Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. Fréttir Bjórinn á kránni mun kosta 195 til 240 krónur glasið: Verðstríð verður milli bjórkránna „Viö sitjum hérna og vitum eig- inlega ekkert hvað viö eigum að gera. Viö erum svo vanir að starfa undir ríkisforsjá að frjáls álagning er stærð sem við þurfum að melta. Við megum ekki misnota þetta vald sem skyndilega er komið í hendur okkar veitingamanna. Það kemur niður á viðskiptunum. Fyrsta vik- an mun sennilega einkennast af breytingum á verði bjórs meðan menn eru aö fóta sig og bera sig saman við keppinautana," sagði veitingamaður einn í samtah við DV. DV hefur rætt við um tug veit- ingamanna á höfuðborgarsvæðinu og hafði enginn þeirra ákveðið bjórverðið upp á krónu. Menn voru ekki sérlega fúsir til að segja frá verðhugmyndum sínum fyrir. Þær verðhugmyndir sem voru í gangi hjá þremur veitingamönnum gáfu til kynna álagningarprósentu frá rúmlega 70 prósentum og upp í 110 prósent. Þannig mun ódýrasti bjór- inn kosta frá um 195 til 230 krónur til að byrja með. Það er bjór af krana. Bjór á flösku verður eitt- hvað dýrari og gæti kostað allt aö 250 krónur flaskan, allt eftir teg- undum. „Ég fer ekki hærra en í 80 pró- sent álagningu og lækka síðan frek- ar en hækka,“ sagði einn veitinga- maður við DV. Það er því útlit fyr- ir verðstríð á krám og veitingahús- um næstu vikurnar þar sem tíu króna verömismunur getur skipt sköpum fyrir bjórsöluna. Menn voru sammála um að á hótelum og dýrari matsölustöðum yrði bjórinn dýrari þar sem þessir staðirværudýrariírekstri. -hlh Plássleysi hijáir áfengisútsölumar: Bjór sendur með skipi til ísafjarðar ísfirðingar fá bjór 1. mars. í gær var tæplega eitt þúsund bjórkössum skipað um borð í skipið ísberg í Hafn- arfjaröarhöfn. Hélt skipið, sem er í eigu skipafélagsins Oks, til ísafjarðar seinna um daginn. DV sagði í gær frá flutningabíl með 10 þúsund lítra af bjór sem veöur- tepptur er á Hólmavík. Var ófært yfir Steingrímsfjarðarheiði og því alls óvíst hvort bjór yrði til sölu á ísafirði 1. mars. Nú hefur máhð sem sagt verið leyst á farsælan hátt fyrir bjórþyrsta ísfirðinga. Að sögn Gústavs Níelssonar, skrif- stofustjóra ÁTVR, munu ahar áfeng- isútsölur úti á landi verða með bjór á boðstólum 1. mars og þá aðallega íslenskar tegundir. Bjórfarmurinn, sem fór sjóleiðina, mun þó vera er- lendur. -hlh Undirbúningi fyrir opnun Ölkjaliarans I Pósthússtræti er lokiö og allt tilbúið til að skenkja ölþyrstu fólki ekta öl. Á myndinni sjást þeir Bjarni Marteinsson, eigandi staðarins, t.v., og Svavar Sigurjónsson rekstraraðili kampakátir við ölkrana Ölkjallarans. Þeir virðast kunna vel við sig á bak við skenkinn drengirnir þótt enn sé enginn dropi í krananum. DV-mynd GVA 4 Kranaöl dýrara í innkaupum Bjór í póst- kröfu eftir 1. mars Þeir sem eru vanir að fá sitt áfengi í gegnum póstkröfu verða að bíða til 1. mars með að panta sér bjór. Að sögn Gústafs Níelssonar, skrifstofustjóra hjá ÁTVR, er verið að ljúka frágangi tölvukerf- is sem notað verður viö sölu á bjór. Bjórinn er einnig fyrirferð- armeiri og því á eftir að koma í ljós hvernig póstkröfusalan mun ganga best fyrir sig. -hlh Flestir þeir veitingamenn sem DV ræddi við verða með kranaöl eða kútaöl á boðstólum. Margar óþekkt- ar stærðir eru í kringum kranaöl og eru skiptar skoðanir um hvort þaö sé svo hagstætt að hafa það á boðstól- um. „Það þarf aö þrífa kútana og við fylhngu verður alltaf töluverð rým- un. Það er ekki reiknaö með þessari rýmun í útsöluverðinu. Síðan getur þurft að ráöa aukamannskap vegna kútanna og ekki víst i hvaöa glasa- stærðum hagstæðast er að selja bjór af krana. Þetta er óleyst dæmi þar sem útkoman er ekki endilega svo hagstæö,“ sagði einn veitingamaður við DV. Veitingamenn hafa reiknaö út að bjór á kút er tveim krónum dýrari miðaö við sama magn á flöskum. Em þeir óhressir með það, ekki síst ef tillit ert tekið til rýrnunar og um- stangs viö að selja kútaöl. „Þegar viö lýsum yfir óánægju okkar er okkur bara bent á að versla annars staðar. Hér er einokun á áfengisverslun og ekki gefnir neinir magnafslættir. Við kaupum allan bjór á smásöluverði frá ÁTVR sem er einsdæmi. Við viljum mjög gjarna fá leiðréttingu okkar mála hvað þetta varðar," sagði Guðvarður Gíslason, veitingamaður á Gauk á Stöng. -hlh Aðeins íslenskur er alveg öruggur „Það er ekki víst að þú getir geng- ið að öllum tegundum visum í öhum áfengisverslununum 1. mars. Það getur verið aö fólk þurfi að fara upp á Stuðlaháls til að fá einhveija teg- undina. Það tekur tíma fyrir okkur að aðlagast bjómum og það verða ekki gerðar neinar breytingar á búð- inni fyrr en við vitum hver salan verður. Þannig verða einhverjar teg- •undir á bretti á gólfinu og -aörar í hihum. Sumar tegundir verða seldar bæði í dósum og á flöskum og við höfum ekki pláss fyrir allt saman,“ sagði Sævar Skaptason, útsölustjóri ÁTVR í Kringlunni, við DV. Áfengisútsölurnar vom ekki hann- aðar með bjórsölu í huga og því við mikið plássleysi að etja þegar bjóiinn bætist við það sem fyrir er í verslun- unum. í samtölum við verslunar- stjóra og starfsmenn útsalanna kom - í ljós að einungis íslenska framleiðsl- an verður örugglega á boðstólum. Getur verið að menn þurfi að fara upp á Stuðlaháls eftir einhverjum erlendu bjóranna. „Þetta er þó dæmi sem á eftir að skýrast þegar neytend- ur hafa gert upp hug sinn varðandi tegundirnar," sagði einn starfsmað- ur. „Við látum verslunarstjórana al- -veg um aö -ákveöa hvaöa bjór. þeir vilja selja," sagöi Gústav Níelsson, skrifstofustjóri ÁTVR. í Mjóddinni, þar sem lagerpláss er af skornum skammti, var DV þó tjáð aö allar sjö tegundirnar yrðu til sölu; Eghs Gull, Sanitas Phsner, Sanitas Lager, Löwenbrau, Kaiser, Tuborg og Budweiser. -hlh Sandkom dv Fékk Frakk- landsferð 'fvcir kunn- ingjar.sem báöirstunda nám við Fjöl- brautarskóf- ann í Ármúla, vommeðal þeirrasem freistuöu þess aðfáfWaferö, meðSam- vinnuferð- um.Landsýn.á úrslitaleikinní París. Annar félaganna hafði mikinn áhuga en hinn var ekki eins áhuga- samur, Eftirmiklarfortðlurfékk sá áhugasami félaga sinn með sér til að taka þátt í keppninni um fríu sætin. Svo fór að sá sem minni hafði áhug- ann fékk ferðina. Hann haföi áður verið valinn til að spha fótbolta með skólahðinu. Leikiö var á Akranesi um helgina. Eðhlega gat hann ekki sphað fótbolta - þar sem hann var i París. I hans stað var félagi hans vahnn. Á leið sinni upp á Skaga varð hann fyrir því að velta bílnum sínum. Tjónið er mctið á um áttatiu þúsund krónur. Þaö var honum því dýrkeypt að hvetja félaga sinn til að taka þátt f leiknum um fria Parísarferð. ÓlafurStef- ánsson,semer : starfsmaðurí fjármálaráðu- neytinu,setti saman eftiifar- andivfsu.Af tiloíniþeirra merkutima- mótasemvið oigumívænd- umervisimura komubjórsins: Áðurvará kóka kóla kaffi og vini völ nú er stutt th næstu jóla núfærþjóðinöl Auglýsingarí stað handbolta Sjónvarpið brásthand- boltaþyrstum áhorfendum hrikalegaþeg- arúi-slitaleikur b-keppninnar varsýndurá sumiudag. Svo mikil var auragræögi Sjónvarpsins aðauglýsingar vorusýndará meðan leikurinn var i fuhum gangi. í hálfleik var staðan 15-12. Þegar út- sending frá síðari hálfleik hófst var búið að skora Ðmm mörk. íslending- ar þrjú og Pólverjar tvö. Imtta hátta- lager fyrir neðan áhar hehur og Sjón- varpinuth skammar. Ekki varð rciði manna minni þegar sf ðari hálfleikur var endursýndur um kvöldið. Láðst hafði að taka upp þann hluta sem ekkisást í beinu útsendingunni. Þessi vinnubrögð og þessi framkoma er shk að alhr sem hlut eiga að máh ættu aö sjá th þess að þetta hendi ekkiaftur. Gífurleguráhugi fyrir handbolta Áhugiíslend- ingafyrir handboltavirð- istótakmark- aöur. Moðan b- keppninvarí fullumgangi varðaðaflýsa mörgum sam- komum. Imim samkomum semekkivar aflýst.þaðer þegarveriðvar að sýna leiki íslenska liðsins, voru fásóttar. Fólk fékkstekki frá sjón- varpinu. Kirkjukórsæfmgar féllu niður svo og margt annað. Einnig eru dæmi um að menn tækju tal saman án þess að hafa svo mikið sem heils- ast áður. Og aö sjálfsögðu var um- ræðuefnið handbolti. Umsjón: Sigurjón Egilsson Bjórvísa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.