Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. LífsstíU DV kannar verð í Breiðholti: Að meðaltali 26% munur á hæsta og lægsta verði - mesti verðmunur 64% Straumnes er ein þeirra verslana í Breiðholti sem skipt hafa um eigendur að undanförnu. DV-mynd KAE Neytendasíða DV kannaði verð á 18 vörutegundum í 8 verslunum í Breið- holtshverfi. Helstu niðurstöður voru þær að meðaltalsverðmunur á hæsta og lægsta verði var 26,6% eða allt frá 4% upp í 64%. Sé litið á verð á 8 tegundum, sem fengust alls staðar, kemur í ljós að samkvæmt því er ódýrast að versla í Gæðakjöri í Seljahverfi en þar kost- aði pakkinn 912 krónur. Dýrust eru innkaupin í versluninni Hraunbergi við samnefnda götu en þar kostar karfan 1.059 krónur. Munurinn er rúm 16%. Mestur verðmunur kom í ljós á lauk en kílóið var dýrast í Hraun- bergi á 78 krónur en ódýrast í Breið- holtskjöri á 56 krónur. Munurinn er þarna 64%. Græn paprika kostaði minnst 266 krónur kílóið í Sparkaupi í Hólagarði en mest 390 krónur kilóið i Selja- kjöri. Munurinn er 46%. Það þýðir að á ódýrari staðnum er næstum hægt að fá eina og hálfa papriku fyrir verð einnar á hinum staðnum. Ajax þvottaefni í 75 desilítra dunk- um kostaði minnst 299 krónur í Spar- kaupi en mest 454 krónur í Kron við Eddufell. Munurinn er 51%. Homeblest súkkulaðikex kostaði mest 84 krónur í Breiðholtskjöri en minnst rúmar 69 krónur í Spar- kaupi. Munurinn er 20% sem þýðir að fyrir sama verð fást 10 kexkökur í Breiðholtskjöri en 12 kexkökur í Sparkaupi. Cocoa Puffs kostaði mest 181 krónu pakkinn í Hraunbergi en minnst 140 krónur í Gæðakjöri. Munurinn er Breiðholts- kjör Nýi- Garður Selja- kaup Ásgeir Gæöa- kjör Sparkaup Hólagarði Kron Eddufell Hraun- berg Munur á hæsta og lægsta Cocoa Puffs 12 oz 162 174 165 161 140 155 160 181 29% Morgungull 206 202 198 199 204 4% Maggi kartöflumús 65 67 62 59,80 69 72 20% Solgryn 950 g 111 129 121 118 119 119,80 121 137 20% Libbystómatsósa 97,50 99 102 99 89 88 97 107 21% Ora fiskibollur 210,50 229 210 219 215 210 231 243 15% Ora maís 'A dós 103 109 108 111 106 97 99 119 22% Kornax hveiti 2 kg 76 82 119 86 56% Homeblestkex 84 81 79 76 69,80 71 20% Frón kremkex 81 83 91 83 79 79,80 85 15%' Ajax 75 dl 374 402 299 454 51% Nescafé gull, stór 448 446 429 445 453 5% Gunnars majones 400 g 98 99 103 99 98 99 102 108 10% 1 kg laukur 56 70 92 75 57 69 63 78 64% 1 kgkjötfars 270 270 320 298 298 340 290 26% 2 kg sykur 78 99 . 104 99 88 87 80 86 33% HrísgrjónRiver454g 66 60 63 54 60 22% Paprika græn 1 kg 355 390 359 289 266 306 337 46% Verð8tegunda sem fengust alls staðar 916 1008 1005 981 912 924 953 1059 „Handahófskennd vinnu- brögð og illa unnar kannanir" - segir eigandi verslunar á Akureyri sem neitar að taka þátt í verðkönnunum Neytendafélags Akureyrar og nágrennis Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Málið er einfaldlega það að mér finnst þessar kannanir Neytendcifé- lags Akureyrar og nágrennis illa unnar og handahófskenndar," segir Axel Valgeirsson, eigandi Verslunar- innar Garðshoms á Akureyri, en hann neitar að taka þátt í verðkönn- unum sem félagið framkvæmir. Neytendafélag Akureyrar og ná- grennis var með verðkönnun á dög- unum í þeim verslunum á Akureyri sem teljast vera svokaUaðar minni verslanir. Þegar sá sem framkvæmdi þessa könnun kom í Verslunina Garðshom hafði afgreiðslustúlka samband við eiganda verslunarinnar og hann neitaði þá að taka þátt í könnuninni. „Mér var aldrei sagt að þetta væri einungis könnun hjá litlu verslunun- um í bænum, það var ekki tekið fram,“ segir Axel Valgeirsson. En hyggst hann þá hunsa þessar kann- anir í framtíðinni verði til hans leit- að? „Framtíðin verður aö skera úr um það. Ef ég sé að það verður eitthvert vit í þessum könnunum þá er ég til- búinn að taka þátt, annars ekki. Það hefur verið látið í það skína að ég sé hræddur við að taka þátt í þessu vegna þess að vömverð sé hátt hjá mér, en það er firra. Verslun í Garðs- horni hefur aukist eftir að ég tók við versluninni, og mínir viðskiptavinir eru ánægðir. Ég er hins vegar ekki jafnánægður með framkvæmd þessara verðkann- ana. Það gerist t.d. hvað eftir annað að teknir em fyrir vöruflokkar sem hafa nýlega hækkaö og litlu verslan- imar em settar í könnun með stóm verslununum eins og Hrísalundi og Hagkaup. Það hljóta allir að sjá að litlu verslanimar hafa minni vöm- lager og þurfa því fyrr að kaupa inn vömr á nýja verðinu og þar af leið- andi aö hækka vöraverðið. Það hefur líka oft komið fyrir að þeir sem framkvæma kannanir fyrir NAN hafa gert vitleysur. Þær em svo leiðréttar einhvers staðar úti í horni mörgum dögum síðar og em þá þegar búnar að valda viðkomandi verslun skaða. Ef vinnubrögðin verða löguð og vandað til þessara hluta þá skal ekki standa á mér að taka þátt í þessu,“ sagði Axel Valgeirsson. „Þekki þessa gagnrýni“ Anna Soffia Þorsteinsdóttir hjá Neytendafélagi Akureyrar og ná- grennis sagði DV að hún hefði komið í Garðshom og beðið um leyfi til aö framkvæma þar verðkönnun. Þegar haft var samband við eigandann hafi hann neitað og ekki viljað við sig tala. Það væri rétt að honum hafi ekki verið tjáð að hér væri um könn- un í „litlu verslununum" að ræða, en hann hafi heldur ekki spurt hvort svo væri. „Ég kannast vel við þá gagnrýni sem hann setur fram. Staðreyndin er hins vegar sú að ég leitast við að kanna verð á þeim vöruflokkum sem segja má að seljist daglega, vörur sem fólk er alltaf að kaupa. Ég hef heyrt það frá kaupmönnum í minni versl- ununum að þeir vilji fremur láta kanna verð á vömm sem seljast lítiö og þar hafa þeir vissulega meiri möguleika á að standa sig gagnvart stærri búðunum. Varðandi það að taka saman stærri og minni verslanirnar, þá er þvi til að svara að það er þetta sem fólkið vill. Fólk vill geta borið saman verð- ið í stórmörkuðunum annars vegar, og verðið í minni búðunum hins veg- .ar. Ég hef tekið fram að e.t.v. sé ekki raunhæft að bera þetta tvennt sam- an, en þetta er einfaldlega það sem fólkið vill fá að sjá,“ sagði Anna Soff- ía Þorsteinsdóttir. Neytendur 29% sem þýðir að í Hraunbergi greið- ir neytandinn 181 krónur fyrir 340 grömm en ætti að fá um 438 grömm ef miðað væri við sama verð og í Gæðakjöri. Á heÚdina litið virðast Breiðholts- búar eiga ýmissa kosta völ í viðskipt- um sínum við hverfisbúðirnar. í flestum verslunum er gott úrval og verðmunur milli þeirra er ekki ýkja mikill þó miklu muni á einstökum tegundum. Þó virðist Hraunberg hafa nokkra sérstöðu en þar var verðið í flestum tilfeUum hæst. Kaupmaðurinn í Hraunbergi færðist undan þátttöku í könnuninni og er það ástæða þess að ekki er tíundað verð á fleiri tegundum þar en raun ber vitni. -Pá Akureyri: Hólabúðin kom best út Gyifi Kristjánaaan, DV, Akureyri: Hólabúðin fékk hagstæðustu útkomuna í verðkönnun sem Neytendafélag Akureyrar og ná- grennis framkvæmdi á dögunum í fimm minni matvöruverslunum á Akureyri. Alls vom 18 vörutegundir með í könnuninni, og var Hólabúöin meö lægsta veröið í 9 tilfeUum, Kjörbíll Skutuls í 4 tilfeRum, Verslunin Brynja þrívegis, Versl- unin Esja tvívegis og Verslunin Síða í einu tilfelli. Verðmunur var oft mikill á ein- staka vörum milli verslana. Þannig var munur á hæsta og. lægsta verði 51% á Maarud pa- prikuflögum, þær kostuðu 98 krónur í Hólabúðinni en 148 krónur í Síðu. Nesquik kakómalt sem kostaði 119 krónur í Hóla- búöinni kostaði 178 krónur í Esju og munar þar 49%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.