Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 15 „Verndaðir" vinnustaðir Menn hafa það í flimtingum í Bandaríkjunum að ef glæpir væru ríkisreknir þá myndu þeir borga sig. ,Hvað eiga veitingamenn við þeg- ar þeir tala um „gráa“ markaðinn? - Nei, þeir eiga ekki við þjóðþrifa- fyrirtækin Fjárfestingarfélagið og Kaupþing. Þeir eiga við félags- heimilin og einkasahna. Ólögleg atvinnustarfsemi í áraraðir er Samband veitinga- og gistihúsa (SVG) búið að benda á þá umfangsmiklu og ólöglegu veit- ingastarfsemi sem þar fer fram. En eins og bent var á í bréfi til fjár- málaráðherra 18. okt. sl. hafa „ráðamenn alltaf viðurkennt vandamálið, en enginn hefur kom- ið umbótum í verk“. Dómsmála- ráðherra lét þó gera könnun tvær helgar í röð, árið 1984, þar sem í ljós kom að þriðjungur staðanna var leyfislaus! Mikill vafi leikur á að þessir staðir, og einnig þeir sem leyfi hafa, skih þeim sköttum og uppfylli þær skyldur sem þeim ber. En það er ljós punktur í þessu máh sem öðrum. Lögreglustjóri innheimtir nefnilega sérstakt eftir- htsgjald vegna vínveitingahúsa. Það eina sem „klikkar" er það að gjaldið er lagt á staðina sem hafa leyfi! En tómlæti hins opinbera nær lengra. Ef hlutur launþega í iðgjaldi til lífeyrissjóðs er ekki dreginn af honum aðhefst RLR ekkert þó ljóst megi vera að viðkomandi launa- greiðandi hafi með höndum at- vinnustarfsemi, greiði laun en skili ekki iðgjöldum. Og enn æsist leikurinn. Engar tryggingar þarf að setja þó fyrir- tæki sjái um að innheimta sölu- Kjallaiinn Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur skatt og önnur opinber gjöld fyrir ríki og bæ. Söluskattur og launa- tengd gjöld ein sér eru yfir !4 af veltu margra fyrirtækja þannig að freistingin er mikil og með sífellt þyngri álögum og slöku eftirhti verður sú freisting væntanlega sterkari og sterkari. Líkurnar á að nást eru líka svipaðar og á því að Ólafur Ragnar verði annar kven- forseti lýðveldisins! Það er líka leikur einn að stofna hlutafélag og annaö hlutafélag daginn eftir ef fyrra hlutafélagið fer á hausinn o.s.frv. og láta þessi opinberu gjöld „gufa upp“. Tollstjóri gerir svo illt verra, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, með því að loka ekki hjá þeim fyrirtækjum sem til van- skila stofna þó um þau sé vitað! Þau geta því haldið áfram að innheimta skatta „fyrir ríkið“. Þetta hlýtur að jaðra við „verndaða" glæpa- starfsemi! „Vernduð" eignaupptaka Iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði eru svokahaðar forgangskröfur við gjaldþrotaskipti og njóta ríkis- ábyrgðar. Þetta ghdir þó einungis um þau iðgjöld sem féllu til síðustu 18 mánuðina fyrir upphaf gjald- þrotaskipta. Þau vanskii, sem eru eldri en 18 mánaða, teljast til al- mennra krafna og eru miklu minni hkur á því að eitthvað haflst upp í þær kröfur. Og hér bregst „kerfið" hka því innheimtuferihinn á ís- landi er oft bæði langur og torveld- ur sbr. Hótel Örk. Líkurnar á und- anskoti eigna aukast og þar með að htið fáist upp í kröfur. Til við- bótar má svo ekki gleyma því að þessi fyrirtæki halda niðri arðsem- inni í viðkomandi atvinnugrein og þar með launum sjóðsfélaga því arðsemiskröfur eigenda þeirra geta verið öðruvísi en annarra og mið- ast við að blóðmjólka fyrirtækið á stuttum tíma. Þetta er í raun „vernduð" eignaupptaka bæði gagnvart sjóðsfélögum, lánar- drottnum og samkeppnisaðilum. Menn hljóta að gera sér grein fyrir því hvernig samkeppnisstaða þeirra, sem gjalda keisaranum það sem keisarans er, versnar með sí- vaxandi álögum sem einungis leggjast á þeirra vörur og þjónustu. Þetta er jafnslæmt fyrir þá eins og hátt og hækkandi raungengi væri fyrir samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina. En ráða- menn sjá bara loðdýr! Pólitískt siðleysi Það má líka segja að styrkirnir, sem ríkisstjómin hefur verið að deha út til hinna ýmsu hagsmuna- hópa, séu ekkert annað en „vernd- aður“ þjófnaður. Hvernig er ann- ars hægt að útskýra það að þjóðin þarf að greiða 500 milljónir með loðdýrum? Besta röksemdafærsl- an, sem ég hef heyrt hingað til, er að j)etta sé vonlaus atvinnugrein!!! Ég vh nú snúa mér aftur að fyrir- sögninni á þessari grein, þ.e. „verndaðir" vinnustaðir. Ég hef nefnt dæmi um það sem ég kallaöi „verndaða glæpastarfsemi“, „verndaða" eignaupptöku og „verndaðan" þjófnað. Með „vernd- uðum“ vinnustöðum á ég við fyrir- tæki, lögleg og ólögleg, sem komast upp með skattsvik og lögbrot vegna aðgerðaleysis „kerfisins", seina- gangs og pólitísks siðleysis og eru þannig vernduð fyrir samkeppni við löglega rekin fyrirtæki. Og í stað þess að skattpína sömu fyrir- tækin meira og meira og fækka þeim þannig og lækka með því skatttekjurnar í framtíðinni væri íjármálaráðherra nær að snúa sér að því að bæta innheimtuna á þeim sköttum sem fyrir eru, fækka þeim og lækka þá duglega í leiðinni! Og fehdu niður þá vitlausustu fyrst. Friðrik Eysteinsson „Hvernig er annars hægt aö útskýra það aö þjóðin þarf að greiða 500 milljón- ir með loðdýrum? Besta röksemda- færslan, sem ég hef heyrt hingað til, er að þetta sé vonlaus atvinnugrein!!!“ Hve lengi brennur Róm? í haust var spurt: Brennur Róm? Allir landsmenn vita hver spurði. Ef Róm brann í haust brennur hún ekki síöur í dag. Forsætisráðherra hefir sýnt vhja í þá átt að slökkva eldana en tak- markaðan mátt; en hver hefur ekki takmarkaðan mátt? Það er verra að hann hefur takmarkaða stað- festu. Hann sýndi vhja í haust þeg- ar hann vildi stöðva hvalveiðar. Hann skorti staðfestu þegar hann lét varaformann sinn þagga niður í sér, heimkominn af Hornafirði. Fiskveiðistefna Halldórs Ás- grímssonar brennir Róm og hval- veiðistefna sömu persónu brennir einnig Róm. Fyrst fiskveiðistefnan: Reginmunur Það er engum sagt fyrirfram hvað hann megi veiða mikinn fisk. Sj<j>- mönnum er aðeins sagt hvaö þeir megi landa miklum afla. Á þessu tvennu er reginmunur. Því játa ah- ir sjómenn persónulega að þeir álíti að um eða tæplega 40% ahs afla sé aftur fleygt í sjóinn af ýmsum ástæðum - ekki bara smáfiski. Kannski þeir hafi sagt það öllum nema sjávarútvegsráðherra. Hvað um það - maðurinn hefur ekki ver- ið illa gefinn, hann veit t.a.m. mun á brúttó og nettó. Það er stefnan sem hann stendur fyrir sem er ábyrg fyrir þessum ósköpum. Það hefur hann vitað lengi, a.m.k. átt að vita. Svo þennan eld verður Stein- grímur Hermannsson að slökkva. Takist það ekki á annan máta verð- KjaUarinn Skúli Magnússon jógakennari ur hann að láta sjávarútvegsráð- herrann víkja. Þá ver sami ráðherra hvalveiði- stefnuna. Hún er af öllum ástæðum röng og hefur alltaf verið röng. En flestir íslendingar eru ekki menn th að skilja nema sum þeirra raka - þau efnahagslegu. Þau skiljast nú án skýringa. Reikningurinn er þeg- ar upp á 1 'Á milljarð, auk atvinnu- leysis, auk stöðvaðra fyrirtækja til viðbótar við öll gjaldþrotin, auk þeirrar byggðaröskunar sem af mun hljótast og er næg fyrir. Og reikningurinn hækkar dag hvern. Stöðugt hefur því verið haldið fram af seinheppnum mönnum að þann storm í tebolla, sem á íslandi teng- ist nafni grænfriðunga, muni lægja. Þá vakna menn upp við vondan draum. Upplýst er í útvarpi að á mig minnir (getur verið mis- minni) þriggja ára bih tvöfaldist veldi þessara manna. Og þeir héldu að storminn mundi lægja. Hann mun aldrei lægja. Einn maður ábyrgur Skynsamir íslendingar hafa nú komið auga á þá staðreynd að við reyndar eigum (eða ættum að eiga samleið) með grænfriðungum. Þeir berjist jú fyrir hreinum höfum og við gætum átt samvinnu við þá í því efni - og VERÐUM að gera það ef ekki á iha að fara. Sjávarútvegs- ráðherra sér hins vegar um það að þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa þessa stundina. Af hvalveiðistefnunni hefur því hlotist markaðshrun á íslenskum afurðum og mun hljótast aukin mengun Norður-Atlantshafsins. Fyrir öllu þessu er einn maður sér í lagi og persónulega ábyrgur vegna embættis síns: Halldór Ás- grímsson. Enginn maður mun nokkru sinni standa undir annarri eins ábyrgð. Það eru heimspekileg öá: heim- spekileg) rök fyrir því að hætta hvalveiðum. Það finnast eiimig sið- ferðileg og náttúrufræöileg rök fyr- ir því að hætta hvalveiðum í eitt skipti fyrir öh. En þau skulu ekki rakin að sinni: það hefði engan til- gang. En sá tími kann að vera nær en nokkurn mann uggir að sjávarút- vegsráðherrann standi einn uppi á gjaldþrota flæðiskeri með stirðnað- an þijóskusvip, j veröld sem er stjórnað af grænfriðungum. Og vera kann að Kristján Loftsson styðji sig við einn heimsendan gáminn. Stattu þig, Steingrímur Fyrir margt löngu ræddu fram- sóknarmenn í stjórnarandstöðu um móðuharðindi af mannavöld- um. Var þeim gefinn spádómsandi? Nú eru þau harðindi skohin yfir. Og þeir eldar, sem þá geisuðu, heíðu nægt th að brenna margar Rómaborgir. Það er nú verkefni formanns þessa sama Framsóknarflokks að stöðva þessi móðuharðindi og slökkva þessa elda sem forverar hans óttuðust. Og sú ábyrgð er mikil. Þess vegna: Stattu þig, Stein- grímur. í þessum rituðum orðum er sjáv- arútvegsráðherrann í útvarpinu: Hann ætiar að fara að ræða málin í ríkisstjórninni. Hversu oft hefur hann ætlað það? Og með hvað ár- angri? Þá ætlar hann að styðja þau fyrirtæki sem hafa stöðvast vegna hans eigin hvalveiðistefnu. í fyrsta lagi: til hvers? Th þess að halda áfram að vera óstarfrækt „ekki gjaldþrota" fyrirtæki á pappírnum handa atvinnulausum „lands- byggðarmönnum"? Og með hverju? Úr eigin vösum? Eða af síð- asta eyri ekkjunnar? Sem endurskoðandi veit Hahdór að stöðvuð fyrirtæki verða ekki reist við af gjaldþrota fyrirtækjum. Sem fyrrverandi homfirskur veiði- maður veit sami Hahdór aö mönn- um af sökkvandi lífbátum verður ekki öhum bjargað í eina skipsbát- inn. það endar með því að síðasti skipsbáturinn fer sömu leiðina. Af hverj u talar maðurinn af öngvu viti? Og það á nú einu sinni enn að fara að ræða málin í ríkisstjóm- inni. Vonandi mætir forsætisráðherr- ann með einhver betri hjálpartæki en fiðluna. Og vonandi mætir sjávarútvegs- ráðherrann ekki með eldfærin að kveikja fleiri elda í hinni þegar brennandi Róm. Skúli Magnússon „Fyrir margt löngu ræddu framsókn- armenn í stjórnarandstöðu um móðu- harðindi af mannavöldum. Var þeim gefinn spádómsandi? Nú eru þau harð- indi skollin yfir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.