Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 25 Hrappur og Skotta á heimsenda Á laugardag var frumsýnt nýtt, ís- lenskt bamaleikrit í Iönó. Höfundur er Olga Guðrún Ámadóttir en for- vinna var í höndum SMÁ-hópsins hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Félagar í SMÁ-hópnum sáu líka um leik- mynd, leikstjóm, tónlist og fleira. Þrír krakkar lenda fyrir tilviljun í miklum ævintýrum í ævintýra- landinu. Hrappur galdrakarl hefur komist yfir verndargripinn Geisla- glóö sem álfamir í Ljósalandi eiga. Hrappur ætlar að nota Geislaglóð til að komast inn í Ljósaland og sækja galdrabókina sína en án Geislaglóðar eru álfamir varnarlausir. Aðstoðar- maður Hrapps er Skotta og á hún ekki sjö dagana sæla með Hrappi. Hann rífst í henni og skammar en það er mest í nösunum á honum því hann reynist besti karl inn við beinið. Þremenningamir ná gripnum og ætla að skila honum til prinsessunn- ar í Ljósalandi sem bíður á Fjalli fjallanna. Tíminn er naumur og því verða þau að leggja sig alla fram við að koma gripnum til skila í tíma. Húsfylhr var á sýningunni og var aðstandendum hennar vel tekið. Ævintýralandiö heillar börnin og mátti sjá marga krakka iðandi af spenningi þegar leikurinn stóð sem hæst. Hrapp galdrakarl leikur Kjartan Bjargmundsson en Margrét Áma- dóttir leikur Skottu. Hlutverk krakk- anna eru í höndum Eddu Björgvins- dóttur, Ásu Svavarsdóttur og Stefáns Sturlu Siguijónssonar. Hrappur og Skotta eru félagar í göldrum og ná Geislaglóð af álfunum í Ljósalandi. Margrét Árnadóttir og Kjartan Bjargmundsson í hlutverkum sínum i leikritinu Ferðin á heimsenda sem frumsýnt var í iðnó á laugardag. Ása Hlín Svavarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Edda Björgvinsdóttir fá sér kaffi og konfekt í lok frumsýningar. I hléi er nauðsynlegt að slappa af og fá sér hressingu. Leikarar og stjórnendur að sýningu lokinni. Fremst situr Ása Hlín Svav- arsdóttir en hún leikur Sissu. Við hlið hennar er Ólöf Söebeck en hún lék álfaprinsessuna á frumsýningu. Ólöf leikur á móti Margréti Guð- mundsdóttur aðra hverja sýningu. Fyrir aftan standa Ásdís Skúladóttir leikstjóri og Soffía Vagnsdóttir, höf- undur tónlistar. DV-myndir KAE Kjartan að hreinsa af sér gervi Hrapps galdrakarls. Sviðsljós Fólk skemmti sér vel á þorrablóti íslendingafélagsins í S-Virginiu, hér kætast þau Halla Pétursson og Gunnar Guðjónsson yfir matnum. DV-myndir Ransy Morr Þorramaturinn bragðaðist vel, allavega er ekki hægt að lesa annað út úr svip Maríu Kristjánsdóttur Hitchings. Þorrablót í Vesturheimi íslendingafélagðið í Suður-Virgi- níu hélt árlegt þorrablót sitt þann 4. febrúar síðasthðinn í Norfolk og fór það hið besta fram. Á blótið mættu um 140 manns, þar af var um það bil helmingurinn íslend- ingar. Þorramatur kom frá íslandi en konur í íslendingafélaginu sáu um að skreyta salinn og útbúa þorra- matarbakkana. íslendingafélagið í Suður-Virgi- níu fagnar 5 ára afmæli sínu þann 17. júní næstkomandi. Meðlimir þess reyna að hittast mánaðarlega til skrafs og ráðagerða og til aö styrkja tengslin á milli íslending- anna sem búa á þessum slóðum en þeir eru um 50 talsins. Meðal hátíða hjá félaginu fyrir utan þorrablótið er alparósarhátíð í apríl, 17. júní-mót og ágústhátíð. Þann 9. október er lagður krans við styttu Leifs Eiríkssonar í Newport en hún er afsteypa af styttunni á Skólavörðuhæð. Loks má geta þess að félagið heldur svo jólaboð í des- ember. Formaður félagsins er Sessefa Siggeirsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.