Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 27 Fólk í fréttum Þorgils Óttar Mathiesen Þorgils Óttar Mathiesen hefur held- ur betur verið í fréttum DV, en hann er fyrirliði íslenska handknattleiks- landsliðsins, sem sigraði B-heims- meistarakeppnina á sunnudaginn var, auk þess sem Þorgils hefur ver- ið valinn í heimslið sem leikur gegn landsliði Portúgal í sumar. Þorgils er fæddur 17. maí 1962 og er við- skiptafræðingur að mennt og starf- ar nú á fjármálasviði Iðnaðarbank- ans. Hafin byrjaði að leika í meist- araflokki FH18 ára gamall og hefur verið fyrirliði landsliðsins síðan í mars 1986 og leikið um 150 lands- leiki fyrir íslendinga. Systkini Matt- hiasar eru Árni Matthías, f. 2. októb- er 1958, sérfræðingur í fisksjúk- dómum í Hafnarfirði, og Halldóra, f. 17. desember 1960, kerfisfræðing- ur, deildarstjóri hjá Flugleiðum, gift Ingimar Haraldssyni, skrifstofu- stjóra Sparisjóðs Hafnarfjaraðar. Foreldrar Þorgils eru Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður í Hafnar- firði, og kona hans, Sigrún Þorgils- dóttir Mathiesen. Matthías er sonur Áma Matthíasar Mathiesen, lyfja- fræðings og kaupmanns í Hafnar- firði, Matthíassonar Á. Mathiesen, skósmíðameistara í Hafnarfirði, Ámasonar J. Mathiesen, verslunar- manns í Hafnarfirði, Jónssonar, prestsí Amarbæli, Matthíassonar, ( stúdents á Eyri í Seyðisfirði, Þórðar- sonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ættfoður Eyrarættar- innar, langafa Jóns forseta. Móðir Matthíasar skósmiðs var Agnes Steindórsdóttir Waage, skipstjóra í Hafnarfirði, stjúpsonar Bjarna Sív- ertsen riddara. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Velding, versl- unarmanns í Hafnarfirði, ættföður Veldingættarinnar. Móðir Áma lyfjafræðings var Arnfríður Jóseps- dóttir, sjómanns á Akranesi, Jóseps- sonar. Móðir Jóseps var Guðný ísleifsdóttir, b. á Englandi í Lundar- reykjadál, ísleifssonar og konu hans Ingibjargar Ámadóttur. Móðir Ingi- bjargar var Ellisif Hansdóttir Khng- enberg, b. á Krossi, ættföður Kling- . enbergættarinnar. Móðir Matthías- ar alþingismanns er Svava Einars- dóttir, útgerðarmanns og alþingis- manns í Hafnarfirði, Þorgilssonar, b. í Moldartungu í Holtum, Gunn- arssonar. Móðir Þorgils var Anna Þorsteinsdóttir, b. á Bjólu, Vigfús- sonar og konu hans Styrgerðar Jónsdóttur, b. á Brekkum, Fihppus- sonar, bróður Rannveigar, móður Steindórs Waage. Kona Einars var Geirlaug Sigurðardóttir, b. í Páls- húsum á Álftanesi, Halldórssonar og konu hans Guðlaugar Þórarins- dóttur, systur Ingibjargar, langömmu Stefáns Júlíussonar rit- höfundar. Sigrún er dóttir Þorgils, íþrótta- kennaraí Reykholti, Guðmunds- sonar, b. á Valdastöðum í Kjós, Sveinbjörnssonar, b. í Bygggarði á Seltjarnarnesi, Guðmundssonar, bróður Þórðar Sveinbjömssonar háyfirdómara. Systir Sveinbjarnar var Anna, langamma Jónasar Rafn- ar, frv. bankastjóra, tengdaföður Þorsteins Pálssonar. Móðir Þorgils var Katrín Jakobsdóttir, b. á Valda- stöðum, Guðlaugssonar, bróður Bjöms, langafa Jórunnar, móður Birgis ísleifs Gunnarssonar. Móðir Sigrúnar var Halldóra Sig- urðardóttir, b. á Fiskhæk í Leirár- sveit, Sigurðssonar og konu hans, Guðrúnar Diljár, systur Þórunnar, langömmu Sigurðar Örlygssonar listmálara. Systir Guðrúnar sam- feðra var Ingibjörg, móðir Péturs Sigurðssonar, frv. forstjóra Land- helgisgæslunnar. Guðrún var dóttir Ólafs, b. og hreppstjóra í Mýrar- húsum á Seltjamarnesi, Guð- mundssonar og fyrri konu hans, Karítasar, systur Guðrúnar, konu Matthíasar, prests og skálds, Joch- umssonar, langömmu Ragnars Am- alds. Önnur systir Karítasar var Sigríður, móðir Ágústs Flygenring, alþingismanns í Hafnarfirði, föður Ingólfs Flygenring, alþingismanns í Hafnarfirði, föður Páls Flygenring ráðuneytisstjóra. Bróðir Karítasar var Þórður, faðir Björns forsætis- ráðherra, föður Þórðar, frv. ríkis- saksóknara. Karítas var dóttir Run- ólfs, b. í Saurbæ, Þórðarsonar og konu hans Halldóm Ólafsdóttur, b. áBlikastöðum, Guðmundssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigur- geirssonar biskups. Langamma Þorghs Óttars og langamma Þor- gerðar, konu Kristjáns Arasonar, landsliösmanns í handknattleik, voru systur, dætur Ólafs í Mýrar- húsum. DV Afmæli Tryggvi Pálsson Tryggvi Pálsson, bankastjóri Versl- unarbanka íslands, Kjartansgötu 8, Reykjavík, er fertugur í dag. Hann fæddist í Reykjavík og lauk við- skiptafræðiprófi frá HÍ1974. Tryggvi lauk M.Sc. prófi í þjóð- hagfræði frá London School of Economics and Political Science 1975 og var í framhaldsnámi í Lon- don 1975-1976. Hann var forstöðu- maður áætlunardeildar Lands- banka íslands 1976-1984 og fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Lands- bankans frá 1984. Kona Tryggva er Rannveig Gunn- arsdóttir, f. 18. nóvember 1949, lyfja- fræðingur. Foreldrar hennar eru Gunnar Kr. Björnsson, efnaverk- fræðingur í Rvík, og kona hans, Lovísa H. Björnsson. Börn Tryggva og Rannveigar eru Gunnar Páll, f. 9. desember 1977, og Sólveig Lísa, f. 24. mars 1980. Systkini Tryggva eru Dóra, f. 29. júní 1947, kennari í Rvík, og á hún þrjú börn; Herdís, f. 9. ágúst 1950, kennari, gift Þórhalli Guð- mundssyni, tæknifræðingi í Osló, og eiga þau þrjú börn; Ásgeir, f. 23. október 1951, flugumferðarstjóri í Rvík, kvæntur Áslaugu Ormslev og eiga þau þrjú börn, og Sólveig, f. 13. september 1959, leikkona, gift Torfa Þ. Þorsteinssyni, verkstjóra hjá Granda, og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Tryggva eru Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra og kona hans, BjörgÁsgeirsdóttir. Faðir Páls var Tryggvi, útgerðarmaður í Rvík, Ófeigsson, b. í Ráðagerði í Leiru, bróður Helgu, langömmu Áma Þ. Árnasonar, skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneytinu. Ófeigur var sonur Ófeigs, b. á Fjalh, bróður Vig- fúsar, afa Grétars Fehs rithöfundar. Ófeigur var sonur Ófeigs ríka, b. á Fjalli, Vigfússonar, bróður Sólveig- ar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Móðir Ófeigs á Fjalli var Ingunn Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, forföður Reykjaættarinnar. Móðir Tryggva var Jóhanna Frímannsdóttir, b. í Hvammi í Langadal, Björnssonar, b. í Mjóadal, Þorleifssonar. Móðir Frímanns var Ingibjörg Guðmunds- dóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs, föður Arnljóts á Bægisá, langafa Arnljóts Björnssonar prófessors. Guðmundur var sonur Björns, b. á Auðólfsstöðum, Guðmundssonar Skagakóngs, b. á Höfnum á Skaga, Björnssonar, forföður Hafnaættar- innar. Móðir Jóhönnu var Helga Eiríksdóttir, b. á Efri-Mýrum, Bjarnasonar. Móðir Eiríks var Ingi- gerður, systir Þorleifs ríka í Stóra- dal, langafa Jóns alþingisforseta, föður Pálma á Akri. Móðir Ingigerð- ar var Ingiríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, forföður Skeggsstaðaættarinnar. Móðir Páls er Herdís Ásgeirsdóttir, skipstjóra í Rvík, Þorsteinssonar. Móðir Ásgeirs var Herdís Jónsdóttir, systir Guð- rúnar, langömmu Jóhannesar Nordal. Móðir Herdísar var Rann- veig Sigurðardóttir, skipstjóra í Rvík, Símonarsonar, bróður Kristj- áns, langafa Hahs Símonarsonar Tryggvi Pálsson. blaðamanns og Sigríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Bróðir Sigurðar var Bjarni, faðir Markúsar, fyrsta skólastjóra Stýri- mannaskólans, afa Rögnvaldar Sig- urjónssonar píanóleikara. Björg er dóttir Ásgeirs forseta Ásgeirssonar, kaupmanns í Rvík, Eyþórssonar. Móðir Ásgeirs var Kristín Grímsdóttir, prests á Helga- felh, Pálssonar, bróður Margrétar, langömmy Margrétar, móður Ólafs Thors. Móðir Ásgeirs forseta var Jensína Matthíasdóttir, b. í Hplti í Rvík, Markússonar, prests á Álfta- mýri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, langafa Jóns forseta. Móðir Bjargar var Dóra Þórhallsdóttir, biskups, Bjamarsonar og konu hans, Valgerðar Jónsdóttur, b. á Bjarnarstöðum í Bárðardal, Hah- dórssonar, af Hraunkotsættinni. Til hamingju með aímælið 28. febrúar 85 ára 50 ára Guðrún Magnúsdóttir, Sóleyjargötu 23, Reykjavík. Guðný Jónsdóttir, Hamarsseh, Geithellnahreppi. Helga Aðalsteinsdóttir, Mánagötu 10, Reyðarfirði. 80 ára Bára Einarsdóttir, Sætúni 3, ísafirði. Margrét Sigurðardóttir Víkurbraut 28, Grindavik. 40 ára Hörður Óskar Helgason, Vogabraut 12, Akranesi. Eiríkur H. Sigurgeirsson, Tjarnargötu 20, Vatnsleysustrandarhréppi. Jónína Zophoníasdóttir, Mýrum II, Skriðdalshreppi 75 ára Katrín Jósepsdóttir, Norðurgötu 40, Akureyri. 70 ára Þórunn S. Sigurðardóttir, Boðagranda 6, Reykjavik. Gestheiður Jónsdóttir, Víðihvammi 24, Kópavogi. Guðmundur Gunnarsson, Hátúni 10, Reykjavík. ólöf Aðaíheiður Pétursdóttir, Rauðalæk 65, Reykjavík. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Túngötu 4, Stöðvarfirði. Sesselja Ingólfsdóttir, Fomhaga, Skriðuhreppi. Guðbjörg Dagbjartsdóttir, Hvítárdal, Hmnamannahreppi. Aðalheiður Franzdóttir, Möðrufehi 3, Reykjavík. Valgerður Einarsdóttir, Granaskjóh 52, Reykjavík. Kristinn Páll Ingvarsson, Rauðagerði 16, Reykjavik. 60 ára Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Kristneshæli 6, Hrafnaghshreppi. ■■ '■ t Þorvaldur Hauksson Þorvaldur Hauksson, Esjugrund 44, Kjalameshreppi, er fertugur í dag. Þorvaldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla verknáms í Reykjavík, stundaði síðan nám við Bændaskól- ann á Hvanneyri 1967-68 og lauk þaðan búfræðiprófi. Hann flutti til Hornafjaröar og starfaði þar sem matsmaður garðá- vaxta til 1981 en flutti þá til Húsavík- ur. Árið 1985 flutti Þorvaldur th Reykjavíkur og hefur þar starfað hjá Bifreiðaverkstæði Árna Gísla- sonar. Þorvaldurkvæntist4.9.1971 Kol- brúnu Jónsdóttur, f. 28.9.1949, dótt- ur Jóns Haukdal Þorgeirssonar, vél- stjóra á Skagaströnd, og konu hans, Maríu Konráðsdóttur. . ÞorvaldurogKolbrúneigaþrjár dætur. Þær eru Hafrún María, f. 7.11.1969, en hún stundar snyrti- fræðinám í Englandi; Arndís, f. 4.7. 1972, nemi við Alþýðuskólann á Eið- um, og Karen Sif, f. 12.3.1974, grunn- skólanemi í foreldrahúsum. Þorvaldur á fjögur systkini. Þau eru Ema, f. 1947, framkvæmdastjóri Félags veitinga- og gistihúsa, gift Júlíusi Hafstein borgarfuhtrúa og eiga þau tvö böm; Benedikt, f. 1954, rafmagnsverkfræðingur í Reykja- ■ _______________________________________________________________________________________________________________________ vík, kvæntur Guðlaugu Sveinsdótt- ur og eiga þau tvö börn; Haukur Þór, f. 1957, kaupmaður, kvæntur Ástu Möher hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur, og Hörður, f. 1963, viðskiptafræðingur, sambýlis- kona hans er Jóna Jakobsdóttir við- skiptafræðinemi. Foreldrar Þorvalds eru Haukur Þór Benediktsson, f. 29.2.1923, fyrrv. framkvæmdastjóri Borgarspítalans í Reykjavík, og kona hans, Arndís Þorvaldsdóttir, f. 23.3.1923, kaup- maður. Föðurforeldrar Þorvalds voru Benedikt Gabríel G.Þ. Benedikts- son, verkamaður á ísafirði, og kona —_____________________________ hans, SesseljaÞorgrímsdóttir, vinnumanns í Feijukoti, Ólafsson- ar. Benedikt var sonur Benedikts Gabríels Jónssonar og Valgerðar Þórarinsdóttur, b. á Látrum í Mjóa- firði, Þórarinssonar, b. þar, Sigurðs- sonar, b. þar, Narfasonar. Benedikt eldri var sonur Jóns, b. í Skálavík í Vatnsfjarðarsveit, Jónssonar og Sigríðar Friðriksdóttur, b. á Látrum í Mjóafirði, Halldórssonar, b. þar, Eiríkssonar, b. þar, Pálssonar. Jón var sonur Jóns, húsmanns á Ósi í Bolungarvík, Sumarliðasonar og Þorbjargar Þorvarðardóttur, b. í Eyrardal, Sigurðssonar, b. þar, Þor- varðarsonar, ættföður Eyrardals- ____________________________________ Þorvaldur Hauksson. ættarinnar. Móðurforeldrar Þorvalds voru Þorvaldur Ásgéir Kristjánsson, málari í Reykjavík, og kona hans, Eyvör Guðmundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.