilfelli. Björn Ólafsson átti fjögur böm. Tvö þeirra em lát- in. Deilan snýst um hvort annað þeirra látnu hafi gert sér nægilega grein fyrir afleiðingum þess er hún undirritaði erfðaskrá að sínum eignarhluta. Konan erföi bróður sinn, Pétur Bjömsson, stjómar- formann Vífilfells, að sínum hlut. Aðrir erfingjar töldu að Pétur hefði nýtt sér andleg veikindi syst- ur sinnar. Læknar hafa ekki verið á einu máli um hvort konan hafi verið hæf til að ráðstafa eignum sínum eða ekki. Vegna þeirra veik- inda sem hún átti í gekkst hún undir nokkrar aðgerðir á höfði. Hæstiréttur ekki sammála Hæstiréttur staðfesti úrskurð skiptaréttar um að erfðaskráin hafi verið lögleg. Einn hæstaréttardóm- aranna, Guðrún Erlendsdsóttir, skilaði sératkvæði, hún taldi að mikfil vafi hafi verið á hvort konan hafi verið hæf til að gera erfða- skrána á skynsamlegan hátt. Guð- rún vildi fella erfðaskrána úr gildi. Meirihluti Hæstaréttar taldi að erfðaskráin væri lögleg og ætti því að standa óhögguð. Þeir sem hófu - tekist var á um yfírráð gríðarlega hagsmuna Höfuðstöðvar Vífilfells eru i Haga við Hofsvallalgötu. Verksmiðja fyrirtæk- isins er við Stuðlaháls. Vífilfell er eitt af blómlegustu fyrirtækjum á ís- landi. Deila erfingjanna er deila um mikla peninga og völd. málið telja að Pétur hafi nýtt sér vanheilsu systur sinnar til að erfa sig að sínum hluta. Erfðaskráin var gerð árið 1978. Sams konar erfða- skrá undirritaði hin látna ári áður. Sú erfðaskrá hefur ekki fundist. Báöir málsaðilar lögðu fram greinargerðir lækna um andlega heilsu konunnar sem arfleiddi Pét- ur að eigum sínum. Læknarnir voru ósammála um hversu hæf hún var til að gera erfðaskrána. Ekki óeðlileg eða óskynsamleg í dómi Hæstaréttar segir meðal annars:.....brestur fullnægjandi rök fyrir því, að svo verði litið á, að hún hafi við gerð erfðaskrárinn- ar 3. apríl 1978 ekki haft næga greind til að taka þá ákvörðun, sem í erfðaskránni fólst, og gera sér viö- hlítandi grein fyrir þýðingu hennar þrátt fyrir skerta andlega heilsu og þótt um væri að ræða veigamikla ráðstöfun hlutabréfa, er voru mikl- um mun verðmætari en nafnverð þeirra gaf til kynna. Eru þá meðal annars höfð í huga náin tengsl hennar um langa hríð við fyrirtæki fjölskyldunnar og þátttaka hennar í stjóm þeirra um árabil. Miðað við aðstæður allar verður ráðstöfun hennar með erföaskránni og ekki talin þess eðlis, að hún hafi verið óeðlileg eða óskynsamleg." Hlutafé Vífilfells er 12 þúsund krónur Erfingjar fyrirtækisins deila um mikla fjármuni. Vífilfell er eitt af stærri fyrirtækjum .landsins. Ef mið er tekið af veltu fyrirtækisins árið 1987 má ætla að velta þess í ár verði tæplega 1300 milljónir króna. Góður hagnaður hefur verið af rekstrinum. Hlutafé Vífilfells er mjög lágt - eða 12.120 krónur. Sam- kvæmt hlutafélagaskrá er Pétur Bjömsson stjórnarformaður. DV-mynd S Varaformaður stjórnarinnar er Kristján Kjartansson. Hæstaréttardómari I vara- stjórn Benedikt Blöndal hæstaréttar- dómari er varamaður í stjórn fé- lagsins. Hann sagði, í samtali við DV, að hann hefði tilkynnt skrif- lega, eftir að hann var skipaður hæstaréttardómari, að hann væri hættur öllum afskiptum af fyrir- tækinu. Hann sagði ennfremur að hann hafi ekki haft þar nein af- skipti og vissi ekki betur en búið væri að tilkynna þessa ákvörðun sína til Hlutafélagaskrár. Benedikt sagðist vera mjög hissa á að hann væri enn skráður varamaður í stjórn Vífilfells og að hann ætlaöi aö láta breyta því strax. „Þegar lög um hæstaréttardóm- ara voru sett vom þau strangari en þekktist um aðra embættis- menn. Síöan hafa verið sett ný lög - um til dæmis bankastjóra ríkis- bankanna. Þeim er óheimilt að vera í stjómum atvinnufyrirtækja. Það er hins vegar ekkert sem bann- ar hæstaréttardómara að eiga hlut í eða vera í stjóm atvinnufyrir- tækja. Þetta sýnir að það er kominn tími á að endurskoða lög um hæsta- réttardómara," sagði hæstaréttar- lögmaöur sem DV ræddi við. Það er ekkert í lögum sem meinar hæstaréttardómara að vera í stjórn atvinnufyrirtækja. Þeir lögmenn sem DV talaði við voru samt undr- andi á þeirri staðreynd að Benedikt Blöndal væri varamaöur í stjórn Vífilfells. Dóm Hæstaréttar dæmdu hæsta- réttardómararnir Guðmundur Jónsson, Bjami K. Bjarnason, Guð- rún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson og Gunnar M. Guð- mundsson hæstaréttarlögmaður. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.