Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 23 Smáauglýsingar - Sími 27022 Merming Bílar til sölu Blazer 74 til sölu, með 6 cyl. Peugeot dísilvél. Þarfnast viðgerðar á boddíi. Uppl. í síma 91-74091 eftir kl. 19. Bronco 74, endurbyggður, m/Benz dís- ilvél, 5 gíra kassa, veltistýri, upp- hækkaður, 35" Mudder, m/ökumæli, til sölu. Uppl. í síma 91-27113 eða 83643 á kvöldin. iÉÉ Honda Civic GLi ’88, 4 dyra, 1,4 90 ha, 16 v, 4 gíra, sjálfsk., vökvast. Mjög skemmtilegur bíll. Verð 800 þús. (nýr 970 þús.), skipti möguleg. Uppl. í síma 42321. Voivo FL 611 '88 til sölu, með eða án kassa og lyftu. Uppl. í símum 985-21160 og 91-652518. Þessi bíll er til söju, Benz 1417, árg. ’70, áður R-52017. Ýmsir möguleikar á samningum. Uppl. í símum 98-78305, 98-78384 og 98-78687 e.kl. 19. Þjónusta Húsaeinangrun hf. Að blása steinull ofan á loft/þakplötur og í holrúm er auðveld aðferð til að einangra án þess að rífa klæðningar. Steinullin er mjög góð einangrun, vatnsvarin og eldþol- in, auk góðrar hljóðeinangrunar. Veitum þjónustu um land allt. Húsa- einangrunin hf., símar 91-22866/82643. fæst á járnbrautar- stöðinni í Kaup- mannahöfn Almenn námskeiö - 6 vikur * Likamsstaða, göngulag * Fótaburður, fata- og litaval * Andlits- og handsnyrting * Hárgreiðsla og mataræði * Borðsiðir, almenn framkoma o.fl. Módelnámskeið - 7 vikur * Sviðsframkoma, göngulag * Hreyfingar, likamsbeiting * Snyrting fyrir sviðs- og Ijósmyndir * Hárgreiðsla, fatnaður o.fl. Hanna Frímannsdóttir Innritun alla daga frá kl. 16-20 í síma 38126 Átta brosandi flölskyldur á Selfossi: Hver fjölskylda fékk rúma hálfa milljón Nú brosa allir meðlimir átta fjöl- skyldna á Selfossi út að eyrum því „húsbændurnir" á heimilunum lögðu í púkk í getraununum og fengu um síðustu helgi einir tólf rétta og fjórar ellefur að auki. Samtais fékk hópurinn, sem kallar sig „Dag- skokk“ 4.583.106 krónur eða 572.888,25 krónur á hveija fjölskyldu. Dagskokk hópurinn var stofnaður fyrir rúmum þremur árum og er nafn hópsins dregið af upphafsstöf- um stofnenda. Margir stofnfélaga hafa dottið út en í hópnum eru nú átta tipparar sem hittast alltaf á fóstudagskvöldum í Inghóli á Selfossi og ræða um getraunir og ensku knattspymuna. Einn þeirra hefur það fyrir sið að fara í gufubað áður en athöfnin hefst. Þessir tipparar eru Asbjöm Hartmannsson, David Wo- kes, Kjartan Björnsson (formaður Arsenalfélagsins á íslandi), Olgeir Jónsson, Óskar Marelsson, Sigurður Grétarsson, Snorri Snorrason og Tómas Gunnarsson. Mætingar- skylda er ekki og ræðst stærð kerf- anna, sem notuð eru, af fjölda þátt- takenda í hvert skipti. Ráðlegging kostar tvær milljónir Dagskokk hefur meö þessum ár- angri sínum skipað sér í fremstu röð í hópkeppni íslenskra getrauna því auk tólfunnar er Dagskokk með eina ellefu og tvær tíur. Mikið lán fylgir hópnum um þessar mundir. Fyrir viku fékk hópurinn eina ellefu á út- gangsmerkjakerfið Ú 7-2-676. Rangt var getið til um einn fastan leik en líkur á 11 réttum vom 20%. Kerfið gekk upp. Nú notaði hópurinn út- gangsmerkjakerfið Ú10-0-1653. Föstu leikimir báðir vom réttir, svo og fimm af tíu útgangsmerkjum. Við þær aðstæður em líkurnar 1/7 eða 14,28% aö kerfið gangi upp og tólfan komi fram. Þannig gekk það þó í þetta skipti. Þess verður að geta aö einn þeirra félaga, Sigurður Grétarsson, hefur séð um að velja merkin á seðlana undanfarin fjögur skipti og hinir hafa ekki hreyft við tillögum Sigurð- ar. Félagar hans eru tilbúnir til samninga við aðra hópa sem vilja fá uppgefin rétt merki á næstu seðla en kaupverðið á Sigurði er tvær milljón- ir. E.J. na varla 1. mars Bæði Kaiser- og Tuborgbjórinn koma með skipi til landsins í dag. í samtali við Svövu Bemhöft, inn- kaupastjóra hjá ÁTVR, var DV tjáð að hæpið væri að þessir bjór- ar kæmust í sölu l.mars en það ætti efth- að skýrast. „Það þarf að skipa bjómum upp og keyra hann í hús. Það tekur allt sinn tíma,“sagðiSvava. -hlh Reglugerð um afurðastöðvar fyrir kartöflur: Garðyrkjubændur vilja vera með Undanfarið hefur verið í smíðum reglugerð um afurðastöðvar fyrir kartöflur. Nú hefur sú breyting orðið að Samband garðyrkjubænda hefur óskað eftir samfloti og eftir fund með fulltrúum þeirra hefur verið gengið frá nýjum drögum að reglugerð. Er ætlunin að skila þeim í endanlegri mynd til landbúnaðarráðherra um mánaðamótin. Áður hefur verið sagt frá áhuga garðyrkjubænda á aö vera með í samfloti viö smíöi þessarar reglu- gerðar því tahð er að um leið og hún taki gildi verði farið að endurgreiða söluskatt í þessum greinum. Þaö er þ ví lj óst, ef reglugerðin verð- ur samþykkt, aö þá verður öll sala á kartöflum, nýju grænmeti og svepp- um í heildsölu, smásölu eða beint til neytenda óheimil nema í gegnum afurðastöð. Allar afuröastöðvar verða að hafa fengið starfsleyfi land- búnaðarráðuneytis að fenginni um- sögn sölunefndar matjurta. -SMJ Merming Veftir eins og kristallar Þegar góðir hstamenn eru komnir á ákveðið þroskastig, hætta verk þeirra að vaxa út á við, en verða í staðinn innhverfari og hugrænni, þó án þess að tapa alveg jarðsambandi. Ásgerður Búadóttir veflistamaður er fyrir löngu komin á þetta eftir- sóknarveröa stig. Á sýningu hennar í Gallerí Borg, sem reyndar lýkur í kvöld, er eins og sérhver veft dragi ekki einasta saman hiö séða í kjarna sem eru jafn- heilir og margbrotnir og kristallar, heldur endurvarpar hún þessum sama kjarna inn í vitund áhorfand- ans. Hluta af áhrifamætti vefta Ásgerð- ar má eflaust rekja til þess hve næm- og kænlega hún kompónerar með nokkur erkitýpísk form. Þar ber mest á þríhyrningnum, gamalkunnum lykh aö andlegum Myndlist Ásgerður Búadóttir - Norðrið, 1986, 227x204 cm. víddum, sem einnig getur verið fjall, kannski Venusarbjarg, eða upp- spretta ljóss og líknar, en öll þessi fyrirbæri hafa ótakmarkað seiðmagn fyrir okkur Vesturlandabúa. Hins vegar yrðu veftir hennar ansi Aðalsteinn Ingólfsson " einhæfar og staðnaðar, ef þríhym- ingurinn bæri þær alfarið uppi, ef ekki kæmu til ótal tilbrigði um hið þríhymda form, skyggð og blæ- brigðarík, sem dreifast eins og nótur um ofinn flötinn. Á sýningu Ásgerðar eru níu veftir, annars vegar dökkar og jaröbundnar (1-3), hins vegar ljósleitar og tærar (6-9), en allar unnar af sérstakri íþrótt. Þeir sem ekki hafa enn barið augum þessi verk okkar fremsta vef- listamanns, ættu að gera það áður en dagur er á enda. -ai. FERMIN GARGJAFA- HANDBÓK DV Auglýsendur! Hin margfræga fermingargj afahandbók DV kemur út miðvikudaginn 15. mars. Auglýsingum þarf að skila inn í síðasta lagi fyrir 6. mars. Hringið og fáið nánari upplýsingar Þverholti 11 Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.