Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1989, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989. 11 Bush prófar nýja hjólið sem forsætisráðherra Kina, Li Peng, gaf honum á laugardaginn. Bush löðrungaður segja sendimenn Vinningsröðin 25. febrúar: 211 -121 -121 -XX1 Kínverjar löðrunguðu Bush Bandaríkjaforseta með því aö koma í veg fyrir að leiðandi andófsmaður sæti kveðjuveislu forsetans í Peking. Þetta sögðu vestrænir stjómarerind- rekar í gær. Segja þeir að með þvi hafi kínversk yfirvöld sýnt að þau standi fast við þá stefnu sína að bæla niður andóf innanlands. Kínverskir leiðtogar em sagðir hafa gert Bush grein fyrir því, á meðan á tveggja daga heimsókn hans í Kína um helgina stóð, að þeir myndu ekki þola óstöðugt ástand í landinu né íhlutun frá öðrum lönd- um. Bush lýsti yfir áhyggjum sínum við varaforseta Kína, Wu Xueqian, vegna atviksins og bað bandaríska sendiherrann í Kína að fylgja málinu eftir. Kínverskir embættismenn neit- uðu að tjá sig um atvikið og opinber fréttablöð í Kína fjölluðu ekki um það í gær. Móðgaði gestgjafana Vestrænir stjórnarerindrekar segja að Bush, sem verið hefur sendi- herra Bandaríkjanna í Kína, hefði móðgað gestgjafa sína alvarlega með því að bjóða andófsmanninum Fang, sem rekinn var úr kommúnista- flokknum fyrir tveimur árum, og tveimur öðrum andófsmönnum í grillveislu sem forseta Kína, Yang Shangkun, og mörg hundruð öðrum gestum var boðið í. Stjómarerindrekarnir segja að Kínverjum sé sama um þó að álit þeirra út á við hafi beðið hnekki vegna atviksins. Til þess skipti stöð- ugleiki innaniands of miklu máh. HVERVANN? 5.170.799 kr. 12 réttir = 4.348.030 kr. Einn var með 12 rétta - og fær í sinn hlut kr. 4.348.030,- 11 réttir = 822.767. 14 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 58.769,- -ekkibaraheppni meira að segja að hafa sagt við Bush að lítill hópur manna í Kína aðhyllt- ist vestrænt fjölflokkalýðræði sem yfirvarp til þess að hræra upp í kín- versku þjóðfélagi. Zhao réðst einnig á ónefnda aðila í Bandaríkjunum sem styðja kínverska andófsmenn. George Bush Bandaríkjaforseti lýsir yfir áhyggjum sínum við varaforseta Kína, Wu Xueqian, vegna þess að kínverskum andófsmanni var mein- að að sitja boð hans á sunnudaginn. Símamynd Reuter Valdabarátta Stjómarerindrekar segja að und- anfama mánuði hafi sá orðrómur verið á kreiki að valdabarátta sé haf- in innan kínverska kommúnista- flokksins. Samtímis hafa leiðtogam- ir áhyggjur af verðbólgu og spillingu, áframhaldandi sjálfstæðisbaráttu í Tíbet og beiðni menntamanna í þess- um mánuði um náð til handa sam- viskuföngum. Þrátt fyrir skarpar viðvaranir til andstæðinga sinna lögðu kínverskir leiðtogar áherslu á mikilvægi þess að halda góðu sambandi við Banda- ríkin samtímis því sem reynt er að bæta samskiptin við Sovétríkin. Reuter NUNA? Utlönd Nauðungaruppboð Annað og síðara sem auglýst var í 130., 133., og 137. tölubl. lögbirtingar- blaðsins 1987 á fasteigninni Brákarbraut 7, Borgarnesi, þingl. eign Eggerts Hannessonar og Þóreyjar Valgeirsdóttur fer fram að kröfu Iðnlánasjóðs, innheimtumanns rikissjóðs og Byggðastofnunar á skrifstofu embættisins mánudaginn 6. mars nk. kl. 11. __________________Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1989 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. mars. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið. Stöðugleiki mikilvægur Deng Xiaoping leiðtogi kvaðst von- ast til þess að erlendir vinir Kínverja myndu skilja að það væri mikilvægt fyrir Kína að stöðugleikinn héldist. Leiðtogi kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, sem talinn er verða eftirmað- ur Dengs, sagði Bush að Kína hermdi ekki eftir öðrum löndum. Hann á Þetta eru tölurnar sem upp komu 25. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.828.641,- 1. vinningur var kr. 2.223.253,- Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 386.036,- skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 96.509,- Fjórar tölur réttar, kr. 665.856,- skiptast á 136 vinningshafa, kr. 4.896,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.553.496,- skiptast á 3.963 vinningshafa, kr. 392 á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. BÓNUSTALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.