Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóiar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Á móti ísmáu - með ístóru í sumum járntjaldslöndum hefur framsóknarflokkum verið leyft að starfa, svo framarlega sem þeir fara eftir ákvörðunum að ofan, halda sér við smáatriðin og láta stóru máhn í friði. Dagblöð þar birta líka kvörtunarbréf fólks um ýmis mál, sem ekki skipta miklu. Neytendasamtökin á íslandi eru í svipaðri stöðu. Munurinn er þó sá, að svigrúm þeirra er ekki afmarkað að ofan, heldur hafa þau sjálf ákveðið vettvang sinn. Þau hafa lengst af markað hann afar þröngt og neita sér enn um að ræða málin, sem skipta neytendur mestu. Samt hafa samtökin komið að nokkru gagni. Þau hafa verið eini félagslegi málsvari neytenda í landinu. Þau hafa smám saman verið að færa sig upp á skaftið og eru nú komin á kaf í baráttu gegn aukinni einokun landbúnaðardrekans á kartöflum og kjúkhngum. Lengst af sérhæfðu samtökin sig í kvartanaþjónustu fyrir almenning. Þau gerðust málsvari einstaklinga, sem höfðu keypt vöru, er ekki stóðst auglýst gæði eða eðh- lega gæðastaðla. Einkenni þessa málaflokks var kvörtun eins neytanda á hendur einum kaupmanni. Augljóst er, að mikil orka fer í shk mál, þótt almennt gildi þeirra út á við sé takmarkað. Það safnast þó, þegar saman koma margir vinningar í slíkum málum. Kaup- menn verða yfirleitt samvinnuþýðari gagnvart neytend- um, ef þeir vita af samtökunum á næsta leiti. Með baráttunni gegn aukinni einokun í kartöflum og kjúklingum eru Neytendasamtökin að færa sig yfir á almennara svið, þar sem einstakir vinningar eru miklu hærri. Með árangri í einni aðgerð geta þau fært sér- hveijum neytanda í landinu hluta af vinningnum. Að undanfórnu hafa neytendur farið halloka fyrir landbúnaðardrekanum. Kartöflur og kjúklingar eru á hraðferð inn í einokunarkerfi, þar sem fyrir eru kýr og kindur. Verð kartaflna og kjúkhnga hefur hækkað að undanfórnu fimm sinnum meira en verðbólgan. Barátta Neytendasamtakanna gegn smíði einokunar á kartöflum og kjúklingum er gott mótvægi við ríkis- stjórn, sem er afar höh undir einokunarstefnu og er í reynd töluvert fjandsamlegri neytendum en nokkrar síðustu ríkisstjórnir á undan henni. Athyglisvert er, að barátta samtakanna felst einkum í bænarskrá til landbúriaðarráðherra, sem er gersam- lega heyrnarlaus á öll sjónarmið, sem stríða gegn hags- munum landbúnaðardrekans. Ekkert bendir th, að hann eða samráðherrar hans vhji hlusta á neytendur. Merkilegast er þó, að Neytendasamtökin eru með þessu að amast við einokun á einu sviði, sem þau láta átölulausa á hefðbundnum sviðum. Landbúnaðardrek- inn er nefnilega ekki að gera annað en að koma reglum um afurðir kinda og kúa yfir á kartöflur og kjúkhnga. Formaður samtakanna hefur meira að segja lýst því yfir oftar en einu sinni, að það sé stefna samtakanna, að innflutningsbann sé áfram á landbúnaðarvörum, meðan innlend framleiðsla sé á boðstólum. Hann styður einokunina í stóru, þótt hann sé á móti henni í smáu. Erfitt er að sjá, hvaða hag neytendur hafa af for- mannsyfirlýsingum af þessu tagi. Ekkert mundi bæta kjör neytenda í landinu meira en afnám einokunar land- búnaðardrekans á afurðum kinda og kúa. Kjúklingar og kartöflur vega ekki eins þungt á metaskálunum. En Neytendasamtökin hafa sjálf ákveðið að setja sér landamæri neðan við stóru málin og að leyfa formanni sínum að kyssa á meginvönd landbúnaðardrekans. Jónas Kristjánsson Útboð opin- berra rekstrar- verkefna Opinber rekstur og kostnaöur viö hann eru sígild viðfangsefni stjómvalda. Ríkisútgjöldin vaxa sí- fellt og opinberam starfsmönnum fjölgar mun meira en öörum. Er þetta náttúrulögmál sem enginn mannlegur máttur fær viö ráðið? í vestrænum velferðarþjófélög- um er boðiö upp á margs konar þjónustu. Deilt er um það að hve miklu leyti þjónustan á að vera á vegum hins opinbera. Einnig eru skiptar skoðanir um það að hve miklu leyti opinbera þjónustan á að greiðast af skattgreiðendum og að hve stórum hluta af neytendum. Mín skoðun er sú, að á mörgum sviðum megi færa greiðslur fyrir veitta þjónustu frá skattgreiðend- um til neytenda. í öðrum tilvikum mætti greina frá kostnaðinum þótt hann sé greiddur af almannafé. Hvort tveggja mundi efla kostnað- arvitund almennings en betra kostnaðarskyn hjálpar til við að spara. í þessari grein verður ekki bein- línis fjallað um þetta. Hins vegar verður greint frá þingsályktunar- tillögu sem hggur fyrir Alþingi en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að bjóða megi út ýmis rekstrar- verkefni ríkisins til einkaaðila þótt starfsemin haldi áfram að vera op- inber. Tillagan er endurflutt þar sem hún varð ekki útrædd á sínum tima. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- ráðherra í samráði við aðra ráð- herra að gera athugun á því á hvaða sviðum ríkisrekstrar sé hag- kvæmt að efna til útboða. Skulu niðurstöðumar lagðar fyrir Al- þingi í formi skýrslu þegar að at- hugun lokinni." Hversvegna útboð? Á undanförnum árum hefur út- boðum opinberra framkæmda fjölgað og verk, sem áður voru nær einungis unnin af viðkomandi rík- isstofnunum, eru nú boðin út. Margvísleg rök eru fyrir því að bjóða opinberar framkvæmdir út. Útboðsverk eru venjulega betur undirbúin. Eftirht er með fram- kvæmd verktaka en þegar ríkis- stofnanir framkvæma verkin er hönnun, framkvæmd, eftirlit og úttekt í höndum sömu stofnunar. Útboð hafa sannarlega leitt til minni kostnaðar og meira magn framkvæmda á útboðsmarkaði hef- ur tryggt vel rekin verktakafyrir- tæki í sessi og lengt aldur þeirra. Þótt lögin um opinberar fram- kvæmdir, sem sett voru að frum- kvæði Magnúsar Jónssonar, þá- verandi fjármálaráðherra, hafi reynst ákaflega góður grundvöllur útboðs verklegra ríkisfram- kvæmda vantar enn á að í öllu sé farið eftir ákvæðum þeirra laga. Má í því sambandi t.d. nefna svo- kallað skilamat sem er mat á því hvemig framkvæmd hefur tekist miðað við áætlun og samánburð við hliðstæð verk sem þegar hafa verið metin. Þrátt fyrir þetta er ljóst að útboðsstefnan hefur gjör- breytt opinberum framkvæmdum til góðs. Hvaða verkefni má bjóða út? Meðal nágrannaþjóöa hefur veriö unnið aö því skipulega að auka útboð opinberra rekstrarverkefna til einkafyrirtækja. Sérstaklega hafa útboð átt sér stað þegar um ný verkefni er að ræða eða verið að gera breytingar á opinberum rekstri. Þær greinar sem einkum hafa þótt heppilegar til útboðs eru m.a. þvottar, hreingeming, vakt- WÓTiíi’étn íítoáfá rn nf 1 ínpvi 1 fYnnri-’ KjaUarinn Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og 1. þingmaður Reykvíkinga un, áætlanagerð, eftirht, viðhald og viðgerðir. Er ég þá fyrst og fremst að tala um þau rekstrarat- riði sem boðin eru út í nágranna- löndum. í Bandaríkjunum þekkist hins vegar útboð á miklu fleiri sviðum. Þá þekkist það að fangelsisrekstur hafl verið boðinn út til einkaaðila, spítalar jafnframt. Það á sjálfsagt ekki við hér á landi en er dæmi um það að einkaaðilum er treyst fyrir verkefnum og síðan er stjórnvöld- tun ætlað að sjá um eftirlit. Þau rök, sem m. a. hafa verið færð fyrir útboðum opinberra rekstrarverkefna, eru m.a. eftirfar- andi: Hver eru helstu rökin? 1. Launamunur starfsmanna við sömu störf mundi ekki grundvall- ast á því að sumir séu opinberir sterfsmenn en aðrir starfi í einka- rekstri. Þannig mundi tortryggni og samanburður hverfa. 2. Útboð stuöla yfirleitt að lægra verði og minni kostnaði. 3. Útboð opinberra verkefna stækka útboðsmarkaðinn, styrkja þannig einkareksturinn og efla samkeppni. 4. Utboðýtaundirþaðaðskattregl- ur verði samræmdar en mismuni ekki aðhum eins og nú er - sér- staklega söluskatturinn. 5. Útboð krefjast undirbúnings og áætlunar sem auðveldar opin- berum aðhum að stjóma og setja sér markmið, örva leit að hag- kvæmum leiðum við lausn verk- efna og fjölga úrlausnarkostum. 6. Útboð stuðla að eðhlegri verka- skiptingu þar sem framkvæmd og eftirlit eru ekki hjá sama aðila ef það tryggir betri árangur. Og í raun er þetta kannski stærsta ástæðan hjá sumum, einkum stjómmálamönnum, sem telja að það sé verkefni þeirra að stjóma og taka ákvarðanir en síðan sé það annarra en ríkisvaldsins að sjá um hvemig einstök verkefni eru leyst á þeim grandvelh sem lagður hefur verið af stjómvöld- um á hverjum tíma. Útboð opin- berra framkvæmda hafa sannað ghdi sitt og meðal annarra þjóða hafa útboð opinberra rekstrar- verkefna leitt fil skhvirkari rekst- nrs" Ehálrt ástæðq 'er til að 'æflá að slíkt eigi ekki við hér á landi. Fjölgun opinberra starfsmanna á undanförnum árum og áratugum á m.a. rætur að rekja th þess að ríkið ræður starfsfólk til að sinna þjón- ustu sem hægt væri að fela öðrum án þess að þjónustustigið minnk- aði. Þunglamaleg stjórnun í opin- berum rekstri veldur oft seina- gangi og dregur úr sveigjanleika. Launaákvarðanir eru miðstýrðar og valda oft óánægju starfsmanna sem flýja í önnur störf. Með aukn- um útboðum má gera ráð fyrir að margir þeirra, sem nú starfa í margvíslegum þjónustustörfum fyrir ríki og sveitarfélög, mundu stofna eigin fyrirtæki og bjóða í verkefni. Þannig gætu þeir með útsjónarsemi og á grundvelh eigin ákvarðana leitað hentugastra leiða við reksturinn og ráðið sjálfir meiru um framkvæmdina. Getum við lært af öðrum? Fyrir nokkrum árum sendi hag- sýsludehd danska íjármálaráðu- neytisins leiðbeiningar til ráðu- neytanna um útboð á ríkisverkefn- um. Ekki er rúm hér til að fjalla ítarlega um þessar leiðbeiningar sem geta þó komið íjármálaráöu- neytinu að miklu gagni ef áhugi reynist vera fyrir hendi. Þar er gert ráð fyrir margvíslegum út- boðum - aht eftir eðh verkefna. Nefna má nokkur form: 1. Fyrirspurnum er beint til fyrir- fram ákveðinna fyrirtækja sem álitin eru samkeppnishæf. Fjöldi þeirra verður að ráðast af stærð og eðh útboðsverkefnis. 2. Stundum er einungis leitað til fárra fyrirtækja ef talið er að það þjóni ekki tilgangi að leita til mjög margra. Þetta á t.d. við þegar krafist er sérstakrar tæknikunn- áttu eða vélakosts sem einungis fá fyrirtæki ráða yfir. 3. Auglýsa má í fjölmiðlum og leita þannig eftir því hvaða fyrirtæki hafi áhuga á viðkomandi verk- efni. Þá má velja þau fyrirtæki sem th greina koma og ákveða hvort leitað verði th enn fleiri fyrirtækja. 4. Þegar vinnuthhögun er þekkt, en ekki hversu stórt verkefnið er, getur skapast samkeppni út frá einingaverði, t.d. laun á tímaein- ingu. 5. í útboði getur verið tiltekið fast verð, þ.e. hið opinbera tilkynnir hversu mikið greitt verður fyrir viðkomandi verk eða þjónustu en annars er haft opið og óbundið á hvem hátt fyrirtæki leysir verk- efnið. Þessi aðferð er hentug th þess að fá hvers konar þjónustu og í hvaða mæli sem er fyrir th- tekna fasta upphæð. Hefur ráðherra áhuga? Fjárveitinganefnd hefur fengið tillöguna th meðferðar. í umræð- um á Alþingi kom fram áhugi fjár- málaráðherra á því að málið yrði kannað th hhtar. Það kann því að vera fróðlegt að fylgjast með fram- haldinu. Þá kemur í ljós hvort áhugi ráðherrans á hagræðingu er eins mikhl á borði og í orði. Friðrik Sophusson „Mín skoðun er sú að á mörgum svið- um megi færa greiðslur fyrir veitta þjónustu frá skattgreiðendum til neyt- enda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.