Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. Utlönd Najibullah lofar sovéskum loftárásum Alganskur hermaöur slhir á skriödreka sínum viö Salang veginn i norður- hluta landsins. Símamynd Reuler Najibullah, forseti Afganistan, segir í viðtali sem birt er í breska blað- inu Guardian í dag að hann geti farið fram á sovéskar loftárásir gegn skæruliöum þrátt fyrir aö sovéski herinn sé farinn frá Afganistan. Natjibullah segir aö þetta sé samkvæmt bindandi samningi milh ríkj- anna um sameiginlegar vamir gegn utanaðkomandi ógnun. Hann gagnrýnir Bandarikin fyrir aö senda vopn til skæruliða og segir að vegatálmanir skæruliða hafi nú orðið þess valdandi að matar- og elds- neytisskortur sé i Kabúl. Forsetinn fagnar hins vegar þeirri ákvörðun Bandaríkjastjómar að bíða með aö viðurkenna útlagasfjóm skæruliða sem mynduö var í síðustu viku. Ráðhevrar á móti takmörkunum Viðskiptaráðherrar Evrópubandalagsins höfnuðu í gær kröfum um að takmarkanir verði settar á það magn af bandarísku siónvarpsefni sem senda má með gervihnöttum inn á heimili í Evrópu. Ráðherramir neituðu að setja ákvæði um lágmarkstíma sem þyrfö aö veija til sýninga á efni tengdu Evrópu og bandalaginu. Það vom Bretar og Þjóðverjar sem fengu þetta í gegn með stuðningi HoEendinga en Frakkar, ítalir, Spánveijar og Lúxemborgarar vildu setja takmarkanir. Óeirðir í Venesúela Svona mótmæla menn veröhækkunum I Venesúela. Slmamynd Reuter Þúsundir Venesúelabúa gengu berserksgang í gær, rændu og mpluöu, kveiktu í böum og lokuöu hraöbrautum í mótmælaskyni við mikla verö- hækkun á bensíni og strætísvagnafargjöldum. Vitni sögðu að aörar eins óeirðir hefðu ekki sést í Venesúela síðan 1958 þegar gerð var stjómarbylting í landinu. Aö minnsta kostí þrettán menn særöust í átökunum, þar af fjórir lög- reglumenn. Kveikt var í að minnsta kostí sex fólksflutningabílum og fólk gekkumverslanirogrændiogmplaði. Reuter Um fimmtán manns halda á borðum og spjöldum með slagorðum gegn Irönum við sendiráð Irana I Moskvu I gær. Simamynd Reuter íranir slíta sam bandi við Breta íranska þingið samþykkti í morg- un að slíta stjómmálasambandi við Bretland í mótmælaskyni viö við- brögð Breta gagnvart morðhótunum írana gegn Salman Rushdie. íranska útvarpið skýrði frá því að þingið heíði samþykkt nær sam- hljóða að slíta sambandi við Breta. Leiðtogum breskra múhameðstrú- armanna mistókst í gær aö fá bresku ríkisstjómina til að breyta lögum um guðlast þannig að auðveldara verði fyrir þá að sækja fyrir dómstólum mál sitt gagnvart bókinni Söngvar Satans eftir Salman Rushdie. Fimm manna sendinefnd frá varn- arráði múhameðstrúarmanna kom af fundi með John Patten, aðstoðar- innanríkisráðherra, og skýrði frá því að hann hefði aftekið með öllu að gerðar yrðu breytingar á lögum um guðlast. „Ráðhecrann sýndi einlægan skiln- ing á tilfinningum múhameðstrúar- manna en greindi frá vandamálum sem yrðu samfara því að breyta lög- um um guðlast," sagði talsmaður sendinefndarinnar, Iqbal Sacranie. Khomeini, erkiklerkur í íran, hefur krafist þess að Salman Rushdie verði myrtur en sendinefndin hafnaði of- beldiskalli hans. í staðinn ætla þeir að skora á Viking Penguin útgáfuna um að innkalla öll eintök bókarinn- ar, lofa að hætta að dreifa henni, biðj- ast afsökunar og gefa peninga til góð- gerðarstarfsemi á vegum múha- meöstrúarmanna. Hópur múhameðstrúarmanna í borginni Bradford í norðurhluta Englands segist telja að hægt sé að sækja mál vegna bókarinnar sam- kvæmt núgildandi lögum um guð- last. Segja þeir að í bókinni sé minnst á Abraham sem bæði kristnir og múhameðstrúarmenn telja spá- mann. í Moskvu voru mótmæli við ír- anska sendiráðið og hélt fólk á borð- um með slagorðum gegn Khomeini og trúarofstæki írana. Reuter Stórkostlegar viðgerðir nauðsynlegar í skýrslu, sem gerð verður opinber í dag í Bandaríkjunum, kemur fram aö bandarísk flugfélög verða að gera við gamlar flugvélar og yrði það stærsta viöhaldsherferð sögunnar í flugmálum, að sögn New York Ti- mes. Viðgerðirnar myndu fara fram á nokkurra ára tímabili og er taliö lík- legt að allt að eitt þúsund flugvélar verði teknar í gegn. Samtök flugfélaga hafa unnið að skýrslunni síðan í fyrrasumar. Það er hins vegar tílviljun að skýrslan er gerð opinber nú, svo skömmu eft- ir að gat kom á nítján ára gamla Boeing 747 þotu flugfélagsins United Airlines yfir Kyrrahafi. í skýrslunni kemur fram að nauð- synlegt sé að gera um tvö hundruð viðgerðir á sjö hundruð þotum. Um eitt hundrað viðgerðir þarf að gera á fimm hundruð þotum. Skýrslan er unnin vegna tíðra slysa að undanfomu á gömlum flugvélum þar sem eitthvað hefur farið úrskeiö- is í tækjabúnaði eða byggingu. Reuter Khomeini ánægður með Sovétríkin Frakkar og Bretar standa saman Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Francoís Mitterrand, torseti Frakklands, á fundl með fréttamönnum i Paris I gær. Par áttu þau árlegan fund sinn að þessu slnni. Pau hétu þvi að standa saman I málinu sem skapast hefur vegna deilnanna um bók Salmans Rushdie, Söngva Satans. íranar slltu í morgun stjórnmálasambandí við Bretland og þá er að sjá hvort sams konar breyting veröur á samsklptum Frakk- lands og Írans. Slmamynd Reuter Stjómvöld í íran og Sovétríkjunum lýstu í gær yfir mikilli ánægju með að nýr kafli hefði hafist í samskiptum ríkjanna. Eduard Sévardnadse, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, hélt í gær heim á leið eftir þriggja daga heimsókn í Teheran. Við brottfórina lýsti Sévardnadse því yfir að sjóndeildarhringurinn í samvinnu ríkjanna hefði víkkað. Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, sagði að fundurinn heföi markað kaflaskil. Sévardnadse varð á sunnudag fyrsti erlendi utanríkisráðherrann sem fær að hitta Khomeini erkiklerk sem lýstí ánægju sinni með sam- bandið við Sovétríkin. í síðustu viku sagði hann að þau væru uppivöðslu- söm. Brottfbr sovéska hersins frá Afgan- istan og endalok Persaflóastríðsins, þar sem Sovétmenn sáu írökum fyrir vopnum, hafa rutt brautina að bætt- um samskiptum og minnkað spennu. Heimsókn sovéska utanríkisráð- herrans kemur í kjölfar þess að íran- ar hafa átt í miklum útístöðum við vestræn ríki vegna morðhótunar Khomeinis við Salman Rushdie, höf- und bókarinnar Söngvar Satans. Ali Khamenei, forsetí írans, bað Sovétmenn 1 gær um aö aðstoð við að beita íraka þrýstingi til að þeir kalli heim þá hermenn sem enn eru á írönsku landi. 1 „Við teljum að sovéska ríkisstjórn- in getí beitt þessum þrýstingi betur en nokkrir aðrir,“ sagði hann viö Sévardnadse og bætti við aö eftir að írakar væru famir heim væri hægt aö leysa öll önnur vandamál og koma á varanlegum friði á svæðinu. Útvarpið í Teheran sagði að utan- ríkisráðherrarnir hefðu skrifað und- ir tvær yfirlýsingar um aukin stjóm- málaleg og menningarleg tengsl milh landanna. Útvarpið sagði að sovéska sendi- nefndin hefði lagt til að haldinn yrði fundur með fulltrúum frá nágranna- löndum Afganistans þar sem rædd yrðu vandamál landsins. íranar samþykktu að íhuga tillög- una vel. Hún myndi hafa í fór með sér að íranar, Sovétmenn, Pakistan- ar og Kínveijar myndu hittast á fundi. Reuter Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétrikjanna, t.v., á tundi með Ali Khame- nei, forseta írans, t.h. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.