Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. * J } I J Sviðsljós Krístnihaldið komið á kvikmynd Ólyginn sagöi... Diana Ross yfirgaf Motown fyrirtækið í vonsku 1980 en þar hafði hún verið drottningin sem öllu réð og manneskjan er uppgötvaði Jack- son fjölskylduna á sínum tíma. Nú eru breyttar aðstæður hjá Motown. Stofnandinn, Berry Gordy, er búinn að selja fyrirtæk- ið og Diana Ross komin „heim“ aftur og nú sem meðeigandi auk þess að hafa gert vænlegan plötu- samning við fyrirtækið. Jesse Jackson hefur hafið baráttu fyrir því að söngvaranum fræga, James Brown, verði sleppt úr fangelsi sem allra fyrst. Hann hefur ný- lega heimsótt hann í fangelsi í Suður-Karólínu þar sem hann dvelur, en Brown var dæmdur í sex ára fangelsi í desember og samkvæmt lögum á hann ekki möguleika á að sleppa út fyrr en í september 1991. Jackson vonast til að geta beitt áhrifum til að þessi frægi og dáði soulsöngvari fái náðun fyrr. Linda Gray er orðin leið á Sue Ellen. Hún hefur ákveðið að hætta að lokinni þeirri þáttaröð sem er verið að gera núna en þar er skilnaður þeirra JR enn einu sinni á dag- skrá. Þetta kom framleiðendum þáttanna á óvart og segja þeir að þeir vonist til að hún endurskoði ákvörðun sína. Sjálf segist hún ætla að einbeita sér aö öðrum verkefnum. Um Sue Ellen sagöi hún að sú persóna væri búin að ganga í gegnum allt sem hugsast getur í hjónabandi og utan þess. Til- bú- inn í slag- inn Kristján Jóhannsson óperusöngvari hefur verið á heimaslóöum undanfama daga. Á laugardaginn hélt Kristján tónleika í Háskóla- bíói og var þessi mynd tekin af honum og undirleikara hans, Láru Rafnsdóttur, rétt áður en tónleikarnir hófust. Húsfyllir var hjá honum og kunnu áhorfendur vel að meta það sem Kristján bauð upp á. Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og Kristín Pálsdóttir sem er ein úr Umbahópn- um og sér um klippingu á Kristnihaldi undir Jökli. Valur Arnþórsson bankastjóri ræðir við Þorstein Hannesson sem leikur lít- ið hlutverk i myndinni. Kristnihald undir Jökli var frum- sýnt við góðar undirtektir áhorfenda. Kristnihaldiö er einhver allra vin- sælasta skáldsaga Halldórs Laxness og hefur áöur verið gert leikrit eftir sögunni sem sýnt var við miklar vin- sældir í Iðnó fyrir mörgum árum. Það vill svo skemmtilega til að leik- stjóri kvikmyndarinnar Kristnihald undir Jökli er Guðný Halldórsdóttir en hún er dóttir skáldsins. Myndirnar, sem birtar eru hér á síðunni, eru frá hófi í Risinu á Hverf- isgötu sem aðstandendur sýningar- innar héldu fyrir þá sem tóku þátt í gerð myndarinnar. Stærsta hlutverkið i Kristnihaldi undir Jökli, Umba, leikur Sigurður Sigur- jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.