Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. Spumingin Finnst þér að Bogdan eigi að vera áfram þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik? Sigurgeir Kristgeirsson nemi: Mér finnst aö hann eigi aö hætta á toppn- um. Hann hefur gert vel til þessa en nú á að skipta um. Leifur Örn Dawson málari: Ég sé enga ástæðu til þess aö skipta um þjálfara nú þegar gengur svona vel. Ingimar Sigurðsson járnsmiður. Ég vil endilega skipta um. Það þarf að fá nýtt blóð í þetta. Sigríður Hjelm sjúkraliði: Endilega ekki. Liðið hefur sýnt mjög góða frammistöðu undir hans stjórn. Heimir Ársælsson afgreiðslumaður: Ég vil að Þjóðveijinn Tiedemann verði ráöinn í stað Bogdans, það er kominn tími til. Kjartan Jónsson sölumaður: Bogdan á að vera áfram. Ég get ekki séö neina ástæðu til þess að skipta. Lesendur Staðsetnlng varaflugvallarins: Utan logsogu landeigenda Flugmaður skrifar: Það er eins og fyrri daginn þegar mál sem varða NATO og þátttöku okkar íslendinga i þeim þörfu sam- tökum ber á góma er eins og menn missi ráö og rænu og umræður líkj- ast gargi á andapolli, Þannig hefur ekki linnt ásökunum og aðdróttun- um þeirra sem finnst þéir séu skyldugir að vetja landið fyrir tækniframfórum í garð hinna sem ekki standa á móti slíkum fram- förura. Ekkert hefur enn verið ákveðiö sem ætti að valda sllku offorsi í málflutningi þjóðernis- og land- verndarsinna og hvað varðar „innrás“ í ríki náttúrunnar við Mývatn, Laxá eða annars staðar fyrir norðan þá eru þeir einum of fijótir á sér til að efna til andófs eða mótmæla staðsetningu varaflug- vallar fyrir innlent og erlent flug á okkar fiugumferðarsvæði. Sannleikurinn er sá að, eins og Ómar Ragnarsson komst réttilega að orði í sjónvarpsfréttum nýlega, er um nóga staöi að veija á Norð- ur- og Norðausturlandi sem geta þjónaö sem landsvæði fyrir stóran varafiugvölL Það ætti einmitt að keppa aö því að finna strax aöra nothæfa staði þar sem undirlendi er nóg. Melrakkaslétta er einn þeirra staða sem kanna þarf mun betur. Þaö er ástæöulaust að láta lan- deigendur og nokkra bændur standa í vegi fyrir að haldiö sé áfram við að fmna heppilegt svæði. Varaflugvöllur ætti einmitt að vera utan allrar lögsögu landeigenda og þar með er vandinn leystur. Þau eftirmál, sem urðu við Laxá forð- um, ættu að vera búin að kenna okkur að engin skynsamleg rök hníga aö því aö leita samninga viö landeigendur þama nyrðra og þeir ættu því ekki að þurfa að vera með neinar heitingar í garð þeirrar nauðsynlegu og aðkallandi fram- kvæmdar sem varaflugvöllur á ís- landi verður að teljast. Hraunhafnartangi Rifstangi leirhöfn J ^"nRif 1 MELRAKKAS Raufarhöfn Axarjjörður \ SLÉTTA Þistils- } Jjörður Kópasker DI’JRJ 1 „Melrakkaslétta er efnn þelrra staða sem kanna þarf mun betur,“ segir m.a. i brétinu. Æðsti yfirmaður dómsvalds Magnús Hafsteinsson skrifar: Eins og komið hefur fram er mjög ólíklegt að afskipti Halldórs As- grímssonar dómsmálaráðherra af málum Magnúsar Thoroddsen, fyrr- verandi forseta Hæstaréttar, sé í samræmi við stjómarskrána. Valdkerfi þjóðfélags okkar byggist á þrískiptingu valdsins, þ.e. dóms- valdi, framkvæmdavaldi og löggjaf- arvaldi, og fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er forseti Hæstaréttar en ekki dómsmálaráð- herra sem er æðsti maður dóms- valds. Það er að mínu mati stór galli á stjómkerfi okkar að framkvæmda- valdið skuli útnefna dómara og býð- ur m.a. þeirri hættu heim að viðkom- andi ráðherra álíti fulltrúa þess und- irmenn sína. En það er nokkuð ljóst að sam- kvæmt stjómarskránni em þrír valdamestu menn þjóðarinnar for- seti Hæstaréttar, forseti sameinaðs þings og forsætisráðherra. Vona ég að fólki sé nú ljóst hvílík firra máls- höfðun Halldórs Ásgrímssonar á hendur forseta Hæstaréttar var. All- ur hans málatilbúningur ber þess og vitni að hann kann ekki skil á gmnd- vallaratriöum stjómkerfis okkar. Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið Dauðagildra í Kópavogi? Kópavogsbúi skrifar: Mikill hiti er í íbúum Kópavogs vegna þess sem ég kalla ólögleg vinnubrögð bæjarstjórans við að út- vega kunningja sínum lóð nr. 54 við Sunnubraut hér í bænum. Félags- málaráðherra sá ástæðu til að stöðva þessa lögleysu og þannig stendur því máhð í dag. En eftir stendur húsgrunnur fyrir þessa 600 fermetra höll og er þar óvarinn 4 metra þverhníptur bakki með klettagólfi. Bam sem þama fell- ur niður á ekki lífsvon. Þannig hefur þetta staðið í heilan mánuð og þegar samband hefur verið haft við bæjarstjórann fáum við allt- af sama svarið. - Hann segist ekki hafa heyrt þetta áður og skuh athuga máhð. - En ekkert skeður. Er virkhega beðið eftir að böm okkar detti í þessa hrikalegu dauða- ghdm? Mér finnst kunningsskapur bæjarstjórans við húsbyggjandann ekki geta gengið út yfir umhyggjuna fyrir lífi bama þama í hverfinu - Við krefiumst tafarlausra aðgerða. Fargjöld og önnur gjöld Hómfríður hringdi: Samgönguráðherra segist munu skipa nefnd (rétt eina enn!) til að fylgjast með fargjaldaákvörðunum Flugleiða hf. og koma í veg fyrir of há flugfargjöld. Þessi framtakssemi ráðherrans er þakkarverð en hvem- ig væri að þessi sami ráðherra, sem einnig er landbúnaðarráðherra, skipaöi nefnd til að kanna verðá- kvarðanir á landbúnaðarvörum. Það mætti t.d. byrja á því að láta kanna verðákvarðanir á kjúkhnga- kjöti sem er á margföldu verði miðað við það sem annars staðar þekkist. Það er staðreynd að matarkostnað- ur hér á íslandi er orðinn ógnun við lífskjör almennings og er það langt- um alvarlegra mál en fargjöld með Flugleiðum. „Matarkostnaöur er orðinn ógnun við I ífskjör almennings," segir Hólmfriður. Vantar ömmu í stundina Móðir skrifar: Ég á ungan son sem hefur mikla ánægju af „Stundinni okkar". Hann er hrifinn af brúðunum og fer með mér á mihi leikvaha á sumrin til að fylgjast með Brúðubílnum. Það er aðeins eitt sem hann er ósáttur við. Honum finnst vanta eina skemmtilegustu persónuna, nefni- lega ömmuna. - Ámma og Lilli fara saman á kostum eins og flestir krakkar þekkja. Sem móður finnst mér samtöl þeirra hafa gott uppeldislegt gildi. Amman leiðréttir og leiðbeinir htla apanum sem er svolítið ráðvhltur í veröldinni. Vonandi sér Sjónvarpið sér fært að bæta úr þessu sem fyrst, ótal mörg- um th meiri ánægju. Annars vhdi ég þakka Helgu fyrir góða bamaþætti og vona að hún verði sem lengst með þá. Ennþá angrar vísindadellan Konráð Friðfinnsson skrifar: Hvalurinn angrar landsmenn enn- þá. Þjóðverjar hafa, hver á eftir öör- um, sagt upp viðskiptasamningum við íslendinga. Sá skaði, sem þegar er orðinn, kvað nema tveimur mhlj- örðum króna samtals. „Aldi“-menn ásamt lagmetiskaupmönnum gerast þreyttir á þrákelkni stjómvalda. Rækjuverksmiðjum verður lokað á næstunni með thheyrandi fiöldaupp- sögnum starfsfólks. Háttvirtur sjávarútvegsráðherra er enn við sama heygarðshornið og lætur hiklaust hafa eftir sér að allt sé í himnalagi. Ráöherrann segir einnig að landinn muni bera sigurorð af „þessu fólki" að lokum. Og á þar vitaskuld við Greenpeacesamtökin. Ýmislegt hyggjast valdamenn vorir aðhafast í máhnu. Öflug og kostnað- arsöm áróðursherferð er í bígerð. Bæklingum, er innihalda víst fátt nema myndir af fiöhum er baða sig í kvöldsólinni að sumarlagi ásamt lofgjörðalesningu varðandi heh- næmt og tært andrúmsloft íslands, verður dreift th helstu kaupenda og stofnana þýskra. En því miöur mun árangur erfiðisins láta á sér standa. Við höfum misst af vagninum. Hve- nær ætla menn að skhja þessa stað- reynd? Ég hefi lengi haft þá skoðun að okkur beri að hætta ahri úlfuð gagn- vart grænfriðungum. Bjóða þeim þess í stað útrétta sáttahönd og jafn- vel að reisa sínar aðalbækistöðvar hér á landi. Flestöll baráttumál Gre- enpeace eru eins og sniðin handa þegnum lands elds og íss th að ghma við. - Og þá meina ég baráttu samtak- anna gegn mengun úthafanna. Þar svífast iðnaðarríkin einskis en græn- friðungar hafa lyft þar Grettistaki, hvað sem hver segir. Margir telja að verði núna slakað á muni náttúruvemdarfólkið næst beina spjótum sínum að þorskinum. Mitt áht er að slík hræðsla sé ástæðu- laus. Grænfriðungum er fuhkunnugt um á hverju landsmenn lifa. Þeir vita líka að við þraukum þótt hval- veiðamar leggist af. Markmið þeirra er ekki að gera ísland að eyðieyju eins og æfla mætti af ummælum ein- stakra ræðumanna. En ekki er öh nótt úti á meðan hugsjónamenn á borð við Áma Gunnarsson og hans hka starfa á Alþingi. áskilur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.