Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. Fréttir Þróun kaupmáttar opinberra starfsmanna frá 1986: Þurfa 11 prósent kauphækkun til að ná öðrum launþegum Samkvæmt útreikningum hag- deildar fjármálaráöuneytisins hefur kaupmáttur dagvinnulauna opin- berra starfsmanna dregist töluvert aftur úr kaupmætti starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Á meöan kaupmáttur dagvinnu- launa launþega innan Aiþýöusam- bandsins er nú um 15,2 prósent hærri en á árinu 1986 er kaupmáttur ríkis- starfsmanna ekki nema um 4 prósent hærri en á því ári. Til þess að vinna upp þennan mun þyiftu opinberir starfsmenn aö fá tæplega 11 prósent launahækkun umfram launþega á almennum vinnumarkaöi. Ástæöan fyrir þessum mun er sá að opinberir starfsmenn fengu mun minni kjarabætur á árinu 1987 en aðrir launþegar og þurftu einnig aö þola kjararýmun á síöasta ári á sama tíma og almennir launþegar héldu sínum kaupmætti. Samanburöur á kaupmætti í dag og meðaltali síöasta árs er opinberum starfsmönnum auk þess í óhag. Hér að ofan hefur veriö miðaö við dagvmnulaun. Mismunurinn er minni ef miðað er viö heildarlaun. Til að jafna þann mun sem hefur veriö á launaþróun frá 1986 þyrftu laun opinberra starfsmanna aö hækka um 2,5 prósent. Kennarar betur settir Þetta er þó mjög misjafnt hjá ein- stökum starfsstéttum hjá ríkinu. Á sama tíma og kaupmáttur heiidar- launa á almennum vinnumarkaði eru nú um 8,7 prósent hærri en á árinu 1986 er kaupmáttur heildar- launa kennara nú um 14,5 prósent hærri heildarlaun en á því ári. Al- mennir félagsmenn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjar hafa hins vegar ekki nema um 3,7 prósent hærri kaupmátt heildarlauna en á umræddu ári. Samkvæmt útreikningum hag- deildar fjármálaráðuneytisins er kaupmáttur dagvinnuláuna nú svip- aður og hann var á árunum 1981 og 1982. Hann er umtalsvert hærri en á tímum kjaraskeröingarinnar 1983 til 1985. Kaupmáttur dagvinnulauna er hins vegar um 8,3 prósent lægri en þegar hann var hæstur á síðasta árs- fjóröungi 1987. -gse Haraldur Hannesson: Munurinn ekki mikill Kröfur umfram aðra - segir formaöur Hins íslenska kennarafélags „Við höfum metiö aö kjararýrn- un undanfarinna missera sé um 12 til 14 prósent. Hjá Alþýöusamband- inu er kjararýmun félaga þess metin á um 10 prósent. Munurinn er því ekki mikill,“ sagði Haraldur Hannesson, formaöur Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. „Ég held aö mismunurinn á launaþróun opinberra starfs- manna og annarra yröi ekki jafn- mikill og útreikningar tjármála- ráöuneytisins gefa til kynna ef mið- aö væri viö annað ártal. Opinberir starfsmenn fengu til dæmis mun meiri launahækkanir á árinu 1985 en félagar í Alþýöusambandinu. Þaö er þannig með svona útreikn- inga aö menn geta oft fengiö nán- ast þá niðurstöðu sem þeir kjósa með því að velja sér viðmiðunar- punkt,“ sagöi Haraldur. -gse „Það er búiö að vera krafa Banda- lags háskólamanna frá því áöur en við fengum verkfallsrétt að leiðrétt verði misgengi milli launa opinberra starfsmanna og starfsfólks á almenn- um vinnumarkaði. Þetta fékkst ekki leiðrétt þegar kjaradómur ákvarðaði laun okkar. Það hefur einnig gengiö erflðlega aö fá þetta leiörétt," sagði Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarfélags. „Kennarar bera sig ekki saman við launþega innan Alþýðusambands- ins. Ef miðað er við starfsgreinar sem hafa svipað menntunarstig og kenn- arar þá eru kennarar með um 68 þúsund krónur á mánuði en til dæm- is tæknifræðingar um 100 þúsund." - Munuð þið gera kröfur um meiri launahækkanir en aðrir? „Við sjáum enga ástæðu fyrir því að við séum með miklu lægri laun en allir aðrir. Á þessum tíma þegar launastöðvun á að hafa verið í gildi hafa taxtar margra starfshópa rokið upp að ekki sé talað um yfirborgan- ir. Við getum ekki séð hvers vegna við ættum að sitja eftir og bera byrð- amar af verðbólgunni. En ég mun ekki upplýsa það í fjölmiðlum hvaða kröfur við munum gera um pró- sentuhækkanir. En það er ljóst að það er fyllilega réttlætanlegt að við gerum kröfur um hækkanir umfram aðra,“ sagði Wincie. -gse í dag mælir Dagfari- Síðasti dagur bjórleysis Þá þurfa bjórunnendur ekki að þreyja nema nokkrar bjórlausar klukkustundir til viðbótar. í fyrra- máhö geta þeir stormað í útsölur ÁTVR strax í birtingu og komiö þaðan klyfjaðir bjórdósum. Hefur flogið fyrir að sumir æth að taka sér frí frá vinnu á morgun svo þeir geti sest að veigunum strax upp úr klukkan níu og flotið í bjór allan daginn. Fjölmiðlar hafa gert sitt besta til að búa þjóðina undir þessi merku tímamót. Útvarpsstöðvamar hafa til dæmis verið með sérstaka þætti þar sem fjallað hefur verið um bjór og bjómeyslu aht aftur í aldir, sagt hefur verið frá opnun bjórstofa og nýrri framleiðslu á bjórkrúsum þar sem bjórkvæði fylgja hverri könnu. Þá hefur þjóðin fylgst með ferðalagi bjórbílsins til ísafjarðar, en nefnd- ur bhl var strandaður einhvers staðar á leiðinni og vegagerðin vhl ekki opna vegi nema á sérstökum dögum hvað sem öhum bjórflutn- ingum hður. Sumir hafa af því nokkrar áhyggjur að þjóðin muni gjörsam- lega sleppa fram af sér beislinu þá loks hún losnar undan viðjum bjór- bannsins sem hefur víst staðið í 80 ár eða svo. Telja þessir áhyggju- fullu það vafamál hvort nokkur verði viðræðuhæfur næstu daga sökum ölmæðis nema þá böm, gamalmenni og bindindismenn. Aðrir fuhyrða að bjórgleðin verði öll í hófi og segja eina áhyggjuefnið hvort pissuskálar vertshúsa geti annað öllu niðurstreyminu sem bjórþambi fylgir. Svona er enda- laust velt vöngum yfir bjórkom- unni sem vekur miklu meiri fognuð hjá mörgum heldur en sumarkom- an enda em þeir ófáir sem hafa hlakkað meira th bjórdagsins en nokkum tímann th jólanna. Bjór- bannið hefur lyft þessum drykk í hæðir í hugum íslendinga sem líta hann svipuðum augum og vín- smakkarar á fágæt eðalvín. Sendi- herrar okkar hafa stundum hent gaman að finum frúm frá íslandi sem koma í boð í sendiráðin erlend- is og vhja bara bjór að drekka með- an þær sem þykjast kunna sig dreypa á sérríi með litla fingur sperrtan út í loftið. Eitt af því sem andstæöingar bjórsins hafa hamrað á er aö bjór- inn verði th að koma bömum og unghngum á kenderí. Bjórmenn hafa fussað við þessum rökum og segja að það sé ólíkt skárra að böm- in drekki bjór en brennivín sem sé hinn mesti óþverradrykkur og óhollur þar að auki. Hins vegar sé blessaður bjórinn nærandi og styrkjandi, gott ef hann á ekki að gefa hka hraustlegt útlit. Þegar hlustað er á lofsöng helstu bjór- sinna undrast maður að þjóðin skuh hafa lifað af svona langt tíma- bil án ölsins. Kannski að smyghð hafi bjargað þjóðinni frá því að veslast upp. Nú sjá smyglarar hins vegar fram á dapra daga aö minnsta kosti hvað bjórinn varðar, ekki síst eftir að Höskuldur gerði þeim þann óleik að lækka verðið frá því sem áður hafði verið talað um. Smyglarar segjast ekki geta selt kassann á nema svona tvö þús- und og fimm hundrað kah og þótt það þýði 300% álagningu þá borgi sig ekki að standa í smyghnu fyrir svo lága álagningu því ahtaf fylgi þessu fyrirhöfn og erfiði fyrir nú utan taugaspennu. Er sagt að skipaútgerðirnar megi reikna með að þurfa að bæta farmönnum upp tapið af töpuðum aukatekjum bjór- sölunnar með því að hækka fasta- kaupið að miklum mun. Það em þvi ekki bara tvær hhðar á bjórmálinu heldur margar hliðar. Ein er til dæmis sú staðreynd að 1. mars gengur í ghdi á miðnætti í kvöld og frá þeim tíma er því lög- legt að selja bjór á börum sem hafa leyfi til að hafa opið til klukkan eitt í nótt. En Höskuldur má ekki afgreiða bjór til kránna fyrr en á miðnætti og er víst ekkert á þeim buxunum að fara að afgreiða bjór á nóttunni. Þess vegna verða bjór- unnendur að þola bjórlausa bari í klukkustund eftir að bjórinn hefur verið leyfður og verður það þung raun ef að líkum lætur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.