Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 5 Atviimumál Kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna skipulags á kartöflusölu: Andstætt stjórnar- skrá og landslögum Hér er verió aó landa úr einum ísafjaröartogaranum i siðustu viku. DV-mynd Sigurjón Ekkert lát á aflahrotunni fyrir vestan Enn er ekkert lát á aflahrotunni á Vestfjarðamiðura eftir aö hafís- inn lónaði burt á dögunum. ís- fjarðartogaramir fjórir lönduöu fyrir nokkrum dögum 140 til 270 lestum eftir 5 daga veiði Þeir héldu svo út aftur í síðustu viku og hafa aflaö mjög vel. „Það þykir mjög gott að fá 15 lestir á sólarhring en ég heyrði af því aö Júlíus Geirmundsson hafi verið að fá 25 lestir yfir sólar- hringinn eftir að hann fór út aft- ur. Hinir togaramir hafa Ifka ver- ið að fá góðan afla, þannig að segja má að aflahrotan haldi áfram,“ sagði SturlaHalldórsson, yfirhafnarvöröur á Isafirði, í samtali viö DV. Hann sagði að aflinn í hrotunni heföi veriö fall- egur fiskur. Þegar hún hófst hafi verið áberandi mikið af stórum þorski. Sturla sagði að nú væri hætt að vigta afla togaranna á hafnar- vogjnni. Fiskurinn er aliur í kör- um og fer vigtun þannig fram aö tekin eru nokkur kör af handa- hófi og þau vigtuð. Engir opin- berir eftírlitsmenn fylgjast með vigtuninni, sem fer fram í fisk- vinnsluhúsunum. „Þaö em margir sjómenn afar óánægðir með þetta fyrirkomu- lag. Reyndur skipstjóri sagöi viö mig á dögunum að þessi aðferö væri algerlega ófær,“ sagði Sturla Halldórsson. -S.dór Elsta skipið var smíðað árið 1912 Elsta íslenska fiskiskipið, sem enn er á sjó, var smíðað áriö 1912 en það er Nakkur SU 380 frá Djúpavogi. Skipið var smíðað í Færeyjum úr fum og eik og er 8 rúmlestír aö stærð. Annars er meðalaldur íslenska fiskiskipa- flotans nú 18,8 ár en var 19,0 ár í fyrra. Lægstur meðalaldur er á skip- um af stærðarflokknum 0-9 lestír eða 15,0 ár. Næstlægsti meðalald- ur er á skipum af stærðinni 500 lestir og stærri eða 15,7 ár. Hæsti meöalaldur er aftur á mótí á skip- um af stærðarflokknum 50-99 lestir eða 28,0 ár. Síðan snarlækk- ar hann á skipum af stærðinni 100-149 lestir eða niður í 19,0 ár. Síðan hækkar hann aftur á stærðarflokknum 150 til 199 lestir eða S 22,2 ár. Meðalaldur minni togaranna, sem eru í stærðar- flokknura 300-499 lestir, er 15,1 ár. Á skipaskrá 1. janúar í ár em skráð 1103 þilfarsskip. Fiskiskip rainni en 100 brúttólestir eru 534, skip 100 til 499 lestir eru 297 og af stærðinni 500-999 lestir em 42 skip. Tvö fiskiskip em meira en 1.000 brúttólestir. Meðalstærð þeirra fiskiskipa, sem mæld era í brúttólestum, var 1. janúar síð- asthðinn 135,1 lest. -S.dór -Umboðsmanni Alþingis hefur bor- ist kvörtun frá Hauki Hjaltasyni fyr- ir hönd Dreifingar hf. Þar kvartar Haukur yfir ráðgjöfum í landbúnað- arráðuneyti, landbúnaðarráðherra, embættismönnum, ráðgjöfum í fjár- málaráðuneyti og fiármálaráðherra. Er kæran vegna ýmissa meintra brota varðandi dreifingu og sölu á kartöflum. í kærunni er kvartað yfir: „Mis- Vetrarvertíðin: Vænn þorskur áberandi í aflanum „Það er rétt að þó nokkuð veröur nú vart við vænan þorsk í aflanum, en ég þori ekki að fullyröa neitt um hvort það er óvenju mikið. í leiðangr- inum á Dröfn á dögunum urðum við varir við talsvert af stórum þorski, þetta 10 til 15 kflógramma þungum þorski," sagði Hafsteinn Guðfinns- son sjávarlíffræðingur, forstöðu- maður defldar Hafrannsóknastofn- unar í Vestmannaeyjum. Hann benti á að alltaf yrði þó nokk- uð vart við vænan fisk á hrygninga- svæðunum yfir vetrarvertíöina. Menn mættu heldur ekki gleyma því að hrygningastofn þorsksins væri á bilinu 200 tfl 300 þúsund lestir og hjá því gæti aldrei farið að innan um væri nokkuð af stórum fiski. Loðnubátar hafa verið að fá 1 tfl 2 tonn af vænum þorski í loðnunæt- umar nærri Vestmannaeyjum und- anfarið, en þorskurinn liggur nú í æti þar sem loðnan er. Netabátar hafa aflað sæmflega þegar gefur og hefur allmikið af vænum fiski verið í afla þeirra. Hafsteinn sagði að erf- iðara væri að fylgjast með afla troll- bátanna, þar sem þeir seldu afla sinn á erlendan markað, en eftír því sem hann hefði frétt væri afli þeirra góð- ur. -S.dór Svartur sjór af síld fyrir Suður- landinu Sjómenn á loðnuveiðiskipunum segja aö fyrir Suðurlandi sé svartur sjór af sfld. Meðan skipin voru að leita að loðnunni á dögunum kom fyrir að menn töldu síld vera loðnu og köstuðu á hana. Ef kastað er á sfld verður að sleppa henni úr nót- inni. „Sfldin er sjálfsagt fyrirferðarmikil þama enda á ég von á því að allur stofn Suðurlandssíldarinnar, 400 þúsund lestir, sé á þessu svæði,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar í samtah við DV. Meðan loðnan gengur yfir ákveðið svæði fyrir Suðurlandinu, á leið til hrygningarsvæða sinna, truflar sfld- in loönuveiðamar. Að öðm leyti blandast þessar tegundir ekkert sam- an, að sögn Jakobs. -S.dór beitingu valds og heimildarákvæða í lögum. Mismunun milli atvinnu- greina. Brot á reglum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna." Þá er einnig varpaö fram hvort um, „meint auðgunarbrot ráðgjafa ráð- herra geti verið að ræða.“ Einnig er spurt hvort hér sé um að ræða, „ógn- un við viðskiptahagsmuni íslands." Einokunaraðstaða er nefnd en spurt er hvort gerð hafi verið tilraun tfl aö skapa „sérréttindahópi einok- unaraðstöðu, við afurðasölu, með álagningu ofurgjalda á söluvörur samkeppnisaðila." Þá fær fiármálaráðuneytið sinn skammt: „... vegna brota á tollalög- um, um undanþágur og niðurfelling- arheimildir, með tilvísun til reglu- gerðar 69/jan. ’88. Mismunun milli atvinnugreina.” í athugasemd með kvörtuninni segir: „Mismunun, annars vegar við innflutning á kartöflum og hins veg- ar viö innflutning á grænmetí, getur hvorki samrýmst stjórnarskrá né landslögum. Hér er um að ræöa fár- ánlega og óeðlflega valdaaðstöðu nokkurra atvinnurekenda og hags- munavörslu stjórnvalds yfir sér- hagsmunum. Þessu er stefnt gegn samkeppnisaðilum á kostnað neyt- enda.“ -SMJ Ný sjDortvöruverslun UTSALA fao* % 7 > -jS®0 15-40% afsláttur af öllum vörum *o Útsölunni lýkur laugardaginn 4. mars. ATH. Allt nýjar vörur s'»Ur: nú ÚTI SPORT VERSLUNARHÚSINU SF., GERÐUBERGI 1 Sími 72277. ÖDÝRT - Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST - ÖDÝRT Frábært teppatilboð á meðan birgðir endast JLVölundur Teppadeild Hringbraut 120 Sími 28600 I dag og næstu daga á meðan birgðir endast bjóðum við nokkrar gerðir af gólfteppum á sérlega hagstæðu verði. Dæmi: 4 metra breið lykkjuteppi frá kr. 560 ferm. Hér er um að ræða teppi af mörgum gerðum, bæði þykk og þunn, 2-4 m á breidd. Ef þig vantar gólfteppi þá sleppir þú ekki þessu einstæða tækifæri. Við bjóðum hagstæð greiðslukjör. JLVölundur ÓDÝRT - Á MEÐAIM BIRGÐIR ENDAST - ÓDÝRT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.