Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 17 Jþrottir Blak: Úrslit hafin Úrslitakeppnin í blaki er hafin. Um helgina voru leiknar tvær fyrstu umferðiraar, bæði í úr- valsdeiid kvenna og karla. Á laugardaginn var fyrri um- ferðin leikin og þá áttust við kvennalið Víkings og Þróttar Nes. Þróttur Nes. kom á óvart með því að vinna fyrstu hrinuna, 15-17, og átti Jóna Viggósdóttir marga glæsilega skelli í gólf Vík- inga en Víkingar gerðu út um leikinn í næstu þremur hrinum og unnu auðveldiega, 15-6, 15-5 og 15-6. Sigrún Sverrisdóttir, uppspilari Víkinga, átti mjög góð- an leik. í Kópavogi léku Breiðablik og Stúdínur. Urslit leiksins komu á óvart þar sem UBK vann ÍS auð- veldlega í þremur hrinum. Hrin- urnar fóru 15-10, 15-10 og 15-5! ÍS átti mjög slakan leik og gekk illa að ná sókn. Breiöabliksliðið náði hins vegar betur saman en undanfarið. I karlaflokki mætt- ust erkifjendurnir Þróttur R. og ÍS. Skemmst er frá að segja að ÍS sigraöi í leiknum, 3-1, og fóru hrinumar 15-7, 9-15, 15-12 og 15- 13. HK og KA áttust við í Digra- nesi. Kópavogsliðið reyndist deildarmeisturunum lítil hindr- un. KA vann leikinn, 3-0, með þá Stefán Magnússon og Stefán Jó- hannsson sem bestu menn. Hrin- ur fóru 15-9,15-8 og 15-9 og tók leikurinn aðeins 50 mínútur. Á sunnudag var svo önnur umferð leikin. Viðureign dagsins var leikur ÍS og KA. Lið Stúdenta byrjaði leikinn af krafti og vann fyrstu tvær hrinurnar, 15-10 og 16- 14, og spilaöi þá oft mjög skemmtilegt biak. KA-menn voru hins vegar dálítið hikandi þar til í þriðju hrinu en í henni tókst þeim að sigra með mikilli baráttu, 15-13, eftir að ÍS hafði haft for- ystu framan af. Eftirleikurinn reyndist Akureyringunum nokk- uð auöveldur. I fjórðu hrinu var allur vindur úr ÍS-mönnum og KA-menn unnu hana 15-3 og þá firamtu 15-7. Bestir hjá KA voru Haukur Valtýsson og Kínverjinn Ho Fei. Sigurður Þráinsson átti góðan leik með ÍS. Þróttarar léku gegn HK og imnu þá ffekar auðveldlega, 3-1, 15-2,10-15,15-10 og 15-4. Þróttar- liðið var jaftit, þjá HK átti hinn ungi Stefán Sigurösson mjög góð- an leik. Eftir helgina eru deildar- meistarar KA efstir með 4 stig, ÍS og Þróttur meö 2 stig hvort félag en HK rekur lestina með 0 stig. í kvennaflokki lék ÍS gegn Þrótti Nes. ÍS vann fyrstu hrin- una 15-0! Stúdínur unnu einnig næstu hrinu, 15-8, en Þróttur vann þriðju hrinu auöveldlega, 15-6. ÍS tryggöi sér svo sigurinn með því að sigra í íjórðu hrinu, 15-12. Stúdínur urðu fyrir þvi óhappi í leiknum að Þórey Har- aldsdóttir meiddist á ökkla og er óvíst hvort hún getur leikiö meira meö í vetur. Breiöablik og Víkingur léku um kvöldiö og sigraði Víkingur í þremur hrinum. Fyrstu tvær hrinumar tóku næstum klukku- tima og enduöu 15-11 og 15-13. Þriðja hrinan vannst örugglega, 15-8. Særún Jóhannsdóttir var best hjá Víkingum en Sigurlin Sæmundsdóttir hjá UBK. í kvennafiokki er staðan þannig að deildarmeistarar Víkings eru efstir með 4 stig, ÍS og UBK eru með 2 stig en Þróttur Nes. hefur ekkert stig hlotið. Um helgina var svo dregið í undanúrslit bikarkeppni BLÍ. í karlaflokki mæta ÍS-menn HK- ingum og Þróttarar leika gegn KA. í kvennaflokki spila annars vegar Völsungur og HK og hins vegar Víkingur A og Víkingur B. -B Góð nýting í heildina - hjá landsliðinu í B-keppninni Stefin Kristjánsson, DV, París: íslenska liðið fékk samtals 307 sóknartilraunir í B-keppninni og skoraði alls 176 mörk. Sóknarnýting- in er 57,3% sem er mjög góður árang- ur. Frammistaða einstakra leikmanna á mótinu var sem hér segir: Kristján Arason skaut 47 skotum, þar af tveimur vítaskotum. Hann skoraöi 26 mörk og eitt úr víti. 14 skot voru varin, þar af 2 víti og 7 skot fóru fram hjá. Kristján tapaði bolta 8 sinnum en vann hann tvíveg- is. 4 víti fiskaði Kristján og hann átti 12 línusendingar. Þorgils Óttar Mathiesen skaut 33 skotum og skoraði 23 mörk. 7 skot voru varin og 3 fóru fram hjá. Þorg- ils Óttar tapaði boltanum einu sinni og vann hann einu sinni. Að auki fiskaði fyrirliðinn 13 vítaköst. Alfreð Gíslason skaut 44 skotum og skoraði 23 mörk, þar af 3 úr víta- köstum. Varin skot voru 17, þar af eitt víti. Alfreð skaut 4 skotum fram hjá. 7 boltum tapaði hann og vann 3, fiskaöi 3 víti og gaf 12 línusending- ar. Jakob Sigurðsson skaut 22 skotum og skoraði 19 mörk, 3 skot voru var- in. Jakob tapaði einum bolta en vann 2 og átti eina línusendingu. Sigurður Sveinsson skaut 26 skot- um, þar af 16 vítaskotum. Siggi skor- aöi 21 mark, þar af 15 úr vítaskotum. 3 voru varin, þar af eitt víti og 2 fóru fram hjá. Að auki fiskaði hann eitt víti og átti tvær línusendingar. Valdimar Grímsson skaut 25 skot- um og skoraði 14 mörk, 9 skot voru varin og 2 fóru fram hjá. Valdimar tapaði 3 boltum, vann engan, fiskaði eitt víti og átti enga línusendingu. Héðinn Gilsson skaut 25 skotum og skoraði 13 mörk, 8 skot varin og 4 fram hjá. Hann tapaði 7 boltum en vann einn, fiskaði 4 víti og átti 4 línu- sendingar. Sigurður Gunnarsson skaut 28 skot- um, þar af 3 vítaskotum. Hann skor- aði 13 mörk, þar af 3 úr vítaskotum. 12 skot voru varin og 3 fóru fram hjá. 11 boltum tapaði Sigurður, vann engann, fiskaði ekkert víti og átti 11 línusendingar. Guðmundur Guðmundsson skaut 12 skotum og skoraði 10 mörk, eitt skot varið og eitt fram hjá. Tveimur bolt- um tapaði Guömundur, vann einn, fiskaði 2 víti og átti enga línusend- ingu. Bjarki Sigurðsson skaut 17 skotum og skoraði 10 mörk, 6 voru varin og eitt fór fram hjá. Bjarki tapaði einum bolta, vann 2, fiskaði 2 víti og átti eina línusendingu. Júlíus Jónasson skaut 4 skotum og skoraði 3 mörk, eitt skot fram hjá. Geir Sveinsson reyndi eitt markskot og það fór fram hjá. Hann tapaði ein- um bolta og vann annan. Einar Þorvarðarson varði samtals 56 skot og af því voru 8 vítköst. Guðmundur Hrafnkelsson varði samtals 27 skot. wlÍke TySOnvarði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt i hnefaleikum í Las Vegas um helgina. Tyson sigraði Frank Bruno frá Bretlandi á tækni- legu rothöggi í fimmtu hrinu. Tyson hafði talsverða yfirburði í viðureigninni gegn hinum 22 ára gamla Englendingi. Þetta var 36. sigur Tysons i röð. Símamynd/Reuter Bjarni vann bronsverðlaun - á opna skoska meistaramótinu í júdó Bjarni Friöriksson júdómaður vann til bronsverðlauna í sínum flokki á opna skoska meistaramótinu í júdó. Mótið fór fram um síð- ustu helgi. Bjarni, sem vann bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984, fór hamfórum á raótinu í Skotlandi. Hann vann vann fimra glímur, allar á ippon eða með fullnaðarsigri, en tapaði einni fyrir skoskum júdómanni. Sá kappi glímdi síðan til úrslita og beið þar lægri hlut fyrir Englend- ingnum Dennis Stewart sem hreppti gullverðlaun á skoska meistara- mótinu. Þess má geta að Stewart þessi hafði betur í viðureign við Bjama á ólympíuleikunum í Seoul í haust Halldór Hafsteinsson glimdi einnig á skoska meistaramótinu og stóð sig vel framan af en tapaði síðan sinni fyrstu viðureign í úrslitum. -JÖG Guðmundur Hrafnkelsson stóð fyrir sinu í B-keppninni í Frakklandi. Hann átti stórleik gegn Svisslendingum og varði þá eins og berserkur. Hann varði síðan frábærlega vel undir lokin í leik íslendinga og Pólverja. í heildina varði Guðmundur 27 skot. Hér ver hann eitt þeirra frá Dariusz Bugaj í pólska liðinu. Símamynd Reuter FH missti dýrmætt stig - Fram meö nauma forystu í 1. deild kvenna FH missti af dýrmætu stigi í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik kvenna á föstudagskvöldið er liðið gerði jafntefli við Stjömuna, 13-13, í Hafnarfirði. Stjömustúlkurnar geta þakkað frá- bærri vöm sinni og markvörslu Fjólu í síðari hálfleik fyrir annað stigið í leik þeirra gegn FH á fóstudagskvöld. FH byrjaði leikinn vel og leiddi í hálfleik 9-6. En með geysilegri baráttu náðu Stjörnustúlkurnar að jafna leikinn. Bæði liðin fengu gullin tækifæri til að gera út um leikinn en markveröir lið- anna, þær Halla og Fjóla, fóru á kostum á lokamínútunum og sáu til þess að mörkin yrðu ekki fleiri. • Mörk FH: Heiða 5, Eva og Kristín 3, Rut og Sigurborg 2 hvor, Ingibjörg 1 mark. • Mörk Stjörnunnar: Ragnheiöur 3, Erla, Helga, Hmnd og Ingibjörg 2 hver, Herdís og Guðný Guðnad. l mark hvor. Valur sigraði Valur sigraði Tindastóll, 89-81, í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik að Hlíðarenda í gærkvöldi. Valur hafði forystu í hálfleik, 50-49. Leiku inn var í jafnvægi lengst af en Vals- menn voru sterkari á lokasprettin- um. Tómas Holton var stigahæstur Valsmanna með 26 stig en Valur Ingi- mundarson skoraði mest hjá Tinda- stóli 31 stig. Sigurður Valur Halldórsson og Jón Otti Ólafsson dæmdu leikinn vel. -JKS Tvö töp Eyjastúlkna ÍBV stúlkurnar fóru ekki fengsæla ferð til höfuðborgarinnar um helgina. Þær spiluðu tvo leiki og töpuðu þeim báðum. A fóstudag gegn Val, 25-16, og á laugar- dag gegn Haukum, 30-19. ÍBV liðið spilaði oft ágætlega í fyrri hálfleik í leik þeirra gegn Val og var munurinn aðeins þrjú mörk í hálfleik, 11-8. Valsstúlkurnar komu ákveðnar til síðari hálfleiks og juku muninn jafnt og þétt og þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn níu mörk, 25-16 Mörk Vals: Katrín og Guðrún 5 hvor, Una og Kristín Anna 4 hvor, Lúlú 3, Kristín P. 2 og nöfnurnar Ásta Elín og Ásta Björk sitt hvort glæsimarkið. • Mörk ÍBV: Andrea 6, Ingibjörg 3, Arnheiður, Berglind og Stefanía 2 hver, Ásdís 1. Sigur Hauka var aldrei í hættu á laug- ardag. Þær höfðu yfirhöndina allan leik- inn og eftir að hafa haft sex marka for- ystu í hálfleik, 15-9, juku þær enn á for- skotið og endaði leikurinn með 11 marka sigri þeirra, 30-19. • Mörk Hauka: Þórunn 9, Margrét 7, Ragnheiður, Hrafnhildur, Steinunn og Inga 3 hver, Brynhildur og Elva eitt hvor. • Mörk ÍBV: Andrea 6, Ingibjörg 5, Stefanía og Ólöf 3 hvor, Elísabet 2 Staðan í 1. deild er þannig: Fram.............12 10 0 2 231-159 20 FH...............12 9 1 2 241-172 19 Haukar...........14 7 2 5 271-261 16 Valur............14 8 0 6 257-239 16 Víkingur.........15 7 1 7 277-265 15 Stjarnan.........12 6 2 4 247-212 14 Þór A..........13 1 0 12 190-297 2 ÍBV............12 1 0 11 165-274 2 -ÁBS/EL Framganga manna í tölum Stefón Kristjánssan, DV, París: Kristján Arason skoraði flest mörk íslenska landsliðsins í B*keppninni en Jakob Sigurðsson var með besta nýt- ingu í skotura. Kristján skoraði 26/1 mörk en nýting Jakobs var 86,3%. Hér er listinn yfir þá leikmenn sem skoruöu mörk íslands hér 1 Frakklandi og skotanýting einstakra leikmanna, skot/mörk og nýting: KristjánArason...........47/26 = 55,3% Þorgils Óttar........ Alfreð Gíslason...... Sigurður Sveinsson... (16 vítaköst) Jakob Sigurðsson..... ValdimarGrimsson..... Héðinn Gilsson....... ' SigurðurGunnarsson... Guðm. Guðmundsson... BjarkiSigurðsson..... JúliusJónasson....... .33/23 = 69,6% .44/23 = 52,2% .26/21 = 80,7% .22/19 = 86,3% .25/14 = 56,0% .25/13 = 52,0% .28/13 = 46,4% .12/10 = 83,3% .17/10 = 58,8% ...4/3 = 75,0% íþróttir Arsenal vill Sigga Jóns - framkvæmdastjóri Arsenal sýnir Sigurði mikinn áhuga Guimar Sveiribjönisson, DV, Englandi: Breska dagblaðið News of the World segir í gær frá því í stórri frétt á baksíða blaðsins að Arsenal, efsta liðið í 1. deild, hafi augastað á ís- lenska landsliðsmanninum Sigurði Jónssyni hjá Sheffield Wednesday. George Graham, framkvæmda- stjóri Arsenal, sagði í samtali við breska blaðið að hann hefði mikinn áhuga á Sigurði. Arsenal þyrfti að styrkja hópinn fyrir lokaslaginn í deildarkeppninni. Enski landsliðs- maðurinn, Paul Davis, er meiddur um þessar mundir og sagði Graham að af þeim sökum væri áhugi hans á Sigurði til kominn. Graham sagði ennfremur að Sigurði gæti jafnframt leikið sem bakvörður þó hann léki sem miðjuleikmaður hjá Sheffield Wednesday. Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, hafnaði sem kunnugt er tilboði frá skoska félginu Celtic sem hljóðaði upp á 40 milljónir íslenskra króna. Eftir tap Wednesay gegn Wimbledon á laugardaginn var er talið að Atkinson sé tilbúinn að selja Sigurð, en samningur hans við félagið rennur út í vor. Sigurður lék ekki með Wednesday gegn Wimble- don og vakti það mikla gremju stuðn- ingsmanna liðsins. News of the World sagði að ef Sig- urður færi til Arsenal yrði annar ís- lendingurinn sem léki með félginu. Albert Guðmundsson hefði leikið með Arsenal 1946-47 við góðan orðst- ír. • Sigurður Jónsson. Haukar eru komnir í 2. sæti 2. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa fengið fjögur stig á síð- ustu dögum. Fyrri tvö voru ansi ódýr því Afturelding mætti ekki til leiks í Hafharfjörðinn og Haukum var dæmdur sigur og markatalan 10-0. Síöan sigruðu þeir Keflvikinga, 28-20. Selfyssingar bættu stöðu sína verulega mn síðustu helgi með góðum sigri í Njarðvík, 28-25, og eru þar með sloppnir af hættu- svæði deildarinnar. Staðan í deildinni er nú þannig: HK........14 12 1 1 371-277 25 Haukar.... 15 10 2 3 354-285 22 ÍR.......12 9 1 2 306-231 19 Ármann.. 14 9 1 4 327-325 19 Njarðvík. 13 6 1 6 327-314 13 Selfoss..13 6 0 7 332-327 12 Þór......14 4 0 10 282-357 8 Keflavík.. 14 4 0 10 306-341 8 Aftureld.. 14 3 0 11 296-338 6 ÍH.......13 2 0 11 245-351 4 Efstu Iiöin, HK og Haukar, mætast í Digranesi annað kvöld kl. 20. f -ÆMK/VS Reynir fær sæti í úrvalsdeild - Sandgerðingar öruggir upp Kristján Bemburg, DV, Belgíu: í nýjasta hefti knattspyrnu- tímaritsins Votbal Magazin er leitt aö því getum aö Standard Liege kaupi Asgeir Sigurvinsson frá vestur-þýska félaginu Stutt- gart. í grein um Ásgyir segir: „Slæ_m- ar fréttir fýrir íslendingjnn Ás- geir Sigurvinsson sem átti svo mörg góö ár hjá Standard. Arie Haan, þjálfari hans hjá Stuttgart, mun trúlega verða að selja Júrgen Klinsmann, sem er að veröa einn besti sóknarmaöur í Evrópu, en í hans stað hefur Ha- an sagst vilja kaupa útlending. Þar sem aðeins tveir útlendingar eru leyfðir í hverju liði í Vestur- Þýskalandi mun Ásgeir trúlega verða að víkja þar sem hann er mun eldri en Júgóslavinn Kat- anec. Nú er kjörið tækifæri fyrir Standard að ná í Ásgeir aftur.“ Ásgeir lék í átta ár með Stand- ard, frá 1973 til 1981, og alla tíð síðan hafa belgísk blöð skrifað um hann reglulega og á mjög já- kvæðan hátt - og jafnan getið þess er hann hefur átt velgengiú að fagna í Vestur-Þýskalandi. Blaðamenn hafa ekki gleymt honum og því síður stuðnings- menn Standard, þó nú séu liðin átta ár síðan hann fór frá félag- inu. Þess má geta að þjálfari Standard er Roger Henrotay sem lék við hlið Ásgeirs með félaginu á árum áður. Ásgeir verður 34 ára í vor og á enn eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Stuttgart, fram- lengdi honum til 1990 á dögunum. Jw Im ■■■ ■ kvold Tveir leikir verða í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik í kvöld kl. 20.00. Tindastóll frá Sauðár- króki og ÍR leika á Sauðárkróki og UMFN og Grindavík leika í Njarðvík. Reynir úr Sandgerði verður íjórða Suðumesjaliðið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næsta keppnistíma- bili. Reynismenn unnu sinn skæð- asta keppinaut, UÍA, með yfirburð- um í Sandgerði á laugardaginn, 97-65, og eru þar með öruggir með efsta sætið - nema þeir tapi öllum sínum leikjum, gegn Létti, Skalla- grími og Breiðabliki, og Breiðablik vinni þá leiki sem hðið á eftir og Reyni með 26 stiga mun! Reynismenn léku fyrir skömmu tvo frestaða leiki, unnu Víkverja 53-46 í Reykjavík og Snæfell með 77-59 í Sandgerði. Staðan í deildinni er þannig: Reynir..........11 10 1 745-567 20 UÍA.............12 8 4 847-737 16 Laugdælir......11 7 4 758-637 14 UBK.............10 6 4 704-669 12 Snæfell.........12 5 7 873-908 10 Léttir..........12 4 8 778-877 8 Skallagr........10 4 6 605-704 8 Víkverji........10 0 10 524-735 0 UÍA, Laugdæhr og Breiðabhk berj- ast um annað sætið í deildinni en lið- ið sem hreppir það mætir næstneðsta liði úrvalsdeildar og á því möguleika á að komast upp. -ÆMK/VS Iþróttafræði: Bjarni Stefán Konráðsson íþróttakennari hefur skrifað rit- gerð um þjálfun þriggja íslenskra knattspyrnuliða, Fram, KA og Akraness, og er hún lokaverkefni hans við íþróttaháskólann í Köln. Rjarni hefur lengi unnið að rit- smíðinni og er henni nú lokið. Hann hyggst halda opna um- ræðufundi hjá umræddum félög- um og kynna þar efni ritgerðar- innar og efna til umræðna um það. Fyrsti fundurinn verður í kvöld, hjá Fram, og er haldinn í heimili félagsins í Safamýrinni og hefst kl. 20.30. -VS INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FLB1985 Hinn 10. mars 1989 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.124,30_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1988 til 10. mars 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2346 hinn 1. mars 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr.7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1989. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.