Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 9 i>v Útlönd Gengið að kröf um verkfallsmanna Bush Bandarikjaforseti hefur nú hafið baráttu fyrir því að fá John Tower samþykktan sem varnarmálaráðherra. Símamynd Reuter Hart barist fyrir Tower í morgun mátti víðs vegar sjá her- menn og skriðdreka í Kosovohéraði í Júgóslavíu þar sem námuverka- menn af albönskum uppruna hafa nú hætt verkfalli sínu eftir að hafa neytt þijá leiðandi stjórnmálamenn í kommúnistaflokknum til að segja af sér. Fyrsti verkamaðurinn, sem kom upp úr námunni þar sem verkfalls- menn höfðu hafst við í viku, var bor- inn á hörum. Margir höltruðu og nokkrir féllu í yfirlið. Fjöldi sjúkra- bOa var til taks og flutti námuverka- mennina á sjúkrahús. Námuverkamennirnir vildu með verkfaliinu mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjómarskrá Serbíu sem þeir segja að skerði sjálfstæði Kosovo. Leiðtoga kommúnista- flokksins sögðu þeir vera verkfæri í höndum yfirvalda Serbíu og kröfðust þess vegna afsagnar þeirra. Afsagnir leiðtoganna vora mikið áfall fyrir leiðtoga kommúnistaflokks Serba, Slobodan Milosevic, sem hafði stutt þá. Margir höföu tekið þátt í samúðar- verkfalli með námuverkamönnun- um en í gær efndu um átta hundrað Serbar og íbúar Svartfjallalands til verkfalls í mótmælaskyni við kröfur Albana. í Serbíu eru tæpar tvær milljónir íbúanna af albönskum upp- runa en um tvö hundrað þúsund era Serbar. Reuter Lögregla á verði í Pristina, höfuð- borg Kosovohéraðs. Símamynd Reuter Bush Bandaríkjaforseti er nú kom- inn heim til Bandaríkjanna, eftir fimm daga Asíuferð, til að hvetja öld- ungadeildina til að samþykkja John Tower sem vamarmálaráðherra. Haldinn var sérstakur baráttufund- ur í Hvíta húsinu. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði að afloknum fundinum með John Sununu, starfs- mannastjóra Hvíta hússins og öðr- um, að enginn uppgjafartónn væri í mönnum. Bush hefur boðið nokkr- um öldungadeildarþingmönnum til sín í Hvíta húsið í dag til þess að reyna að ná stuðningi þeirra. Þó svo að Tower hafi yfirgefið Hvíta húsið án þess að tala við frétta- menn segja stuðningsmenn hans að hann sé staðráðinn í því að beijast fyrir útnefningu sinni og hitta að máli hvern þann öldungadeildar- þingmann sem vill ræða ásakanirnar um kvennafar og áfengissýki á hend- ur honum. Hann gekk meira að segja svo langt á sunnudaginn að lofa að hætta að drekka áfengi ef hann fengi embætti varnarmálaráðherra. Búist er við hörðum deilum í öld- ungádeildinni þar sem Tower þarf atkvæði 51 þingmanns til þess að hljóta útnefningu. Demókratar eru með 55 þingmenn í deildinni á móti 45 mönnum repúblikana. Nokkrir þingmenn úr báðum flokkum hafa ekki enn ákveðið hvernig þeir ætla að greiða atkvæði. Reuter Margir verkfallsmannanna blinduðust þegar þeir komu upp úr námunni eftir átta daga dvöl þar. Símamynd Reuter Verkfall í Grikklandi Grískir sorphreinsunarmenn á- kváðu í gær að halda áfram fimm daga verkfalli sínu sem hefur valdið því að haugar af rusli eru nú á götum úti. Flugumferðarstjórar ákváðu einnig í gær að stöðva allt flug annað kvöldið í röð. Um 35 þúsund opinberir starfs- menn, þar á meðal 6 þúsund sorp- hreinsunarmenn, hófu verkfall á miðvikudaginn í síðustu viku. Verk- fallinu átti að ljúka í kvöld en ákveð- ið var að framlengja það þar til á sunnudaginn. Verkfallsmenn krefjast meðal ann- ars 15 prósenta launahækkunar. Stjórnvöld hafa sett þak á launa- hækkanir og mega þær ekki vera hærri en 3 prósent umfram verð- bólgu sem var 14 prósent á síðasta ári. Atvinnurekendur hafa boðið 9 prósenta hækkun. Reuter Erfitt er að komast leiðar sinnar í Aþenu vegna rusls sem safnast hef- ur á götum úti á meðan sorphreins- unarmenn eru í verkfalli. Símamynd Reuter á FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS öðru nafni Hótel Örk Hótelið var byggt árið 1986. Stærð hússins er um 5200 fermetrar á fjórum hæðum og stærð leigulóðar er um 17000 fermetrar. f hótelinu eru 59 tveggja manna her- bergi og 5 veitingasalir fyrir allt að 500 gesti. Heilsuræktaraðstaða er í byggingunni og fullkomin útisundlaug. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarárstíg 25, sími 624070, og hjá Hróbjarti Jónatanssyni hdl., Skeifunni 17, Reykjavík, sími 688733.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.